Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 79 99 04 /2 00 5 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 79 99 04 /2 00 5 Landsbanki Íslands hf. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn, sem vitnað er til í lýsingunni, er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Landsvirkjun 8.000.000.000 kr. 1. flokkur 2005 Nafnver› útgáfu: Heildarnafnverð flokksins er 8.000.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa: Skuldabréf 1. flokks 2005 eru gefin út til 15 ára og greiðist höfuðstóll með einni afborgun þann 21. mars 2020. Vextir greiðast einu sinni á ári, þann 21. mars ár hvert, fyrst 21. mars 2006. Útgáfudagur bréfsins er 21. mars 2005. Skuldabréfið ber 3,50% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður LAND 05 1. Skráningardagur: Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá 18. apríl 2005. RAGNAR Kristinn Kristjánsson og kona hans Mildrid Steinberg, eig- endur Flúðasveppa, hafa selt fyr- irtækið Georg Ottóssyni garð- yrkjubónda á Flúðum og stjórnar- formanni Sölufélags garðyrkju- manna. Ragnar og kona hans hafa rekið Flúðasveppi í 21 ár en þau stofn- uðu það árið 1984. „Það má eig- inlega segja það að ég hafi lítið hugsað um annað en svepparækt allt frá árinu 1981 þegar ég hóf að vinna að undirbúningi að stofn- un Flúðasveppa. Nú erum við sem sagt búin að selja Flúðasveppi og allar eignir sem tengjast fyrirtæk- inu.“ Samlegðaráhrif augljós Ragnar segir Georg vera ná- granna sinn en Georg sé með stóra garðyrkjustöð fyrir, þar sem hann rækti bæði tómata og papr- iku og útiræktað grænmeti. „Ef einhvers staðar eru til samlegð- aráhrif þá eru þau þarna. Hann er þarna á sömu torfunni getum við sagt og auðvitað vill maður hið besta fyrir fyrirtækið í framtíð- inni.“ Ragnar segir rekstur Flúða- sveppa alla tíð hafa gengið ágæt- lega en spurður um söluverðið segir hann það vera trúnaðarmál. „Það þótti á sínum tíma hálfgert óðs manns æði að fara út í þennan rekstur. Þetta er mjög flókin ræktun og það er í mörg horn að líta.“ Ragnar segir að auk sveppa- framleiðslunnar hafi þau hjónin framleitt gróðurmold undir nafn- inu Hreppagróðurmold Flúðum undanfarin ár. Meginstoðin hafi hins vegar auðvitað verið sveppa- ræktin og hjá fyrirtækinu starfi í kringum 25 manns. En hvað kemur til að Ragnar ákveður að selja? „Ég hafði eiginlega aldrei hug- leitt það fyrr en farið var að viðra þetta við mig fyrir nokkru. Jú, ákveðin þreyta. Ég er búinn að vera byggja fyrirtækið upp öll þessi ár og hef verið vakinn og sofinn yfir þessu. Ég finn að það er ekki lengur sami áhugi og kraftur og var. Og fyrst annar að- ili hefur áhuga á þessum rekstri og menn náðu saman um verð og annað tel ég reksturinn vel kom- inn í þeirra höndum.“ Spurður um framtíðina segist Ragnar ætla að taka sér gott frí til að byrja með. Hann segist þó ekki ætla að setjast í helgan stein, hann þoli illa að hafa ekki nóg að gera. „Hins vegar stóð ég í því að greiða götu listakvenna frá Lett- landi sem héldu tónleika hér á landi, m.a. í Salnum, fyrir um tíu dögum. Ég hef haft mjög gaman af því og maður veit aldrei.“ Flúðasveppir seldir Morgunblaðið/Golli Selur Ragnar Kristinn segist hafa verið vakinn og sofinn yfir svepparækt- un í 21 ár en hann og eiginkona hans stofnuðu fyrirtækið 1984.                               !"#   !"#"$    % "&' (&  )* &# +&(&  )#&  ,&' (& % "&'  -$"  .# /    01$/  01 !/ $  &#(  2      ! 1 % "&'  3 &'  31 /&  4(&   ,56& /7 &&  89$/  0%!  0" :"# 0"&'  0"1   ;    <;## &#1   &  = && "  &  >17 11 ?06($#     !"  (  ! $"' @;//  ,&' 51 % "&'   <6 6  !# $%  AB@C 05    $                  ? ? ?   ?   ? ? ? ?  ?   $; &#  ;   $ ?  ? ? ?  ? ? ?  ?  ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? D ? EF ? ? D ? EF D ?EF D ?EF D ?EF D ?EF ? D ?EF D ?EF ? D EF D ?EF D ?EF ? D EF ? ? ? ? D ?EF ? D ?EF ? ? ? ? ? D EF ? ? 3$ "'    '# & < "( 5 " '# G ) 0"                    ?  ? ?  ?   ? ? ? ?  ?                   ?        ?                   ?                =    5 *+   <3 H #&"  !/"'         ?  ? ?  ?  ? ? ? ?  ?  <3? I  1 1 " "/  <3? 0;"'  "  "$##/ 1 ;  "( $ &  <3? = ;  1 / 1#&& :"#  <3?  ($ & +#$$&' KREDITTBANKEN, dótturfélag Íslandsbanka í Noregi, hefur vilyrði fyrir yfir 50% af hlutabréfum í norska fjármálafyrirtækinu FactoNor. Áætl- að virði fyrirtækisins er ríflega hálfur milljarður íslenskra króna. KredittBanken mun í framhaldinu gera tilboð í öll hlutabréf í FactoNor. FactoNor AS er eins og Kredit- tBanken staðsett í Álasundi. Facto- Nor sérhæfir sig í veltufjármögnun og kröfukaupum fyrir smá og miðl- ungsstór fyrirtæki í norðvesturhluta Noregs. FactoNor velti um 2,8 millj- örðun norskra króna, um 28 milljörð- um íslenskra króna í kröfukaupum árið 2004. Vöxturinn var 19% frá árinu áður. Markaðshlutdeild á lands- vísu var 4% árið 2004. Hagnaður FactoNor árið 2004 var um 4,6 milljónir norskra króna fyrir skatta, um 46 milljónir íslenskra króna. Miðað við það verð sem Kred- ittBanken býður hluthöfum er virði fyrirtækisins um 52,8 milljónir norskra króna, um 528 milljónir ís- lenskra króna. Með kaupunum er KredittBanken að víkka út starfsemi sína í norðvest- urhluta Noregs og styrkir það vaxt- armöguleika beggja fyrirtækja með sameiginlegri markaðssetningu og breiðara vöruframboði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslands- banka. Norsk yfirvöld þurfa að sam- þykkta kaupi á FactoNor. KredittBank- en býður í norsk fjár- málafyrirtæki AUKIÐ samstarf Fjármálaeftirlits- ins við sambærilegar stofnanir er- lendis mun koma íslenskum bönkum til góða. Þetta er mat forsvarsmanna Kaupþings banka og Íslandsbanka og fagna þeir auknu samstarfi á þessu sviði. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Fjármálaeftirlitið hyggur á vettvangseftirlit í dótturfélögum íslenskra banka, enda sé eftirlit með alþjóðlegri starfsemi stóru bankanna eitt af stærri verkefnum þess. Meira samstarf af hinu góða Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, segir að Kaup- þing starfi undir eftirliti 10 fjármála- eftirlita í jafnmörgum löndum. „Samstarfið við eftirlitin hefur verið mjög gott á öllum mörkuðunum. Við höfum talið mikilvægt að þau sam- ræmdu störf sín og fagnað auknu samstarfi þeirra. Íslenska fjármála- eftirlitið hefur eftirlit með okkur á samstæðugrunni og hefur haft sam- starf við önnur eftirlit þar sem við störfum. Við teljum að meira sam- starf og aukin fagmennska fjármála- eftirlitanna sé einungis af hinu góða fyrir starfsemi okkar og sé til þess fallið að auka tiltrú og traust á fjár- málamarkaði,“ segir Hreiðar Már. Gott að reglur séu skýrar Jón Diðrik Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjárfestinga- og al- þjóðasviðs Íslandsbanka, segir eðli- legt að íslenska fjármálaeftirlitið starfi yfir landamæri. „Hvað starf- semi okkar erlendis varðar, þá er það á ábyrgð norska fjármálaeftir- litsins að fylgjast með starfsemi okk- ar þar í landi en íslenska fjármálaeft- irlitinu ber að hafa yfirsýn yfir starfsemi íslenskra fyrirtækja, hvar svo sem þau starfa á Norðurlöndun- um. Það er af hinu góða að reglur séu skýrar og að eftirlitið sé gegnsætt.“ Jón segir eðlilegt að fjármálaeft- irlitið fylgi í kjölfar útrásar fyrir- tækjanna, sem hafi verið hröð síð- ustu misseri. Hann telur að aukið eftirlit hafi engin áhrif á frekari út- rás íslenskra fyrirtækja. „Það mun ekki hafa hamlandi áhrif. Þvert á móti tel ég að aukið samstarf ís- lenska fjármálaeftirlitsins við fjár- málaeftirlit annarra landa skýri leik- reglurnar og komi fyrirtækjum til góða, veiti aðhald og ýti þannig undir traust á íslenskum fyrirtækjum,“ segir Jón. Viðskiptabankar fagna útrás Fjármálaeftirlitsins Morgunblaðið/Arnaldur 8 'J 0KL     E E !<0@ M N  E E B B .-N  E E )!N 8 $  E E AB@N MO 4&$  E E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.