Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR FYRSTA skóflustungan að Út- hlíðarkirkju var tekin síðastlið- inn sunnudag. Það voru fjögur barnabörn Björns Sigurðs- sonar, bónda í Úthlíð, sem stungu fyrir kirkjunni eftir að séra Egill Hallgrímsson, sókn- arprestur í Skálholti, hafði flutt blessunarorð. Kirkjan mun standa á gamla bæjarhólnum í Úthlíð þar sem gamli Úthlíð- arbærinn stóð. Fjölmenni var við athöfnina og meðal gesta var séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, og kona hans, Arndís Jónsdóttir skólastjóri. Að lokinni skóflustunguat- höfninni fór fram samkoma í samkomusalnum Réttinni þar sem Guðmundur Óli Ólafsson hafði helgistund en hann þjón- aði Biskupstungnamönnum í 50 ár og messaði meðal annars í gamla bænum í Úthlíð. Hann minntist þeirra messugjörða og blessaði framtak Úthlíðar- manna með þeirri ósk að það mætti verða til velfarnaðar öll- um. Á samkomunni voru flutt ávörp, tónlist og í lokin ávarp- aði Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð, samkomuna sem var fjölmenn. Einnig var sýnd mynd af altaristöflu sem Gísli Sigurðsson myndlistarmaður hefur gert. Stendur öllum opin Markmiðið með kirkjubygg- ingunni er að veita menningar- legan og trúarlegan stuðning við sívaxandi hóp íbúa í sum- arbústaðabyggðum í Úthlíð og næsta nágrenni. Kirkjan á að standa öllum opin sem vilja iðka trú sína með því að mæta í messur. Einnig verður hún hentug fyrir þá sem vilja skíra, ferma eða gifta börnin sín í fallegri og lít- illi sveitakirkju. Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð, stendur fyrir bygging- unni ásamt fjölskyldu sinni en kirkjuráð skipa: Björn Sigurðs- son forstjóri, Ólafur Björnsson, Þorsteinn Sverrisson og Hjört- ur Vigfússon. Gísli Sigurðsson, myndlistarmaður frá Úthlíð, teiknaði útlit kirkjunnar en hönnun var í höndum Jóns Ólafs Ólafssonar, arkitekts hjá arkitektastofunni Batteríinu, í samvinnu við Runólf Sigurðs- son og Stálhönnun. Límtré hf. á Flúðum mun sjá um bygg- inguna og Vélsmiðja Einars Guðbrandssonar í Reykjavík sér um smíðina á kirkjuturn- inum. Kirkjubyggingin er fjár- mögnuð af Birni Sigurðssyni, bónda í Úthlíð, nýstofnuðum minningarsjóði Úthlíðarkirkju sem er til minningar um eig- inkonu hans Ágústu Margréti Ólafsdóttur, húsmóður í Úthlíð, sem lést 20. september 2004, og með frjálsum framlögum vildarvina Úthlíðar. Tæp 70 ár eru frá því kirkj- an í Úthlíð fauk í ofsaveðri en fram að því hafði verið kirkja þar allt frá landnámsöld, að því er sagnir herma. Fyrsta skóflustungan tekin að Úthlíðarkirkju Selfossi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þau tóku fyrstu skóflustunguna að Úthlíðarkirkju, Skúli Geir Ólafsson 10 ára, Ágústa Margrét Ólafs- dóttir 8 ára, Unnar Geir Þorsteinsson 8 ára og Sigurður Tómas Hjartarson 5 ára. Fyrir aftan þau stendur afi þeirra, Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð, og til vinstri er Ólafur Björnsson. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Myndin sem mun prýða altaristöflu Úthlíðarkirkju. Maríumynd varð fyrir valinu þar sem Maríukirkja var í Úthlíð fyrir siðaskiptin. INTERNET á Íslandi hf., ISNIC, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um skrán- ingu léna á hjá ISNIC. Í greinargerð- inni eru færð rök fyrir þeirri stefnu sem ISNIC hefur fylgt, en að þess sögn byggist hún á því að láta af allri forræðishyggju í þessum málum og láta menn bera ábyrgð á eigin gerð- um í þessu eins og öðru. „Meginregla við skráningu léna hjá ISNIC er „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Reglan er óháð hver á í hlut eða hvaða lén sótt er um. Þessi aðferð er notuð af öllum skráningaraðilum í heiminum þar sem skráning léna er rafræn. Skráning léna með sérstöfum Snemma árs 2003 var lokið við stöðlun á útfærslu á skráningu léna með sérþjóðlegum stöfum. ISNIC hóf umræður um hvernig upptaka þessara staðla færi fram hér á landi snemma árs 2004. Niðurstaðan var sú að ekki verði hjá því komist að inn- leiða möguleika á sérstöfum í lénum. Opnað var fyrir skráningu 1. júlí 2004, þó þannig að eigendum léna án sérstafa var gefinn kostur á að skrá „tilsvarandi“ lén með sérstöfum með forgangi til 31. des. 2004. Eftir þann tíma félli allur slíkur forgangur niður. Skráning léna með sérþjóðlegum stöfum var innleidd í nágrannalönd- um okkar á svipuðum tíma; þó alls staðar án slíks forgangstímabils. Með sérstöfum er átt við stafina áéíóúý- þæðö. Notkun léna með sérstöfum Athygli er vakin á að lén sem inni- halda sérstafi hafa enn sem komið er mjög takmörkuð not. Ástæðuna má rekja til þess að lén með sérstafi eru ekki skráð á sama hátt í lénnafna- kerfi netsins (DNS) og lén án sér- stafa. T.d. er lénið „veiðihundar.is“ skráð í lénnafnakerfið sem „xn-- veiihundar-k9a.is“. Hér er um að ræða svokallaða ACE umritun léns- ins „veiðihundar.is“. Lénið „veiði- hundar.is“ er aðeins þekkt sem lénið „xn--veiihundar-k9a.is“ í lénnafna- kerfi netsins. Það er alfarið á ábyrgð notenda og forrita þeirra að umrita lénnafnið „veiðihundar.is“ í „xn--veiihundar- k9a.is“ áður en uppfletting í lén- nafnakerfi netsins fer fram. Þessi umritun er ekki komin í allan hug- búnað sem notaður er. Þess vegna er notkun léna sem innihalda sérstafi enn mjög takmörkuð. Þó nokkrir vafrar hafi þegar þessa umritun þá vantar enn stuðning við notkun léna með sérstafi í netföng í flestan hug- búnað. Ekki er vitað hvenær fullur stuðningur við lén með sérstafi kem- ur í almennan hugbúnað. Umræða um lén með sérstöfum Í umræðu um úthlutun léna með sérstöfum hefur gætt misskilnings að mati ISNIC. Meginumræðan hefur fjallað um hvernig ISNIC geti, um aldur og ævi, „tekið frá“ lén eftir því hvaða stafir eru í lénsheiti léna sem þegar eru skráð. Svo dæmi sé tekið þá hefði ISNIC átt að „taka frá“ lénið „rúv.is“ vegna þess að lénið „ruv.is“ var þegar skráð. Fjölmörg dæmi eru um ógöngur sem skráning léna myndi lenda í ef ISNIC yrði gert að leggja að jöfnu lénanöfn með og án sérstafa. Hvergi hafa skráningaraðilar farið þá leið að skilgreina slíkt jafngildi enda myndi skráning léna lenda í ógöngum ef reynt væri eins og eftirfarandi dæmi sýna: „Er réttlátt að fyrirtækið Fónn ehf., sem á lénið fonn.is, geti þar með komið í veg fyrir að Þvottahúsið Fönn fái nokkurn tíma lénið „fönn- .is“.“ „Á erlenda flutningafyrirtækið UPS (sem vann lénið ups.is af ís- lensku auglýsingastofunni ÚPS ehf.) að geta komið í veg fyrir að þetta ís- lenska fyrirtæki geti nota eigið nafn í léni og skráð úps.is.“ „Á Ari Pálsson (sem skráir lénið ap.is) að geta komið í veg fyrir að Árni Pétursson sem einnig vill skrá upphafstafi sína áp.is. Getur Þorsteinn sá sem skráir lénið þorsteinn.is komið í veg fyrir að Þórsteinn skrái sitt nafn – hvaða réttlæti er í því?“ Svona mætti lengi telja. Mörg orð fá alveg nýja merkingu við það að setja sérstafina „áéíóúý- þæðö“ í stað „aeiouythaedo“. T.d. verður viti að víti, budda að búdda, bord verður borð eða að börð, par að pár… listinn er sennilega seint tæm- andi. Af þessu ætti að vera ljóst að ekki er hægt að byggja reglur varðandi rétt á léni á stöfum í lénsheitinu. Heitið, sem stafirnir mynda, er það sem máli skiptir. Engin tæknileg lausn er til sem nota má til að gera vitrænan greinarmun á lénsheitum eftir því hvaða stafir eru í lénsheitinu. Skráningaraðili getur því ekki skipt sér af lénsheitum ef skráning á á ann- að borð að vera rafræn. Fleiri reglur? Ef reglur um „frátöku“ léna með sérstafi væri tekin upp þá þyrfti væntanlega einnig að sjá til þess að „frátaka“ gilti einnig í hina áttina, þ.e. þeir sem skrá lén með sérstöfum „taka frá“ lén sem hægt er að mynda úr lénsheitinu þegar búið er varpa stöfum úr „áéíóúýþæðö“ í „aeiouyth- aedo“. Eina færa leiðin er að láta af allri forræðishyggu í þessum málum og láta menn bera ábyrgð á eigin gerð- um í þessu eins og öðru. ISNIC getur ekki ákveðið hvaða aðili á meiri rétt á einstökum lénum en annar. Vilji menn fara að leggja á það mat, þá getur skráning léna ekki lengur verið rafræn og við þurfum að hverfa aftur til kerfis sem flest önnur ríki hafa horfið frá á undanförnum árum, þ.e. handvirkt umsóknarkerfi þar sem menn þurfa að bíða, jafnvel dögum saman, eftir að fá lén „skráð“. Skráning léna er alls staðar rafræn, nema í einstaka 3. heims ríki. Um- sækjendur bera ábyrgð á umsóknum og taka því afleiðingum ef notkun þeirra á nöfnum brýtur í bága við lög. Eins og áður segir er engin tækni- leg lausn til sem nota má til að gera vitrænan greinarmun á lénsheitum ef aðeins er byggt á stöfum í lénsheit- inu. Skráningaraðili getur ekki skipt sér af lénsheitum ef skráning á annað borð að vera rafræn. Ennfremur væri slíkt mat ætíð hlutlægt og því ómögulegt að tryggja jafnt aðgengi að skráningu. Réttlæti og jafnræði aðila minnk- ar, skriffinnska eykst og menn enda með óréttlátt kerfi.“ Internet á Íslandi hf. segir að nær alls staðar sé skráning léna með rafrænum hætti Menn beri ábyrgð á gerðum sínum TALSMENN búlgarska skáksambandsins segjast hafa boðið Bobby Fischer, fyrrver- andi heimsmeistara í skák, á skákmót sem halda eigi í Sofiu í maí, skv. erlendum fréttaskeytum. Hvorki Fischer né Sæmund- ur Pálsson, vinur hans, höfðu heyrt af þessu boði í gær þegar Morgunblaðið hafði sam- band. Vildi Fischer ekkert tjá sig um málið og hristi höfuðið þegar honum var greint frá fréttinni. Sæmundur bendir á að Fischer hafi lýst því yfir að hann sé hættur að tefla skák. Segja fulltrúa skáksambandsins hugsanlega fara til Íslands Haft er eftir Jivko Guinshev, forseta Skáksambands Búlgaríu í erlendum frétta- skeytum að fulltrúi búlgarska skák- sambandsins fari hugsanlega til Íslands til að ræða málið við Fischer ef þörf krefji. Eins og fram hefur komið hafa bandarísk- ir embættismenn lýst því yfir að þeir vonist til að hægt verði að handtaka Fischer, fari hann frá Íslandi, en Fischer er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að brjóta gegn við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna gegn Júgóslavíu, sem var í gildi á síðasta áratug. Segjast hafa boðið Fischer á skákmót í Búlgaríu Fischer ekki kunnugt um boðið Bobby Fischer ÁTTA ára drengur sem var við leik skammt frá heimili sínu í Keflavík í fyrradag fann hass- mola sem vafinn var inn í umbúðaplast og fór með hann heim til sín. Móður hans fannst mol- inn grunsamlegur og fór því með hann á lög- reglustöðina. Þar var molinn settur á vigt og kom í ljós að hann var 4,7 grömm að þyngd. Átta ára drengur fann hassmola ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.