Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 33
UMRÆÐAN
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn
heimilisofbeldi og kortleggj-
um þennan falda glæp og
ræðum vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess
að minnka kynferðisofbeldi
þurfa landsmenn að fyr-
irbyggja að það gerist. For-
varnir gerast með fræðslu al-
mennings.
Jóhann J. Ólafsson: Lýð-
ræðisþróun á Íslandi hefur,
þrátt fyrir allt, verið til fyr-
irmyndar og á að vera það
áfram.
Pétur Steinn Guðmunds-
son: Þær hömlur sem settar
eru á bílaleigur eru ekki í
neinu samræmi við áður
gefnar yfirlýsingar fram-
kvæmdavaldsins, um að
skapa betra umhverfi fyrir
bílaleigurnar.
Guðmundur Hafsteinsson:
Langbesti kosturinn í stöð-
unni er að láta TR ganga inn
í LHÍ og þar verði höf-
uðstaður framhalds- og há-
skólanáms í tónlist í landinu.
Hjördís Ásgeirsdóttir: Ég
er ein af þeim sem heyrðu
ekki bankið þegar vágest-
urinn kom í heimsókn.
Vilhjálmur Eyþórsson: For-
ystumennirnir eru und-
antekningarlítið menntamenn
og af góðu fólki komnir eins
og allir þeir, sem gerast
fjöldamorðingjar af hugsjón.
Afleiðingar þessarar auglýs-
ingar gætu því komið á óvart.
Jakob Björnsson: Mann-
kynið þarf fremur á leiðsögn
að halda í þeirri list að þola
góða daga en á helvít-
isprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöld-
inni.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
HRÓSIÐ mitt fær Gunnar I.
Birgisson alþingismaður fyrir að
lýsa því yfir á Alþingi í síðustu
viku að vegargerð með tvennum
jarðgöngum milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð sé vit-
laus framkvæmd. Að mínu mati er
þessi skoðun Gunnars rétt. Héðins-
fjarðarleiðin er í raun
helmingi dýrari en
Fljótaleiðin, sem ég
hef barist fyrir í átta
ár og sýnt fram á með
rökum að sé betri val-
kostur í jarð-
gangagerð fyrir íbúa
beggja vegna Trölla-
skagans og lands-
menn alla. Í grein
sem ég skrifaði í Mbl.
18.2. 2005 komst ég að
þeirri niðurstöðu að
Héðinsfjarðarleiðin
yrði ca 6 milljörðum
kr. dýrari en Fljótaleiðin, en sú
tala hefur reynst of lág því allir
gangamunnarnir á Héðinsfjarð-
arleið eru á snjóflóðahættusvæð-
um. Sérstaklega er ástandið slæmt
á Skútudal, þar sem fallið hafa tvö
stór snjóflóð á síðustu árum yfir
veglínuna að fyrirhuguðum jarð-
göngum. Allar snjóflóðavarnir eru
mjög kostnaðarsamar eins og
dæmin sanna t.d. á Siglufirði og í
Neskaupstað. Því er raunhæft að
reikna með kostnaði upp á 1 til 1,5
milljarða kr. í þær framkvæmdir.
Heildarkostnaður við Héðinsfjarð-
arleiðina er þá kominn í ca 14,5 til
15. miljarða kr., en kostnaðurinn
við gerð Fljótaleiðar verður hins
vegar ca 7,2 til 7,5 milljarðar kr.
Gríðarlegir hagsmunir fylgja því
fyrir Skagfirðinga og Nv.-
kjördæmið að sátt náist um Fljóta-
leiðina. Einnig skiptir miklu máli
fyrir íbúa Dalvíkur, Ólafsfjarðar og
Siglufjarðar að fá góða vegteng-
ingu inn í Skagafjörð og suður.
Umferðarflæði um þau göng verða
með allt öðrum hætti og munu nýt-
ast íbúum á nyrsta hluta Trölla-
skagans mun betur. Fljótin verða
bakland fyrir Siglufjörð og Ólafs-
fjörð, sem er mikils
virði og styrkir búset-
una í heild sinni á öllu
þessu svæði. Í raun
hefur bygging jarð-
ganga takmarkað gildi
nema jafnframt verði
gerðar víðtækar áætl-
anir um fjölþætta upp-
byggingu atvinnulífs í
aðliggjandi þéttbýlis-
kjörnum þannig að
jarðgöngin skipti
sköpum að slíkar
áætlanir takist vel.
Sturla Böðvarsson er
fyrsti þingmaður og ráðherra Nv.-
kjördæmis og hefur því mesta
ábyrgð og skyldum að gegna við að
gæta hagsmuna íbúa og kjósenda í
kjördæminu. Auk þess er hann
ráðherra samgöngumála í rík-
isstjórn og er því í lykilaðstöðu til
að beita sér fyrir því að ná sáttum
og farsælli lausn sem allir íbúar
beggja vegna Tröllaskagans geta
unað við. Ég hef skoðun á því
hvernig best væri að leysa þessa
deilu á sem farsælastan hátt, þann-
ig að allir geti haft sóma af. Til
forna greiddu höfðingjar bætur
eftir vígaferli til að ná sáttum og
dýrmætum friði. Tillaga mín er sú
að ráðherra samgöngumála beiti
sér fyrir því, ásamt þingmönnum í
Nv.- og Na.-kjördæmi, við rík-
isstjórn og Alþingi að lagt verði
fram fjármagn til stórátaks í at-
vinnuuppbyggingu á norðanverðum
Tröllaskaga er nemur 600 millj-
ónum kr. á ári í fjögur ár, sem ger-
ir 2,4 milljarða kr. alls. Á móti
þessu fjármagni leggja frumkvöðl-
arnir fram eigið fé og lánsfé sem
nemur 4,8 milljörðum kr. og verður
framkvæmdaféð því samanlagt 7,2
milljarðar kr. Þetta fjárframlag er
skilyrt því að hætt skuli við gerð
Héðinsfjarðarganga og fyrirhugað
fjármagn til þeirra framkvæmda
flutt yfir á Fljótaleið. Frekari út-
færsla: 1). Að flýtt verði eins og
kostur er rannsóknum á jarð-
gangaleiðum á Fljótaleið þ.e. á
milli Fljóta og Siglufjarðar og
Fljóta og Ólafsfjarðar (úr Holtsdal
að Kvíabekk). 2). Stofnað verði sér-
stakt vaxtarsvæði hér á Trölla-
skaga sem í verða Dalvíkurbyggð,
Siglufjörður, Ólafsfjörður og svf.
Skagafjörður (þ.e. Fljót, Hofsós og
Hólar í Hjaltadal). 3). Gerður verði
sérstakur vaxtarsamningur með
áherslu á nýsköpun í atvinnulífinu.
4). Framlögin skal nota til að
styrkja nýsköpunarfyrirtæki um
allt að 1/3 af stofnkostnaði, vegna
þess hvað fasteignamat er lágt á
þessu svæði (stuðull 0,3) og bankar
og sparisjóðir eru tregir að lána
meira en 50 til 60% af stofnkostn-
aði. 5). Framlögin skulu eyrna-
merkt þannig: Siglufjörður fær út-
hlutað 1.000. millj. kr., Ólafsfjörður
700 milljónir kr., Dalvíkurbyggð
150 millj. kr., Fljótin 300 milljónir
kr., Hofsós 150 milljónir kr. og
Hólar í Hjaltadal ásamt Húsa-
bakkaskóla í Svarfaðardal fá sér-
stakt 50 millj. kr. framlag hvort,
vegna mikils menningarlegs gildis
þeirra. Stefnt skal að því að útboð
vegna borunar jarðganganna fari
fram fyrir alþingiskosningarnar
2007. Einnig skal stefnt að því að
fyrstu styrkir til nýsköpunar verði
tilbúnir til greiðslu á seinnihluta
árs 2006. Ótvíræðir kostir þessara
tillagna eru þeir að kostnaður við
Fljótaleiðina ásamt framlögunum
til atvinnusköpunar (9,6 til 9,9
millj. kr.) er minni en kostnaðurinn
við gerð Héðinsfjarðarganga,
ásamt hlutlægu mati mínu á nátt-
úruskaða (3,0 milljarða kr.), sem
fylgir því að rjúfa dulúð Héðins-
fjarðar og undirritaður gerði grein
fyrir í blaðagrein í Mbl. 18.2. 2005
Samanlagt er þessi kostnaður ca
10,0 milljarðar kr. Til að klára
Héðinsfjarðarleiðina, svo hún komi
að svipuðum notum og Fljótaleiðin,
hefði þurft að bora þriðju göngin,
þ.e. frá Siglufirði og inn í Fljót
vegna jarðskriðsvandamála á Al-
menningum og byggja snjóflóða-
varnir á Skútudal og víðar. Sá
kostnaður er upp á ca 4,5 til 5,0
milljarða kr. til viðbótar.
Í ljósi þeirrar gagnrýni sem
fram hefur komið á kostnað og
óhagkvæmi Héðinsfjarðarleiðar er
nauðsynlegt að endurskoða og
meta allar forsendur upp á nýtt og
þá með Fljótaleiðina í huga.
Vitlaus jarðgöng
Trausti Sveinsson fjallar
um göngin fyrir norðan ’Í ljósi þeirrar gagnrýnisem fram hefur komið
á kostnað og óhag-
kvæmi Héðinsfjarð-
arleiðar er nauðsynlegt
að endurskoða og meta
allar forsendur upp
á nýtt og þá með
Fljótaleiðina í huga. ‘
Trausti Sveinsson
Höfundur er bóndi á Bjarnargili.
, 5
% )
+! ,$
-.!!,!
' $
/,
%
678!
/ #&#
'
%
78!
'
+G">
#&#
%& )
"(
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111