Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 36
36 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ DagbjarturHansson fæddist
á Heiðarhöfn á
Langanesi 11. nóv-
ember 1933. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akur-
eyri 16. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigríður
Sveinbjörnsdóttir frá
Þórshöfn á Langa-
nesi, f. 1914, og Hans
Sigurd Johansson
frá Færeyjum, f.
1909. Þau skildu.
Seinni maður Sigríð-
ar og fósturfaðir Dagbjarts var
Sigfús Kristjánsson frá Rifi á Mel-
rakkasléttu, f. 1896. Dagbjartur
átti tvo albræður, Gunnar og
Sveinbjörn, sem er látinn. Systk-
ini sammæðra eru Þórdís, Gerð-
ur, sem er látin,
Bára, Kristján, Anna
Aðalbjörg, sem er
látin, Hreinn, Þór-
katla, Sigfús, Ævar
og Bergþór Heiðar.
Systkini samfeðra
eru Bjarni Heiðar,
Helena, Alda Sigur-
rós, Sigurður Niku-
lás, Jónína Valgerð-
ur og Guðni Svan.
Dagbjartur
kvæntist Önnu Lilju
Stefánsdóttur og
eru börn þeirra Stef-
án, í sambúð með
Svönu Karlsdóttur, Svandís, í
sambúð með Sveinbirni Hannes-
syni, og Sigríður.
Útför Dagbjarts fer fram frá
Stærri-Árskógskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi.
Það var erfið biðin á laugardags-
morguninn, þegar við vissum í hvað
stefndi hjá þér. En nú er baráttunni
lokið, þú laus við allar þjáningar, og
kominn á betri stað þar sem við trú-
um að þér líði vel. Við eigum eftir að
sakna þín mikið, en við eigum marg-
ar góðar minningar sem munu fylgja
okkur um ókomna tíð. Við gætum tal-
ið upp svo ótalmargt.
Með þessum orðum viljum við
kveðja þig, elsku pabbi, og við vitum
að þú fylgist með okkur frá öðrum
stað.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku mamma.
Munum að Guð geymir sálir okkar allra,
en við sem eftir lifum,
minningu um ástvin.
(G.Jóna.)
Svandís, Stefán og Sigríður.
Það var laugardaginn 16. apríl síð-
astliðinn að Dagbjartur tengdafaðir
minn lést, eftir langa baráttu við erf-
iðan sjúkdóm. Mig langar að minnast
hans í nokkrum orðum.
Það var fyrir um fimm árum sem
við fórum að rugla saman reytum ég
og Svandís dóttir Dagbjarts, og í
framhaldi af því kynntist ég Dagga,
eins og hann var oftast kallaður með-
al vina. Ég sá strax að þar var mikill
höfðingi á ferð, alltaf boðinn og búinn
að redda því sem þurfti að redda.
Eitt sinn þegar við komum með vina-
fólk okkar í heimsókn á Hauganes til
þeirra hjóna Dagga og Lilju fór
Daggi strax í að redda þeim gistingu
og hún var ekki af verri endanum.
Hann fann fyrir þau hús sem var autt
á Hauganesi, fór upp í skóla og fann
stóla og tilheyrandi, og þetta keyrð-
um við á kerru niður í hús til að gera
sem best við gestina að sunnan.
Þarna er honum vel lýst, vildi allt fyr-
ir alla gera.
Fyrir rúmum tveimur árum fór
heilsu hans að hraka. Í janúar 2004
fór Svandís norður að hitta pabba
sinn, og þá var eins búist við því að
það yrði í síðasta sinn, hann lá mikið
veikur á gjörgæsludeildinni á sjúkra-
húsinu á Akureyri. Þá vorum við
Svandís búin að eignast okkar fyrsta
barn saman, litla stúlku sem heitir
Dagbjört Sara, í höfuðið á afa sínum.
Þær mæðgur fóru að hitta Dagga á
spítalanum, og það urðu miklir fagn-
aðarfundir með þeim, Dagga og litlu
konunni hans, eins og hann kallaði
hana oft, enda búinn að bíða allan
daginn eftir að hitta hana. Eftir
þessa heimsókn fór heilsa hans batn-
andi með hverjum deginum sem leið,
og eftir nokkra daga var var hann
orðinn það góður að hann gat farið
heim, þó svo að heilsan yrði aldrei
góð aftur. Þó lét hann heilsuleysið
ekki aftra sér frá því að koma á
Bakkaflöt í Skagafirði og í Vaglaskóg
í sumar þar sem við Svandís og Dag-
björt Sara vorum í útilegu ásamt
fleira fólki. Það var aðdáunarvert af
þeim hjónum Dagga og Lilju að fara í
þessar ferðir, og hann var meira að
segja farinn að tala um að fá sér
tjaldvagn, þar sér maður hversu mik-
ill baráttumaður var á ferð, hann ætl-
aði ekki að leggja árar í bát þó að
heilsan væri ekki upp á marga fiska.
Það var aðdáunarvert að sjá hvað
Lilja stóð sterk með manni sínum,
alla þessa baráttu, þar til yfir lauk.
Þegar fjarlægðin er þetta mikil,
við Svandís búum í Reykjavík og
Daggi og Lilja fyrir norðan, þá leyfði
heilsa hans ekki ferðalög til Reykja-
víkur síðastliðið ár. Við hittumst því
ekki eins oft og við hefðum viljað. En
það voru góðar stundir þegar við
hittumst, og ég held að við Daggi höf-
um átt okkar bestu stundir í eldhús-
inu heima hjá þeim hjónum, þegar
við vorum búnir að fá okkur
smákoníakslögg. Þær lifa í minning-
unni um ókomin ár. Ég settist niður á
laugardagskvöldið var, daginn sem
þú skildir við, og hellti koníaki í glas
og skálaði við þig hestaskál. Þegar
við sáumst í síðasta sinn, um páskana
fyrir norðan, var aðdáunarvert að sjá
æðruleysið hjá þér, þá er varla hægt
að segja að þú hafir minnst á veik-
indin sem voru að hrjá þig. Þú talaðir
um að þetta hlyti að fara að lagast.
Það var viðhorfið sem þurfti til að
berjast á móti þessum vágesti, sem
þessi sjúkdómur er. Þó svo að þú náir
ekki að sjá annað barn okkar Svan-
dísar sem á að fæðast á næstu dög-
um, sem ég veit að þú óskaðir, þá veit
ég að þú fylgist með okkur frá öðrum
stað. Eftir alltof stutt en ánægjuleg
kynni kveð ég þig nú elsku Daggi
minn, með þakklæti fyrir góðar
stundir. Ég hef trú á því að nú líði þér
svo miklu betur. Elsku Lilja, Stefán,
Sirrý, fjölskyldur og aðrir aðstand-
endur, ég votta ykkur samúð mína á
þessum erfiðu tímum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þinn tengdasonur
Sveinbjörn Hannesson.
Elsku afi minn.
Nú ertu farinn til englanna, þar
sem þér líður núna vel.
Mér fannst alltaf gaman að koma
norður í heimsókn og fá að sitja í
fanginu á þér þegar þú hafðir heilsu
til að „gaga mi“. Ég heimsótti þig á
spítalann þegar þú varst orðinn mik-
ið veikur og þá fékk ég að sitja uppi í
rúminu hjá þér og nuddaði á þér tás-
urnar svo þér liði betur.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Elsku afi minn, ég hefði viljað eiga
meiri tíma með þér, en ég veit að þú
munt fylgjast með mér og litla systk-
ininu mínu sem mun fæðast á næstu
dögum og þú hlakkaðir svo til að sjá.
Ég mun kannski ekki muna mikið
eftir þér en mamma og pabbi verða
dugleg að tala um þig við mig og rifja
upp minningar.
Elsku litla konan þín og nafna,
Dagbjört Sara.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
DAGBJARTUR
HANSSON
✝ Oliver Kristjáns-son fæddist í
Ólafsvík 10. júní
1913. Hann lést á St.
Franciskusspítalan-
um í Stykkishólmi
17. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Anna Elísabet
Brandsdóttir frá
Ólafsvík, f. 29. mars
1876, d. 1. apríl
1937, og Kristján
Kristjánsson báta-
smiður frá Ytra-
Skógarnesi, f. 20.
ágúst 1872, d. 22 jan-
úar 1944. Alsystkini Olivers eru
Jóhanna, f. 2. mars 1911, og
Magnús, f. 16. júlí 1918, d. 22.
mars 1978, sammæðra er Sig-
tryggur Sigtryggsson, f. 6. ágúst
1898, d. 16. apríl 1978, en sam-
feðra eru Guðmundur, f. 18. júlí
1902, d. 10. október 1994, og
Helgi, f. 20. sept. 1904, d. 9. sept-
ember 1976.
Oliver kvæntist 12. apríl 1941
Helgu Rósu Ingvarsdóttur, f. 2.
júní 1915, d. 3. febrúar 1996, og
voru þau alla tíð búsett í Ólafs-
vík. Börn þeirra: 1) Anna Elísa-
bet, f. 28. október 1941, maki
Karl Valur Karls-
son, d. 1. september
2004. Börn þeirra
eru Júlíana, Oliver,
Vífill og Helga. 2)
Jóhanna Helga, f. 2.
júní 1945, maki
Magnús Steingríms-
son, dóttir þeirra er
Dagný Ásta. 3) Hjör-
dís, f. 6. september
1947. 4) Jón Þor-
bergur, f. 1. október
1953, maki Kolbrún
Þóra Björnsdóttir,
dætur þeirra eru
Gunnvör Braga,
Helga Björk, Guðbjörg Birna og
Kolbrún Ingibjörg. 5) Guðmunda,
f. 15. október 1955, maki Páll
Ingólfsson, þau slitu samvistum,
börn þeirra eru Fannar Baldurs-
son, Hafrún og Hjörtur. Langafa-
börnin eru tuttugu og langa-
langafabörnin eru tvö.
Oliver starfaði sem sjómaður,
bílstjóri hjá Vegagerð ríkisins,
útgerðarmaður, fiskverkandi og
síðast starfaði hann sem vörubíl-
stjóri á eigin bíl.
Útför Olivers fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Sævar að sölum
sígur dagsins ljós,
dimmir í dölum,
döggum grætur rós.
Einn ég sit og sendi
söknuð burt í ljúfum blæ,
er sem blítt mér bendi
barnsleg þrá að sæ.
Alda kæra alda!
Eyrum fróar gnýrinn þinn,
alda kæra alda!
Eini vinur minn.
Tengdafaðir minn Oliver Krist-
jánsson er nú látinn nærri 92 ára
gamall eftir langa og farsæla ævi. Frá
fyrstu tíð mætti mér umhyggja og
ástúð af hans hálfu þó að um margt
værum við ólík. Hann fór sér hægt og
hafði það, en ég vildi drífa hlutina af
með örlítið meiri krafti.
Olli, eins og hann var kallaður, var
mikil barnagæla og er mér í fersku
minni þegar lítil kríli voru sett í fang
hans og hann sagði við þau ,,ég þarf
að kenna þér að drekka kaffi með
mola og mjólk“, ekki alltaf við góðar
undirtektir foreldranna sem var
uppálagt að gefa börnunum eitthvað
hollara.
Afi Olli, eins og stelpurnar okkar
Jóns kölluðu hann, vildi sem oftast
hafa gesti hjá sér og alltaf var komið
við hjá honum þótt stoppið væri stutt,
stundum spurði hann hvort við vær-
um að fara strax og fannst að við gæt-
um nú alveg staldrað við aðeins leng-
ur.
Þegar fjölskyldan var að ferðast
vildi hann að við létum vita af okkur
bæði þegar lagt var af stað og þegar
heim var komið, hann vildi vita hvar
sitt fólk væri. Hann fylgdist af áhuga
með hvað börnin og barnabörnin voru
að taka sér fyrir hendur í námi, leik
og í starfi.
Olli var vörubílstjóri og fiskverk-
andi þegar ég kom í fjölskylduna.
Hann vann langan vinnudag og hann
var á níræðisaldri þegar hann keypti
sér síðasta vörubílinn sinn, geri aðrir
betur, svo var hann með kindur sem
krökkunum fannst gaman að kíkja á á
vorin. Hann var hafsjór af fróðleik og
fólk naut þess að vera samvistum við
hann enda átti hann góða vini á öllum
aldri sem reyndust honum vel, þó skal
sérstaklega minnst á fallega og kær-
leiksríka vináttu og hjálpsemi Ása í
Rifi, sem seint verður fullþökkuð. En
eins og ég sagði oft þá var Olli tengda-
pabbi „ungur“ gamall maður sem
naut þess að vera innan um fólk á öll-
um aldri til hinstu stundar.
Í seinni tíð hefur Olli verið svolítið
lasinn og síðustu mánuði hefur hann
dvalið á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi
og fengið góða umönnun þar, þótt
helst hefði hann viljað vera heima í
Ólafsvík til hinstu stundar. Fjölskyld-
an hefur verið dugleg að heimsækja
hann og eitt sinn vorum við 12 þar í
einu. Þá var afi svo hress og kátur og
alveg fyrir tilviljun var í farteskinu
myndavél sem óspart var notuð og
fallegar eru myndirnar sem nú ylja
okkur um ókomna tíð.
Stundirnar sem við höfum átt í
Vallholtinu í gegnum tíðina hafa verið
margar og góðar og að leiðarlokum
þökkum við öll fyrir samfylgdina og
megir þú, elsku Olli, eiga góða heim-
ferð.
Guð blessi og vaki yfir fjölskyld-
unni sem hefur átt þig svo lengi að.
Þín tengdadóttir
Kolbrún Þóra.
Ég lít á það sem mikil forréttindi að
hafa fengið að kynnast og eiga ein-
staka samleið í rúman aldarfjórðung
með manni eins og Oliver Kristjáns-
syni eða Olla eins og hann var æv-
inlega kallaður af þeim sem hann
þekktu og Olli afi á mínu heimili. Olla
kynntist ég fyrir um 25 árum þegar
við Guðmunda, dóttir hans, bjuggum
okkur heimili í Ólafsvík, heimili sem
naut sérstakrar umhyggju þeirra Olla
og Helgu, sem við erum svo þakklát
fyrir. Mér varð strax ljóst að Olli var á
vissan hátt kjölfestan og miðpunktur
fjölskyldunnar og fleiri skyldmenna
hans í Ólafsvík. Olli var einstakur
maður á svo margan hátt, hæglátur,
hjálpfús og einstaklega traustur og
ráðagóður. Strax við okkar kynni
fann ég að það væri líklega fátt sem
maður gæti ekki leitað ráða með hjá
honum, fengið lánað hjá honum eða
beðið hann að gera fyrir sig. Ég minn-
ist þess ekki að hann hafi nokkru
sinni neitað neinum eða ekki sagst
geta gert eitthvað sem um var beðið.
Alla hluti var hægt að leysa með hans
einstöku yfirvegun sem í raun ein-
kenndi allt hans líf. Olli var nægju-
samur og nýtti hluti vel. Efalaust hef-
ur manni einhvern tímann dottið í hug
að réttara væri að kaupa nýjan hlut í
stað þeirra sem hann var að lagfæra
og nýta, bæði í kindakofanum, á heim-
ilinu eða í vörubílnum hans. En lík-
lega hefur það verið öllum hollt að sjá
og læra hvernig hann nýtti hluti og
komst af með margt sem fólki nú til
dags dytti ekki hug að reyna. Hans
lífsviðhorf var bara svona og mættu
kannski margir af okkar kynslóð taka
það sér til fyrirmyndar.
Þegar okkur Kalla Valla datt í hug
að gerast „útgerðarmenn“ og keypt-
um okkur litla trillu voru ófáar ferð-
irnar farnar í Vallholtið til Olla til
þess að fá eitthvað „lánað“ eins og
verkfæri og hluti sem í ólagi voru hjá
okkur. Alltaf átti Olli einhverja lausn
á okkar vanda og oftar en ekki þáðum
við kaffi og með því hjá Helgu á með-
an Olli fann það sem okkur vanhagaði
um í bílskúrnum hjá sér. Þar kenndi
ýmissa grasa. Olli fylgdist afar vel
með öllu sem hans nánustu voru að
aðhafast, þó sérstaklega ef það sneri
að sjónum. Það hafa þeir Fannar og
Torfi reynt öðrum fremur nú seinni
árin. En Olli var þannig persóna að
þótt hann hringdi oft til þess að fylgj-
ast með og fá fréttir, var alltaf tími til
að segja honum frá gangi mála,
hvernig aflaðist, veðrinu og öðru sem
honum fannst skipta máli.
Olli var mjög minnugur á alla hluti
og það var oft gaman að sitja við eld-
húsborðið í Vallholtinu og láta hann
segja sér frá ýmsu sem hann hafði
upplifað á sinni löngu og viðburðaríku
ævi. Hann ólst upp á þeim tímum sem
ungt fólk í dag á erfitt með að ímynda
sér hvernig voru og því var það mjög
lærdómsríkt og gott að heyra við
hvaða aðbúnað og kjör hann hafði lif-
að. Það má síður en svo skilja að hann
hafi verið að kvarta, því aldrei fann
maður fyrir öfund hjá honum út í eitt
né neitt né að hann hefði í raun viljað
hafa hlutina öðruvísi en þeir voru.
Olli afi var einstaklega hlýr og
elskulegur afabörnum sínum og
minnast þau hans sem glettins afa en
líka sem kjölfestunnar í fjölskyldunni.
Þau leituðu oft til hans og Helgu
ömmu sinnar og áttu þá aðstoðina
sjálfgefna. Olli afi og Helga amma
voru í augum barnanna sem eitt og
órjúfanleg heild. Því var það mikill
missir og sár, fyrir Olla þegar Helga
amma dó í febrúar 1996. Frá þeim
tíma hafa árin eflaust verið lengri í
huga Olla en mörg önnur sem þau
áttu saman. Þau Olli og Helga voru
Fannari afar kær þar sem hann ólst
upp á heimili þeirra, fyrstu sex ár æv-
innar. Hann leit alltaf á Vallholt 3 sem
sitt annað heimili. Ég held að það hafi
enginn verið Olla fremri í augum
Fannars. Það eru ekki allir svo
heppnir í lífinu að eiga svo góða og
langa samleið með afa sínum og
ömmu eins og þau Fannar, Hafrún og
Hjörtur hafa átt. Fyrir það eru þau
bæði þakklát og ég held á margan
hátt betri einstaklingar til að takast á
við lífið. Við munum varðveita allar
þær góðu minningar sem við eigum
um Olla afa og reyna að nýta okkur í
framtíðinni það sem við lærðum af
honum. Ekki er hægt að ljúka svona
OLIVER
KRISTJÁNSSON
Elsku Olli, betri nágranna er
ekki hægt að hugsa sér.
Þökkum allar góðu stund-
irnar og spjall í gegnum árin.
Megi Guð vera með þér.
Fjölskyldan Vallholti 5,
Ólafsvík.
HINSTA KVEÐJA