Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 48
BRÚÐKAUP Karls Bretaprins og Kamillu Parker Bowles var merki- legt nokk ekki vinsælasta sjónvarps- brúðkaup helgarinnar í Bretlandi. Töluvert fleiri höfðu á því meiri áhuga á að sjá sápu- óperubrúðkaup er þau Ken og Deirdre Barlow ákváðu að giftast í ann- að sinn í elstu sápu- óperunni af þeim öll- um, hinni vinsælu Coronation Street. Fjórum milljónum fleiri sáu sápubrúðkaupið en hið hálf-konunglega brúðkaup Karls og Kamillu. Hvorki fleiri né færri en 12,9 millj- ónir manna sáu sápu- brúðkaupið á föstudeg- inum en 8,7 milljónir fylgdust með brúð- kaupi Karls og Kam- illu daginn eftir. Fyrra brúðkaup þeirra Kens og Deirdre var sýnt í júlí 1981 aðeins tveimur vikum fyrir brúðkaup Karls og Díönu. Sjónvarp | Brúðkaup Karls og Kamillu ekki það vinsælasta um helgina Fleiri völdu sápubrúð- kaupið Reuters Reuters Tókstu ekki alveg örugglega upp Corr- ie, Kamilla mín? Prinsinn af Wales og hertogaynjan af Corn- wall bíða þess að verða blessuð í kap- ellu Heilags Georgs í Windsor-kastala á laugardag. Grímur af Karli og Kamillu sem götusalar buðu til sölu á laugardag. 48 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Don´t Move kl. 5.30 og 8 b.i. 16 ára Maria Full of Grace kl. 10,30 b.i. 14 ára The Motorcycle Diaries kl. 5.30 og 10 Sódóma Reykjavík kl. 8 Spurt og Svarað m/ Óskari Jónassyni Ring of Fire kl. 6 Shake hands with the Devil kl. 8 Hlaut 2 Golden Globe verðlaun sem besta gamanmynd ársins. Geoffrey Rush sem besti leikari. Hole in my Heart kl.10 b.i. 16 ára The Mother kl. 5,45 Garden State kl. 10,30 b.i. 16 ára Life Aquatic with Steve Zissou kl. 5,45 b.i. 12 ára Life and Death of Peter Sellers kl. 8 og 10.30 Million Dollar Baby kl. 8 b.i. 14 ára en  Frá framleiðendum Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Tryllimögnuð hrollvekja. Stórkostleg vegamynd sem hefur farið sigurför um heiminn, fengið lof gagnrýnedna og fjölda verðlauna. Penelope cruz ítölsk verðlaunamynd. Penelope Cruz hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni. OPNUNARMYND IIFF 2005 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð á Ís- landi – IIFF 2005 – hófst á fimmtu- daginn síðasta og fór geysivel af stað. Samkvæmt upplýsingum frá skipu- leggjendum hátíðarinnar sóttu tæp- lega 6 þúsund manns hátíðarmynd- irnar yfir helgina sem sé nýtt aðsóknarmet; engin kvikmyndahátíð á Íslandi hafi farið eins vel af stað. Slegist um miða á Hitler-mynd „Nokkuð óvenjulegt ástand skap- aðist í bíóum hátíðarinnar því uppselt var á fjömargar sýningar og skipti þá engu hvort um var að ræða dag- eða kvöldsýningar í stórum eða litlum söl- um,“ segir í tilkynningu frá fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar Ísleifi Þórhallssyni. „Bara í Regnboganum var uppselt samtals átta sinnum frá föstudegi til laugardags. Það var upp- selt svo oft á ákveðnar myndir, t.d. Downfall [Til hinstu stundar (Der Untergang)], að fólk er farið að kaupa miða fram í tímann.“ Þannig hafi stór hluti miða á sýningu myndarinnar í gærkvöldi selst í forsölu, sem er fá- heyrt orðið hér á landi. Til hinstu stundar er þýsk mynd sem fjallar um síðustu daga Hitlers séð með augum einkaritara hans. Hún er næstmest sótt hátíðarmynda á eftir Mótorhjóla- dagbókum. Þriðja mest sótta hátíð- armyndin er Gat í hjarta (Et hål i mit hjärta) eftir Lukas Moodysson, sú fjórða María (Maria full of Grace) og Hótel Rúanda (Hotel Rwanda) sú fimmta. Einn efnilegasti leikari Spánar Það hafði væntanlega hvetjandi áhrif á aðsóknina að erlendir kvik- myndagerðarmenn og leikarar voru viðstaddir sýningar á myndum sínum og svöruðu spurningum úr sal að lok- inni sýningu. Ekkert lát verður á komu góðra gesta. Fyrir helgi kemur t.d. spænski leikarinn Fele Martínez, aðalleikari í nýjustu mynd Pedrós Almodóvars Vond menntun (La mala educacíon). Martínez, sem þykir einn allra efnilegastu leikari Spánar, verð- ur viðstaddur hátíðarsýningu á mynd Almadóvars næstkomandi laugardag. Martínez fékk spænsku Goyu- kvikmyndaverðlaunin fyrir leik sinn í mynd Alejandro Amenábar Thesis en vakti fyrst heimsathygli fyrir leik sinn í mynd Amenábars, Abre los ojos. Martínez lék í síðustu mynd Almódóvars Habla con ella og í Vondri menntun leikur hann aðal- hlutverkið á móti Gael García Bernal og hafa báðir hlotið lof fyrir frammi- stöðu sína. Þá er einnig væntanlegur til lands- ins aðalleikarinn í bresku myndinni 9 Songs eftir Michael Winterbottom. Hann heitir Kieran O’Brien og er í hópi þekktari yngri leikara í Bret- landi nú um mundir, hefur leikið í þekktum sjónvarpsþáttum á við Cracker og er einnig orðinn virtur sviðsleikari. Hann mun sitja fyrir svörum að lokinni frumsýningu þess- arar umdeildu myndar sem þykir hafa að geyma hispurslausari kynlífs- lýsingar en áður hafa sést í mynd eft- ir virtan kvikmyndagerðarmann. Má því búast við líflegum umræðum um myndina enda vekur hún upp ansi margar og áleitnar spurningar. Þá eru væntanlegir gestir í tengslum við írsku myndina Omagh, sem segir frá afdrifum fórnarlamba sprengjutilræðis í smábænum sem myndin er nefnd eftir. Þeir munu sitja fyrir svörum á laugardag, að- alpersóna myndarinar Michael Gallagher og sá sem leikur hann í myndinni, Gerard Mcsorley. Á sunnudaginn verða svo við- staddir sýningu á bandarísku mynd- inni Bomb The System, aðalleikarinn Mark Webber og leikstjórinn Adham Bhala en myndin fjallar um líf ungra grafitílistamanna í New York. Svarar spurningum um Sódómu Í kvöld verður svo svokölluð Spurt & svarað-sýning á hinni vinsælu ís- lensku undirheimamynd Sódómu Reykjavík frá 1993. Óskar Jónasson leikstjóri myndarinnar verður við- staddur sýninguna og mun að henni lokinni svara spurningum gesta úr sal. Kvikmyndir |  Metaðsókn á IIFF-kvikmyndahátíðina  Fleiri erlendir gestir væntanlegir Almadóvar-leikari og aðalleikari 9 Songs koma Morgunblaðið/Golli Fáar íslenskar myndir eru í eins miklu uppáhaldi og Sódóma Reykja- vík og gefst því mörgum kærkomið tækifæri til að spyrja leikstjórann Óskar Jónasson spjörunum úr. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fele Martínez er þrítugur leikari, fæddur og uppalinn á Spáni. www.icelandfilmfestival.com Spurt og svarað sýning á Sódómu Reykjavík verður í Háskólabíói í kvöld kl. 20. SÖGUR af ungu og sjálfsuppteknu fólki í tilvistarkreppu eru líklega meðal algengustu viðfangsefna bandarískra kvikmyndagerð- armanna af óháða geiranum, og má því segja að allar viðbætur í þá flóru kalli á verulega ferska nálgun ef við- komandi kvikmynd á að standa undir nafni. Í því ljósi má segja að þeim David O. Russell og Jeff Baena takist vel upp í kvikmyndinni Ég hjarta Huckabees, sem hverfist einmitt um ofangreint þema, þ.e. tilvistarkreppu ungs fólks sem fast er í viðjum neyslu- og ímyndasamfélags nú- tímans. Nálgunarleiðin er farsa- kennd og einkar vel heppnuð þar sem hún rásar á milli persóna án þess að tapa þræðinum, og skapar smám saman gamansamt tilvist- arspekilegt öngþveiti sem kemst á suðupunkt í skapandi meðförum leik- ara á borð við Dustin Hoffman, Lily Tomlin, Jason Schwarzman, Mark Wahlberg og Jude Law. Tveir síðast- nefndu leikararnir koma skemmti- lega á óvart með frábærum gam- anleik sínum, og má jafnvel ganga svo langt að segja að þeir steli sen- unni. Í myndinni kynnumst við nokkrum persónum sem af einhverjum ástæð- um enda með að sitja saman í súpu lífsins, en allar eiga þær það sameig- inlegt að hafa leitað á náðir fram- úrstefnulegra sáluhjálpara í tilvist- arlegri örvæntingu sinni. Allt byrar þetta þegar náttúruverndarsinninn og aðgerðarsinninn Albert Mar- kovski (Schwartzman) felur sálar- heill sína í hendur tilvistarspekileg- um leynilögreglumönnum (Hoffman og Tomlin), sem taka að sér að draga fram heildarsamhengið í tilvist skjól- stæðinga sinna. Þeirra helsti óvinur er snjall tilvistarráðgjafi, hin franska Caterine Vauban (Huppert), sem að- hyllist tómhyggju og afbyggingu af franska skólanum og á það til að stela kúnnunum þeirra. Í meðferðinni kynnist Albert sálufélaganum Tommy (Wahlberg) sem er jafnvel einarðari prinsippmaður en Albert í andófi sínu gegn siðleysi stórfyr- irtækja og umhverfisspjöllum. Tommy þessi, sem er slökkviliðs- maður, hefur m.a. tekið upp þann umhverfisvæna hátt að hjóla í bruna- útköll. Stóri óvinurinn er síðan stór- fyrirtækið Huckabees, sem stýrt er af hinum sjálfsörugga Brad (Jude Law) sem slæðist einnig í meðferð til tilvistarspekinganna ásamt kærust- unni Dawn (Naomi Watts). Úr þessu kostulega persónugalleríi spinnur leikstjórinn bráðfyndna kómedíu, skemmtilegan farsa sem heldur öruggum dampi út í gegn, en nær á sinn kaótíska hátt að slá einhvern innilegan tilvistarspekilegan tón mitt í allri gamanseminni. Tilvistarlegt öngþveiti KVIKMYNDIR Regnboginn: IIFF Leikstjórn: David O. Russell. Handrit: D.O. Russell og Jeff Baena. Aðal- hlutverk: Dustin Hoffman, Lily Tomlin, Jason Schwarzman, Jude Law, Mark Wahlberg, Isabelle Huppert og Naomi Watts. Bandaríkin, 106 mín. Ég hjarta Huckabees (I Heart Huckabees) Heiða Jóhannsdóttir Mark Wahlberg og Jude Law.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.