Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Spektro Ein með öllu - Hreinleiki og gæði SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar telur að fyrirliggjandi til- lögur að kynningarefni fyrir íbúa Eyjafjarðar um kosti og galla sam- einingar sveitarfélaganna sé ekki í fullu samræmi við það sem sam- þykkt var af fulltrúum sveitarfélag- anna á fyrsta fundi nefndarinnar í apríl sl. Sveitarstjórn fjallaði á fundi sínum í vikunni um bréf sam- starfsnefndar um sameiningu sveit- arfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og tillögu að málefnaskrá. Kosið verð- ur um sameiningu 9 sveitarfélaga í Eyjafirði hinn 8. október nk. Í ályktun sveitarstjórnar er m.a. bent á að í kynningarefninu sé ekki að finna þá hlutlausu framsetningu á kostum þess og göllum að ganga til sameiningar eins og að var stefnt. Þess í stað fjallar kynning- arefnið í heild sinni að stærstum hluta um kosti sameiningar. Auk þess er fjallað ítarlega um innra skipulag hugsanlegs sveitarfélags sem ekki var í verkahring nefnd- arinnar. Í ályktun sveitarstjórnar kemur einnig fram að við upphaf vinnunn- ar hafi verið settir fyrirvarar af hálfu sveitarfélaganna um þátttöku í verkefninu sem m.a. fólust í því, að framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga skerðist ekki og að fyrir liggi ákvörðun um skiptingu tekjustofna milli ríkisins og sveitarfélaga. Þessi ákvæði hafa ekki verið upp- fyllt, þó svo óbreyttum framlögum hafi verið lofað úr Jöfnunarsjóði næstu fjögur árin frá sameiningu. Um þetta er heldur ekki fjallað í kynningarefninu, segir í ályktun sveitarstjórnar. Jafnframt er bent á að þessari gagnrýni hafi fulltrúar sveitarfélagsins í samstarfsnefnd- inni ítrekað komið á framfæri á fundum nefndarinnar. Afstaða sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sé óbreytt frá því málið var til um- fjöllunar á fundi hennar frá því í janúar sl. Í bókun sveitarstjórnar frá þeim tíma segir m.a. að sveit- arstjórn telji ekki að fram séu kom- in nein þau rök sem mæli eindregið með sameiningu sveitarfélagsins við önnur á svæðinu. Eftir sem áður telur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mikilvægt að íbúum sveitarfélagsins verði á hlut- lausan hátt kynntir kostir og gallar hugsanlegrar sameiningar sveitar- félaga við Eyjafjörð. Þar sem fram- lagt kynningarefni mun augljóslega ekki þjóna þeim tilgangi að fullu, sér sveitarstjórn sig knúna til að koma frekari upplýsingum á fram- færi við íbúa sveitarfélagsins verði ekki gerðar verulegar breytingar á innihaldi og framsetningu kynning- arefnisins, segir enn fremur í álykt- uninni. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ósátt við kynningarefni varðandi sameiningu sveitarfélaga Ekki hlutlaus framsetn- ing á kostum og göllum Herinn | Vetrarstarf Hjálpræðis- hersins á Akureyri hefst nú um helgina, með fjölskyldusamkomu á sunnudag, 11. september kl. 11. Um er að ræða létta guðsþjónustu og reynt að höfða til yngstu kynslóð- arinnar. Að vanda verður boðið upp á fjölbreytt starf í vetur, bæði fyrir börn og fullorðna, en hún verður nánar kynnt á samkomunni. Meðal þess sem í boði verður í vet- ur eru samkomur fyrir yngstu börn- in á mánudögum, eldri börn, í 6. til 7. bekk á þriðjudögum og unglinga- fundir eru á fimmtudagskvöldum. Þá er sunnudagaskóli alla sunnu- daga. Heimilasamband er fyrir kon- ur, opnar gospelæfingar verða á dagskrá, bæn og súpa, hjálpar- flokkur og almennar samkomur verða alla sunnudaga kl. 17 en kl. 11 sömu daga eru fjölskyldusamkomur.                       smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.