Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 37
MINNINGAR
kvæm en lagði líka mikið upp úr
túlkun, hendurnar á henni svo smá-
ar að það var alltaf traustvekjandi
fyrir börn að horfa á hana spila,
teygjurnar fyrir hana líka stundum
erfiðar en þá stökk hún bara og hló –
hún var lítil, kvik og síbrosandi.
Það verður gaman að fletta fjöl-
skyldualbúmum í framtíðinni. Stein-
unn er alltaf svo sæt á öllum mynd-
um og bjart yfir svip hennar. Þannig
var hún líka þegar ég sá hana síðast
þó að mjög hafi verið af henni dregið
daginn áður en hún dó og við komum
til hennar fjölskyldan. Hún vaknaði
aðeins og leit til okkar. Og það birti
yfir svip hennar eins og alltaf þegar
hún heilsaði fólki eða sat fyrir á
myndum. Það verður gott að muna
eftir henni þannig og ég þakka henni
samfylgdina í öll þessi ár.
Hrafnhildur Hagalín.
Við áttum sama afmælisdag –
svona hérumbil – nema hvað ég átti
afmæli sex dögum á undan henni.
Við fæddumst á sama árinu – svona
hérumbil – nema hvað Steinunn
María sá dagsins ljós nákvæmlega
tíu árum á undan mér.
Við systkinin þrjú nefndum
frænku okkar oftast Steinku Maju
okkar á milli. Ekki veit ég hversu út-
breidd sú nafngift var, en ég tel ekki
ósennilegt að hún hafi orðið til hjá
bræðrum mínum, Birni og Helga,
þegar Steinunn, þá fimmtán, sextán
ára unglingstelpa, dvaldi um tveggja
ára skeið hjá okkur fjölskyldunni í
Kaupmannahöfn.
Þar komst hún svo rækilega inn í
heimilisbraginn hjá foreldrum mín-
um, Þórunni föðursystur sinni og
Jóni, að þau hjón litu æ síðan á hana
sem nokkurs konar fósturdóttur.
Meðal vina og gesta þess heimilis
eignaðist hún einnig marga af sínum
bestu og tryggustu vinum.
Steinunn átti á þessum árum fljótt
auðvelt með að lesa og gera sig skilj-
anlega á danska tungu, þótt ég viti
nú eiginlega ekki hvernig hún
krækti sér í þá getu. En ýmislegt í
hennar umhverfi síðar meir gat
vissulega bent til þess að danskan
væri henni kær. Jafnframt bætti
hún við kunnáttu sína í píanóleik í
kóngsins Kaupmannahöfn, því landi
hennar, hin mikli konsertpíanisti og
heiðursmaður, Haraldur Sigurðs-
son, tók hana að sér sem nemanda
sinn. Haraldur var sem kunnugt er
kennari við Konunglega tónlistarhá-
skólann þar í borg.
Þessi utanlandsdvöl svo snemma
á lífsleiðinni held ég að hafi átt stór-
an þátt í að móta frænku mína og
haft áhrif á þær leiðir sem hún síðar
kaus sér að ganga. Má draga þá
ályktun meðal annars af því, að þeg-
ar hún var búin að koma börnunum
sínum þremur á legg, lagði hún sjálf
út í þriggja ára strangt kennaranám
við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Framan af taldi hún sig vanbúna í
það nám, en kennarastarfið átti ein-
staklega vel við hana, og kom fljót-
lega í ljós að við píanókennsluna
fengu margir af helstu mannkostum
Steinunnar að njóta sín.
Steinunn var nefnilega svo lánsöm
að hafa fengið í arf glaðsinni og hlát-
urmildi frá Guðrúnu móður sinni.
Undir niðri var hún þó ákveðin og
býsna fylgin sér, og með hægðinni
gat hún oftast mjakað hlutunum í þá
átt sem hún vildi. Fjas og sjálfsvor-
kunn átti hún ekki til og aldrei
heyrðist frá henni æðruorð, jafnvel
þótt lífið hafi frá fyrstu bernskuár-
um oft gengið býsna nærri henni.
Gestrisni var Steinku Maju í blóð
borin og stóð heimili hennar okkur
systkinunum ævinlega opið jafnt á
nóttu sem degi. Hlýjar móttökur og
umburðarlyndi gerði að þar innan
dyra voru allir frjálsir. Sneri það
viðmót ekki síst að kunningjum og
vinum barna hennar, sem mörg
fram á síðasta dag sýndu Steinunni
mikla tryggð. Dagur þar sem illa
stóð á var ekki til í dagatali frænku
minnar.
Steinunn átti prýðilegan mann,
Sigurpál, sem styrkti konu sína æv-
inlega til allra góðra verka og var í
senn rausnarlegur og mikill húmor-
isti. Oft var hlegið dátt og innilega
kringum þau hjón.
Ég kem til með að sakna frænku
minnar, enda hefur hún alltaf verið
samofin mínu lífi. Nú síðustu árin
sáumst við sjaldnar en við vildum,
en við töluðum oft og einatt saman á
síðkvöldum gegnum símann. Samtöl
okkar urðu dálítið í ætt við upphafið
á þessum kveðjuorðum mínum –
svona í hérumbilstíl. Eilítið þoku-
kennd og ill skiljanleg fyrir aðra en
okkur tvær. En Steinka Maja skildi
mig samt alltaf og ég skildi líka
hana. Það dugði okkur.
Gangi hún í Guðs friði.
Solveig Jónsdóttir.
Hún Steinunn móðursystir mín er
látin á 83. aldursári. Lát hennar kom
ekki á óvart þeim sem til þekktu.
Undanfarna áratugi hefur hún með
fádæma kjarki og léttri lund hrist af
sér alls kyns veikindi og áföll og
staðið keik eftir. En að þessu sinni
hafði gamalkunna krabbameinið
betur.
Steinunn var litla systir hennar
mömmu, næstyngst níu systkina
sem misstu móður sína liðlega þrí-
tuga fáum dögum eftir fæðingu
yngsta sonarins sem skírður var við
útför móðurinnar og nefndur Rúnar
Geir. Nú er hann einn eftir úr þeim
stóra systkinahópi. Það var glaðvær,
samheldinn hópur og afi fékk góða
hjálp frá systkinum sínum og öðrum
ættingjum með börnin. Steinunn
sagðist aldrei hafa skilið í því þegar
fólk var að vorkenna henni hvað hún
ætti bágt, aumingja móðurleysing-
inn. Hún hafði aldrei orðið vör við að
hún ætti neitt bágt; það var nóg af
góðum frænkum sem hugsuðu vel
um hana.
Um fermingaraldur fór hún til
Kaupmannahafnar þar sem nýgiftir
foreldrar mínir áttu heima. Þar var
hún í píanótímum en þær systur
voru báðar liðtækir píanóleikarar og
höfðu frá barnæsku spilað á hljóð-
færi. Steinunn samdi talsvert af
sönglögum á yngri árum og hefur
þekktast orðið lagið við Gæsa-
mömmu sem hún samdi innan við tíu
ára gömul. Mömmu þótti litla systir
sín ósköp fljótfær skvetta og fóru
ýmsar sögur af kostulegum uppá-
komum sem hún lenti í. En þessi
skemmtilega fljótfæra skvetta átti
eftir að sýna að það var töggur í
henni.
Steinunn kom aftur heim áður en
seinni heimsstyrjöldin lokaði sigl-
ingaleiðum og hélt áfram píanónámi.
Tvítug giftist hún ljúfum og
skemmtilegum manni, Sigurpáli
Jónssyni, og eignuðust þau þrjú
börn: Björn Vigni, Eybjörgu Dóru
og Jón. Samgangur milli þeirra
systra var mikill og voru börnin iðu-
lega um lengri eða skemmri tíma hjá
okkur í Hafnarfirði þar sem við þá
áttum heima. Sumarið 1956 bjó öll
fjölskyldan hjá okkur í kjallaraher-
berginu Hosiló. Þau höfðu þá selt
íbúð sína í Barmahlíð og fengu ekki
nýju íbúðina á Rauðalæk fyrr en um
haustið. Þetta var skemmtilegt sum-
ar og þótt unglingurinn ég hefði
gaman af að vera úti með kunningj-
unum á kvöldin gætti ég þess vel að
vera alltaf komin heim í kvöldkaffið.
Það var bara svo gaman að ég mátti
ekki missa af því; fjörugar samræð-
ur og hlátur.
Steinunn og Sigurpáll voru höfð-
ingjar heim að sækja og kunnu að
skemmta öðrum. Þau kunnu þá list
að taka sig ekki of alvarlega og segja
skemmtisögur af sjálfum sér. Á
heimili þeirra var því gestkvæmt og
oft glatt á hjalla, sungið og hlegið.
Sigurpáll var í Stangaveiðfélagi
Reykjavíkur og til þess að fá fleiri
veiðidaga skráði hann Steinunni líka
í félagið. En Steinunn var ekkert á
því að hann notaði hennar daga og
fór sjálf að veiða og þótti manni
hennar það ekkert verra. Þótt fátítt
væri að kvenfólk keyrði bíl á þessum
árum dreif Steinunn sig í ökutíma og
ók eins og herforingi. Á fimmtugs-
aldri tók hún sig til og fór í nýstofn-
aða kennaradeild Tónlistarskólans
og var þar aldursforseti ágæts nem-
endahóps á ýmsum aldri allt frá
óhörðnuðum unglingum. Því námi
lauk hún með heiðri og sóma og var
lengst af eftir það píanókennari við
Barnamúsíkskólann sem síðar hét
Tónmenntaskólinn jafnframt því
sem hún tók nemendur heim.
En lífið er ekki einskær gleði og
kátína og það var ekki síst við áföll
og erfiðleika sem Steinunn sýndi að
henni var ekki fisjað saman. Ítrekað
fékk hún krabbamein, þurfti að
leggjast undir hnífinn og fá geisla-
meðferð og náði sér framan af upp
úr því. Eiginmaðurinn varð atvinnu-
laus og átti um tíma í glímu við
Bakkus, var heilsulaus síðustu árin
og andaðist fyrir aldur fram. Stein-
unn, sem var orðin eina fyrirvinna
heimilisins, hélt sínu striki og sínu
góða skapi hvað sem yfir dundi. Fyr-
ir nokkrum árum fékk hún blæðandi
magasár skömmu efir enn eina
geislameðferðina og braut á sama
tíma á sér báða fótleggi, m.a.s. tví-
braut annan. En upp stóð hún aftur,
gekk bara svolítið útskeif eins og
ekki verri menn en Chaplin og Bessi
Bjarnason.
En nú hefur krabbameinið end-
anlega lagt hana að velli og tók hún
banalegunni af því æðruleysi sem
henni var lagið. Steinunn María var
ekkert fyrir víl og vol. Ég kveð þessa
kjarkmiklu, skemmtilegu frænku
mína með söknuði og votta börnum
hennar og bróður samúð mína.
Solveig Guðmundsdóttir.
Með hverju árinu sem líður fjölg-
ar minningunum um þær manneskj-
ur sem hafa miðlað manni og gefið á
lífsleiðinni. Maður finnur fyrir tóm-
leika þegar yndislegar manneskjur
hverfa á braut og jafnframt þakk-
lætis fyrir að hafa átt með þeim
stundir.
Nú eru Sigurpáll og Steinunn
bæði horfin á braut og Rauðalæk-
urinn svokallaði – sem fékk nokk-
urra ára framlengingu í smækkaðri
mynd í Sólheimunum hjá Steinunni
– nú minningar einar.
Það var einhver sérstakur sjarmi
yfir þeim Steinunni og Sigurpáli,
dönsku húsgögnunum þeirra, mál-
verkunum, bókunum hans Sigurpáls
og músíkinni hennar Steinunnar.
Tónlistin var hennar hjartans mál og
nemendur sína mat hún mikils.
Þau tóku okkur öllum svo vel, það
var alltaf eitthvað gott að borða á
Rauðalæknum og allir velkomnir.
Sigurpáll var meira í „íslenska eld-
húsinu“ á meðan Steinunn bjó til
mat undir dönskum áhrifum. Hún
hafði dvalið í Danmörku sem ung
stúlka og rifjaði ósjaldan upp þann
tíma.
Það var svo gott að eiga hana
Steinunni að, við hittumst sjaldnar
seinni árin en töluðum stundum
saman í síma, það voru notaleg sam-
töl, uppörvandi og gefandi af hennar
hálfu.
Megi góður guð blessa minningu
Steinunnar og styrkja fólkið hennar
í sorginni.
Elísabet og synir.
Þegar þrjár glaðhlakkalegar
menntaskólastelpur mættu á fyrstu
æfingu í nýrri hljómsveit og bönk-
uðu upp á í ókunnu húsi kom þeim
skemmtilega á óvart að Steinunn,
„mamman“ í Barnamúsíkskólanum,
skyldi ljúka upp dyrum. Hún tók á
móti okkur með sömu hlýju og við
höfðum áður kynnst. Þetta var upp-
haf tíðra heimsókna að Rauðalæk 8
þar sem hljómsveitin fékk óáreitt að
leggja undir sig betri stofuna, flyg-
ilinn, eldhúsið, ja svotil allt húsið.
Andrúmsloftið á menningarheimili
Steinunnar og Sigurpáls var sérlega
notalegt, þar voru allir velkomnir; í
endurminningunni var eiginlega
alltaf hátíðarstemmning á Rauða-
læknum, eldaðir framandi réttir og
lagað sterkt og bragðmikið kaffi.
Þegar hlé var gert á æfingum lá leið-
in gjarnan inn í sjónvarpsstofuna
þar sem kankvísi Sigurpáls og
glettni Steinunnar löðuðu að með
þeim óhjákvæmilegu afleiðingum að
æfingar drógust mjög á langinn. En
það var dýrmætt á þessum árum að
hitta fyrir fólk eins og þau hjón sem
tóku okkur unglingunum sem full-
gildum einstaklingum og gáfu sér
tíma til að ræða við okkur um alla
heima og geima. Þessara heima-
gangsára minnumst við nú með
þakklæti og vottum Jóni, Eybu,
Vigga og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Jóhanna V. Þórhallsdóttir,
Jóna Dóra Óskarsdóttir,
Aagot V. Óskarsdóttir.
Lokað
Lokað verður eftir hádegi í dag, föstudag, vegna útfarar
SIGÞÓRS HERMANNSSONAR.
Á. Guðmundsson ehf.,
Bæjarlind 8—10, Kópavogi.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
BRYNDÍSAR INGVARSDÓTTUR,
Sólvangi,
Hafnarfirði,
áður Móabarði 22b,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði.
Guðmundur Rúnar Guðmundsson,
Valgerður Guðmundsdóttir, Hjálmar Árnason,
Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Vilborg Sverrisdóttir,
Ingvar Guðmundsson, Rut Brynjarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær sonur okkar, unnusti, bróðir og barna-
barn,
FRIÐJÓN HAUKSSON,
Háeyrarvöllum 26,
Eyrarbakka,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugar-
daginn 10. september kl. 13:30
Haukur Jónsson, Aldís Anna Nílssen,
Eva Rós G. Hauth,
Eydís Hauksdóttir,
Elvar Hauksson,
Ólöf Hauksdóttir,
Eydís Vilhjálmsdóttir,
Bryndís Sveinsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Ránargrund 3,
Garðabæ.
Guðmundur Sigurjónsson, Stella Gróa Óskarsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Elísa Steingrímsdóttir,
Sigurjón Sigurjónsson, Eva Yngvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Birnustöðum,
Laugardal,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði að
morgni þriðjudagsins 6. september.
Jarðarförin fer fram frá Ögurkirkju laugardaginn
17. september kl. 14.00.
Fyrir hönd tengdabarna og annarra ástvina,
Margrét Karlsdóttir,
Guðrún Karlsdóttir,
Jón Helgi Karlsson,
Þóra Karlsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt
að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar