Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Hafþór Yngvason, nýráðinnsafnstjóri ListasafnsReykjavíkur, opnar þrjársýningar í Hafnarhúsinu í kvöld. Af því tilefni mun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri ávarpa opnunargesti. Sýningarnar þrjár eru hver ann- arri ólík; Guðrún Vera Hjartardóttir sýnir ný verk; æskuverk Errós eru á annarri sýningu og sú þriðja ber yfirskriftina Hvernig borg má bjóða þér? Sú sýning er afrakstur sam- starfs Listasafns Reykjavíkur og Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar og er ætlað að varpa ljósi á fortíð og framtíð skipu- lagsmála í borginni með áherslu á Vatnsmýrina. Guðrún Vera hefur síðustu miss- erin skapað sérkennilegar verur – fólk, sem varla er hægt að kalla per- sónur, kynlausar, klæðlausar verur, sem á sýningu hennar í Gerðarsafni í fyrra mændu starandi, spyrjandi augum á mann og hreyfðu við manni á ýmsa lund, smágerðar, umkomu- lausar og nánast annars heims. Guð- rún Vera segir að sýningin í Hafn- arhúsinu verði þrískipt, og nái yfir inngang og tvö rými, sali C og D. „Þetta eru innsetningar, ferðalag úr einu rými í annað – efnið tengt en ótengt.“ En hvað með verurnar? Guðrún Vera bendir á fóstur, sem hún segir ríma vel við nýafstaðið ástand hennar sjálfrar. Fóstrið er aleitt í rýminu og átakanlega ósjálf- bjarga; hímir umkomulaust í hnipri í sínum fósturstellingum. „Ég veit ekki alveg með þetta fóstur – það er hálf hörmulegt þarna, yfirlýst og hvítt. Það er einhver hryllingur í því og kuldi – andstætt því þegar börn eru að fæðast.“ Sýning Guðrúnar Veru ber yfirskriftina „Velkomin/n til mannheima“. Fóstrið sem liggur þarna kallar væntanlega á ólík við- brögð áhorfenda, en ekki er ólíklegt að fleiri en blaðamanni finnist ein- manaleiki þess í mannheimum kalla á hlýju og umhyggju. Það hlýtur jú að vera ákveðin skelfing að vera skyndilega varpað inn í víðáttur mannheimanna – og einmanalegt – jafnvel þótt veröldin sé full af fólki. „Jú, þetta er kannski fyrsta skrefið í hryllingnum. Heimurinn er tvíbent- ur – góður og illur, og þrátt fyrir um- komuleysið er fegurð í þessum að- stæðum verunnar.“ Ná ekki sambandi hver við aðra Í stærri salnum eru sjö verur. „Þessar verur eiga í óbeinum sam- skiptum sín á milli, og þetta eru fyrstu verurnar mínar sem hafa kyn – þær hafa verið kynlausar hingað til, en eru nú komnar með typpi, brjóst og fleira – en þó svolítið af- brigðilegar. Ég er ekki frá því að það sé einhver hryllingur í þeim.“ Verur Guðrúnar Veru sem áður fyrr góndu á áhorfandann eru hættar því, en reyna þess í stað að ná sambandi hver við aðra. „Þessar verur eru komnar í mannheima, en ná ekki al- mennilega augnsambandi hver við aðra. Þessar verur eru allt öðru vísi en þær sem voru í Gerðarsafni.“ Guðrún Vera segist ekkert vita hvernig verurnar hennar eigi eftir að þróast. „Ég leyfi þeim að flæða frá mér algjörlega eins og þær vilja. Kannski fara þær í föt og komast lengra inn í veruleikann. Þær hafa verið svolítið draumkenndar hingað til. Ég hef þó aldrei litið á þær sem persónur. Þær eru frekar stað- genglar fyrir eitthvað í persónunni, eins og þú nefndir með fóstrið – að móðurtilfinningarnar vakni við um- komuleysið. Það er kannski eitthvað eins og einmanaleikinn sem veldur því að ákveðin fígúra verður til, þótt myndin verði af veru.“ Sýning Guð- rúnar Veru stendur út árið. Listamaður verður til, er yf- irskrift sýningarinnar á elstu verk- um Errós. Þar má sjá verk gerð frá barnsaldri þessa mæta myndlist- armanns, þar til hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í Listamannskálanum árið 1957. Sýndar eru myndir sem hann gerði á uppvaxtarárum sínum á Kirkjubæj- arklaustri, á námskeiði sem ungling- ur í Handíðaskólanum í Reykjavík og síðar sem fullgildur nemandi við þann skóla, ásamt myndum frá námsárum hans við Akademíuna í Ósló, Flórens og Ravenna. Öll verkin á sýningunni eru úr Errósafni Lista- safns Reykjavíkur og gefa áhuga- verða mynd af hæfileikaríkum og vinnusömum ungum manni sem frá barnæsku einsetti sér að verða lista- maður. Sýningarstjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir og varir sýningin fram á vor. Hvernig borg má bjóða þér? Á skipulagssýningu borgarinnar verður gólflögð fimmtíu fermetra loftmynd af Reykjavík, en auk þess verða sýnd módel, ljósmyndir, skipu- lagsdrög og teikningar af borginni. Sýningunni er ætlað að vera opinn vettvangur fyrir fagfólk og leikmenn til að skoða skipulag borgarinnar og koma með hugmyndir að nýjum lausnum.Tilraunastofan Úrbanistan verður í safninu sem vettvangur fjöl- breyttra tækifæra til að skiptast á og miðla hugmyndum um framtíð- arborgina, til dæmis með því að senda inn mynd- og textaskilaboð í frítt símanúmer, 1855. Með þátttöku í sýningunni geta gestir því haft áhrif á þau gögn sem lögð verða til grundvallar alþjóðlegri hugmynda- samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Sýningarstjóri er Ágústa Kristófersdóttir; sýningin stendur til 2. október og frítt í safnið á sýningartímabilinu. Einnig verður opið til kl. 22 öll fimmtudagskvöld. Myndlist og skipulag | Þrjár sýningar opnaðar í Hafnarhúsinu í kvöld Guðrún Vera býður verur sín- ar velkomnar til mannheima Á skipulagssýningu borgarinnar verður gólflögð fimmtíu fermetra loftmynd af Reykjavík, en auk þess verða sýnd módel, ljósmyndir, skipulagsdrög og teikningar af borginni. Guðrún Vera Hjartardóttir og verur hennar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Listamaður verður til, er yfirskrift sýningarinnar á elstu verkum Errós. Morgunblaðið/Þorkell Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VIÐAMIKIL dagskrá verður um helgina í kringum sýninguna Hvernig borg má bjóða þér? sem opnuð verður í kvöld.  Í dag, föstudag, kl. 17 Leiklistargjörningur Listasafnið tekur forskot á sýn- ingaropnunina og býður gestum og gangandi að fylgjast með og taka þátt í leiklistargjörningnum Life/Theater Project, sem Bandaríkjamaðurinn Lee Wal- ton stýrir við Kjörgarð, Lauga- vegi 59.  Á morgun, laugardag, kl. 13–15 Orðið laust í Listasafninu Á mælendaskrá eru Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, Birna Þórðardóttir leið- sögumaður, Páll Björnsson, sagnfræðingur og lektor við Há- skólann á Akureyri, og Paul F. Nikolov, blaðmaður á Grapevine. Eftir að þau hafa lokið máli sínu er orðið laust hverjum þeim sem vill taka til máls og svara spurn- ingunni Hvernig borg má bjóða þér? Hver mælandi hefur fimm mínútur til umráða og hvetur Listasafnið þá sem áhuga hafa til að mæta og tala.  Á morgun, laugardag, kl. 15–17 Úrbanistan Anna María Bogadóttir kynnir tilraunastofuna Úrbanistan og aðstoðar gesti við borg- artilraunir.  Sunnudag kl. 15–17 Úrbanistan og Borgarhljóðsmiðjan Kynning á Úrbanistan og Birgir Örn Thoroddsen aðstoðar unga sem aldna safngesti við gerð hljóðverka úr borgarhljóðum.  Sunnudag 18. sept. kl. 15 Sýningarstjóraspjall Ágústa Kristófersdóttir, deild- arstjóri sýningadeildar Lista- safns Reykjavíkur, annast leið- sögn um sýninguna. Hvað er Úrbanistan? Úrbanistan er tilraunastofa sem er öllum opin og byggist á virkri þátttöku gesta og hins almenna borgara. Þar er borgin skoðuð eins og við upplifum hana á venjulegum degi. Í Úrbanistan verður fólki komið á sporið við að rannsaka og uppgötva borg- ina eins og hún kemur fyrir sjón- ir í hversdagslífinu. Með aðstoð borgaranna fara fram fjöl- breyttar tilraunir í Úrbanistan allt sýningartímabilið, en meðal þeirra eru: Augnablik í borginni Sendið inn ókeypis texta- og myndskilaboð í síma 1855. Lítil og stór augnablik úr borginni birtast á sýningunni jafnharðan og þau berast. Hvatt er til al- mennrar þátttöku. Hvernig er Reykjavík til dæmis að innan? Allar niðurstöður verða birtar í lok sýningartímabilsins. Kortlagning Í Úrbanistan gefur að líta alls kyns kort af borginni og um leið gefst gestum tækifæri til að móta nýtt kort af borginni út frá huglægu mati á því hvar við finn- um, kraft, innblástur og fólk í borginni. Göngutúrar Hvert hefurðu aldrei komið í Reykjavík? Með því að skapa skiptistöð fyrir göngutúra geta gestir deilt sínum uppáhalds- göngutúr með öðrum og fengið uppskriftir að Reykjavík sem hægt er að prófa. Hljóðmyndir í borginni Hvernig hljómar borgin? Úrban- istan gefur nokkur dæmi um það. Þar gefst einnig tækifæri til að leika með eigin hljóðspor. Frítt er í Hafnarhúsið meðan á sýningunni stendur og opið er til kl. 22 öll fimmtudagskvöld. Hvað er Úrbanistan?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.