Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 41
DAGBÓK
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Postulínsmálning kl.
13, vinnustofa og jóga kl. 9, línudans
kl. 11, baðþjónusta fyrir hádegi alla
daga.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, hárgreiðsla, leikfimi,
vefnaður, línudans, boccía, fótaað-
gerð.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11
samverustund, kl. 11.15–12.15 matur,
kl. 14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30
kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Stafaganga kl. 9.00. Skák kl. 13.00.
Miðvikudagur, Göngu-Hrólfar ganga
kl. 10.00.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Fé-
lagsfundur verður í Ásgarði, Glæsibæ
fimmtudaginn 14. apríl kl. 17.00.
Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu-
starf í Ármúlaskóla kl. 16.20 í stofu
24.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 9.10, inni–
golf á sama stað kl. 11.30. Í Kirkjuhvoli
er málun kl. 9.30, karlaleikfimi og
bútasaumur kl. 13. Opið hús í safn-
aðarheimili á vegum kirkjunar kl. 13,
kóræfing FEBG á sama stað kl. 17.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns-
málun, glerskurður og hárgreiðsla. Kl.
10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádeg-
ismatur. Kl. 12.15 Bónus. Kl. 13 mynd-
list. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl.
9, leikfimi kl. 11.30, saumar, bridge og
glerskurður kl. 13.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–13, kortagerð o.fl. hjá Sigrúnu.
Boccia kl. 9:30–10:30. Helgistund kl.
13:30 í umsjón séra Ólafs Jóhanns-
sonar. Böðun virka daga fyrir hádegi.
Fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja
9–16. Handverk og framsögn. Leikfimi
10–11. Bókabíll 14.15–15.00. Bónus
12.40. Hárgreiðslustofa 568-3139.
Fótaaðgerðarstofa 897-9801. Enn
nokkur laus pláss á framsagnar- og
þæfingar– námskeið. Bókmennta-
klúbbur kl. 20 13. apríl. Uppl. s. 568-
3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Gaman sam-
an, föndur og saumaskapur í Mið-
garði á morgun kl. 14:00.
Norðurbrún 1 | Norðurbrún, Furu-
gerði og Hæðargarður: Farið verður í
vetrarferð 12. apríl að Gullfossi og
Geysi. Hádegishlaðborð á Hótel
Geysi. Lagt verður af stað kl. 9.30 frá
Norðurbrún 1, síðan teknir aðrir far-
þegar. Skráning og uppl. í síma
568 6960, Furugerði 553 6040 og
Hæðargarður 568 3132.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu | Spilað Uno í kvöld
kl. 19:30 í félagsheimilinu Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl.
10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 há-
degisverður, kl. 13–16 bútasaumur, kl.
13–16 frjáls spil, kl. 13–14.30 les-
hringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan kl.
8.45–11.45, handmennt almenn og
hárgreiðsla kl. 9–16. Morgunstund og
fótaaðgerð kl. 9.30–10, leikfimi kl. 10–
11 og félagsvist kl. 14.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl.
9.
Áskirkja | Opið hús kl. 10–14, kaffi og
spjall. Bænastund kl. 12. Boðið er upp
á léttan hádegisverð.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11:15.
Léttur málsverður, helgistund í umsjá
sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar.
Samvera, kaffi. 10–12 ára starf
KFUM&K kl. 17:00–18:15. Bænastund
kl. 17:30. Kristniboðskvöld kl. 20.
Sýndar myndir frá för hóps á slóðir
íslenskra kristniboða í Kenýa. Sagt
frá hinum gríðarlega vexti sem hefur
átt sér stað eftir að kristniboð hófst.
Það eru gestir frá Sambandi ís-
lenskra kristniboðsfélaga sem leiða
stundina.
Fella- og Hólakirkja | Opið hús fyrir
fullorðna á þriðjudögum kl. 13.00–
16.00. Spilað, upplestur, kaffi, helgi-
stund í lokin. Strákastarf, 3.–7. bekk-
ur, alla þriðjudaga kl. 16.30–17.30.
Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli,
Vídalínskirkju kl. 13 til 16. Spilaður
lomber, vist og bridge. Röbbum sam-
an og njótum þess að eiga samfélag
við aðra. Kaffi og meðlæti kl. 14:30.
Helgistund í kirkjunni kl. 16:00. Akst-
ur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í
síma: 895 0169. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir
eldri borgara, kl. 13:30–16. Helgi-
stund, handavinna, spil og spjall.
Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott
með kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir 7–9
ára í Rimaskóla kl. 17:30–18:30,
Æskulýðsfélag Grafarvogskirkju kl.
19:30, fyrir 8. bekk.
Grensáskirkja | Hvern þriðjudag er
bænastund með altarisgöngu í
Grensáskirkju kl. 12:00. Boðið er upp
á fyrirbæn. Að stundinni lokinni er
hægt að kaupa léttan málsverð í
safnaðarheimili.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta alla þriðjudaga kl. 10:30.
Beðið fyrir sjúkum. Starf með öldr-
uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl.
11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta er hvern þriðjudag í Hjalla-
kirkju kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns
Árna Eyjólfssonar, héraðsprests.
Bæna- og kyrrðarstundir kl. 18.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK
þriðjudagskvöld kl. 20 á Holtavegi
28. Biblíulestur í umsjón Höllu Jóns-
dóttur. Allar konur velkomnar. Afmæl-
isfundurinn verður 26. apríl kl. 19.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM
fimmtudagskvöld kl. 20 á Holtavegi
28. Farið verður í heimsókn í Lands-
bankann þar sem Björgólfur Guð-
mundsson, stjórnarformaður LÍ, tek-
ur á móti fundargestum. Allir
karlmenn velkomnir.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut
58–60, miðvikudagskvöld kl. 20.
„Fjársjóðurinn“. Ræðumaður er
Benedikt Jasonarson. Vitnisburðir.
Kaffi. Allir eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 16:00 TTT
(5.–7. bekkur). Kl. 19:45 Trúfræðsla.
Íhugun og umræður um guðspjall
næsta sunnudags. Kl. 20:30 Kvöld-
söngur í kirkjunni. 12 spora hópar
koma saman á kvöldsöngnum og
halda svo áfram sinni vinnu. Fyr-
irbænir við altarið og kaffispjall í
safnaðarheimilinu að kvöldsöng lokn-
um.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Dagskrá:
Föstudagur 15. apríl kl. 12.30 - 17.15
12.30 - 13.00 Afhending gagna.
13.00 - 13.15 Ráðstefnan sett
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, flytur ávarp.
13.15 - 13.40 Náttúrutengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum
Kjartan Bollason, Hólum.
13.45 - 14.05 Lúxusferðamennska á Vestfjörðum
Ellen Mooney.
14.10 - 14.30 Jarðfræði Vestfjarða og surtarbrandsnámur
Þorsteinn Sæmundsson, Náttúrustofu Norðurlands vestra.
14.35 - 14.55 Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér.
Hvað selja aðrar þjóðir?
Ómar Ragnarsson, Ríkisútvarpinu
15.00 - 15.20 Kaffi og með því.
15.20 - 15.40 Hlutverk rannsóknarstofnana í náttúruvísindum í tengslum
við ferðaþjónustu
Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrustofu Reykjaness.
15.45 - 16.05 Fuglalíf á Vestfjörðum
Guðmundur A. Guðmundsson, Náttúrufræðistofun Íslands.
16.10 - 16.20 Fuglaskoðun við Djúp
Böðvar Þórisson, Náttúrustofa Vestfjarða.
16.25 - 16.45 Vöruþróun í vestfirskri ferðaþjónustu
Rúnar Óli Karlsson, Ísafjarðarbæ.
16.50 - 17.10 Refir á Hornströndum
Ester Rut Unnsteinsdóttir.
17.15 - 20.00 Hlé.
20.00 Hátíðarkvöldverður á Hótel Ísafirði.
Laugardagur 16. apríl 2005 kl. 9.00 - 16.00
9.00 - 9.20 Ávarp
Einar Kristinn Guðfinnsson,
alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs.
9.20 - 10.00 Ferðamennska í Skotlandi
James McLetchie.
10.05 - 10.20 Víkingaverkefnið á Þingeyri
Þórir Örn Guðmundsson, „víkingur".
10.25 - 10.40 Kaffi og með því.
10.40 - 11.00 Fornleifar á Vestfjörðum
Ragnar Edvardsson, fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða.
11.05 - 11.25 Friðlönd - til hvers
Guðríður Þorvarðardóttir, Umhverfisstofnun.
11.30 - 11.50 Galdramál á Vestfjörðum
Magnús Rafnsson, Strandagaldur.
11.55 - 12.45 Hádegisverður.
12.45 - 13.05 Ferðamennska og þolmörk
Anna Dóra Sæþórsdóttir, Háskóla Íslands.
13.10 - 13.30 Þjóðgarður á Hornströndum:
Skipulag, hlutverk og ávinningur
Gunnar Páll Eydal.
13.35 - 13.55 Vestfirðir á miðöldum
Torfi Tulinius, verkefnisstjóri.
14.00 - 14.20 Gróður á Vestfjörðum
Arnlín Óladóttir, Náttúrustofu Vestfjarða.
14.25 - 14.50 Kaffi og með því.
14.50 - 15.10 Vegamál og aðgengi
Kristján Kristjánsson, Vegagerðinni.
15.15 - 15.35 Öryggi ferðamanna í óbyggðum
Sigríður Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði.
15.40 - 15.50 Samantekt
Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða.
Ráðstefnunni slitið.
Opnuð hefur verið heimasíða ráðstefnunnar og er slóðin
www.nave.is/ferdaradstefna/
Þar eru allar upplýsingar um ráðstefnuna að finna og einnig er hægt að skrá
sig þar. Allar nýjar upplýsingar verða færðar inn á heimasíðuna jafnóðum
og þær berast. Að auki veitir verkefnisstjóri, Anna Guðrún Edvardsdóttir,
upplýsingar í síma 456 7207, GSM 864 0332 og netfang: arun@nave.is.
Ráðstefna um náttúru
og ferðamennsku á Vestfjörðum
haldin í Hömrum, sal Tónlistarskólans
á Ísafirði, 15. - 16. apríl 2005
Fundarstjórar: Einar Thorlacius, Reykhólum, Ásdís Leifsdóttir, Hólmavík,
Már Erlingsson, Tálknafirði, og Einar Pétursson, Bolungarvík
JAFNVÆGI einkennir nýja ljóðabók
Njarðar P. Njarðvík, Aftur til steins-
ins. Þetta er vandað verk og felur í
sér ákveðna
spennu milli til-
finninga og rök-
hyggju sem leitar
jafnvægis í fágun.
Í tilfinningalegri
formgerð bók-
arinnar sjáum við
í senn að lífið
gengur ekki alltaf
áfallalaust fyrir
sig en í því gætir
einnig hlýju og væntumþykju.
Jafnvægi andstæðna birtist einnig
í vali Njarðar á stíl og ljóðmáli og
sömuleiðis í uppbyggingu bók-
arinnar. Hún er sterk heild þar sem
skiptast á ljóðaflokkar og stök ljóð.
Þannig kallast á ljóðaflokkur í róm-
antískum anda sem byggist á eddu-
ljóðmáli og kafli stakra ljóða þar sem
ljóðmálið er annars vegar módernískt
og byggist hins vegar á vísunum til
klassískrar goðafræði Grikkja. Hlið
við hlið eru svo óbundin ljóð og bund-
in en Njörður spreytir sig á því að
byggja upp nútímalegt myndmál,
myndhverfingar, innan einhvers fal-
legasta rímnaháttarins, braghendu,
og tekst það býsna vel:
Íhygli er eyja þar sem einir standa
háir klettar hugarstranda
og horft er út til fjærstu landa
Ljóðaflokkarnir tveir í bókinni eru
einstaklega glæsilegir sem heild.
Undir regnboga nefnist sá fyrri og
byggist á rómantísku edduljóðmáli en
fjallar um upplausn tímans og yfir-
borðsmennsku þar sem spurt er hver
vilji í anda Óðins „fórna ytri sýn / fyr-
ir innri skilnging“. Heimur sam-
félagsins hefur á sér endalokasnið
Völuspár. Hinn ljóðaflokkurinn,
Steinatal, byggist á sálgæðingu nátt-
úrunnar, einkum steina, en með þeim
hætti túlkar höfundurinn náttúrusýn
sína og vissu um staðfestu tilver-
unnar því að „steinninn stendur
óhagganlegur / undir steyttum hnefa
vindsins“. Með þessari áherslu á and-
stæðum samfélags í upplausn og
staðfestu náttúrunnar verður ljóð-
heimur Njarðar ákaflega skýr og
heildrænn. Í honum er hvergi veikur
hlekkur. Annars finnst mér besta ljóð
bókarinnar ástarljóðið Hlustað með
hendinni sem er dálítið sér á parti:
Ég hrekk upp
án tilefnis
og ósjálfrátt teygi ég höndina
gegnum myrkur óttunnar
eftir yl þínum
legg lófann
á andardrátt þinn
undir mjúku brjósti
og hlusta með hendinni
og inn gegnum snertinguna
andar návist þín
inn í hjarta mitt
djúpum friði
sem ég finn
alls staðar
alltaf
Ég held að óhætt sé að segja að
þessi ljóðabók Njarðar sé með bestu
verkum hans. Hér er skáld á ferð sem
heldur staðföstum höndum um taum
skáldfáksins.
Jafnvægi
BÆKUR
Ljóð
eftir Njörð P. Njarðvík. JPV-útgáfa.
2005 – 59 bls.
Aftur til steinsins
Skafti Þ. Halldórsson
Njörður P.
Njarðvík
BLANDINE Kriegel stjórn-
málaheimspekingur verður einn af
aðalfyrirlesurum á þingi sem haldið
verður frú Vig-
dísi Finn-
bogadóttur til
heiðurs í vikunni.
Á fimmtudaginn
kl. 17.15 flytur
hún fyrirlestur í
hátíðarsal Há-
skóla Íslands um
stefnu Frakka í
trúmálum undir
yfirskriftinni:
Trúlaus opinber vettvangur og að-
lögun menningarhópa í Frakklandi.
Í fyrirlestri sínum mun hún fjalla
um lög sem sett hafa verið nýlega
og banna börnum að ganga með
áberandi trúartákn í skólum rík-
isins.
Blandine Kriegel á að baki merk-
an fræðimannsferil, var m.a. nem-
andi og um langt árabil einn helsti
samstarfsmaður Michel Foucault.
Síðustu ár hefur hún einnig starfað
sem sérstakur ráðgjafi Jacques
Chirac Frakklandsforseta í mál-
efnum innflytjenda.
Sama kvöld, 14. apríl, kl. 20.30,
heldur hún annan fyrirlestur um
læriföður sinn Michel Foucault í
húsakynnum Alliance française,
Tryggvagötu 8.
Báðir fyrirlestrarnir verða á
frönsku en enskri þýðingu verður
dreift til áheyrenda, auk þess sem
spurningar og umræður verða túlk-
aðar jafnóðum á íslensku.
Fyrirlestur
um aðlögun
menning-
arhópa
Blandine Kriegel