Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Palash Bari AP, AFP. | Talið er, að allt að 200 manns hafi lokast inni er níu hæða verksmiðjubygging hrundi til grunna vegna ketilsprengingar í Bangladesh í fyrrinótt. Um miðjan dag í gær var búið að finna lík 20 manna en björgunarmenn heyrðu til fólks undir rústunum. Að sögn lögreglunnar voru um 300 manns í vefnaðarvöruverksmiðjunni þegar hún hrundi. Tókst nokkrum að forða sér burt af eigin rammleik en björgunarmenn náðu nærri 80 öðr- um úr rústunum mismikið slösuðum. Mohammed Alamgir, einn þeirra, sem eru undir rústunum, náði sam- bandi við ættingja um farsíma stutta stund. „Hann kvaðst vera að deyja,“ sagði Nurul Islam, lögreglumaður sem stjórnaði björgunaraðgerðun- um. „Við erum að reyna að komast að því hvar hann er.“ Helaluddin, einn þeirra, sem kom- ust af, kvaðst hafa verið á sjöundu hæð hússins ásamt um 90 manns þegar mikil sprenging kvað við. Hefði þá húsið allt skolfið „og áður en ég vissi, var ég grafinn undir rúst- unum“. Líklegt þykir, að flestir þeirra, sem lokuðust undir rústunum, séu látnir og í fyrstu fréttum sagði, að aðallega hefði verið um konur að ræða. Konur eru að vísu meirihluti starfsfólks í verksmiðjunni og al- mennt í vefjariðnaði í Bangladesh en hér var um að ræða næturvakt og þá eru karlarnir í meirihluta. Húsið var reist í blautri mýri Slys eru algeng í verksmiðjum í Bangladesh og öryggismál í miklum ólestri. Haft var eftir starfsmönnum í verksmiðjunni, sem hrundi í fyrri- nótt, að hún hefði verið reist í miklu mýrlendi fyrir þremur árum og und- irstaðan því trúlega heldur ótraust. AP Björgunarmenn reyndu að ná til fólks, sem tekist hafði að láta af sér vita undir rústunum, en voru ekki vel búnir tækjum. Verksmiðjuhúsið var níu hæða hátt og lagðist gersamlega saman í kjölfar ketilsprengingar. Óttast um afdrif allt að 200 manna Grófust undir er níu hæða bygging hrundi í Bangladesh Nýju Delhí. AP. | Forsætisráðherrar Indlands og Kína greindu í gær frá því að þeir hefðu náð samkomulagi sem vonast er til að marki endalok erfiðrar landamæradeilu ríkjanna tveggja en þau háðu m.a. stríð vegna hennar fyrir rúmum fjörutíu árum, þ.e. árið 1962. Þá hyggjast ríkin tvö taka upp nánara samstarf í efna- hags- og viðskiptamálum. Greint var frá samkomulaginu að loknum fundi þeirra Wens Jiabao, forsætisráðherra Kína, og Manmoh- ans Singh, forsætisráðherra Ind- lands, í Nýju Delhí. Sagði indverski þjóðaröryggisráðgjafinn, MK Nar- ayanan, samkomulagið „eitt merk- asta plaggið“ í sögu samskipta þjóð- anna. Ríkin tvö hafa sammælst um að- ferð til að leysa deilumál sín og verð- ur það gert í nokkrum skrefum sem ætlað er að byggja traust á milli valdhafa í ríkjunum tveimur. Er meiningin að byggja endanlegt sam- komulag um landamærin á „sann- gjarnri, skynsamlegri niðurstöðu sem báðir geta unað glaðir við“. Tekið tillit til helstu þátta Indland og Kína, sem eru tvö fjöl- mennustu ríki heimsins, eiga um 4.000 kílómetra löng landamæri og eru þau víða ekki afmörkuð ná- kvæmlega, svo sem í Himalaja- fjöllum. Indverjar hafa sakað Kín- verja um að hafa t.d. hernumið ind- verskt landsvæði í Kasmír, Kínverjar hafa á móti gert kröfu til landsvæðis í indverska ríkinu Arun- achal Pradesh. Er það falið í sáttargjörð þeirra nú, sem er í ellefu liðum, að tekið verði tillit til sögulegra þátta, land- fræðilegra aðstæðna, fólksins sem býr á svæðinu, öryggissjónarmiða ríkjanna og þess hvort umdeild svæði eru nú undir stjórn Kínverja eða Indverja. Verður sérstökum fulltrúum þjóðanna falið að semja um endanlega niðurstöðu. Það fylgir hins vegar sögunni nú, að sögn BBC, að Kínverjar hafi formlega gefið upp á bátinn kröfu sína til Sikkim-héraðs en stjórnvöld í Kína hafa ekki til þessa viljað við- urkenna réttmæti innlimunar Ind- verja á héraðinu árið 1975. Leiða landamæradeilur til lykta  !"#$!%&#'              # !"#  ()  $%&!'()*+!,(+-!"+.)* -/0!!)(+"$01#(-+& 0&%23456/3!3(#!%2 4(+7&+!'&)&!+86/6!9)/+ '  %%0/#&6!&) %24(+7*# 8+/6!   *  %20&%2!'()*+!,(+- 8,+(/%/%,!*#!"$%4(+3" 9)/++86!9)/+! !)(+ "$01#(-+&!0&%2!3(#!$%& /%%0/#&6/!)+8!/%24(+3"& +$"/%*!:&##*!;,!&3#$+ 8+/6! #2(/02&+!9)/++86&0$%*+ &%2&#5+/!3(#!2(/0-!4&+!*# &%23456/!3(#!2(/0-!4&+!*# + , -.- /   0.-1-' - /   #  .   01/   -1   0   1  / 0   11      KÍNVERSK óeirðalögregla var með mikinn viðbúnað í gær við japanska sendiráðið í Peking en um helgina kom til mikilla mótmæla víða í Kína gegn Japönum. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, skoraði í gær á kínversk stjórnvöld að láta það ekki endurtaka sig en Kínverjar segja, að stirð samskipti þjóðanna séu fyrst og fremst á ábyrgð Japana. Mótmælin í Kína stafa af nýjum kennslubókum í sögu í Japan en þar þykir tekið heldur mjúklega á sumum mestu grimmdarverkum Japana í síð- asta stríði. Hafa Kínverjar mótmælt því opinberlega og einnig stjórnvöld í báðum Kóreuríkjunum. Mótmælin um helgina hófust á laugardag í Peking en breiddust síðan út til annarra borga og landshluta á sunnudag. Flest bendir til, að kín- verska stjórnin, sem er vön að bregð- ast hart við hvers kyns mótmælum, hafi ákveðið að þessu sinni að leyfa þeim að fara fram. Skipti sér ekki af grjótkasti Einar Rúnar Magnússon, sem er við kínverskunám í borginni Guangzhou í Suður-Kína, sagði í gær, að hann hefði orðið vitni að mótmæl- unum þar í borg í fyrradag. „Mótmælendurnir söfnuðust meðal annars saman við japanska verslun- armiðstöð í borginni, voru þar með spjöld og fána og hrópuðu ókvæðisorð um Japani. Grýtti fólkið japönsk aug- lýsingaskilti og vann nokkrar aðrar skemmdir. Lögreglan var fjölmenn á staðnum en svo virðist sem hún hafi haft skipanir um að leyfa mótmælin og grjótkastið að einhverju marki,“ sagði Einar og bætti við, að mikil and- úð væri meðal Kínverja á Japönum og enda kynt undir hana í fjölmiðlum. Marga grunar, að kínverska stjórn- in hafi sjálf átt upptökin að mótmæl- unum. Hefur hún oft slegið á strengi föðurlandsástar til að styrkja stöðu sína innanlands og eru Japanir auð- velt skotmark vegna tilrauna þeirra til að fela grimmdarverkin í síðasta stríði. Blandast fast sæti í öryggisráðinu inn í? Athygli vekur líka, að mótmælin koma upp á sama tíma og Japanir sækjast eftir föstu sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þar eru Kín- verjar fyrir og geta beitt neitunar- valdi gegn umsókn Japana en vantar kannski einhverja afsökun fyrir því. Hana má ef til vill finna í mikilli ólgu og mótmælum í Kína gegn því, sem Kínverjar kalla japanskar sögufals- anir. Auk Japana sækjast Brasilíu- menn, Indverjar og Þjóðverjar eftir föstu sæti í öryggisráðinu og í gær lýstu Kínverjar yfir stuðningi við um- sókn Indverja. Aukin spenna í samskiptum Kína og Japans Hugsanlegt að Kínastjórn hafi kynt undir mótmælum gegn Japönum Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AP Um 600 manns tóku þátt í mótmæl- unum í borginni Shenzhen í S-Kína. Washington. AFP, AP. | John Bolton, varautanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hét þess í gær að vinna náið með fulltrúum annarra ríkja á vettvangi Sam- einuðu þjóð- anna hljóti hann staðfest- ingu hjá utan- ríkismálanefnd Bandaríkja- þings sem sendiherra Bandaríkjanna þar. Fullyrti Bolton að hann vildi leggja sitt af mörkum til að styrkja SÞ og stuðla að umbótum í starfsemi samtakanna. Bolton kom fyrir utanríkis- málanefndina í gær vegna þeirrar ákvörðunar George W. Bush Bandaríkjaforseta að skipa hann sendiherra. Skipan hans hefur verið umdeild í meira lagi, enda hefur hann ítrekað gagnrýnt SÞ mjög harkalega. Hafa demókratar fordæmt ákvörðun Bush og sagt hana úr takti við yfirlýst markmið forsetans um að leggja áherslu á bætt samskipti og aukið samráð við bandalagsríki Bandaríkjanna á síðara kjörtímabili sínu. „Satt best að segja er ég undrandi á því að hinn tilnefndi skuli sækjast eft- ir þessu starfi, í ljósi allra þeirra neikvæðu hluta sem hann hefur sagt um SÞ,“ sagði Joe Biden, áhrifamesti demókratinn í utan- ríkismálanefndinni, við upphaf fundar nefndarinnar með Bolton í gær. Hlýtur væntanlega staðfestingu Bolton hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að spilling einkenni starf SÞ og ómarkviss vinnu- brögð. Lét hann einu sinni svo um mælt að ef tíu hæðir yrðu teknar ofan af höfuðstöðvum SÞ í New York „myndi það ekki skipta neinu einasta máli“. Hafa jafnvel þingmenn Repúbl- ikanaflokksins lýst efasemdum um útnefningu Boltons og getgát- ur hafa verið uppi um að a.m.k. einn fulltrúa flokksins í utanrík- ismálanefndinni, Lincoln Chafee, myndi greiða atkvæði gegn stað- festingu Boltons í sendiherrastöð- una. Myndi það duga til að koma í veg fyrir staðfestingu hans í emb- ættið, að því gefnu að allir átta demókratar í nefndinni lýsi sig ósammála útnefningu hans. Hét góðu sam- starfi við aðra John Bolton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.