Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 29 UMRÆÐAN VIÐ undirritaðir lögmenn höfum allir á liðnum árum sinnt gæslu hagsmuna skjólstæðinga sem átt hafa um sárt að binda vegna af- leiðinga slysa. Í slíkum málum reynir á uppgjörsreglur skaða- bótalaga en markmið þeirra er að tjónþolar fái tjón sitt bætt að því marki sem það verður gert með peningum. Enginn á þó að fá of háar bætur og því voru við laga- breytingar 1999 settar inn í skaða- bótalögin reglur um frádrátt greiðslna sem tjónþolar kynnu að fá frá almannatryggingum og úr lífeyrissjóði um ókomna framtíð. Á slíkan greiðslurétt reynir helst hjá alvarlega slösuðu fólki. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessi frá- dráttarregla er haldin alvarlegum annmörkum. Sérstaklega gagnvart þeim sem verst eru settir fjár- hagslega og félagslega og eru orðnir öryrkjar vegna slyssins. Þeir tjónþolar geta átt rétt á alls kyns aukagreiðslum úr almanna- tryggingum, svo sem tekjutrygg- ingu, tekjutryggingarauka, bif- reiðastyrk og fleira. Samkvæmt frádráttarreglunni á að reikna út hvers virði þessar greiðslur séu ef þær eru greiddar í einu lagi við uppgjör tryggingafélags vegna slyssins (svokallað eingreiðsluverð- mæti) og draga þá fjárhæð frá uppgjörinu, lækka bæturnar. Sem dæmi má nefna að bætur í einu til- viki til slasaðrar manneskju, sem átti rétt á heimilisuppbót úr al- mannatryggingum, voru lækkaðar um rúmar 1.400.000 kr. vegna slíkra væntanlegra greiðslna í framtíðinni. Sá hængur er þó á að samkvæmt almannatrygg- ingalögum fellur heimilisuppbót niður ef bótaþeginn tekur upp sambúð með einhverjum, maka eða ættingja. Standi bótaþeginn frammi fyrir slíku þá er honum þriggja kosta völ: 1) Fá tjón sitt ekki að fullu bætt vegna skerðing- arinnar. 2) Hætta við sambúðina. 3) Leyna því fyrir hinu opinbera að hann búi með öðrum, t.d. með rangri skráningu lögheimilis – ger- ast semsagt lögbrjótur. Það blasir við hversu óeðlilegir og ósann- gjarnir slíkir valkostir eru fyrir einstakling sem ekkert hefur til sakar unnið annað en að verða fyr- ir tekjumissi og heilsubresti vegna slyss. Þessi frádráttarregla hefur síð- an mjög sérkennilega „aukaverk- un“ í för með sér vegna vísunar milli lagaákvæða. Millivísunar sem virtist hafa láðst að taka tillit til þegar aðrar lagfæringar voru gerðar á skaðabótalögunum árið 1999. Eftir þá lagabreytingu veld- ur frádráttarreglan því að bætur fyrir missi framfæranda til maka lækka um tugi prósentna frá því sem áður hafði verið. Ástæðan er sú að við útreikning bóta makans á að taka tillit til greiðslna úr lífeyr- issjóði og almannatryggingakerf- inu sem hinn látni hefði fengið ef hann hefði lifað með algera 100% örorku. Þannig ímyndaðar greiðslur á að draga frá áður en bætur til makans eru reiknaðar. Greiðslur sem makinn fær aldrei þar sem hann á ekki rétt á þeim! Vegna þessara agnúa á lögunum beindum við undirritaðir erindi til dómsmálaráðherra, Björns Bjarna- sonar, þar sem við komum at- hugasemdum á framfæri, sem lutu að því hversu hart þessi frádráttur framtíðargreiðslna komi niður á þeim sem síst skyldi, þ.e. því fólki sem slasast mest og býr við erf- iðustu félagslegu aðstæðurnar. Eins vöktum við athygli á stór- felldri lækkun bóta til eftirlifandi maka fórnarlamba banaslysa. Skemmst er frá því að segja að ráðherra sýndi erindi okkar mik- inn skilning. Í kjölfar þess hefur allsherjarnefnd Alþingis nú og þvert á allar pólitískar línur lagt fram frumvarp til breytinga á skaðabótalögum í þessa veru. Oft er haft á orði að menn séu fljótir til að gagnrýna menn og málefni, oft á óvæginn hátt, en síð- ur að menn gefi gaum að því að geta þess þegar vel er gert. Með þessari grein viljum við undirrit- aðir vekja athygli á jákvæðum við- brögðum og góðum skilningi við- komandi stjórnvalda á því að stuðla að því að bæta úr þessum ágöllum á lögunum. Eiga allir hlutaðeigandi hrós og þakkir skild- ar. Geta skal þess sem vel er gert! Björn L. Bergsson, Karl Ax- elsson og Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson segja frá lagfær- ingum á skaðabótalögum sem fela í sér réttarbót ’… ráðherra sýndi er-indi okkar mikinn skiln- ing. Í kjölfar þess hefur allsherjarnefnd Alþingis nú og þvert á allar póli- tískar línur lagt fram frumvarp til breytinga á skaðabótalögum í þessa veru.‘ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Höfundar eru allir starfandi hæsta- réttarlögmenn. Karl Axelsson Björn L. Bergsson MAÐUR spyr sig í framhaldi af yfirlýsingum iðnaðaráðherra þessa dagana: Á virkilega að byggja upp þungaiðnað á Norðurlandi á sömu forsendum og nú er gert við Kára- hnjúka þar sem allar líkur benda til að orkan verði í raun niðurgreidd af almenningi í landinu? Árið 2002 var staðan þannig að þungaiðn- aður keypti í kringum 70% orkunnar en tekj- urnar námu ekki nema tæpum helmingi inn- komunnar. Almenn- ingsveitur keyptu því ríflega fjórðung af orku fyrirtækisins en greiddu fyrir ríflega helming af tekjum Landsvirkjunar. Eftir 2002 gefur Lands- virkjun ekki upp hvernig tekjur fyr- irtækisins skiptast á milli tekna frá almenningsveitum annars vegar og stóriðju hins vegar og er borið við viðskiptahagsmunum fyrirtækisins. En ljóst er, þegar Kárahnjúkavirkj- un verður komin í notkun, að þungaiðnaður, fyrst og fremst ál- iðnaður, mun kaupa yfir 80% fram- leiðslunnar. Hvernig verður hlut- fallið eiginlega þegar búið verður að byggja eitt eða fleiri álver á Norðurlandi og stækka auk þess í Hvalfirði og Straumsvík? Hvert eru menn að fara eiginlega? Nóg komið af ríkisforsjá í atvinnulífi Er ekki kominn tími til að stjórn- völd láti af ríkisforsjá sinni í at- vinnulífinu, einnig að því er varðar þungaiðnaðinn. Skynsamlegra er að efla byggð með almennum aðgerð- um, með bættum samgöngum, hvort sem um er að ræða jarðgöng eða rafrænar tengingar. Einnig með því að efla menntun og styðja við frumkvæði í hinum dreifðu byggðum, byggt á sérþekkingu og sérstöðu á viðkomandi stöðum. Það er ekki lengur hlutverk stjórnvalda að koma færandi hendi með at- vinnufyrirtæki, síldarbræðslu, minkabú, virkjun og álver eða tog- ara og færa fólki á silfurfati án til- lits til þess hvort framkvæmdin geti nokkurn tíma skilað þjóðarbúinu arði eða ekki. Íslenskt atvinnulíf hefur reynst fullfært um það á und- anförnum árum að halda uppi hag- vexti í landinu, án afskipta, og mun takast það enn betur ef það fær frið til þess fyrir þungaiðnaðar- draumum. Reynum líka að átta okkur á tíma og stað. Við erum ekki lengur vanþróað ríki sem á allt undir hrá- efnavinnslu. Framtíðin hvílir á menntun og þekkingu. Ungt fólk á Vesturlöndum leitar eftir slíkum störfum. Fyrir 30–40 árum fögnuðu menn störfum í þungaiðnaði og þáverandi stóriðju Íslendinga, tog- araútgerð og hrað- frystihúsum. Slíkt er liðin tíð sem kunnara er en frá þurfi að segja. Æska þessa lands stefnir nú á aðr- ar slóðir. Fái ekki skagfirsk, eyfirsk eða húsvísk ungmenni önn- ur störf en í þungaiðn- aði fara þau einfald- lega annað, á suðvesturhornið eða einfaldlega úr landi. Nýleg könnun Náttúruvakt- arinnar um afstöðu fólks til upp- byggingar atvinnulífs staðfesti þetta rækilega. Þegar valið stóð á milli þungaiðnaðar, ferðamannaiðn- aðar og þekkingariðnaðar var af- staðan skýr: yfirgnæfandi meiri- hluti valdi þekkingariðnað og ferðamannaiðnað en stóriðjan naut lítillar hylli. Afstaða almennings til verndunar hálendisins er einnig að breytast eins og könnun Nátt- úruverndarsamtaka Íslands frá í nóvember síðastliðnum leiddi í ljós: 65% þjóðarinnar studdu stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Þörf á samstöðu gegn stóriðjuvandanum Hér að framan hefur sjónum einkum verið beint að efnahags- legum þáttum þungaiðnaðarstefn- unnar en ekki að umhverfisþáttum og ábyrgð stjórnvalda á heimsvísu varðandi hlýnun loftslags. Ekki hef- ur heldur verið vikið að þeim skaða sem þungaiðnaðarstefnan getur valdið öðrum greinum atvinnulífs eins og sjávarútvegurinn fær að kenna á nú, svo og hátækniiðnaður- inn. Því síður hefur verið minnst á óbætanlegan skaða sem þungaiðn- aðarstefnan getur valdið ferða- mannaiðnaðinum með þeim breyt- ingum sem fyrirsjáanlegar verða á ímynd Íslands ef fram verður hald- ið sem horfir. En enn er tóm til að snúa við blaði eins og bent var á í stórmerkum leiðara Morgunblaðs- ins fyrir skemmstu þar sem varað var eindregið við því að sækja lengra á þessari braut. En miðað við framgöngu stjórn- valda þessa dagana verður ekki snúið af leið ríkisrekins þungaiðn- aðar nema með víðtækri samstöðu náttúruverndarsamtaka og annarra samtaka almennings, stjórn- málaflokka og -samtaka, svo og fé- laga og fyrirtækja í ferðaþjónustu og öðrum greinum atvinnulífs sem eiga undir högg að sækja vegna stóriðjuvandans. Slíka samstöðu verður að byggja upp á næstu mán- uðum svo við glötum ekki fleiri perlum í náttúru Íslands. Höfnum þessum hugmyndum og íþyngjum ekki komandi kynslóðum með þungaiðnaðarstefnu, stefnu sem iðnaðarráðherra hefur lýst svo að verið sé að „breyta ónýttum verð- mætum sem fólgin eru í óbeislaðri orku fallvatna og jarðvarma í raun- veruleg verðmæti“. Stóriðja var eitt sinn framfarasinnuð en hefur nú snúist upp í andhverfu sína, hún er orðin stóriðjuvandi. Stóriðjuvandinn Sumarliði R. Ísleifsson fjallar um þungaiðnaðarstefnu ríkis- stjórnarinnar ’Höfnum þessum hug-myndum og íþyngjum ekki komandi kyn- slóðum með þungaiðn- aðarstefnu …‘ Sumarliði Ragnar Ísleifsson Höfundur er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: „Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel.“ Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdra- brennuöldinni.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Málþing um áfengis- og vímuvarnir á vinnustöðum Grand Hótel 14. apríl 2005 frá kl. 9-12 Dagskrá: Setning: Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar Vinnuvernd og áfengi: Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Stefna Icelandair í áfengis- og vímuefnamálum: Una Eyþórsdóttir, starfsmannastjóri Icelandair Stefna og verklagsreglur Reykjavíkurborgar í áfengis- og vímuefnamálum starfsmanna: Helgi Guðbergsson, trúnaðarlæknir Reykjavíkurborgar Samspil meðferðar og vinnustaða: Bjarni Össurarson, yfirlæknir áfengis- og vímuefnadeildar LSH Lagasjónarmið er lúta að áfengis- og vímuefnanotkun starfsmanna: Lára Júlíusdóttir, lögmaður og lektor við HÍ Panelumræður: Ása Guðmundsdóttir, sálfræðingur á LSH; Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur SA; Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur BSRB og Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir. Fundarstjóri: Þorgerður Ragnarsdóttir, forstöðumaður Sjónarhóls og fyrrum framkvæmda- stjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs Fundurinn er öllum opinn og er aðgangseyrir kr. 1500. Skráning er í netfanginu asa@ver.is eða í síma 550 4600. LANDSNET UM HEILSUEFLINGU Á VINNUSTÖÐUM VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.