Morgunblaðið - 23.04.2005, Page 48
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Æ,
NEI!
ÉG ÞARF
VIRKILEGA AÐ
KOMAST Í KLIPPINGU
PRÓFAÐU AÐ FARA
ÚR HÁRUM. ÞAÐ ER
MIKLU ÓDÝRARA
Í DAG ER
SUMARDAG-
URINN FYRSTI
OG ÉG ER
VILTUR MEÐ
FUGLI...
SUMARDAGURINN
FYRSTI?!
Æ, NEI! ÞETTA ER
DAGURINN SEM ÉG EYÐI
ALLTAF Í ÞAÐ AÐ SITJA
HEIMA, MEÐ KALLA, OG
HORFA Á SJÓNVARPIÐ!
KALLI
Á EFTIR
AÐ VERÐA
MJÖG
FÚLL
MAMMA, MÁ ÉG HORFA Á
MORÐKISUNA FRÁ MARS?
NEI
MAMMA, VERÐ ÉG AÐ BORÐA
ÞENNAN ÓGEÐSLEGA ASPAS?
JÁ
MAMMA, MÁ ÉG
VAKA TIL MIÐNÆTTIS?
NEI
AF HVERJU
GETUR EKKI VERIÐ
MEIRA SAMRÆMI
Á MILLI ÞESS SEM
ER HOLLT OG ÞESS
SEM ER SKEMMTILEGT?
Svínið mitt
© DARGAUD
HÆ ELSKAN
ÞÚ VARST AÐ MISSA AF ÞÆTTI Í
SJÓVARPINU, ADDA, ÞAR SEM SVÍN
VORU Í AÐALHLUTVERKI
ÞETTA VAR
ÞÁTTUR UM
ÍGRÆÐSLUR
Á
SVÍN?
Ö... HVERNIG Á ÉG
AÐ ÚTSKÝRA ÞETTA?
SVÍN ERU VEL
ÚTBÚIN TIL ÞESS AÐ
HÆGT SÉ AÐ
NOTA HLUTA
ÚR ÞEIM TIL
ÞESS AÐ
BJARGA
MANNSLÍFUM
EINMITT! ÞETTA ERU SVÍN SEM
BJARGA MANNSLÍFUM
ÞETTA ER ALVEG
FRÁBÆRT
MÉR FINNST ÞAÐ
EKKI!
ERTU Á
MÓTI...?
ÞEIR EIGA AÐ LÁTA SVÍNIN Í
FRIÐI! AF HVERJU NOTA ÞEIR
EKKI BARA FÓLK?
ÞAÐ ER NÓG AF
HRÆJUM Í KIRKJU-
GARÐINUM
EN VIÐ GÆTUM NÝTT SVÍN
BETUR EN VIÐ GERUM
GROIN! ÉG HELD AÐ RÚNAR
HAFI RÉTT Á ÞVÍ AÐ
TJÁ SIG UM MÁLIÐ
GROIN
GRRROINNN
GROIN GROIN
GGGROIIIN
HVAÐ SAGÐI
HANN?
HANN ER EKKI Á MÓTI HUG-
MYNDINNI EN FINNST AÐ ÞAÐ ÆTTI
AÐ RÍKJA JAFNRÉTTI Í ÞESSU EINS
OG ÖÐRU OG ÞAÐ ÆTTI AÐ BÚA
MENN UNDIR AÐ BJARGA
SVÍNUM
Dagbók
Í dag er laugardagur 23. apríl, 113. dagur ársins 2005
Víkverji er eflaustekki sá fyrsti til
þess, en vill samt nota
tækifærið til að óska
forsvarsmönnum Office
1 verslananna fyrir
hönd allra neytenda,
fyrir það að hafa stuðl-
að að lækkun verðs á
erlendum tímaritum.
Vara þessi hafði fram
að þessu verið boðin til
sölu hér á landi á svo
svimandi háu verði að
ekki er til yfir það betra
orð en okur. Víkverji
hefur frá því hann man
eftir sér verið í hópi þeirra fjölmörgu
Íslendinga sem vilja víkka sjóndeild-
arhring sinn með því að kaupa og lesa
reglulega erlend tímarit. Ætíð sveið
Víkverja þó mjög hversu miklu hann
þurfti að punga út fyrir þessum inn-
fluttu „munaðarvörum“ og enn þá
sárara var að sjá prentað á kápur
tímaritanna margfalt lægra verð í
framleiðslulandi tímaritanna.
Skýringar á þessu háa verði hafa
alltaf verið sagðar tengjast háum
flutningskostnaði, gjöldum og skött-
um og maður var satt að segja næst-
um búinn að kaupa það að sú væri
raunin, að ekki væri mögulega hægt
fyrir verslunarmenn að bjóða erlend
tímarit til sölu á lægra verði en raun
bar vitni.
En skyndilega stíg-
ur fram aðili sem býð-
ur þessu viðtekna ok-
urverði birginn og
telur hægan grundvöll
vera fyrir því að lækka
verðið á þessum
vörum um helming,
stundum meira. Og
viti menn; hinir fylgja
á eftir og lækka verðið
sitt, líka þeir sem fram
til þessa höfðu boðið
tímarit til sölu á miklu
hærra verði. Þetta
kallar Víkverji virka
og góða samkeppni.
x x x
Og fyrst rætt er um bætta bók-menningu á Íslandi þá fagnar
Víkverji mjög stórauknu framboði á
kiljum. Loksins virðist hafa orðið til
markaður fyrir kiljur hér á landi, en
lengi vel hélt Víkverji að landsmenn
væru virkilega svo snobbaðir að vilja
ekki eiga bækur í slíku broti, jafnvel
þótt þær væru meira en helmingi
ódýrari (sem var náttúrlega skýrasta
sönnun þess að innihaldið skipti
bókaþjóðina meira máli en umbúð-
irnar). En nú er farið að gefa út allar
helstu bækur í kiljuformi sem getur
vart annað en stuðlað að aukinni bók-
sölu – og það sem meira máli skiptir –
meiri lestri.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Grafíksafn Íslands | Í dag kl. 15 verður opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir
Daða Guðbjörnsson í Grafíksafni Íslands, sal íslenskrar Grafíkur, Tryggvagötu
17, hafnarmegin.
Á sýningunni eru um tuttugu verk öll unnin á síðustu tveimur árum en
akvarell-tæknin þykir henta vel fyrir hin ljóðræna stíl sem Daði hefur verið að
þróa árum saman.
„Hinn frjálsi en taktfasti andi barokksins er að ryðja sér til rúms með öllum
sínum léttleika í formi, hvort sem þar er hættulegur öngull veiðimannsins eða
fagur háls svansins. Næstu þrjár helgar verður Daði barokkkonungur Íslands
og Grafíksafnið verður höll léttra lína, boga og sveigja,“ segir í kynningu.
Sýningin Daða í Grafíksafninu stendur til 8. maí. Opið er frá fimmtudegi til
sunnudags frá kl. 14 til 18.
Morgunblaðið/RAX
Daði í Grafíksafninu
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. (Fil. 4, 13.)