Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 31 MINNINGAR ✝ Indíana DýrleifIngólfsdóttir fæddist á Tjörn í Að- aldal 24. nóvember 1915. Hún lést á sjúkrahúsinu á Húsa- vík 2. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingólfur Indriðason, bóndi á Tjörn og síðar á Húsabakka í Aðaldal, og kona hans, María Bergvinsdóttir. Ind- íana átti átta systkin. Þau eru: Bergvin Karl, f. 1912, d. 2004; Sigrún, f. 1918; Steingrímur, f. 1920; Helgi, f. 1923, d. 1993; drengur óskírður, f. 1924, dáinn sama ár; Elín Guðrún, f. 1925; Jónína, f. 1927; og Anna Þuríður, f. 1932. Indíana giftist 10. ágúst 1935 Kjartani Stefánssyni, f. 24. febrúar 1909, d. 30. október 1968. Þau eignuðust tvo drengi: Ásmund Reyni, f. 14. nóvember 1935, og Stefán Ingólf, f. 25. október 1936. Ásmundur var kvæntur Ástu Bergsdóttur, f. 5. jan- úar 1941, en þau skildu árið 2002. Börn þeirra eru: Indíana Margrét, f. 23. maí 1960, Eva Jónína, f. 15. desember 1961, og Helgi, f. 24. ágúst 1964. Núverandi kona Ásmundar er Vilborg Guðrún Friðriksdótt- ir, f. 4. október 1946. Kona Stefáns var Guð- munda Hanna Guðna- dóttir, f. 31. mars 1944, d. 4. júlí 1997. Börn þeirra eru Jóhanna Magnea, f. 5. ágúst 1962, Valdís Lilja, f. 25. október 1963, og Kjartan Smári, f. 20. október 1966. Fyrir hjónaband eignaðist Stefán soninn Hörð Inga. Móðir hans er Inga María Ingólfs- dóttir, f. 1939. Árið 1985 fór Ind- íana í sambúð með Sigfúsi Þór Baldvinssyni á Húsavík og bjuggu þau þar til ársins 1999 er Sigfús dó. Indíana verður jarðsett á Ein- arsstöðum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma Inda. Ég fékk símtal á laugardeginum og það var mamma mín, hún sagði mér að amma Inda væri dáin. Þá fór ég að hugsa um allt það sem við höfðum gert saman. Þegar ég var yngri þá kom ég mjög oft hlaupandi úr skólanum til ykkar afa Dodda í Litlahvamm 1. Þar beið mín fullt eldhúsborð af kökum og kræsingum, ég man hvað ég hlakk- aði mikið til að koma til ykkar. Við fórum að spila og spiluðum alla daginn því það var alltaf svo mikið stuð í okkur þegar við vorum að spila að við gátum ekki hætt. Við gerðum margt saman, fórum í kaupfélagið að versla í matinn, fór- um í bankann, fórum með afa Dodda í berjamó og í fjöruna að tína skeljar og margt fleira. Ég man hvað mér fannst gaman að vera í heimsókn hjá ykkur því við fundum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Þú hafðir mjög gaman af því að fá gesti til þín, sérstaklega börn. Ég man eftir því þegar ég var að passa Tönju Mjöll og kom með hana í heimsókn til þín, hvað þú dáðist að bláu augunum hennar, þau væru svo falleg. Það var alltaf svo gott að koma í Litlahvamm 1, alltaf tekið vel á móti manni og maður fór út með bros á vör og fullt af fallegum minn- ingum. Þegar afi Doddi dó þá fluttist þú í sveitina til Hönnu Möggu og fjöl- skyldu. Þá sá ég þig ekki eins oft, svo varstu orðin það veik að þú fórst á sjúkrahúsið á Húsavík. Þangað heimsótti ég þig oft og þú varst alltaf brosandi þegar ég kom, en vissir samt ekki alltaf hver ég var fyrr en ég sagði þér það. Þá tókstu utan um mig og kysstir mig, gafst mér nammi og brostir. Svo spjölluðum við saman um daginn og veginn og alltaf varstu jafn kát og glöð. Svo flutti ég suður í fyrra og þá urðu heimsóknirnar ekki eins marg- ar, en ég hugsaði til þín á hverjum degi og bað fyrir þér. Svo þegar ég kom í heimsókn til Húsavíkur heimsótti ég þig en þá spjallaðirðu ekki eins mikið við mig, en dáðist að hárinu mínu, hvað það væri sítt og fallegt. Síðasta skiptið sem ég heimsótti þig var um jólin síðustu. Þá komum við Linda Rós systir mín til þín og ég faðmaði þig fast að mér og sagði þér hver ég væri og þú brostir eins og þú varst vön að gera. Núna ertu komin til afa Dodda og ykkur líður örugglega mjög vel sam- an, afi að leggja kapal og þú að prjóna býst ég við. Elsku amma Inda, allar þessar minningar og miklu fleiri geymi ég hjá mér, við eigum svo eftir að hitt- ast síðar. Er sit ég ein með sjálfri mér og syrgi það sem miður fer þá er gott að vita að alltaf er hérna innra með mér mynd af þér. Þessi mynd sem ég í brjósti ber hún er birtan sem þú gefur mér, þegar hugur minn á flugi fer þá ég finn að ég á skjól hjá þér. Leiðin til þín er löng eins og tíminn sem líður um hugann og kveður og fer. En ég veit að þú vakir, ég vil vera þér hjá, já, ég veit að þú vakir, von mín og þrá. Ég vil hafa þig hjá mér, finna hjarta þitt slá. Já, ég veit að þú vakir, von mín og þrá. Og úr mínum huga myrkrið flýr þegar myndin þín þar verður skýr og ég finn að hjá þér birtan býr þegar brosir til mín dagur nýr. Þessi mynd sem ég í brjósti ber hún er birtan sem þú gefur mér, þegar hugur minn á flugi fer þá ég finn að ég á skjól hjá þér. (Kristján Hreinsson.) Þín Ása Birna. Elskuleg systir mín er látin. Inda eins og hún var kölluð hefði orðið 90 ára í nóvember næstkomandi. Þrátt fyrir að talsverður aldursmunur væri á milli okkar vorum við mjög samrýndar og miklar vinkonur. Þegar ég var barn og unglingur var Inda flutt að heiman og bjó í næstu sveit við foreldra okkar. Ég dvaldi oft hjá henni og þá kenndi hún mér að sauma, hekla og prjóna. Hún var mikil handavinnukona og hefur enginn kennt mér eins mikið og hún. Inda var mjög vandvirk og eftir hana liggur mikið af fallegri handa- vinnu, hvort sem það voru heklaðir dúkar og gardínur, útprjónaðar peysur eða alls kyns fatnaður sem hún prjónaði í prjónavél. Hún fór sérlega vel með alla hluti og lagði sig fram um að allt væri strokið og slétt. Eftir að ég flutti suður var alltaf mikil tilhlökkun að fara norður og vera í nokkra daga hjá Indu. Hún tók vel á móti öllum og það geislaði af henni hlýjan. Hún var mikil hús- móðir og hafði einstaka hæfileika í að töfra fram veislumat og gera mik- ið og gott úr litlu. Alltaf var nóg til af bakkelsi með kaffinu og hún passaði vel að allir fengju nóg. Inda var alltaf svo elskuleg, glöð og jákvæð. Elsku Stebbi, Ásmundur og fjöl- skyldur, innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Guð blessi minningu Indíönu D. Ingólfsdóttur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þuríður Ingólfsdóttir. Hátt uppi á heiðum hvítir fuglar vaka. Vængjunum stóru veifa þeir og blaka. Það eru álftir, – álftirnar sem kvaka. Margs er að minnast. Margt er enn á seyði. Bleikur er varpinn, – bærinn minn í eyði. Syngja þó ennþá svanir fram á heiði. (Jóhannes úr Kötlum.) Nú er hún Inda frænka okkar bú- in að kveðja, eða Inda amma eins og börnin okkar kölluðu hana. Hún hefði orðið 90 ára hinn 24. nóvember. Margs er að minnast, hún er búin að vera okkur mjög kær og innan handar gegnum árin. Þegar við vor- um börn í Húsabakka kom hún oft í heimsókn og hjálpaði til. Við fórum upp í núp í berjamó, út á tún með hrífu, niður að fljóti, oft var spilað og margt fleira var gert, bæði fyrr og síðar. Alltaf var komið við hjá Indu, bæði þegar hún bjó á Akureyri og enn þá oftar þegar hún bjó á Húsa- vík, og þau elstu muna líka eftir þeg- ar hún bjó í Holti. Nóg var alltaf af kræsingum, hvort sem það voru pönnukökur, hræringur og ber eða hangikjöt, svo eitthvað sé nefnt, nóg af öllu og allt jafn gott. Marga sokkana og vettlingana fengum við, því hún var síprjónandi, bæði á prjónavél og í höndunum. Hún hafði yndi af harmonikutónlist og gaman fannst henni að dansa, sum okkar fóru með henni á gömlu dansana. Ævinlega var hún kát og hress, alltaf brosandi og glöð. Já, það væri hægt að telja upp ótalmargt meira, en við geymum það í hjörtum okkar. Við viljum þakka elsku Indu okkar fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur og með okkur. Minningin lifir um góða konu. Megi hún hvíla í guðs friði. Við sendum Ása, Stebba og öllum ættingjum innilegustu samúðar- kveðjur okkar. Ingólfur, Kristjana, Anna María, Hallgrímur, Bergsteinn, Árni Garðar og fjölskyldur frá Húsabakka. INDÍANA DÝRLEIF INGÓLFSDÓTTIR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIR BJÖRGVINSSON bifreiðastjóri, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 6. apríl sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Helga Ásmundsdóttir, Katrín Inga Geirsdóttir, Magnús Arngrímsson, Björg Helga Geirsdóttir, Brynjar Jónsson, Sóley Ósk Geirsdóttir, Kristján Örn Kristjánsson, Sonja Iðunn Geirsdóttir, Haraldur Sveinsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN ANDREA SÆBY FRIÐRIKSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, fimmtudaginn 7. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 14. apríl kl. 13.00. Oddný Helgadóttir, Kristján Sigurðsson, Erla Helgadóttir, Haraldur Eyjólfsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalang- amma, JÓHANNA LOFTSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á heimili sínu laugardaginn 9. apríl. Lárus Gamalíelsson, börn, tengdabörn og ömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, JÓHANN FRIÐJÓNSSON arkitekt, lést á heimili sínu, Hesthömrum 10, Reykjavík, föstudaginn 8. apríl. Fyrir mína hönd og barna hans, Sigrún Þorleifsdóttir. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir og amma, SIGRÚN HULDA JÓNSDÓTTIR, Reynihvammi 33, Kópavogi, lést á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi laugardaginn 9. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Bjarni Björnsson, Guðrún Helga Karlsdóttir, Guðrún H. Jóhannsdóttir, Arnar Guðmundsson, Berglind Jóhannsdóttir, Hreinn Sigurðsson, Einar Hrafn Jóhannsson, Sólveig Guðfinnsdóttir og barnabörn. Ástkær sonur okkar, DAGUR HALLDÓRSSON, Ljósheimum 22, Reykjavík, lést föstudaginn 1. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til sr. Þórs Haukssonar og Frímanns Andréssonar. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sigurgeirsdóttir, Halldór Valdemarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.