Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Verulegur verð-munur er ádrykkjarföngummilli veitinga-
húsa. Í verðkönnun sem
Samkeppnisstofnun gerði
um sl. mánaðamót á
drykkjarvörum í veitinga-
húsum kom í ljós að munur
á lægsta og hæsta verði á
sterku áfengi og líkjörum
var á bilinu frá 79% til 150%
eftir tegundum. Kannað var
verð á sterku áfengi, létt-
víni, bjór, gosdrykkjum og
kaffi í 154 veitingahúsum á
höfuðborgarsvæðinu.
Svipuð könnun var gerð í
maí 2003.
Mikill munur á bjórverði
Algengur verðmunur á
lægsta og hæsta verði 33 cl
bjórflösku var um eða yfir
100% en heldur minni verð-
munur var á kranabjór eða
frá 56% til 100%.
Kaffibolli, sem seldur var
nær undantekningarlaust
með ábót, kostaði frá 100
kr. til 300 kr. eða 200%
verðmunur var á lægsta og
hæsta verði. Þá reyndist
vera 185% verðmunur á
lægsta og hæsta verði á bolla af cap-
puccino.
Vín hússins á
mismunandi verði
Mikill verðmunur reyndist einnig
vera á glasi af „víni hússins“.
Vínglasið kostar 400 kr. þar sem
það er ódýrast og er vínmagnið þar
24 cl en 900 kr. þar sem það er dýrast
en þar er magnið 18,7 cl.
Í fréttatilkynningu frá Samkeppn-
isstofnun kemur einnig fram að með-
alverðbreyting á sterku áfengi og lí-
kjörum í veitingahúsum fylgir
nokkurn veginn meðalbreytingum
ÁTVR á tímabilinu maí 2003 til apríl
2005, en verðbreytingar ÁTVR á
þessu tímabili voru frá 0% –11% eftir
tegundum. „Tvöfaldur vodki í gosi
hefur að meðaltali hækkað um 5,6% í
veitingahúsunum á tímabilinu en það
er sama verðbreyting og á nokkrum
algengum vodkategundum hjá
ÁTVR á sama tímabili. Meðalverð-
breyting á bjór í veitingahúsunum
fylgir einnig meðalverðbreytingum
ÁTVR en verðbreyting á bjór var
óveruleg á þessu tveggja ára tíma-
bili.“
Verðskrá á áberandi stað
Samkvæmt reglum Samkeppn-
isstofnunar um verðupplýsingar ber
þeim sem stunda veitingarekstur að
hafa uppi verðskrá á áberandi stað
fyrir framan inngöngudyr þar sem
fram kemur verð á algengustu vöru
og þjónustu sem í boði er.
Í þessari könnun hafði aðeins tæp-
lega þriðjungur veitingahúsanna
uppi verðskrá.
Þá kom fram að 37% veitingahús-
anna tilgreindu magn drykkjarfanga
en samkvæmt ofangreindum reglum
ber að gefa upp magn á drykkjar-
föngum hvort heldur er í flösku eða
glasi, auk verðs. Það er fyrst og
fremst gert til þess að viðskiptavinir
geti áttað sig á og borið saman verð.
Óviðunandi niðurstaða
Flest veitingahúsin bjóða glas af „víni
hússins“ til sölu. Erfitt getur verið að
átta sig á verðinu og hvað í boði er ef
magns er ekki getið, en í þessari
könnun var magnið frá 14 til 33 cl eft-
ir veitingahúsum. Þessi niðurstaða er
mun lakari en í þeirri könnun sem
gerð var fyrir tveimur árum.
Samkeppnisstofnun telur þessa
niðurstöðu óviðunandi gagnvart
neytendum og hvetur þá sem stunda
veitingarekstur að fylgja þeim
reglum sem í gildi eru svo komist
verði hjá að beita viðurlögum.
Það er ákveðnum erfiðleikum
bundið að bera saman verðlagningu
veitingahúsa. Þjónustan er afar mis-
munandi og hið sama má segja um
innréttingar og umhverfi. Slík atriði
geta haft áhrif á verðlagninguna, en í
könnuninni er ekkert tillit tekið til
þess.
VERÐKÖNNUN SAMKEPPNISSTOFNUNAR | Verð á drykkjum á veitingahúsum
;"' ' 4 #
;"' # & 4 #
" A,0 98
"
A0
"
",:Q @ A,0 , &
&' +& , , &
R,0 + & </-L , &
@ A,, , &
A" (,#
" "
< &#
" "
;(#
" "
2, &,,&
" "
A&
" "
?# " #""
" "
/,""
" "
< &# &(.6 "
< &# &(.6 "
A" (,# &(.6 "
A" (,# &(.6 "
?# " #"" &(.6 "
?# " #"" &(.6 "
;(# &(.6 "
;(# &(.6 "
" # ': H
"
) , && (""
?P, 6
A
&
!."'
, &#>
G
$5#
,
25
,
+&
"5# #
5
+,",
4 4"
D
D
D
, ! +3!! 4
!"# $% &'$( ! )*
Mikill verðmun-
ur á áfengi og
öðrum drykkjum
Verðmunur á lægsta og hæsta verði á bolla
af cappuccino reyndist 185% í nýrri verð-
könnun Samkeppnisstofnunar á drykkjum
í veitingahúsum og algengt var að munur
væri yfir 100% á 33 cl bjórflösku.
Morgunblaðið/Þorkell
UNDANFARIÐ hefur mikið verið
talað um mikilvægi þess að allir vinni
í reyklausu umhverfi. Það er mjög
mikilvægt að tryggja öllum reyk-
laust vinnuumhverfi en það er einnig
mjög mikilvægt að virtur sé réttur
allra barna til reyklauss umhverfis.
Börnum er að nokkru leyti tryggt
reyklaust umhverfi með lögum sem
segja að skólar skuli vera reyklausir,
gæsla, tómstundasvæði og flest al-
menn þjónusturými. Þegar kemur
hins vegar að heimili fólks er það á
ábyrgð foreldra að tryggja barni
sínu reyklaust umhverfi.
Hvað eru óbeinar reykingar?
Óbeinar reykingar kallast það
þegar fólk andar að sér lofti sem er
mengað af tóbaksreyk. Sá sem verð-
ur fyrir óbeinum reykingum andar
að sér sömu efnum og sá sem reykir
(þ.e. um 4000 efnum og efna-
samböndum eins og ammoníaki,
nikótíni og blásýru og yfir 50
krabbameinsvaldandi efnum). Reyk-
urinn sem stígur upp af sígarettu
brennur við lægra hitastig en sá sem
reykingafólk andar ofan í sig og er
því enn skaðlegri heilsu fólks.
Áhrif óbeinna reykinga á heilsu
barna:
Öndunarvegir barna eru hlutfalls-
lega þrengri en fullorðinna sem
gerir þau sérstaklega viðkvæm
fyrir tóbaksreyk. Það getur haft
margvísleg áhrif á heilsu barna að
reykt sé í návist þeirra.
Börn sem verða fyrir óbeinum reyk-
ingum eru t.d.:
Tvisvar sinnum líklegri að fá
astmakast og sýkingar í önd-
unarfærum
Líklegri að leggjast inn á sjúkra-
hús á fyrsta árinu
Eru oftar frá skóla vegna veikinda
Líklegri til að fá kvef, hósta og
mæði
Læknisfræðilegar rannsóknir sýna
einnig að:
Vöggudauði er mun algengari
hjá þeim sem búa í reyk-
umhverfi
Aukin hætta er á heilahimnu-
bólgu
Meiri hætta er á eyrnabólgum
Aukin hætta er á að börn þrói
með sér astma og ofnæmi
Á upptalningunni hér á undan má
sjá að hættan vegna óbeinna reyk-
inga er mikil fyrir börn og vel stað-
fest. En hvernig verndum við börnin
okkar fyrir reyknum?
Nokkur góð ráð
Langflestir foreldrar gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að vernda
börnin sín gegn hvers konar hætt-
um. Hér á eftir eru nokkur ráð um
það hvernig við getum verndað
börnin okkar fyrir óbeinum reyk-
ingum.
Hafðu heimili þitt reyklaust. Að
reykja við opinn glugga, í öðru her-
bergi en barnið er eða undir gufu-
gleypinum verndar barnið ekki al-
gjörlega gegn reyknum. Eina
raunverulega verndin fæst með því
að reykja aldrei í umhverfi barnsins
– heldur eingöngu úti og þá vel fjarri
barninu.
Segðu fjölskyldu, vinum og öðrum
sem gæta barnsins að þú biðjir um
hreint loft barnsins vegna.
Leyfðu aldrei að reykt sé í bíl þar
sem barnið er – né í bíl sem barnið
notar. Auk heilsuskaða auka reyk-
ingar mjög bílveiki barna.
Þegar þú ert úti með fjölskyldunni
veldu þá reyklaust umhverfi, s.s.
reyklaus veitingahús.
Mikilvægt er að hafa í huga að ráðin
hér að ofan eiga ekki aðeins við ung-
börn heldur eiga öll börn rétt á reyk-
lausu umhverfi sama á hvaða aldri
þau eru.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA|Lýðheilsustöð
Verndum börnin
okkar fyrir reyknum
Morgunblaðið/Ómar
Jakobína H. Árnadóttir, M.Sc.
heilsusálfræði. Verkefnisstjóri Lýð-
heilsustöðvar. Tengill: lyd-
heilsustod.is
JÓNÍNA Soffía Tryggvadóttir, Ís-
landsmeistari kaffibarþjóna og
starfsmaður hjá Te og kaffi, er ný-
komin heim af heimsmeistaramóti
kaffibarþjóna í Seattle í Bandaríkj-
unum þar sem hún
lenti í fimmta sæti
af 36 keppendum
hvaðanæva að úr
heiminum.
Áður en að loka-
keppninni kom,
komst Jónína Soffía í
sex manna úrslit og
var hún auk þess
stigahæst inn í úrslit-
in.
Í sjálfum úrslitunum er svo byrj-
að frá núlli og hafnaði hún í fimmta
sætinu. Fulltrúi Danmerkur vann
keppnina, í öðru sæti var Japan, í
þriðja sæti Kanada, í því fjórða var
fulltrúi Nýja-Sjálands, Jónína í
fimmta sætinu og Noregur í því
sjötta. „Þeir einstaklingar, sem
lentu í fyrsta, þriðja og fjórða sæti
voru allir að keppa í annað sinn á
heimsmeistaramóti, en annars get
ég ekki annað en verið sátt við úr-
slitin. Þetta er alltaf spurning um
dagsformið. Ferðin stóð í tíu daga
og var rosalega skemmtileg.
Seattle virkaði vel á mig, en óneit-
anlega er ferðalagið dálítið langt
frá Íslandi.“
Þurfa að útbúa tólf drykki
á fimmtán mínútum
Keppendur fengu fimmtán mínútur
til þess að laga fjóra expressó,
fjóra cappuccino og fjóra frjálsa
óáfenga drykki fyrir fjóra dómara í
undankeppninni og svo var sami
leikurinn endurtekinn í úrslit-
unum.
Þetta er í sjötta sinn sem heims-
meistarakeppni kaffibarþjóna fer
fram og segir Jónína Íslendinga
alltaf hafa náð góðum árangri í
þessum keppnum. „Ég myndi því
segja að við séum svolítið hátt
skrifuð í þessu.“
Á næsta ári verður heimsmeist-
aramót kaffibarþjóna haldið í Bern
í Sviss og þar næst í Tókýó í Jap-
an.
Jónína hefur verið kaffibarþjónn
í tæp fjögur ár og vinnur nú í Te
og kaffi á Laugaveginum auk þess
sem hún stundar frönskunám við
Háskóla Íslands.
Ísland í
fimmta
sætinu
Morgunblaðið/Júlíus
Jónína Soffía Tryggvadóttir, Ís-
landsmeistari kaffibarþjóna, tók
þátt í heimsmeistaramóti kaffibar-
þjóna í Seattle og varð fimmta af 36
keppendum.
KEPPNI|Heims-
meistaramót kaffi-
barþjóna í Seattle
join@mbl.is