Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. mars 1947. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jóns- son, f. 22. janúar 1917, d. 6. júní 2000, og Herdís Há- konardóttir, f. 17. júlí 1924, d. 23. maí 1988. Systkini Jó- hönnu eru Petrína Konný Arthursdóttir, f. 29. des- ember 1943, Hafsteinn Guð- mundsson, f. 24. apríl 1949, Har- aldur H. Guðmundsson, f. 10. júní 1955, Hlynur Guðmundsson, f. 7. ágúst 1959. Árið 1966 kynntist Jóhanna Ómar Jóhannsson, f. 31. mars 1972, kvæntur Kristínu Stellu Ĺorange og eiga þau eina dóttur, Söru Ĺorange Magnúsdóttur. 3) Valdimar Blöndal Jóhannsson, f. 8. mars 1975. 4) Jóhann Jóhanns- dóttir, f. 28. janúar 1977, í sam- búð með Julie Bowell. Árið 1989 skildu leiðir Jóhönnu og Jó- hanns. Sambýlismaður Jóhönnu til síðari ára var Kristinn Jóns- son. Jóhanna var fjögurra ára þeg- ar hún flutti í Kópavog. Þegar Jóhanna var tuttugu og tveggja ára flutti hún ásamt eiginmanni sínum til Hollands, þar sem hann starfaði sem flugmaður. Sumarið 1971 fluttust þau síðan til Lúx- emborgar þar sem þau bjuggu í þrettán ár. Eftir dvölina í Lúx- emborg fluttist Jóhanna síðan aftur heim til Íslands. Jóhanna starfaði lengst af sem sérhæfður aðstoðarmaður á skurðdeild Landspítalans í Foss- vogi. Útför Jóhönnu verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Sveini Sævari Helga- syni. Eignuðust Jó- hanna og Sveinn saman Guðmund Hjalta Sveinsson, f. 19. apríl 1967, trúlof- aður Elísabetu Sverrisdóttur. Jóhanna giftist 15. júní 1968 Jóhanni Magnússyni, f. 13. september 1947. Börn Jóhönnu og Jó- hanns eru 1) Bryndís Jóhannsdóttir, f. 23. nóvember 1970. Bryndís var í sambúð með Sveini Þór Hrafnssyni og eiga þau saman Jóhann Hrafn Sveinsson, f. 14. janúar 1986. Þau slitu samvistum. Árið 1998 giftist hún svo Andres Carl Würz og eiga þau eina dóttur, Anast- asíu Bryndísi Würz. 2) Magnús Elsku mamma mín, þá er þessi hetjulega barátta þín við erfiðan sjúkdóm á enda. Það er svo sárt að þurfa að missa þig svona unga og að takast á við þetta mikla tóma- rúm og þennan dofa sem eftir stendur. Maður á einhvern veginn svo erfitt, mamma mín, með það að skilja að þú sért nú endanlega far- in frá okkur og að þitt fallega bros birtist aldrei framar augum okkar. Þú varst alltaf svo jákvæð og gerð- ir allt til þess að okkur liði vel og hafðir alltaf mestar áhyggjur, al- veg fram á síðustu stundu, hvernig þetta myndi fá á okkur systkinin ef og þegar þú hyrfir frá. Þú varst alltaf að hugsa um aðra enda kaustu þér líka ævistarf í samræmi við það. Þú varst ekki bara móðir mín, heldur minn besti vinur sem ég gat ávallt leitað til ef eitthvað bjátaði á. Þú varst alltaf jafn skiln- ingsrík og jákvæð út í lífið sem smitaði út frá sér þannig að það var ekki hægt annað en að brosa og hugsa jákvætt í nærveru þinni. Þú ert hetjan mín, sem ég lít svo upp til vegna þinna einstöku mannkosta og góðmennsku. Nú ertu laus við allar þær kvalir og þjáningar sem hafa fylgt þess- um skelfilega sjúkdómi og komin í faðm þeirra sem þú unnir svo mik- ið, þeirra sem voru með okkur hin- um við hliðina á þér þegar þú kvaddir þennan heim. Það er svo erfitt að ætla að reyna að lifa lífinu áfram eins og áður án þín, þar sem þú varst svo mikill hluti af tilveru minni og svo sterk stoð í okkar fjölskyldu. Þín minning mun lifa í hjarta mínu til eilífðar og mun ég aldrei gleyma því góða og fallega sem þú kenndir mér. Ég mun minnast þín sem bestu mömmu í heimi. Guð blessi þig, mamma mín. Megi hann einnig styrkja alla sem minnast þín og hugsa kært til þín í þeirri sorg sem ríkir í þeirra huga. Bless, mamma mín. Guðmundur Hjalti Sveinsson. Elsku mamma mín. Barátta þín á síðustu árum sannaði svo sann- arlega þinn persónuleika og sýnir hversu mikil hetja þú hefur alltaf verið. Með hverju ári lærði ég að elska þig meira og meira og held ég að það sé erfitt að finna betri mömmu en þig. Ég á allt það góða í mínu lífi þér að þakka, elsku mamma. Guð geymi og blessi þig alltaf. Miklar saknaðar- og ástarkveðj- ur. Þinn sonur, Jóhann. Elsku Jóhanna. Lífið getur verið skrítið og erfitt að skilja af hverju þú fékkst ekki að vera lengur hérna hjá okkur. Það hefur verið erfitt en aðdáunarvert að fylgjast með þér í þessi tvö og hálft ár sem þú hefur barist við þennan illvíga sjúkdóm sem tekur svo marga burt úr þessu jarðlífi langt fyrir aldur fram. Aldrei gafst þú upp allan þennan tíma og þvílíka hetju er erfitt að finna þó víða væri leitað. Elsku Jóhanna, það er erfitt að kveðja en við vitum og erum sann- færðar um að þér hefur verið ætl- að stórt og mikilvægt hlutverk annars staðar. Síðustu daga hefur rifjast upp sá tími sem við fengum að njóta þín. Þá hverfur hugurinn 16 ár aftur í tímann og fyrsta minningin er þegar þú bankar hjá honum pabba uppi á Akranesi. Við systurnar þjótum til dyra og þar stendur stórglæsileg kona og spyr um hann pabba, við systurnar vor- um fljótar að átta okkur á að pabbi væri kominn með kærustu, við höfðum að sjálfsögðu rétt fyrir okkur. Í dyrunum stóð sú kona sem við höfum verið svo lánsamar að hafa haft í okkar lífi síðastliðinn 16 ár. Þegar maður hugsar um þá konu þá kemur fyrst upp í hugann stórglæsileg kona með mikla orku og mikinn lífsvilja. Kona með mik- inn húmor sem aldrei hvarf þrátt fyrir erfiða baráttu, þú hættir aldrei að brosa og vera jákvæð. Þessir kostir þínir fengu að njóta sín á Landspítalanum þar sem þú varst oft og iðulega beðin um að vinna aukalega þar sem orka þín og jákvæðni höfðu góð áhrif á bæði samstarfsmenn og sjúklinga. Síðustu ár varst þú búin að finna þig svo vel í hestamennskunni með honum pabba. Fátt fannst þér skemmtilegra en að tala um hesta og fara upp í hesthús, þó það væri ekki nema bara til að kemba og knúsa hestana. Fyrir um fimm ár- um eignaðistu hana Emblu þína, sem varð þér strax mjög kær. Þið áttuð sérstakt samband og var Embla dekruð eins og prinsessa frá fyrsta degi. Í fyrra eignaðist Embla folald sem þú varst svo stolt af að þú varst með mynd af þeim við rúmið þitt. Við getum endalaust haldið svona áfram. En það sem eftir sit- ur eru margar yndislegar og skemmtilegar minningar um frá- bæra konu sem við munum vera ævinlega þakklátar fyrir að hafa kynnst. Í englahópinn hefur nú bæst við kraftmikill og jákvæður engill og við sem eftir sitjum vitum að þú munt vaka yfir okkur öllum. Elsku Jóhanna, við þökkum þér fyrir allar þær minningar sem þú hefur gefið okkur og vitum að við munum hittast seinna. Elsku pabbi, amma, Gummi, Maggi, Bryndís, Valdi, Jói, Konný, Halli, Haddi, Hlynur og fjölskyldur, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Ástarkveðja. Jóhanna og Unnur. Elsku Jóhanna. Ég kveð þig með þessum orðum og megir þú hvíla í friði. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig drottins leiðir hönd. Í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsd.) Sigurður Ragnar. Elsku Jóhanna mín. Það er erfitt að setjast niður og skrifa þér kveðjubréf, elsku besta systir. Það er líka erfitt að gera sér grein fyr- ir að þú ert farin í þína hinstu ferð, samt ertu svo nálæg, ég finn svo sterkt fyrir nærveru þinni. Það er mikil huggun, elsku Jóhanna mín, að vita að þú ert komin í hlýjan faðminn hjá Jesú, frjáls frá þján- ingum og erfiðri baráttu síðastliðin tvö og hálft ár. Mér finnst að þú ættir að fá orðu fyrir hetjuskap, elsku systir mín, að ganga í gegn um allar þessar lyfja- og geislameðferðir og aldrei neitt vol eða víl. Það varst þú, elsk- an, sem varst í því að telja kjark í og hjálpa sjúklingum og öðrum. Ég veit að það sem hjálpaði þér mest var trúin á lækningu frá Guði, já, og hestarnir þínir sem þú elskaðir svo mikið, það var ynd- islegt hvað þeir gáfu þér mikið, blessaðar skepnurnar. Þær voru ófáar ferðirnar upp í hesthúsið hans Braga, þar sem þú dvaldir heilu og hálfu dagana hjá Aski og Emblu þinni, á meðan kraftar leyfðu. Mikið var gott að koma í kaffi til þín þangað, alltaf heitt á könnunni og nóg meðlæti. Það var svo mikill friður og nálægð guðs þarna hjá þér, Jóhanna mín. Við fórum líka í nokkrar göngurnar saman og þú naust þess svo sannarlega að vera úti í náttúrunni, á meðan þú gast. Já, þín er sárt saknað, elskan mín, ég veit að það hefur verið erf- itt hjá þér að kveðja elsku börnin þín fimm og ömmubörnin, fallegu, yndislegu gullmolana þína. Ég veit að þú varst og ert mjög stolt af þeim öllum, þau eru líka aldeilis búin að sýna þér hvað þau elska þig mikið. Þú fékkst mikinn styrk frá þeim og öðrum ástvinum og vinum. Jóhanna mín, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af elsku stráknum honum Jóa Krumma, ég veit að hann á eftir að standa sig með prýði. Hann er svo góður drengur. Hann á örugglega eftir að sýna ömmu sinni hvað í honum býr. Það er mikill og góður efniviður í þeim stutta. Guð blessi hann, elsku strákinn. Það er nú aldeilis skemmtilegt fyrir elsku ömmustelpuna hana Söru, litlu hestakonuna, að fá hana Stjörnudísi að gjöf frá þér, litla fol- aldið hennar Emblu. Hún á örugg- lega eftir að njóta þess. Mikið er yndislegt hvað Sara litla er lík þér, Jóhanna mín. Hún er mikill dýra- vinur og elskar hesta eins og amma. Svo er elsku litla prins- essan hún Anastasia með konung- lega nafnið, hún skilur ekki litla skinnið að amma Jóhanna er farin frá okkur og kemur ekki aftur. Það er sárt að þau skuli ekki fá að njóta þín lengur, Jóhanna mín, en ég veit að þú vakir yfir þeim og ég bið góðan Guð að blessa litlu krútt- in þín. Já, ég sit hér í eldhúsinu mínu með kertaljós og horfi á myndina af þér þar sem þú ert ung og ynd- islega falleg. Þú varst alltaf falleg, elsku systir mín. Ég er að reyna að hugsa, en er svo ótrúlega dofin, er að reyna að kalla fram minningar, en hundurinn á efri hæðinni span- gólar í gríð og erg. Jóhanna mín, manstu hvað það var gott að alast upp í Kópavog- inum? Þú varst bara fjögurra ára þegar við fluttum þangað 1951, Haddi bróðir þriggja og ég sjö ára. Þetta var algjör sveit í þá daga. Manstu hvað það var gaman hjá okkur, Jóhanna mín. Við áttum heima í litlum sum- arbústað sem við leigðum af for- eldrum Áslaugar vinkonu mömmu við Kópavogsbraut nr. 29 þá. Síðan var ráðist í húsbygginguna. Hún móðir okkar með sínum mikla krafti og dugnaði kom því af stað. Manstu, Jóhanna mín, hvað við vorum glöð og stolt öllsömul þegar við fluttumst í nýja húsið okkar á Þinghólsbraut 12, 1958. Halli bróð- ir var þriggja ára og Hlynur fædd- ist svo árið eftir, já, þetta var ynd- islegt lítið samfélag. Dagarnir liðu áhyggjulausir við leik og skóla- göngu í bland. Smá hasar á milli, en allt í góðu. Svo var Anna móðursystir okkar búsett í næstu götu með sinn stóra barnahóp, og þar var amma Peta, besta amma í heimi með sinn hlýja faðm, við gátum ekki haft það betra, elsku Jóhanna mín. Við átt- um sannarlega góða æsku, systir mín góð. Síðan uxum við úr grasi, yfirgáfum foreldrahúsin, giftum okkur og lögðumst í barneignir. Það var svo mikið í tísku á þessum árum. Amma Dísa fékk sex ömmu- börn má segja í einum rykk, frá 1966–72, og þegar upp var staðið var þetta nánast orðið heilt fót- boltalið, átta strákar og bara ein prinsessa, hún Bryndís litla þín. Jóhanna mín, mig langar að rifja upp árin okkar í Lúx. Örlögin hög- uðu því þannig að þú fluttist með Jóa þínum, ásamt Bryndísi litlu, þá nokkurra mánaða, til Lúxemborg- ar 1971. Gummi litli var hjá mömmu um tíma. Síðan fluttumst við Kristinn með Benna og Guðjón til Lúx árið eftir, eða 1972. Við höfðum mikinn stuðning hvor af annarri og það var mikill samgang- ur á milli heimilanna okkar. Strák- arnir mínir sóttu alltaf mjög mikið til þín, elskan, og frændsystkina sinna. Já, það var oft kátt á hjalla og margt brallað. Þú varst heims- ins besta mamma, svo kærleiksrík og góð við börnin þín, Jóhanna mín. Manstu hvað það var oft gaman hjá okkur, elskan, við kynntumst mörgu frábæru fólki, þetta var dásamlegur tími og ég hugsa af hlýhug til áranna okkar í Lúx. Ég er þakklát fyrir þau. Þrátt fyrir ýmislegt sem skyggir á, þá áttum við samt góðan tíma, elsku systir mín. Já, þú varst og ert gull af manni, Jóhanna mín. Kærleiksrík, hjálp- söm og gjafmild. Ég er svo þakklát Guði fyrir að hafa gefið mér svona yndislega systur eins og þig. Elsku Jóhanna mín, þú sóttir mikinn styrk í trúna. Ég þakka guði fyrir litlu Kirkjuna okkar, fyr- ir Unni Maríu, Thomas og Þorvald sem báðu heitt og innilega fyrir þér sunnudag eftir sunnudag. Ég þakka líka Guði mínum og bið hann að blessa alla sem báðu fyrir þér, hjúkruðu þér og hjálpuðu á allan hátt. Guð blessi allt þetta góða fólk. Það sem skiptir mestu máli fyrir mig núna, elsku systir, er að ég veit að þú ert komin í Guðs ríki og þér líður vel. Jóhanna mín. Hér koma svo ást- arkveðjur og margir kossar frá Steindóri mínum, Lilju og Hrafn- hildi litlu. Hann þakkar þér fyrir allan þinn kærleik og hlýju í hans garð. Hann er í Hollandi í námi og getur því miður ekki komist til að kveðja þig. Jæja, elskan, þá fer ég að slá botninn í þetta kveðjubréf til þín, systir mín. Ég þakka guði fyrir all- ar góðu minningarnar sem eru mér svo dýrmætar. Takk, elsku systir mín, fyrir all- ar góðu samverustundir okkar, ég geymi dýrmætar minningar um þig í hjarta mínu og ég veit að þú lifir að eilífu. Ég bið góðan Guð að JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Fallegir steinar á verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.