Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GRÍÐARLEG viðbrögð hafa verið við viðhorfspistli sem Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgun- blaðsins, skrifaði í blaðið í gær. Þar lýsti hún þeirri skoðun sinni að almenningur á Íslandi ætti að stofna félag og gera tilboð í stóran hluta Símans. „Rosalega er ég sammála þér í greininni í blaðinu í dag [í gær]. Þakka þér kærlega fyrir,“ sagði einn af þeim fjölmörgu sem sendu Agnesi tölvupóst í gær, en hún hafði í gærkvöldi fengið viðbrögð frá vel á þriðja hundrað einstak- lingum í gegnum tölvupóst, síma og SMS. Margir af þeim sem skrifa segjast reiðubúnir til þess að leggja fram fé, og voru hjón ein þannig tilbúin að leggja 10 millj- ónir í þetta „í fyrstu umferð“. „Mig langaði bara til þess að þakka fyrir þessa löngu tímabæru grein í Morgunblaðinu í dag [í gær]. Ég er þér hjartanlega sam- mála og þykir þessi árátta hand- hafa ríkisvaldsins, að selja og selja það sem malar okkur gull, núna og seinna meir, vera alveg út í hött,“ skrifar einn þeirra sem sendu Agnesi tölvupóst. Nokkrir af þeim sem skrifuðu skoruðu á Agnesi að taka að sér forystuhlutverk í því að skipu- leggja fjöldahreyfingu með það markmið að kaupa stóran hlut í Símanum, og vildi einn að boðað yrði til opins fundar í Háskólabíói til að ræða málin. Agnes segist þó ekki ætla að taka að sér forystu- hlutverk sökum anna í störfum sínum á Morgunblaðinu, en segir að Orri Vigfússon athafnamaður hafi boðist til þess að koma verk- efninu á koppinn, og hún styðji hann í því. Síðasta mjólkurkýrin gefin „Þetta er alger svívirða og rétt- lætiskennd manns er misboðið svo ekki sé fastar að orði komist,“ seg- ir í athugasemdum eins lesanda um það hvernig „útvöldum per- sónum“ séu færðir stórkostlegir fjármunir „á silfurfati“. Annar skrifar: „Ég er til í að verða kjöl- festufjárfestir. Maðurinn minn og dætur líka. Ég sætti mig ekki við að síðasta mjólkurkýrin sé gefin. Nóg er samt.“ Gríðarleg viðbrögð við Viðhorfspistli um kaup almennings á Símanum Fjölmargir vilja leggja fram fé MEÐ dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur í gær var íslenska ríkið sýknað af 13,3 milljón króna bótakröfu Val- gerðar H. Bjarnadóttur fyrrum framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu en krafan byggðist einkum á því að Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefði þvingað hana til að láta af störf- um án þess að hún hefði nokkuð til saka unnið. Hún hyggst áfrýja mál- inu til Hæstaréttar. Valgerður var skipuð fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu til fimm ára frá 1. september 2000. Hún var þá formaður Leikfélags Akureyr- ar og kom sem slíkur að ráðningu nýs leikhússtjóra í febrúar 2002 en sú ráðning átti eftir að draga dilk á eftir sér. Einn umsækjanda kærði ráðn- inguna til kærunefndar jafnréttis- mála sem komst að þeirri niðurstöðu að leikfélagið hefði brotið gegn jafn- réttislögum og þessa niðurstöðu stað- festi Héraðsdómur Norðurlands eystra 14. júlí 2003. Daginn eftir sagði Valgerður af sér sem formaður félagsins. Með dómi Hæstaréttar í janúar 2004 var dómnum snúið við og leik- félagið sýknað af broti á jafnréttis- lögum. Í dómi héraðsdóms frá því í gær segir að 21. júlí 2003 hafi Valgerður átt fund með Árna Magnússyni fé- lagsmálaráðherra. Að hennar sögn varð á þeim fundi ljóst að hún nyti ekki lengur trausts ráðherra og kvaðst hún telja að tilgangur fund- arins væri að þvinga hana til afsagn- ar. Hún hafi lýst því yfir á fundinum að hún myndi ekki segja af sér, enda ekki brotið af sér í starfi. Eftir miklar umræður hafi hún á hinn bóginn fall- ist á afsögn og þegar hafi verið gefin út fréttatilkynning þess efnis. Eftir stutt fundarhlé og síðan á ný þremur dögum seinna hafi verið rætt um starfslokakjör hennar. Þá hafi ráðherra lagt fram uppkast að starfs- lokasamningi þar sem gert hafi verið ráð fyrir að hún starfaði til 1. sept- ember en síðan yrði greidd í einu lagi fjárhæð sem samsvaraði sex mánaða launum. Þetta uppkast undirritaði hún ekki og telur Valgerður að aldrei hafi náðst samkomulag um starfs- lokagreiðslur. Skilningur ráðherra var á hinn bóginn sá að tekist hefði bindandi samkomulag. Í apríl 2004, eftir að niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir, krafðist Val- gerður þess að henni yrðu greiddar bætur sem næmu launum til loka skipunartímans og þriggja mánaða biðlauna, samtals um 13,3 milljónir. Þessu hafnaði félagsmálaráðherra og höfðaði Valgerður því mál. Opinbert vantraust Fyrir dómi byggði Valgerður á því að uppgjör vegna starfsloka hennar væri ófrágengið. Þá hafi hún látið af störfum að kröfu ráðherrans án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Árni Magnússon hafi í kjölfar héraðs- dómsins ákveðið að það væri pólitísk nauðsyn að hún léti af störfum og hafi lýst því opinberlega að hann bæri ekkert traust til hennar. Henni hafi því verið nauðugur einn kostur að láta af störfum. Hún hafi lagt til að hún viki tímabundið þar til niður- staða Hæstaréttar lægi fyrir en því hafi ráðherra hafnað. Ráðherra hafi tekið sér vald dómstóls, vegið og met- ið málavöxtu og knúið hana til að hætta. Varðandi starfslokakjör vísaði Valgerður til þess að karlkyns for- stöðumönnum ríkisstofnana hafi ver- ið boðnir mun hagstæðari starfsloka- samningar stuttu áður. Ráðherra hafnaði málatilbúnaði Valgerðar, hann krafðist sýknu og sagði að samkomulag hefði tekist um starfslok og að Valgerður hefði ekki verið beitt ómálefnalegum þrýstingi. Hún hefði sjálf átt frumkvæði að þeim viðræðum sem leiddu til starfs- loka hennar. Henni hafi ekki verið veitt einhliða lausn frá starfi. Lausn frá starfi gæti ekki verið ólögmæt ef hún byggðist á gagnkvæmum vilja embættismanns og vinnuveitanda hans. Augljóst hafi verið að hún hafi sjálf viljað láta af störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að ráð- herra hafi ekki andmælt því að það hafi verið í samræmi við vilja sinn að Valgerður lét af störfum. Sannað sé að hún hafi viljað starfa áfram en fall- ist á kröfu ráðherra um að láta af störfum. Það sé á hinn bóginn ósann- að að hún hafi verið beitt ólögmætri nauðung eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þann- ig að kalla megi misneytingu. Um starfslokakjör segir dómurinn að ósannað sé að með starfslokasamn- ingum við tvo forstjóra Byggðastofn- unar hafi myndast svo rík venja að hún geti byggt á henni rétt til frekari launagreiðslna. Íslenska ríkið var því sýknað af kröfunum. Málskostnaður var felldur niður. Jón Finnbjörnsson kvað upp dóm- inn. Ástráður Haraldsson hrl. flutti málið af hálfu Valgerður H. Bjarna- dóttur en Skarphéðinn Þórisson hrl. var til varnar fyrir ríkið. Ósannað að beitt hafi verið ólögmætri nauðung Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ríkið var sýknað af bótakröfu Valgerðar H. Bjarnadóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu Í DÓMSMÁLINU gegn ríkinu bend- ir Valgerður H. Bjarnadóttir á að henni hafi verið boðin mun lakari kjör en ríkið hafði áður boðið karl- kyns forstöðumönnum misserin á undan. Sérstaklega nefnir hún tvo forstjóra Byggðastofnunar. Í fyrra tilvikinu hafi verið ákvæði í ráðningarsamningi um að lífeyr- isréttindi væru þau sömu og hjá bankastjóra Landsbankans en í því hafi falist að forstjórinn fengi 90% af fullum launum eftir 15 ára starf. Iðgjöld forstjórans hafi verið greidd til Lífeyrissjóðs ríkisins og réttindi hans þar reiknuð út frá reglum sjóðsins en næðu réttindin ekki kjörum landsbankastjóra myndi Byggða- stofnun greiða mismuninn. Þeg- ar forstjórinn lét af störfum árið 2001 fékk hann því 37 milljónir. Í seinna tilvik- inu var karl- maður skipaður forstjóri Byggða- stofnunar árið 2001 til fimm ára. Gerður var við hann starfslokasamningur í júní 2002 og var kveðið á um að hann skyldi njóta fullra launa til júní 2004 auk greiðslu vegna flutnings, samtals 19,6 milljóna. Betri starfslokasamningar hjá Byggðastofnun Valgerður H. Bjarnadóttir ÞORSTEINN Pálsson útilokaði ekki í viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins á sunnudagskvöld að hann ætti aftur- kvæmt í íslenskt atvinnulíf. Var hann þá spurður hvað tæki við þegar hann lætur af störfum sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn í haust og flytur heim. Þorsteinn sagði það að mestu vera óráðið hvað tæki við hjá honum, ef frá væri talin seta í nýskipaðri stjórnarskrárnefnd, sem hann hefði mikinn áhuga á. „Ég hef hins vegar hugsað hvar brennur eldurinn heitast í þjóðfélag- inu, hvar er gaman að koma að mál- um. Í því ljósi hef ég gaman af því að tengjast atvinnulífinu á nýjan leik með einhverjum hætti.“ Einnig sagðist hann ekki hafa séð það fyrir, þegar hann fór af þingi, að fara aftur í framboð til Alþing- is. „En ég get alveg hugsað mér að taka þátt í þjóðmálaum- ræðunni með ein- um eða öðrum hætti. Það eru mik- il verkefni framundan í stjórnmálum, menntamál, menningarmál. Á kom- andi árum þurfa menn að horfa í miklu ríkara mæli á manngildin, sið- ferðilegu gildin. Við höfum verið að skapa auðlegðarþjóðfélag, sem hefur tekist, en við þurfum að huga að hin- um dýpri gildum tilverunnar sem auka lífsánægjuna,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn Pálsson í Kastljóssviðtali „Gaman að tengjast atvinnulífinu á ný“ Þorsteinn Pálsson ORRI Vigfús- son athafna- maður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér litist svo vel á hug- mynd Agnesar um að almenn- ingur keypti Símann að hann ætlaði að funda með nokkrum sér- fræðingum í dag til að ræða hvað þyrfti að gera til þess að hún yrði að veruleika. Orri segist reiðubúinn að stýra verkefninu eða taka þátt í að setja upp hóp sem geri það. Hann segist þegar vera farinn að fá símhring- ingar vegna málsins, og bendir þeim sem hafa hug á að taka þátt í fjöldahreyfingu til að gera tilboð í Símann á að senda sér tölvupóst í netfangið orri@icy.is. Fundar með sérfræðingum Orri Vigfússon KARLMAÐUR um þrítugt situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar á smygli á um 360 e-töflum og 20 grömmum af kókaíni sem tollgæslan í Reykjavík fann í póst- sendingu frá Amsterdam í liðinni viku. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yf- irmanns fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík, fundust fíkni- efnin við hefðbundna tollleit sl. miðvikudag. Lögreglan tók við rannsókn málsins og leiddi hún til þess að á föstudag voru tveir menn um þrítugt handteknir í borginni. Pakkinn var stílaður á annan manninn og þegar hann var hand- tekinn var hann með pakkann frá Amsterdam en lögregla hafði þá fjarlægt fíkniefnin og sett gervi- efni í staðinn. Sá var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hinum manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Aðrir hafa ekki verið handteknir vegna málsins, að sögn Ásgeirs. Þetta er stærsta e-töflusending- in sem náðst hefur hér á landi á þessu ári. Miðað við athuganir SÁÁ nemur verðmæti fíkniefnanna um 800.000 krónum. Fékk 360 e-töflur sendar í pósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.