Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E kki eru allir nemendur framhaldsskól- anna sáttir við hugmyndir um stytt- ingu náms til stúdentsprófs. Finnst viðmælendum Morgunblaðsins fram hjá framhaldsskólanemum gengið í allri umræðu og stefnumótun um námið og for- sendur gefnar áður en farið er að ræða málin. Segja þeir styttinguna mögulega bæði gjaldfella stúdents- prófið og háskólanámið. Muni stytting náms enn- fremur bitna á frjálsu vali þeirra í námi og náms- leiðum, auka einsleitni skólanna og minnka fjölbreytni um leið og hún skerðir mikilvægustu ár ævinnar á félagslega sviðinu. Verið að minnka valfrelsi Þær Sigrún Bjarnadóttir og Anna Samúelsdóttir stunda nám í sjötta bekk náttúrufræðibrautar Menntaskólans í Reykjavík. Þær segja í sjálfu sér ekkert að því að stytta nám til stúdentsprófs. „En að stytta framhaldsskólann finnst mér fásinna,“ seg- ir Anna. Sigrún tekur undir þessa skoðun hennar og bætir við að í raun ætti hér að vera um að ræða styttingu á grunnskólanum. „Þegar maður byrjar í efri bekkjum grunnskólanna og í framhaldsskóla þá byrjar maður að læra af alvöru og ég sé ekki hvern- ig væri hægt að þjappa því saman á þrjú ár, eins og í MR þar sem námið tekur full fjögur ár,“ segir Sig- rún. Sigrún og Anna telja styttingu framhaldsskóla- náms án efa munu skerða undirbúning fyrir há- skólanám og jafnvel valda keðjuverkandi gengisfell- ingu framhaldsnáms og háskólanáms. Þá sé um að ræða skerðingu á afar mikilvægum tíma í fé- lagsþroska. „Við vorum að tala um þetta við kenn- arann okkar og hann sagði að þetta væru einu fjög- ur ár lífs hans sem hann myndi í samhengi,“ segir Sigrún. „Þetta er svo sérstakur tími og slæmt að stytta hann. Þetta er ótrúlega mikilvægt þroska- skeið.“ Sigrún segir getu grunnskólanema til náms van- metna. „Það væri alveg hægt að færa stærðfræðina neðar og auka það sem krakkarnir eru að læra. Svo mætti skipta meira eftir getu og setja duglega krakka á hraðferð. Það væri betra að auka frelsið heldur en að þrengja námsleiðirnar. Það er nátt- úrlega möguleiki núna að klára stúdentspróf á tveimur árum á Hraðbraut og þremur árum í áfangakerfi. Svo velur maður að gera þetta á fjórum árum í bekkjarkerfinu. Af hverju að gera alla skólana eins? Við vissum að við yrðum fjögur ár að þessu þegar við fórum í MR, þetta er bara val og það á ekki að skerða það.“ Anna segir nauðsynlegt að stjórnvöld eigi sam- ræður við nemendurna sjálfa. „Það á að spyrja okk- ur í meira mæli og ræða líka við fólkið í háskól- anum. Þetta náttúrlega snýst um okkur nemendurna,“ segir Anna og bætir við að taka eigi mark á ungu fólki sem er enn á þessum stað og veit hvað það er að tala um. „Maður útskrifast tvítugur og er þá tilbúinn til að gera ýmsa hluti sem m var ekki tilbúinn til að gera þegar maður var á ára, eins og til dæmis að dvelja í útlöndum í ei Minna valfrelsi, vaxandi kjarni Hafdís Svava Níelsdóttir og Hreiðar Már Árna stunda nám í fjölmiðlun í Fjölbrautaskólanum Breiðholti. Þeim líkar námið vel eins og það er lagt nú. „Ef þetta yrði stytt í þrjú ár myndi þe verða of krefjandi. Framhaldsskóli byggist á n miklu félagslífi og þetta myndi án efa bitna á f lagslífinu,“ segir Hreiðar. „Félagslífið dettur örugglega niður og verðu meira brottfall á nemendum,“ segir Hafdís. „Þ verður líka minna af námi sem við fáum að vel sjálf. Fólk nennir ekki að hanga bara í kjarnaf Fólk vill fá að ráða hvað það fer að læra.“ Hafdís segir að ef stjórnvöld vilja auka hlutf nemenda sem ljúka stúdentsprófi fyrr eigi að fyrir fleiri skólum eins og Hraðbraut og einnig opna betur fyrir hraðari ferð gegnum grunnsk Undir þetta tekur Hreiðar og bætir við að þeg hefur meira valfrelsi og meiri tíma til að stund ið auki það ánægjuna af því. Hafdís segir afar mikilvægt að nemendur fá eiga sumrin í friði, bæði vegna vinnu og til að orku. „Við þurfum á þessum sumarfríum að ha fyrir okkur sem viljum fara út á land er þetta mikilvægt,“ segir Hafdís og bætir við að lokum fólkið sem sér um stefnumótunina eigi að ræða meira mæli við nemendur skólanna, sem eiga r verulegra hagsmuna að gæta. Nám á eigin forsendum Helga Rut Magnúsdóttir og Þorsteinn Skúli S son eru á öðru ári á náttúrufræðibraut í Flens arskólanum. Þeim þykir óþarfi að stytta með l nám til stúdentsprófs, þar sem aðrir valkostir fyrir. „Er þetta ekki bara spursmál um einhve ar niðurskurði hjá ríkinu?“ spyr Helga Rut. Þorsteinn segir miklu mega bæta við nám í skólum. „Það má leggja miklu meiri áherslu á þar og undirbúa krakka miklu betur áður en þ koma upp í framhaldsskólana,“ segir Þorsteinn „Þessi fyrstu tíu ár eru óttalegt dútl.“ Undir þ tekur Helga sem segir yngri nemendur geta te mun meiri fróðleik, sérstaklega á sviði tungum stærðfræði. „Það er þörf á því að bæta stærð- fræðikennsluna hjá grunnskólunum.“ Þorsteinn og Helga segja framhaldsskólaári mikilvæg vegna þess að þar eignist maður vini endast fyrir lífstíð, enda sé þar um að ræða fy skólastigið þar sem fólk stundar nám og félags eigin forsendum. Þegar komið sé í háskóla séu sendurnar breyttar, en vinskapur við framhald skólavinina haldist. „Fólk hittist sem er á söm í lífinu og á sér sameiginlega stefnu, fólk sem svipuðu plani. Fólk velur sér skóla og brautir þannig samferðafólk,“ segir Helga. Er það sam inleg niðurstaða þeirra að ekki sé ráðlegt að s þetta viðkvæma tímabil þar sem mikilvæg féla tengsl eru að mótast. Framhaldsskólanemar vilja að tekið sé t þegar rætt er um styttingu náms til stúd Morgunblaðið/Árni S „Fólk nennir ekki að hanga bara í kjarnafögum. Fólk vill ráða hvað það er að læra,“ segja þau Hafdís o Hreiðar, en þau stunda nám í fjölmiðlun við FB. Telja þau valáfanga afar mikilvæga í námi. Mikilvægt tíma- bil vinatengsla og félagsþroska Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is UM HVAÐ ER TEKIZT Á Í SAMFYLKINGUNNI? Baráttan vegna formanns-kjörsins í Samfylkingunni eraugljóslega að harðna. Stuðningsmenn formannsefnanna tveggja láta meira til sín taka. Báð- ir frambjóðendur hafa sett upp kosningaskrifstofur og augljóst að töluverðu er til kostað. Um hvað snúast þessar kosning- ar? Er málefnaágreiningur innan Samfylkingarinnar? Er Ingibjörg Sólrún, sem leitast við að fella þann formann sem fyrir er, mál- svari ákveðinna sjónarmiða, sem í grundvallaratriðum eru frábrugðin þeirri stefnu sem Samfylkingin hef- ur fylgt í formannstíð Össurar Skarphéðinssonar? Þótt töluverðar umræður hafi staðið frá því snemma á árinu í tengslum við formannskjörið, verð- ur ekki séð að málefnalegur ágrein- ingur liggi að baki því uppgjöri sem framundan er í Samfylking- unni. Formannskosningarnar virð- ast snúast um það, hvort þeirra tveggja sé betur fallið til þess að leiða Samfylkinguna á næstu árum. En jafnvel þótt formannskosn- ingarnar virðist snúast um persón- ur en ekki málefni er engu að síður hægt að gera kröfu til þess að for- mannsefnin skýri afstöðu sína til ákveðinna grundvallarmála, sem til umræðu eru í samfélagi okkar. Í utanríkismálum er bakgrunnur þeirra beggja sá, að þau börðust í eina tíð gegn varnarsamstarfi Ís- lands og Bandaríkjanna. Þess vegna er ekki óeðlilegt að spurt sé: eru þau bæði Össur og Ingibjörg Sólrún nú eindregnir stuðnings- menn aðildar okkar að Atlantshafs- bandalaginu? Hver er afstaða þeirra til varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna? Leggja þau áherzlu á að því verði haldið áfram? Eru þau samþykk þeim áherzlum sem núverandi ríkis- stjórn hefur haft varðandi loftvarn- ir á Íslandi? Hver er afstaða þeirra til hugs- anlegrar aðildar Íslands að Evr- ópusambandinu? Mundu þau beita sér fyrir því að Ísland legði fram umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu, ef þau væru í aðstöðu til, óháð því t.d. hvað Norðmenn gera á næstu árum? Hver er afstaða þeirra til grund- vallarmála varðandi endurskoðun stjórnarskrár? Eru þau tilbúin til að fallast á niðurfellingu 26. grein- ar stjórnarskrárinnar gegn því, að tekin verði upp í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði og at- kvæðagreiðslu innan sveitarfélaga um tiltekin mál á tilteknum for- sendum? Hver er afstaða þeirra til áfram- haldandi uppbyggingar álvera á Ís- landi? Telja þau að hægt sé að halda áfram uppbyggingu stór- virkjana og álvera í tengslum við þær eða telja þau nóg komið? Hver er afstaða þeirra til þróun- ar viðskiptalífsins? Telja þau að halda eigi áfram á sömu braut eða eru þau þeirrar skoðunar, að tíma- bært sé að setja viðskiptalífinu ákveðnari starfsramma? Eru þau tilbúin til að taka þátt í því á Al- þingi Íslendinga að herða ákvæði þess frumvarps sem viðskiptaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi og margir telja að gangi alltof skammt? Eru þau sátt við tillögu fjölmiðla- nefndar til frambúðar eða telja þau koma til greina að líta á tillögur nefndarinnar sem fyrsta skref? Hver er afstaða þeirra til þess gífurlega tekjumunar og efnamun- ar sem orðið hefur á Íslandi á til- tölulega fáum árum? Telja þau til- efni til að grípa í taumana t.d. með því að jafna tekjuskattsgreiðslur milli þeirra sem lifa á launatekjum og hinna sem byggja afkomu sína á eignatekjum? Hvað vilja þau gera til þess að draga úr þeirri fátækt sem hefur verið að skjóta rótum á Íslandi? Hver er afstaða þeirra til þróun- ar heilbrigðiskerfisins? Telja þau koma til greina að taka upp eyrna- merkta skattlagningu til þess að standa undir opinberri heilbrigð- isþjónustu? Hver er afstaða þeirra til einkarekinna valkosta í heil- brigðiskerfinu? Hver er afstaða þeirra til þróun- ar skólakerfisins? Eru þau sam- mála þeirri skoðun að það sé tíma- skekkja að leikskólastigið sé nánast eina skólastigið í landinu þar sem tekin eru skólagjöld? Hver er afstaða þeirra til einkaskóla á öðrum skólastigum svo sem í grunnskóla og á framhaldsskóla- stigi? Hver er afstaða þeirra til þróun- ar landsbyggðarinnar? Telja þau málefni landsbyggðarinnar á réttri leið eða boða þau breytta byggða- stefnu? Hver er afstaða þeirra til land- búnaðarins? Vilja þau auka inn- flutning á landbúnaðarvörum og draga úr framlögum til landbún- aðarins? Hvaða frekari breytingar vilja þau gera á fiskveiðistjórnarkerfi landsmanna? Telja þau tímabært að huga að hækkun auðlindagjalds á næstu árum? Telja verður að afstaða þeirra beggja til jafnréttismála sé svo skýr að ekki sé ástæða til að leita eftir frekari skýringum á afstöðu þeirra til þess málaflokks. Samfylkingin er samkvæmt öll- um skoðanakönnunum næststærsti stjórnmálaflokkur landsins. Í sum- um könnunum hefur hann ógnað stöðu Sjálfstæðisflokksins. Mögu- leikar flokksins til þess að fá aðild að ríkisstjórn í þingkosningum að tveimur árum liðnum eru umtals- verðir. Þess vegna er ekki óeðlileg krafa til þeirra, sem sækjast eftir forystu fyrir þessum stjórnmálaflokki, að þau geri landsmönnum skýra grein fyrir afstöðu sinni til meginmála. Það er ljúf skylda Morgunblaðsins að veita þeim vettvang til þess, ef þeim svo sýnist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.