Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 17 ERLENT Moskvu. AFP. | Málflutningi í tengslum við réttarhöld yfir Míkhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra rússneska olíurisans Yukos, lauk í gær og hefur dómarinn í málinu nú dregið sig í hlé til að velta fyrir sér sönnunum á hendur Khodorkovskí. Úrskurðar er að vænta 27. apríl nk. Khodorkovskí er sakaður um skattsvik og fjárdrátt og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm ef fundinn sekur. Khodorkovskí hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í mál- inu og margir telja að málatilbún- aður á hendur honum sé af pólitísk- um rótum runninn. Segja sumir fréttaskýrendur að ráðamenn í Kreml séu með þessum málarekstri að refsa Khodorkovskí fyrir pólitísk afskipti hans; en skömmu áður en Khodorkovskí var handtekinn í hitt- eðfyrra og fangelsaður hafði hann verið farinn að styrkja fjárhagslega ýmsa stjórnarandstöðuflokka í Rússlandi. „Þetta mál á hendur mér er tilbún- ingur,“ sagði Khodorkovskí í loka- orðum sínum fyrir rétti í gær. „Sak- sóknarar gátu ekki fært sönnur á ásakanirnar á hendur mér. Þetta er skrípaleikur. Jafnvel vitni saksókn- aranna töluðu mér í hag,“ sagði hann ennfremur en lokaorð hans tóku um fjörutíu mínútur í flutningi. Margir vina Khodorkovskís og ættingja voru staddir í réttarsalnum er hann flutti lokaorð sín, auk lög- manna og fjölmiðlafólks, og var hon- um ákaft fagnað er hann hafði lokið máli sínu. Niðurstaðan ákveðin á æðstu stjórnstigum Ýmsir fréttaskýrendur telja lík- legast að Khodorkovskí verði fund- inn sekur. „Röksemdir lögmannanna skipta engu um niðurstöðu réttar- haldanna – þau eru af pólitískum toga og ákvörðunin verður tekin á æðstu stjórnstigum,“ sagði Nikolai Petrov, fræðimaður við Moskvu- útibú Carnegie-stofnunarinnar. Réttarhöldum yfir Míkhaíl Khodorkovskí lokið Reuters Míkhaíl Khodorkovskí fer inn í lög- reglubíl eftir að hafa flutt lokaorð sín fyrir rétti í gær. Dóms að vænta 27. apríl London. AFP, AP. | Breskir íhaldsmenn lofa að lækka skatta takist þeim að sigra í þingkosn- ingum sem eiga að fara fram í Bretlandi 5. maí nk. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, kynnti stefnuskrá flokksins í gær og sagði, að atkvæði greidd Verkamannaflokki Tonys Blairs forsætis- ráðherra myndu þýða hærri skatta og „enn fleiri svikin loforð“. „Ímyndið ykkur að vakna að morgni 6. maí og heyra að Blair hafi verið endurkjörinn. Ímyndið ykkur hvernig ykkur myndi líða,“ sagði Howard í ávarpi sínu. „Þið þurfið ekki að sætta ykkur við þá tilhugsun,“ sagði hann og beindi orðum sínum til kjósenda. Íhaldsmenn eru fyrstir til að kynna stefnuskrá sína vegna komandi kosninga en í henni kemur fram að Íhaldsflokkurinn vill stuðla að auknum aga í skólum og betri sjúkrahúsþjónustu og hann heitir að bregðast við vaxandi glæpatíðni og herða reglur í innflytjendamálum. Ennfremur tekur flokkurinn af öll tvímæli í Evrópumálum, segir að hann muni ekki taka upp evruna komist hann til valda. Verkamannaflokk- urinn vill aftur halda þjóðaratkvæðagreiðslu verði það talið efnahagslega hagkvæmt að ganga í evr- ópska myntbandalagið. kynntu stefnu Verkamannaflokksins í efnahags- málum í gær . lögðu þeir áherslu á að efnahags- málin hefðu verið í góðum höndum í stjórnartíð Verkamannaflokksins. Í könnun í blaðinu Daily Mirror í gær kom fram að Verkamannaflokkurinn hefur fimm prósentu- stiga forskot á Íhaldsflokkinn, fengi 38% atkvæða en íhaldsmenn 33%. Frjálslyndir demókratar fá 22% skv. könnuninni. Þetta myndi þýða að Verka- mannaflokkurinn fengi 100 þingsæta meirihluta. Ekki kemur fram í stefnuskrá íhaldsmanna hvaða skatta nákvæmlega þeir vilji lækka en þeir ku ætla að kynna það sérstaklega er nær dregur. Stefnuskráin þykir nokkuð stutt plagg og sagði Howard að það væri engin tilviljun, menn von- uðust til að það gæti orðið til þess að kjósendur læsu hana í raun og veru. Hvatti hann fólk til að kynna sér „hvernig íhaldsmenn hefðu breyst“. Blair gerði lítið úr stefnumálum Íhaldsflokksins en hann og Gordon Brown fjármálaráðherra Íhaldsmenn í Bretlandi kynna stefnumálin í kosningunum Verkamannaflokkurinn enn með nokkurt forskot samkvæmt nýrri könnun Reuters Gordon Brown fjármálaráðherra og Tony Blair forsætisráðherra á fréttamannafundi í gær. AP Michael Howard heldur á lofti eintaki af stefnu- skrá breskra íhaldsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.