Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir, varaformaður Samfylkingarinn- ar, segir að um- mæli Össurar Skarphéðinsson- ar í fjölmiðlum um framtíðarhóp Samfylkingar- innar, sem hún stýrir, hafi komið sér mjög á óvart. „Mér finnst það hvorki tímabært né smekklegt að ræða opinberlega það sem frá framtíðarhópnum kem- ur á þessu stigi máls. Hann hefur ekki skilað af sér sinni vinnu og mun kynna hana á landsfundi. Það er síð- an landsfundar að ákveða hvernig þetta verður afgreitt og hvert verður framhaldið. Framtíðarhópurinn kemur bara með tillögur, hann ákveður ekki stefnu Samfylkingar- innar,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir hátt í 100 manns hafa komið að vinnu hópsins á ýmsum sviðum og margir fjölmennir fundir verið haldnir. Þetta sé ekki sín vinna eða persónuleg stefna heldur vinna fjölda einstaklinga í flokknum sem hafi lagt talsvert á sig. „Þetta á ekki að snúast um mína skoðun eða mína persónu.“ Vísbending um aukna hörku Varðandi ummæli Össurar um hugtakið umræðustjórnmál segir Ingibjörg Sólrún að hugtakið sé not- að um ákveðna aðferðafræði í stjórn- málum. Í sínum huga séu umræðu- stjórnmál ekki umbúðir heldur hornsteinn lýðræðislegra vinnu- bragða. Þetta sé spurning um að virkja sem flesta til þátttöku í starfi og stefnumótun og hafa eðlilegt sam- ráð innan flokka og á þingi. „Hug- takið er ekki mín uppgötvun heldur er það notað heilmikið í pólitískri umræðu um allan heim og er við- leitni til að þróa lýðræðið áfram,“ segir Ingbjörg Sólrún. Hvort ummæli Össurar Skarphéð- inssonar sýni aukna hörku í for- mannsslag Samfylkingarinnar segir Ingibjörg að þau séu vísbending í þá veru. Framtíðarhópurinn sé þó „merkilegri tilraun“ en svo að vinnan sé dregin inn í þeirra baráttu um for- mannsembættið. Ingibjörg Sólrún svarar gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar á framtíðarhóp Samfylkingarinnar „Hvorki tímabært né smekklegt“ Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þætt- inum Silfri Egils á Stöð 2 á sunnu- dag að innan framtíðarhóps- ins, sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir leið- ir, væri ekki að vænta „hug- myndalegrar yf- irtöku“ og fátt um nýjar hug- myndir miðað við stefnuskrá flokksins. Talaði Össur um að hjá hópnum mætti sjá „skyndibitalausnir á ákveðnum hlutum“ og nefndi þar einkavæð- ingu hverfisgrunnskóla sem dæmi. „Það er í gangi annað og meira en bara fegurðarsamkeppni á milli mín og Ingibjargar Sólrúnar. Það er meiningarmunur,“ sagði Össur. Um hugtakið umræðustjórnmál sagði hann að það væri „fixídea sem á að bjarga öllu“ og einnig: „Ef ég á að vera alveg hreinskil- inn þá finnst mér sem menn hafi ofnotað það hugtak og það séu svolítið stórar umbúðir utan um ekki mikið.“ Össur sagði ennfremur að æski- legra hefði verið að vinna framtíð- arhópsins hefði orðið opnari og „ekki lokuð inni í tiltölulega þröngum hópum“. Upplýsti hann að Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði sagt sig frá vinnu framtíð- arhópsins í utanríkismálum þar sem honum hefði ekki líkað vinnu- brögðin. „Það segir sitt um hvað hvernig vanir menn líta á vinnu- brögðin,“ sagði Össur í þættinum. „Skyndibitalausnir á ákveðnum hlutum“ Össur Skarphéðinsson VILHJÁLMUR Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur fagnar því að op- inber rannsókn í Danmörku skuli hafa staðfest að upplýsingar sem hann birti um að dönsk stjórnvöld hafi sent gyðinga til Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni voru réttar. „Þessi sami hópur lýsti því nú yfir fyrir um tveimur árum að þeir ef- uðust um að ég hefði rétt fyrir mér,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morg- unblaðið. „Nú telja þeir að ég hafi haft rétt fyrir mér. En ég vissi það nú fyrir.“ Í frétt Politiken á sunnudag segir að niðurstaða nefndarinnar hafi verið sú að Danir hafi sent 19 gyð- inga til Þýska- lands og að þeir hafi allir verið myrtir í útrým- ingarbúðum. Að sögn Vilhjálms hafa formlegar niðurstöður rann- sóknarinnar þó ekki verið birtar og svo virðist sem rannsóknarhópurinn sé með umfjölluninni að minna á sig til að tryggja áframhaldandi fjárveit- ingar til rannsóknarinnar sem hófst í kjölfar þess að Vilhjálmur birti upp- lýsingar um málið árið 1998 og aftur árið 1999. Engu að síður sé ánægju- legt að niðurstöður hans hafi verið staðfestar með þessum hætti. Bakhlið sögunnar Á föstudag kemur ný bók eftir Vil- hjálm um þennan kafla í sögu Dan- merkur í bókaverslanir í Danmörku. Þar segir hann frá því að 21 gyðingur hafi verið sendur til Þýskalands en ekki 19 eins og fram kemur í op- inberu rannsókninni. Raunar kveðst Vilhjálmur ekki hafa haft aðgang að gögnum um tvo þeirra sem nefndir eru í rannsókninni og því sé mögulegt að 23 gyðingar hafi verið sendir frá Danmörku til Þýskalands á stríðs- árunum. Bók Vilhjálms heitir Med- aljens bagside sem gæti í þýðingu hlotið titilinn „Hin hliðin á sögunni“. Titill bókarinnar vísar til þess að þó að Danir hafi með hugrekki og stórmennsku bjargað um 7.000 gyð- ingum árið 1943 sé til önnur og dekkri hlið á samskiptum þeirra við Þjóðverja sem hafi legið í þagn- argildi. Að sögn Vilhjálms var það fyrst og fremst vegna frumkvæðis nokkurra danskra embættismanna sem gyðingarnir, hvort sem þeir voru 19, 21 eða 23, voru sendir til Þýska- lands. Þýsk stjórnvöld hafi í fyrstu ekki viljað taka við þeim og dönsku embættismennirnir sýnt harðfylgi við að koma þeim þangað. Í fyrrnefndri frétt Politiken segir að Anders Fogh Rassmussen for- sætisráðherra Danmerkur búi sig nú undir að biðjast afsökunar á þessum atburðum. Aðspurður hvernig hon- um lítist á það sagðist Vilhjálmur vona að hann biðjist afsökunar og hann teldi líklegt að hann gerði það. Hann hefði raunar stungið upp á því í blaðagrein árið 2000 að einhver slík afsökunarbeiðni væri við hæfi, sér- staklega í ljósi þess að Danir hefðu hlotið mikið lof fyrir að bjarga þús- undum gyðinga sem ella hefðu verið sendir í útrýmingarbúðir. Þjóð með slíka sögu hefði styrk til að biðjast af- sökunar. Vilhjálmur benti einnig á að And- ers Fogh Rasmussen hefði lýst því yfir að hann teldi Dani hafa verið of undirgefna við Þjóðverja á stríðs- árunum og hlotið fyrir það talsverða gagnrýni heima fyrir, þó ekki meðal þeirra sem tóku þátt í andspyrnunni. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson um niðurstöðu nefndar um brottvísun gyðinga frá Danmörku „En ég vissi það nú fyrir“ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson ÞAÐ er ekki líklegt að það hafi gerst áður að prestur og biskup taki þátt í fermingarathöfn þar sem aðeins eitt fermingarbarn er fermt, en það gerðist í Bústaða- kirkju á skírdag þegar Ólafur Skúlason biskup og son- ur hans, Skúli Sigurður Ólafsson prestur, fermdu Ebbu Margréti, dóttur Skúla. Auk þeirra feðga tók móðir Ebbu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, þátt í athöfninni. Skúli, Sigríður og Margrét eru búsett á Ísafirði, en komu til Reykjavíkur til þess að halda ferminguna, enda fermingarbarnið búið að ákveða fyrir mörgum árum að afi skyldi fá að ferma hana. „Ég sagði þá að það væri ekki víst að ég gæti það, og átti auðvitað við að enginn veit hve lengi hann lifir. En það kom aldrei neitt til greina hjá henni annað en að ég kæmi að þessu, jafnvel þó faðir hennar væri orðinn prestur. Afi átti að vera með, svo við fermdum hana báðir,“ segir Ólafur. Yndislegur dagur Skúli þjónaði fyrir altari og tónaði, en Ólafur flutti predikunina. „Það var mér mjög mikils virði,“ segir Ólafur. „Þetta var alveg yndislegur dagur, og hafa margir haft orð á því að þessum degi og þessari stund í Bústaðakirkju muni þeir aldrei gleyma.“ Ólafur segir það algera undantekningu að tveir prestar messi saman. „Það hefur aldrei gerst mér vit- andi að tveir prestar hafi fermt eitt barn. Það hefur stundum verið þannig að afar hafa komið inn í ferming- arathöfn hjá öðrum presti og fermt sitt barn, en þarna vorum við bara báðir með okkar eina fermingarbarn.“ Biskup og prestur fermdu saman Ljósmynd/Gunnar Vigfússon Ólafur Skúlason biskup og séra Skúli Sigurður Ólafsson, sonur hans, fermdu dóttur Skúla, Ebbu Margréti, og var Sigríður Björk Guðjónsdóttir, móðir hennar, meðhjálpari. Fermingin fór fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Aðeins eitt fermingarbarn „ÉG er mjög hlynntur því að nota fisk, í mínum skóla er ég með fisk tvisvar í viku í öllum útfærslum; hann er soðinn, steiktur, ofnbakaður og grat- íneraður og allt sem hægt er,“ segir Gunnar Bollason mat- reiðslumeistari og yfirmaður mötuneytisins í Rimaskóla. Mikil umræða hefur farið fram í Bretlandi um óhollan mat í skólum, og hefur klæð- lausi kokkurinn Jamie Oliver nú tekið að sér ráðgjafahlut- verk fyrir skólayfirvöld, og ætlar að sjá til þess að boðið verði upp á hollari mat í mötu- neytum skólanna. Sumir ekki vanir að borða hollan mat Gunnar segist leggja mikið upp úr hollustu í sínu mötu- neyti, en tekur fram að allt sé gott í hófi, líka hollustan. Hann segir að miklu skipti að vera ekki bara með holla rétti í mat- inn heldur þurfi líka að bjóða upp á ferskt grænmeti eða ávexti með hverri máltíð, t.d. rófur, gulrætur, epli, banana eða kíví. Hollustan byrjar samt heima við, og segir Gunnar áberandi á því hvernig sumir krakkar beri sig í mötuneytinu að þeir venjist því ekki að borða hollan mat heima hjá sér. Hann segir samt að almennt séu krakkarnir dug- legir að borða það sem fyrir þau er sett, þó þau séu mörg hver svolitlir gikkir. Hrifin af bjúgum og kjötbollum „Ég er mjög hlynntur því að gefa börnunum hollan mat, en það verður fyrst og síðast að koma frá heimilunum, það verð- ur að reyna að koma þessu ofan í börnin heima fyrst. Það er nú bara þannig að mörg börn sem koma í skólann og eru að koma í mat í fyrsta skipti kunna ekki að halda á hníf og gaffli.“ Hann segir að krakkarnir séu sérlega hrifnir af bjúgum og kjötfarsbollum með hvítkáli, en þau kunni einnig að meta steikt- an fisk. Krakkarnir hafi þó ekki tekið of vel í að borða fiskinn fyrst um sinn. „Það var erfitt fyrst, hvort þau hafa þá ekki fengið nógu góðan fisk áður en ég byrjaði veit ég ekki. En núna eru þau farin að borða ágætlega, sérstaklega borða þau vel ef ég er með steiktan fisk, þau eru mjög hrif- in af honum.“ Matreiðslumeistari í Rimaskóla Hollustan byrj- ar heima við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.