Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Salurinn | Tíbrá: Ungir söngvarar, íslensk sönglög kl. 20. Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, og Árni Heimir Ingólfsson, píanó. Gömul og ný ís- lensk sönglög. Bækur Kaffi Reykjavík | Þrjár nýjar bækur verða kynntar á skáldaspírukvöldinu kl. 21: Meistari Guðbergur Bergsson les upp úr verkum sínum, þá lesa þeir Gunnar Dal, Kristján Hreinsson og Benedikt S. Lafleur allir upp úr glænýjum ljóðabókum. Loks les Eygló Ida Gunnarsdóttir ljóð sín. Myndlist Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Anna Hallin – Hugarfóstur – kort af sam- tali. Gallerí Sævars Karls | Regína sýnir olíu- málverk máluð á striga. Gallery Terpentine | Halldór Ásgeirsson. Gel Gallerí | Guðbrandur kaupmaður sýnir verk sín. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gull- þræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíumálverk og fleira í Boganum. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Grafíksafn Íslands | Nikulás Sigfússon. Hafnarborg | Jóhannes Dagsson „End- urheimt“. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni. Í samvinnu við Sophienholm í Kaup- mannahöfn og Hafnarborg hefur Jo- hannes Larsen-safnið sett saman stóra sýningu um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili. Þema sýningarinnar er „List og náttúra með augum Norður- landabúans“. Til 9. maí. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sólstafir. Hrafnista, Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list- muni í Menningarsal. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – eitt verk, ekkert upphaf né endir. Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Friðjónsson. Listasafnið á Akureyri | Erró. Stendur til 6. maí. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930- 45. Rúrí, Archive Endangered Waters. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Markmið XI. Hörður Ágústsson, yfirlitssýn. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Yfirlitssýning á verkum Ásmundar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex norrænna myndlistarmanna frá Finnlandi, Danmörku og Íslandi. ReykjavíkurAkademían | Íslenskir mál- arar. Safn, Laugavegi | Ingólfur Arnarsson. Listamenn frá Pierogi-galleríinu. Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds- dóttir sýnir „Fiska og fólk“. Allar mynd- irnar eru unnar með steypu á striga. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýn- ingarnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione – ljósmyndir úr fórum Man- fronibræðra. Listasýning Ráðhús Reykjavíkur | Dropar af regni – Amnesty International á Íslandi í 30 ár. Sýningin gefur ágrip af þeim fjölda ein- staklinga sem félagar Íslandsdeildar Amnesty International hafa átt þátt í að frelsa. Dans Breiðfirðingafélagið | Vorfagnaður Breið- firðingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð laugardaginn 16. apríl. Hljómsveitin Mið- aldamenn frá Siglufirði leikur fyrir dansi frá kl. 22–3. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrateinn@gljufra- steinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórðarsonar, og Íslend- ingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Man- froni-bræðra. Opið kl. 11–17. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Að- alþjónustuskrifstofa Al-Anon er opin þrið. og fim. kl. 13–16. Al-Anon er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vin- ar. Alateen er félagsskapur unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna drykkju annarra. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Opið alla þriðjudaga kl. 16–18. Fatamóttaka og út- hlutun á sama tíma. Fundir Eineltissamtökin | Eineltissamtökin eru með fundi alla þriðjudaga kl. 20–21 í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. Geðhjálp | Fundur fyrir fullorðin börn geð- sjúkra (18 ára og eldri), alla þriðjudaga kl. 19 hjá Geðhjálp, Túngötu 7. Hvort sem þú átt eða hefur átt foreldra/foreldri með geðraskanir þá ert þú velkomin(n) í þenn- an hóp. Nánari upplýsingar í síma 570- 1700 og á www.gedhjalp.is. Grand Hótel Reykjavík | Hádegisverð- arfundur Lögfræðingafélags Íslands verð- ur haldinn á Grand hóteli fimmtudaginn 14. apríl. Davíð Þór Björgvinsson verður með framsöguerindi. Skráning í síma 568- 0887 fyrir miðvikudaginn 13. apríl. Nánari upplýsingar á www.logfr.is. Hellubíó | Aðalfundur Veiðifélags Rang- árvallaafréttar verður í dag kl. 20 í Hellu- bíói. ITC-Harpa | Fundur í dag kl 20 á þriðju hæð í Borgartúni 22. Gestir velkomnir. Tölvupóstfang ITC Hörpu er itcharpa- @hotmail.com, heimasíða http:// itcharpa.tripod.com. Nánari uppl Guðrún Rut, s.: 898-9557. Krabbameinsfélagið | Ný rödd heldur fund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skóg- arhlíð 8 í Reykjavík, 4. hæð, 13. apríl kl. 20. Á dagskrá er: Norræn ráðstefna barkakýlislausra í Danmörku í sumar. Medic alert. Samvinna stuðningshópa KÍ um þjónustumiðstöð. Önnur mál. Allir vel- komnir. Miðstöð Sameinuðu þjóðanna | UNIFEM á Íslandi stendur fyrir opnum fundi um jafn- réttissjónarmið í starfi og stefnu Íslensku friðargæslunnar í dag kl. 17.15–18.15. Er- indi halda: Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UNIFEM á Íslandi, og Þor- björn Jónsson, sendiráðunautur á skrifstofu Íslensku friðargæslunnar. Nán- ari upplýs. á www.unifem.is. Styrkur | Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag kl. 20. Valgerður Sigurðardóttir lækn- ir flytur erindi um viðbrögð við greiningu krabbameins. Allir velkomnir. Sunnusalur, Hótel Sögu | Fundur hjá Sinawik Reykjavík í kvöld sem hefst með borðhaldi kl. 20. Fyrirlesari er Magnús Skarphéðinsson. Stjórnin. Fyrirlestrar Háskólinn á Akureyri | Á Lögfræðitorgi í dag kl. 16.30 skoðar Birgir Guðmundsson lögin sem sett voru á Alþingi í fyrra um fjölmiðla og leitast við að meta hvort þau hafi verið „góð eða vond lög, hvort lög- gjöfin hafi verið vönduð eða óvönduð. Hverjar eru líkurnar á að sátt verði um löggjöf nú? Verður sú löggjöf „góð“ eða „vond“?“ Jóga hjá Guðjóni Bergmann | Guðjón Bergmann heldur fyrirlestur í kvöld kl. 21.15–22.15. Hvað er raja–jóga og hvernig er hægt að nota þessi fræði í daglegu lífi? Ókeypis og allir velkomnir. Listaháskóli Íslands | Messíana Tóm- asdóttir heldur fyrirlestur í dag kl. 17 í stofu 113. Fyrirlesturinn fjallar um hin þrjú sjónarhorn litafræðinnar: Hið sjónræna, hið táknræna og hið tilfinningalega. ReykjavíkurAkademían | Sesselja Ólafs- dóttir heldur erindi í dag kl. 20 um Albana búsetta í Kaupmannahöfn og menning- arlega árekstra þeirra í dönsku samfélagi og í heimalandinu Makedóníu. Sesselja fjallar um þá menningarlegu færni sem sumir þeirra hafa tileinkað sér sem ýtir undir viðurkenningu á sjálfsímynd þeirra. Akademia.is/mi. Skógræktarfélag Íslands | Fyrirlestur í húsi Ferðafélagsins í Mörkinni í kvöld kl. 20. Agnes Geirdal, formaður skóg- arbænda á Suðurlandi, segir frá fé- lagsskap skógarbænda og eigin ræktun í máli og myndum. Ókeypis og öllum opið. Nánar á skog.is. Umhverfisstofnun | Sigþrúður Stella Jó- hannsdóttir, þjóðgarðsvörður í þjóðgarð- inum Jökulsárgljúfrum, heldur fyrirlestur um „Framtíð ferðamennsku á friðlýstum svæðum“ í húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, í dag kl. 15– 16. Allir velkomnir. Verkfræðideild Háskóla Íslands | Sig- urður Bjarni Gíslason heldur fyrirlestur í dag kl. 16.15 um verkefni sitt: Jarð- skjálftagreining á háhýsi með kúluplötum. Verkefnið fjallar um línulega jarð- skjálftagreiningu á 16 hæða skrif- stofubyggingu sem reisa á við Höfðatún í Reykjavík. Þjóðminjasafn Íslands | Sturla Friðriksson flytur fyrirlestur um ævi Ásu Guðmunds- dóttur Wright í dag kl. 12, á afmælisdegi Ásu. Mun Sturla m.a. fjalla um ætt Ásu, uppvaxtarár, hjúkrunarnám í Englandi og hjúskap. Fyrirlesturinn er á vegum Minn- ingarsjóðs Ásu Wright og Þjóðminjasafns Íslands. Kennaraháskóli Íslands | Foreldrakvöld KHÍ verður haldið í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð, stofu H 207, kl. 20–22. Uppeldisáhrif fjölmiðla á börn og ung- linga? Erindi halda: Sólrún B. Krist- insdóttir, forstöðumaður Símennt- unarstofnunar KHÍ, Stefán Jökulsson, lektor í upplýsingatækni og miðlun í KHÍ, og Grímur Atlason, verkefnisstjóri SAFT- verkefnisins. Félagsmiðstöðin Snarrót | Elías Dav- íðsson heldur fyrirlestur í kvöld kl. 20, um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hlut- verk þess í hinni nýju heimsskipan. Fyr- irlesturinn fer fram í Félagsmiðstöðinni Snarrót, Garðastræti 2 og verður á ensku og eru umræður á eftir. Námskeið Félag íslenskra heilsunuddara | Félag ís- lenskra heilsunuddara verður með nám- skeið 13.–16. apríl fyrir byrjendur í vöðva- og hreyfifræði, TFH 1 og 2. Fjallað verður um streitu, orkubrautir og fæðuóþol. Einn- ig verður framhaldsnámskeið um andlega uppbyggingu 18.–21. apríl, 1 og 2. Kennari Jarle Tamsen í Rósinni, Bolholti 4. Nánari upplýsingar og skráning á www.nudd- felag.is og í síma: 694-2830, 690-7437. Útivist Stafganga í Laugardal | Stafganga á þriðjudögum kl. 17.30–18.30, gengið frá Laugardalslauginni, tímar fyrir byrjendur og lengra komna. Nánari upplýsingar á www.stafganga.is og gsm: 616-8595 & 694-3571. Guðný Aradóttir og Jóna Hild- ur Bjarnadóttir stafgönguþjálfarar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 drekkur, 4 slátra, 7 munnholið, 8 girnd, 9 handlegg, 11 for- ar, 13 hár, 14 rotin, 15 lát- ið af hendi, 17 snæðir, 20 bandvefur, 22 heimshlut- inn, 23 hitt, 24 mælieining, 25 rándýr. Lóðrétt | 1 ná í, 2 laumu- spil, 3 titra, 4 pat, 5 meiða, 6 þátttaka, 10 slæmt hey, 12 kvíði, 13 liðamót, 15 óþokka, 16 leyfir, 18 ámu, 19 rugla, 20 stúlka, 21 snaga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 átroðning, 8 forað, 9 gerði, 11 afl, 11 skarn, 13 arðan, 15 svöng, 18 ókind, 21 jór, 22 meiða, 23 asnar, 24 fallvatns. Lóðrétt | 2 tyrta, 3 orðan, 4 negla, 5 nýrað, 6 afls, 7 kinn, 12 Rán, 14 rík, 15 sumt, 16 örina, 17 gjall, 18 óraga, 19 iðnin, 20 durt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Merkúr (hugsun) hefur farið afturábak í hrútsmerkinu undanfarnar vikur. Það hefur leitt til misskilnings í samskiptum og daglegum viðfangsefnum. Nú er þessu lokið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óljósar áhyggjur hafa látið á sér kræla innra með þér að undanförnu. Slakaðu á, þetta tímabil er liðið. Sjálfstraustið er að eflast og lífið gengur sinn vanagang. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Alls kyns vinir úr fortíðinni hafa látið á sér kræla að undanförnu, sem er dálítið óvenjulegt. Nú gengur lífið hins vegar sinn vanagang. Láttu vaða. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ýmissa hluta vegna hafa samræður krabbans við þá sem eru yfir hann settir, svo sem stjórnendur, kennara og foreldra ekki gengið að óskum undanfarið. Nú fer ástandið batnandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tafir í málefnum tengdum menntun, út- gáfu og ferðalögum heyra nú sögunni til. Haltu þínu striki og vertu viss um að allt gangi að óskum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt meyjunni að und- anförnu. Hún gerði sitt besta, nú er kom- inn tími til þess að horfa fram á við. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fyrrverandi makar og fólk úr fortíðinni hefur leitt til spennu í lífi vogarinnar að undanförnu. Nú er allt að falla í ljúfa löð. Sem betur fer. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Misskilningur, tafir og óreiða hafa sett mark sitt á samskipti sporðdrekans að undanförnu. Nú getur hann andað léttar, aðstæður verða bara álíka erfiðar og venjulega á næstunni, ekki erfiðari. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Uppeldi og kennsla barna gengur nú sinn vanagang. Óreiða og tafir að undanförnu heyra nú sögunni til. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin hefur haft ýmiss konar verk- efni tengd fjölskyldunni á sinni könnu upp á síðkastið. Allt sem viðkemur fjöl- skyldu og heimili fer senn að ganga betur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Erfiðleikar hafa svo sannarlega látið á sér kræla upp á síðkastið. Truflanir og tafir á samgöngum og í tjáskiptum hafa gert þér lífið leitt. En ekki lengur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Peningamálin hafa ekki gengið sem skyldi hjá fisknum upp á síðkastið. Nú er betri tíð með blóm í haga framundan. Slakaðu á. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú hefur gott vald á tungumálinu og ert háttvísin uppmáluð. Þú hefur líka áhuga á því sem er efst á baugi í samfélaginu og berð gott skynbragð á tíðarandann. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is FRÆÐSLUDEILD Þjóðleik- hússins stendur fyrir nám- skeiði þar sem Margrét Páls- dóttir málfræðingur og Sigurður Skúlason leikari leiðbeina um flutning á bundnu máli. Námskeiðið verður haldið föstudaginn 22. apríl kl. 16–19 og laugardag- inn 23. apríl kl. 13–16. Fjallað verður um mismunandi form ljóða og hvernig best sé að nálgast þau og æfa, þannig að þau verði áheyrileg. Fjallað verður um líkamsstöðu, radd- beitingu, framburð, bragfræði og hrynjandi bundins máls og síðast en ekki síst túlkun. Námskeiðsgjald er krónur 6.000 og fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skrá sig þarf fyrir 20. apríl með því að senda tölvupóst á fraedsla- @leikhusid.is eða hringja í síma 585 1241. Sigurður Skúlason Námskeið í flutningi bundins máls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.