Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Pakkið á móti frumsýnt 15. Apríl Pakkið á móti Eftir Henry Adams Fös. 15.4 kl 20 Frums. UPPSELT Lau. 16.4 kl 20 2. kortas. Örfá sæti laus Fim. 21.4 kl 20 3. kortas. UPPSELT Fös. 22.4 kl 20 4. kortas. UPPSELT Lau. 23.4 kl 20 5. kortas. UPPSELT Fös. 29.4 kl 20 6. kortas. UPPSELT Lau. 30.4 kl 20 Nokkur sæti laus Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning Ath. Aðgangur ókeypis www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is SÍÐUSTU SÝNINGAR Ekki missa af þessari sýningu! • Föstudag 15/4 kl 20 LAUS SÆTI ALLRA SÍÐASTA SÝNING Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 13-18 BALDVIN Ringsted heitir lista- maður sem nú sýnir í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Baldvin á að baki þriggja ára nám í tónlist- arskóla FHÍ og fjögurra ára nám í Myndlistarskóla Akureyrar sem hann lauk árið 2004. Hefur Bald- vin samræmt þessa menntun og m.a. unnið hljóðteikningar eftir fjöllum og línuteikningar eftir ís- lenskum lögum. Í Kunstraum Wohnraum blandar hann saman í hljóðverk upplestri úr sögum Grimms og H.C. Andersens og brotum úr tilsvörum keppenda í fegurðarsamkeppnum, þessar sí- gildu setningar um „frið á jörð“ og „betrumbættan heim“ sem flest okkar vilja en hljómar alltaf sem innihaldslausar klisjur frá þátt- takendum í fegurðarsam- keppnum. Undir upplestri og til- svörum má svo heyra drungalegt en kunnuglegt stef sem er notað til að örva spennu þegar beðið er eftir úrslitum í fegurðarsam- keppnum eða í sjónvarpsþáttum eins og „Viltu vinna milljón“. Í framsetningu gengur lista- maðurinn nokkuð frjálslega í verk eftir Finnboga Pétursson, berir hátalarar sem mynda saman teikningu á veggjunum. Einnig eru þarna sterk áhrif frá upplestr- arverkum Magnúsar Pálssonar. Verkið eða innsetningin virkar samt sem áður ágætlega þrátt fyrir þessi augljósu tengsl enda er inntakið annars konar. Þetta eru ímyndir ævintýra og fegurðar. Nánar tiltekið prinsessuímyndir; Öskubuska, Mjallhvít, Þyrnirós, Linda og Hófí. Og svo snertir sýn- ingin mörk sjónlista og tónlistar með einföldum og ágætum hætti. Jón B.K. Ransu Ímyndir ævintýra og fegurðar MYNDLIST Kunstraum Wohnraum Opið fimmtudaga frá 15–17 og eftir samkomulagi. Sýningu lýkur 21. apríl. Baldvin Ringsted Á ÞEIM tíma sérhæfingar sem við búum við í dag er fremur óvanalegt að píanóleikarar flytji eigin tón- smíðar. Það var því spennandi að fara á tónleika með píanóleikaranum og tónskáldinu dr. Heather Schmidt, en þar spilaði hún verk eftir sjálfa sig og aðra. Tónleikarnir voru haldnir í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var og fyrst á efnisskránni var verk eftir píanóleikarann sem bar nafnið Solus. Upphafstónarnir lofuðu góðu, þetta voru einmanalegar hendingar sem voru þrungnar tilfinningum og voru mjúklega spilaðar. Von bráðar urðu hendingarnar að alls konar hlaupum, sem voru skrautleg, enda glæsilega útfærð. Þegar ekkert ann- að gerðist varð skrautið þó dálítið leiðigjarnt; þetta var ekki sannfær- andi úrvinnsla grunnhugmynd- anna heldur fyrst og fremst enda- lausar flug- eldasýningar sem maður hefur heyrt þúsund sinnum áður. Mun verri voru samt hinar tvær tónsmíðarnar eftir Schmidt, Shimm- er og Sprint að nafni. Þær voru ákaf- lega ofhlaðnar, sérstaklega var sú síðari óttalegur leirburður, sam- ansafn af yfirborðslegum, hátt gír- uðum barsmíðum sem voru ein- staklega þreytandi áheyrnar. Flutningur Schmidt á einni etýðu og tveimur prelúdíum eftir Rachm- aninoff olli líka vonbrigðum, túlkunin var ekki nægilega markviss og tauga- óstyrkur háði greinilega píanóleik- aranum. Fáein smáverk eftir Brahms voru sömuleiðis misjöfn, Rómanza op. 118/5 og Intermezzo op. 118/2 komu vel út en Ballaða op. 118/3 leið fyrir skort á skýrleika og öryggi í flutn- ingi. Tvær sónötur eftir Scarlatti voru aftur á móti prýðilega spilaðar, tærar og áslátturinn mjúkur eins og tónlist- in krafðist. Og nokkrar tónsmíðar eftir Alexinu Louie og Lament eftir Ellen Taaffe Zwillich voru áheyri- legar í meðförum píanóleikarans, snyrtilega uppbyggðar en reyndar ekki sérlega frumlegar. Eitt athyglisverðasta atriði efnis- skrárinnar, sem var jafnframt það síðasta, var Allegro Molto eftir systur Mendelssohn, Fanny Mendelssohn- Hensel. Það var ágætlega samansett og Schmidt flutti það af glæsibrag. Hefði það verið ágætur endir á dag- skránni ef Schmidt hefði ekki endi- lega þurft að spila eina af tónsmíðum sínum sem aukalag, og í þokkabót þá verstu, Sprint, er hljómaði enn hroða- legri í annað sinn. Var það óneit- anlega illur endir á tónleikunum. Hátt gíraðar barsmíðar TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Dr. Heather Schmidt flutti tónsmíðar eftir sjálfa sig og aðra. Sunnudagur 10. apríl. Píanótónleikar Heather Schmidt Jónas Sen ÞAÐ VAR geysivel mætt á tónleika M&M-kvartettsins á Múlanum sl. fimmtudagskvöld og er ekki að efa að efnisskráin hefur dregið margan að, tónverk eftir Pat Metheny og Lyle Mays, en Pat er einna vinsæl- astur djassleikara um þessar mund- ir. Hann er þó ekkert unglamb, vel fimmtugur, og vakti fyrst athygli með Gary Burton. Skífur hans fyrir ECM urðu vinsælar og var Pastorius bassisti á þeirri fyrstu: Bright size life. Það var líka fyrsta lag á efnis- skrá M&M og fylgdu The red one og Uniquiti road í kjölfarið. Á þessum árum var Metheny að rífa sig lausan undan áhrifavaldi gítarleikara á borð við Jim Hall og var skyldari raf- magnaðri gít- aristum í tóni og bíboppið skaut ekki oft upp koll- inum. Ekki er hægt að segja að þeim fjórmenn- ingum hafi tekist að gæða þessa tónlist Methenys og Mays lífi, en þegar kom að ballöðu Horace Silvers, Lonley wom- an, sneri Kjartan sér frá Roland- inum að Steinwaynum og lék sóló er ljómaði sem demantur í einfaldleika sínum. Róbert lék glæsilega á kassa- gítarbassa en Ólafur var heldur stirður með burstana eins og flestir íslenskir trommarar af hans kynslóð. Eftir Silver-ballöðuna steig Kjart- an Guðnason á sviðið og nú var hald- ið á vit þeirrar tónlistar sem fært hefur Metheny hvað mestar vinsæld- ir og nefndist hjómsveit hans þá Pat Metheny Group. Tónlistin var oft sömbuskotin og á mörkum flauels- djassins og falsettusöngur og mikið slagverk oft með í för og einna best þegar Nana Vasconcelos var í hópn- um. Það verður að segjast að hér tókst M&M mun betur upp þótt oft væri erfitt að berjast við hljómlausan Gyllta salinn og þeir Ólafur og Kjart- an öflugir. Ásgeir lék skemmtilegan sóló í Stranger in town með „stop- time“-innskoti og James af Offramp var barokkst á köflum eins og First circle af samnefndri skífu, sem alltaf hefur verið í sérlegu uppáhaldi hjá mér, ekki síst vegna falsettusöngs og slagverks Pedros Aznars. Þar léku Kjartan og Róbert laglínuna skemmtilega saman samstiga. Af First circle var líka lokalag tón- leikanna, Praise, með lútersku yf- irbragði. Í þessum lögum tón- leikanna voru þau Gísli og Kristjana mætt og söngluðu textalaust, en söngurinn naut sín ekki sem skyldi í hljómleysi salarins. Af öðrum verk- um efnisskrárinnar má ekki gleyma að minnast á Phase dance-sömbuna þar sem bæði Ásgeir og Kjartan sköpuðu einkar áheyrilega einleiks- kafla. Metheny á Borginni Vernharður Linnet DJASS Múlinn á Hótel Borg Ásgeir Ásgeirsson gítar, Kjartan Valdemarsson píanó, Róbert Þórhallsson bassa og Ólafur Hólm trommur. Gestir: Kristjana Stefánsdóttir og Gísli Magnason söngvarar og Kjartan Guðnason slagverksleikari. Fimmtudaginn 7.4. M&M Kjartan Valdemarsson OLEG Sokolov, forseti Hernaðarsögufélags Rúss- lands, var í essinu sínu í gervi Napóleons Frakka- keisara á sýningu í síberísku borginni Krasnoyarsk um helgina. Messaði þar yfir þessum „frönsku sjó- liðum“. Þetta var í fyrsta sinn að félagsmenn frá helstu borgum Síberíu taka þátt í sýningu af þessu tagi, sem er annars snar þáttur í starfi hern- aðarsögufélagsins. Reuters Napóleon í Síberíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.