Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 243. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Verur í mannheimum Þrjár sýningar opnaðar í Hafnar- húsinu í kvöld | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Afl og drif í Range Rover Sport  Vel heppnuð dísilvél í X- Trail  Ævintýri á Land Rover Íþróttir | Englendingar vilja losna við Eriksson  Vallarmet hjá Ragnhildi  Bosnískur risi til Þórs? VIÐRÆÐUR milli íslenskra og banda- rískra stjórnvalda um framtíð herstöðvar Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli hófust að nýju með fundi hér á landi í gær, og sagði Al- bert Jónsson, sendi- herra og formaður ís- lensku samninganefnd- arinnar, að viðræðurnar væru í jákvæðum far- vegi. „Það er mikilvægt að allir hafi í huga að okkar skuldbinding um að verja Ísland er alger- lega óbreytt,“ sagði Robert G. Loftis, sendiherra og formaður bandarísku samn- inganefndarinnar, í samtali við Morgun- blaðið fyrir fundinn. Hann gaf að öðru leyti lítið upp um stöðu mála. Fundurinn í gær kemur í framhaldi af fundi samninganefndanna í Washington í sumar, og mun næsti fundur samninga- nefndanna fara fram í Washington upp úr miðjum október, segir Albert. Herstöðin vel í sveit sett Aðspurður vildi Albert ekki segja neitt nánar um gang viðræðna eða umræðuefni fundarins. Hann vildi ekki heldur staðfesta að rætt hefði verið um skiptingu kostnaðar vegna Keflavíkurflugvallar, né að kostn- aðurinn við rekstur Keflavíkurflugvallar væri á bilinu 600–1.000 milljónir króna á ári, eins og kom fram í fréttum Sjónvarps- ins í gær. Herstöðin í Keflavík þjónar enn tilgangi við varnir Bandaríkjanna, að mati Loftis, þrátt fyrir breytta heimsmynd. „Við verð- um að geta brugðist við ógnum í framtíð- inni sem við vitum ef til vill ekki einu sinni af í dag. Herstöðin í Keflavík er því enn vel í sveit sett fyrir okkur.“ Skuldbind- ing heldur Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Niðurstöður mögulegar | 6 Robert G. Loftis Varnir Íslands JÚLÍUS Oddsson og Jón Ólafsson hafa að undanförnu unnið að viðgerðum á fjósinu á Hnausum í Meðallandi, en hleðslan í fjósinu er frá 19. öld. Hér standa þeir hins vegar fyrir framan gestastofu á Hnausum, sem ráðgert er að endurgera á næsta ári. Stofuhúsið var í eigu séra Jóns Jónssonar, bróður Steingríms biskups, en heimildir herma að Rasmus Christian Rask hafi gist í stofunni. | Miðopna Morgunblaðið/RAX Gera upp fornfrægt fjós á Hnausum DICK Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, heimsótti í gær hamfara- svæðin við Mexíkóflóa ásamt ráð- herrum heimavarna og dómsmála. Laura Bush, eiginkona George W. Bush forseta, heimsótti einnig svæðið í gær. Hlutverk Cheneys varaforseta var að kanna hvort nóg væri gert til að aðstoða bágstatt fólk á svæðinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með þorra atkvæða tillögu Bush forseta um að leggja fram 51,8 milljarða dollara til neyðaraðstoð- ar en áður hafði verið samþykkt til- laga um 10,5 milljarða dollara. Öld- ungadeildin samþykkti einnig til- lögu Bush í gærkvöldi samhljóða. Þingmenn úr báðum flokkum hafa hins vegar efasemdir, þeim óar sumum við að samþykkja svo háar fjárveitingar vegna mikils fjárlagahalla. Segja þeir einnig að veruleg hætta sé á spillingu þegar svo miklu fé er deilt út á skömmum tíma. Repúblikaninn og fulltrúa- deildarþingmaðurinn Tom Tanc- redo lagði að sögn AFP-fréttastof- unnar til að stofnuð yrði nefnd sem myndi hafa eftirlit með því hvernig fénu yrði varið. Cheney varaforseta var víðast hvar vel tekið í gær en sumir hreyttu þó út úr sér ókvæðisorðum er þeir sáu hann. „Ég tel að okkur hafi tekist að bæta ástandið veru- lega … Ég tel að menn standi sig almennt vel hérna, a.m.k. ef ég miða við þær upplýsingar sem ég hef fengið hjá fólki á staðnum,“ sagði varaforsetinn í borginni Gulf- port í Mississippi. Hann bætti hins vegar við að enn væri geysimikið starf óunnið. Stjórn Bush hefur verið hart gagnrýnd fyrir seinagang við hjálparstarfið. Ný skoðanakönnun Pew-stofnunarinnar, sem birt var í gær, gefur til kynna að tveir af hverjum þrem Bandaríkjamönnum telji að Bush forseti hafi ekki gert nóg til að hjálpa fórnarlömbum fellibylsins Katrínar. Aðeins 40% segjast nú vera ánægð með störf forsetans en 52% eru óánægð. Stjórnvöld í Washington báðu í gær Atlantshafsbandalagið um að taka að sér stærra hlutverk en áð- ur í að flytja búnað og hjálpargögn frá Evrópu til Bandaríkjanna. Staðfest er að 83 hafi látist í New Orleans en óttast er að alls hafi þúsundir manna farist. Hermenn eru byrjaðir að leita uppi jarðnesk- ar leifar fórnarlambanna og hafa 25.000 líkpokar þegar verið sendir á staðinn. Meðal hinna látnu eru 25–27 manns sem fundust á hjúkr- unarheimilinu St. Rita’s í New Or- leans. Forstöðumaðurinn, sem tal- inn er af, er sagður hafa beðið of lengi með að þiggja boð um brott- flutning þegar Katrín nálgaðist. Óttast spillingu í tengsl- um við neyðaraðstoð Ný könnun sýnir vaxandi óánægju með störf Bush Bandaríkjaforseta Reuters Björgunarmenn í New Orleans hjálpa sjötugri konu með heilablóðfall. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Um 400.000 | 16 Nairobi. AFP, AP. | Nýtt afbrigði ryð- sveppasýkingar, Ug99, sem breiðst hefur út um austanverða Afríku síð- ustu árin, gæti ógnað hveitirækt um allan heim. Hveitiuppskera gæti dreg- ist saman um 60 milljónir tonna á ári eða 10% vegna sjúkdómsins. Skýrt var frá vandanum í nýrri skýrslu sem kom út í gær en hún var unnin af vísindamönnum í Mexíkó og nokkrum Afríkulöndum. „Áhættan er mikil og tjónið verður hrikalegt ef [sýkin] breiðist meira út,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Norman Bor- laug, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í líf- fræði árið 1970 fyrir að þróa ný og gjöful afbrigði nytjajurta. Ryðsveppurinn myndar gró sem dreifast með vindi og er talið tíma- spursmál hvenær hann berst til Egyptalands og þaðan til Asíu. Sveppasýk- ing ógnar hveitirækt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.