Morgunblaðið - 12.04.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 12.04.2005, Síða 22
Glaðlegt gult pils úr sum- arlínu Douglas Hannants. Fyrir neðan má sjá pils úr Centrum (vinstra megin) og pils úr Spútnik (hægra megin). ÓHÆTT er að segja að úrval pilsa sé ein- staklega mikið og fjölbreytt í fataverslunum borgarinnar um þessar mundir. Skærir litir og stór mynstur eru áberandi, einnig gamaldags kremaðir litir og blúndur, og pilsin eru gjarnan létt og flaksandi. Hægt er að finna allar síddir en mest áberandi er þó svokölluð millisídd, það er að segja við eða rétt fyrir neðan hné. Þegar sumartískan 2005 var kynnt til sög- unnar á tískusýningum í haust voru afgerandi mynstur og jafnvel skrautlegar myndir nokkuð sem sjá mátti víða á flíkum. Bæði var um að ræða rómantísk blómamynstur og einnig svo- kölluð „etnísk“ mynstur, það er að segja afrísk og frumbyggjamynstur ýmiskonar og einnig dýramynstur og -myndir. Inn í þetta blandaðist svo vísun í hippatísku áttunda áratugarins, með víðum mussum og pilsum, með nútíma- legum áhrifum þó. Hið svokallaða „bohemian-chic“-útlit var líka allsráðandi, en það einkennist meðal annars af áður- nefndri nútímavæðingu tísku áttunda áratug- arins sem snýst ekki síst um að taka áhrif héðan og þaðan og blanda saman þannig að úr verði sem persónulegastur stíll. Þannig snýst sumartískan 2005 kannski ekki síst um að velja úr þeim aragrúa af skrautlegu flíkum og fylgihlutum sem finna má alls staðar í verslunum (og aftast í fata- skápum eða uppi á háalofti), blanda þeim saman og gera að sínu. Tískan hefur reynd- ar verið að þróast þannig undanfarin ár að sífellt fleira og fleira fellur undir það sem telst í tísku hverju sinni. Þar af leiðandi er meira og fjölbreyttara úrval í fataverslunum og þar sem persónulegur stíll er í tísku er um þessar mundir lítið mál fyrir hvern og einn og feta sig með góðum árangri á hinni hálu braut tískunnar. Að auki má benda á að það að gera sér far um að vera ekki í tísku er líka í tísku, samanber þá áherslu sem nú er lögð á að skapa sinn eigin stíl og blanda hverju sem er saman. Þannig er í raun hægt að segja að bókstaflega allt sé í tísku, sem er gott fyrir þá sem vilja fylgja tískunni (en finnst erfitt eða tímafrekt að fylgjast náið með henni), en leiðinlegt fyrir þá sem finnst hallærislegt að vera í tísku og gera sér þar af leiðandi yfirleitt far um að forðast það. Miðað við tísku sumarsins 2005 er í raun lítið eftir fyrir þá, nema kannski að vera allsberir …  TÍSKA | Skærir litir, fljótandi efni, stór mynstur, perlur og skraut í sumar Og pilsatískan heldur áfram … Undanfarnar vikur hafa tískuhönnuðir lagt lín- urnar fyrir veturinn 2005–6 og á sýningum þeirra hafa skrautleg pils sést víða. Hér er til að mynda glænýtt pils úr smiðju Dolce & Gabbana sem er hluti af komandi vetrarlínu. Fyrir neðan sjást pils úr versl- uninni Zöru (til vinstri og í miðjunni) og pils úr versl- uninni GK (til hægri). AP Gamaldags blúndupils- um og hekluðum í ljósum og kremuðum litum er nú gjarnan blandað sam- an við toppa og fylgi- hluti í öðrum stíl. Hér er mynd af sýningu Veru Wang þar sem sumarlína hennar var kynnt. Til hliðar er pils úr versl- uninni Spútnik. Sterk og áberandi mynstur, saumuð í létt og fljót- andi efni með perlum, sjást víða á kjólum og pilsum í sumar. Hér er kjóll úr sumarlínu Gucci. Við hlið hans má sjá pils úr versluninni Zöru. Hér má sjá útfærslu af nú- tímavæddri hippatísku átt- unda áratugarins á sýn- ingu Alberts Ferretti. Skærlit pils, þar á meðal túrkísblá, sjást víða í sumar. Vinstra megin er pils af sýningu Marcs Jacobs og hægra megin má sjá pils eftir Lilly Pulitz- er. Fyrir neðan eru pils úr Debenhams (til vinstri) og GK (til hægri). Morgunblaðið/Þorkell Pils, pils og aftur pils Pils af ýmsum toga eru áberandi í sumartískunni í ár. Að vanda lögðu helstu tískuhönnuðir heims línuna fyrir vor- og sumartískuna 2005 síðastliðið haust, og sjást áhrif þaðan glögglega í því sem boðið er upp á í verslunum víða um heim nú í vor, meðal annars hér í Reykjavík. Skrautleg mynstur, þar á meðal dýramynstur, eru áberandi í sumartískunni. Þau sáust meðal annars á sýningu á sumarlínu Prada þar sem þetta pils úr páfuglsfjöðrum var kynnt til sög- unnar. Til hliðar er pils úr versluninni Centrum þar sem svipuð hugmynd er reifuð. Reuters Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is 22 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.