Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 20
AÐ EIGA norðlenskar rætur, en hafa heim-
inn allan sem vettvang, það gæti verið kjarn-
inn í þeirri framtíðarsýn sem Akureyri ætti
að hafa. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson
forseti á fjölskylduskemmtun sem efnt var til
í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld. Ak-
ureyringar fjölmenntu í Höllina, en þangað
komu hátt í þúsund manns og skemmtu sér
konunglega á samkomunni sem haldin var til
heiðurs forseta og forsetafrú. Dagskráin var
fjölbreytt, fram kom fólk á öllum aldri, en
unga kynslóðin var þó áberandi. Fluttir voru
leikþættir, kórar sungu, sýndur dans, rokk-
hljómsveit féll í kramið hjá unga fólkinu og
þá var ljóðalestur. Eitt af því sem Ólafur
Ragnar nefndi í ávarpi sínu var einmitt að
Akureyringar ættu heiður skilinn fyrir að
varðveita heimili þjóðskáldanna, sem eitt
sinn hefðu sett sterkan svip á bæinn. Hann
ræddi einnig um að á Akureyri væri nú mið-
stöð rannsókna varðandi norðurslóðir og á
þeim vettvangi hugsuðu menn stórt.
Á samkomunni afhenti Ólafur Ragnar 20
ungum Akureyringum Hvatningarverðlaun
forseta Íslands.
Norðlenskar rætur en
heimurinn allur vettvangur
Unga fólkið sem mætti á fjölskylduskemmtun sem efnt var til í Íþróttahöll-
inni á Akureyri í gærkvöldi var ófeimið við að heilsa upp á forsetahjónin.
Forsetinn afhenti 20 ungmennum Hvatningarverðlaun forseta
Íslands og í þeim hópi var 6 ára stúlka, Elísa Sól Pétursdóttir.
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-son og Dorrit Moussaieff forsetafrúkomu í opinbera heimsókn til Ak-ureyrar í gærmorgun, tekið var á
móti þeim og fylgdarliði á Akureyrarflugvelli,
en þoka sem lá yfir bænum í morgunsárið tafði
för gesta örlítið.
„Ég hlakka til dagskrárinnar,“ sagði Ólafur
Ragnar á fyrsta viðkomustað sínum, Verk-
menntaskólanum á Akureyri, „sem sett hefur
glæsilegan svip á Akureyri síðastliðin ár, verið
merkisberi þeirrar menntabyltingar sem hér
hefur orðið undanfarin ár.“ Nemendur fram-
haldsskólanna VMA og MA sýndu brot úr nýj-
um kraftmiklum rokksöngleik, Rígnum sem nú
er sýndur norðan heiða og ekki annað að sjá en
forsetahjónin hefðu gaman af, þó hátt væri stillt
tónlistin. Forseti sagðist vel kunna að meta að
fá sýnishorn af þeirri sköpunargleði sem greini-
lega einkenndi framhaldsskólanema. Forseta-
hjónin kynntu sér fjölbreytta starfsemi skólans,
skoðuðu málsmíðadeild, listnámsbraut og mat-
væladeild, spjölluðu við nema og litu á verkefni
sem unnið var að. Ólafur Ragnar sagði fjöl-
breytni í námsvali skólans hafa komið sér á
óvart og lauk lofsorði á glæsilega aðstöðu sem í
boði er. „Ég skynjaði kraftinn og birtuna sem
nemendur búa yfir og einlæga gleði þeirra.“
Leikskólabörn á Iðavelli tók því næst á móti
forsetahjónunum og sungu fyrir þau tvö lög,
um óskasteina og fjörugt indíánalag. Kristlaug
Svavarsdóttir leikskólastjóri kynnti starfsemi
Iðavalla, en leikskólinn hefur unnið til verð-
launa og hlotið viðurkenningar m.a. vegna
tölvuverkefnis. Börnin höfðu teiknað myndir af
hjónunum og útbúið Bessastaði úr pappaköss-
um. Dorrit brá á leik, aðstoðaði nokkur
barnanna við að byggja hús úr.
Í Oddeyrarskóla fylgdust forsetahjónin með
nemendum búa sig undir stóru upplestrar-
keppnina, heilsað var upp á nemendur nýbúa-
deildar og Marimbahópur lék fyrir gesti.
Heilsað upp á elsta íbúa bæjarins
Dorrit var yfir sig hrifin af hönskum, hekluð-
um af Báru Sævaldsdóttur á Dvalarheimilinu
Hlíð, og hyggst skarta þeim í væntanlegri Kína-
för bráðlega. Á Hlíð var efnt til stuttrar sam-
komu á sal, Jón Kristinsson ávarpaði gesti og
kórinn „Í fínu formi“ söng nokkur lög.
Ólafur Ragnar sagði í ávarpi sínu til heim-
ilisfólks að ótrúlegar framfarir hefðu orðið á
bænum á liðnum árum, „það er glæsibragur yf-
ir Akureyri í dag og það er fyrst og fremst ykk-
ar verk, ykkar kynslóðar sem skilaði góðu ævi-
starfi og við stöndum í mikilli þakkarskuld við,
ykkar starf er okkur mikils virði.“ Hann sagði
hinum öldruðu íbúum bæjarins að bærinn væri
greinilega í góðum höndum, hann hefði í heim-
sóknum sínum í skóla bæjarins skynjað mikinn
kraft í unga fólkinu, það væri upplitsdjarft og
framsækið. „Það fyllir mann bjartsýni til fram-
tíðar.“
Ólafur Ragnar heilsaði upp á Jóhönnu Jóns-
dóttur, elsta íbúa bæjarins, 105 ára síðan í febr-
úar. „Það er nú ekki hægt að koma til Akureyr-
ar án þess að fá að hitta þig,“ sagði forseti við
Jóhönnu, sem að vonum var ánægð með að fá
tækifæri til að heilsa upp á forsetahjónin. „Já,
ég er sæmilega hress, en hleyp nú ekki mikið
um, en mér finnst óskaplega gaman að sjá þig,“
sagði Jóhanna. Forsetahjónin snæddu hádeg-
isverð með heimilisfólkinu; fisk, ávexti og
rjóma.
Eftir hádegi kynnti forsetinn sér starfsemi
Auðlinda- og upplýsingatæknideilda Háskólans
á Akureyri. Hann kom við á fyrirlestri í þeirri
síðarnefndu, en fulltrúar þeirrar fyrrnefndu
greindu frá nýlegri uppgötvun, nýjum hvera-
strýtum í Eyjafirði og kynntu kafbát sem deild-
in fékk að gjöf fyrir nokkru.
Efnt var til málþings um menntun og ný-
sköpun, byggðastefnu nýrrar aldar að Borgum,
Rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri en þar
ræddi Ólafur Ragnar m.a. um mennta-
stóriðjuna á Akureyri, byggðastefna nýrrar
aldar myndi fyrst og fremst byggjast á nýsköp-
un og menntun. Gat hann þess að fyrir þremur
áratugum hefði hann setið í nefnd um byggða-
þróun sem lagði til stórfellda flutninga rík-
isstofnana út á landsbyggðina. Slíkt væri ekki
til umræðu lengur. Nefndi forseti í ræðu sinni
möguleika á því að Íslendingar, m.a. Háskólinn
á Akureyri, tækju að sér að mennta útlendinga
gegn greiðslu. Hægt væri að hugsa sér að
menntun yrði ein af útflutningsgreinum þjóð-
arinnar, það væri vert að skoða hvort Íslend-
ingar gætu tekið að sér í verktöku að mennta
Kínverja. Forseti fer ásamt föruneyti til Kína
eftir fáar vikur og munu forystumenn fjögurra
háskóla hér á landi verða með í þeirri för. Ef af
yrði og menn næðu samningum á þessum nót-
um yrði skapaður grunnur að menntastóriðju
hér á landi.
Vildu viðhalda gömlu handverki
Þá skoðuðu forsetahjónin sýningar á Minja-
safninu á Akureyri og Listasafninu á Akureyri
og komu við á Handverksmiðstöðinni Punkt-
inum. Hún var stofnuð í kjölfar mikils atvinnu-
leysis eftir hrun ullariðnaðar í bænum. „Það var
ljóst að margir þeirra sem misstu atvinnu sína á
þessum tíma bjuggu yfir mikilli verkþekkingu,“
sagði Kristbjörg Magnadóttir sem stýrir
Punktinum, „tilgangurinn er m.a. að viðhalda
gömlu handverki. Það verða mörg listaverkin
til hér.“ Námskeið dönsku listakonunnar Solvej
Refslund stóð yfir, en þar voru þátttakendur
m.a. að rífa niður gömul Tarsanblöð, sem var
hluti af væntanlegu listaverki. „Þetta hefði nú
þótt skemmdarverk í mínu ungdæmi,“ sagði
Ólafur Ragnar.
Í dag, þriðjudag munu forsetahjónin heim-
sækja Menntaskólann á Akreyri, skoða fyr-
irtæki, líta við hjá fötluðum í Hæfingarstöðinni í
Skógarlundi og eldri borgurum í Kjarnalundi.
Á miðvikudag er för svo heitið í Eyjafjarð-
arsveit.
„Ég hlakka til dagskrárinnar“ – forseti Íslands og forsetafrú í opinberri heimsókn á Akureyri
Byggðastefna nýrrar aldar
felst í nýsköpun og menntun
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á málþingi í HA í gær.
Hjörleifur Einarsson, prófessor í auðlindadeild Háskólans á
Akureyri, sýnir forsetanum brot úr hverastrýtu.
Forsetafrúin með nokkrum börnum á leikskólanum Iðavelli.
Forsetahjónin skoða í pottana hjá nemum á matvæladeild
Verkmenntaskólans á Akureyri.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján