Morgunblaðið - 13.05.2005, Page 49

Morgunblaðið - 13.05.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 49 DAGBÓK Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðsluferð í Hveragerði föstudag- inn 20. maí. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 9.30. Skoðuð starfsemi Heilsu- stofnunar NLFÍ. Hádegisverður snæddur í Heilsustofnuninni NLFÍ. Síðan haldið að Garðyrkjuskóla ríkisins og hann skoðaður undir leiðsögn sérfræðinga. Að lokum verður kaffiborð. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Í tilefni 50 ára afmælis Kópavogs- bæjar hittast Gleðigjafarnir og syngja inn sumarið, lög og ljóð Kópavogsskáldsins og listamanns- ins Sigfúsar Halldórssonar. Undir- leikari og stjórnandi Guðmundur Magnússon. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Vorsýning félagsstarfs aldraða Kirkjuhvoli, sýningin opnuð kl. 14. Kl. 14.30 heldur Sighvatur Sveinsson uppi góðri stemmningu. Sýningunni lýkur kl. 16. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar m.a. geisladiskasaumur, kl. 10.30 létt ganga um nágrennið, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 12.30–16.30 ,,List án landamæra“ opin lista- smiðja. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.20. Brids kl. 13, boccia kl 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls að- gangur að opinni vinnustofu – postulínsmálun. Myndbandasýning kl. 13.30, kaffi og meðlæti í hléi. Böðun virka daga fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venjulega. Gönuhlaupið kl. 9.30. Sniglarnir ganga í allt sumar og hefja gönguferðir í júní á þriðju- dags- og fimmtudagsmorgnum kl. 10. Gönguhópur alla laugardaga að venju. Lagt af stað kl. 10. Vorsýn- ing 20., 21. og 22. maí. Sími 568 3132. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Æfing ferming- arbarna kl. 16. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins, samkoma kl. 20 – Youth With a Mission- hópurinn sér um samkomuna. Þóra Gísladóttir leiðir lofgjörð. www.filo- .is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos                  Við mælum beinþéttni Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 SÝNING á verkum níu þýskra myndlistarmanna verður opnuð á morgun í Grafíksafni Íslands. Sýn- ingin er liður í samvinnuverkefni milli Íslenskrar grafíkur og Forum For Kunst. Verkin á sýningunni eru unnin á pappír og með ýmsum að- ferðum, t.d. pappírsþrykk, offset- þrykk, æting, tölvugrafík, litógraf- íuþrykk. Listamennirnir Roswitha J. Pape, Werner Schaub, Lynn Schoene, Manfred Kästner, Luitgard Borlinghaus, Elke Wassmann, Klaus Staeck, Dik Jungling, Werner Richt- er eru öll þekktir myndlistarmenn og félagar í galleríinu Forum For Kunst í Heidelberg segir í tilkynn- ingu um sýninguna. Þar stendur einnig: „Það er einkar áhugavert að fá sýningu sem þessa þar sem unnið er með og á pappír. Tímabært er að vekja áhuga listamanna og allra sem áhuga hafa á listum á þeim miklu möguleikum sem pappír býður upp á í framsetningu á hugmyndum.“ List unnin úr pappír Sýningin verður opnuð laugardag- inn 14. maí kl. 15 og stendur til 12. júní, opið frá fimmtudegi til sunnu- dags frá kl. 14 til 18. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.