Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 47 SÁLIN hans Jóns míns heldur tónleika í Kaupmannahöfn hinn 5. nóvember næstkomandi. Tilefnið er útgáfa nýjustu plötu sveit- arinnar, Undir þínum áhrifum, sem kemur út þann 24. október, en platan var að mestu hljóðrituð fyrrihluta sumars í Danmörku. Tónleikarnir verða haldnir á staðnum Vega sem er einn þekkt- asti og glæsilegasti staður sinnar tegundar í Kaupmannahöfn. Til að gera hörðum Sálaraðdáendum hér heima kleift að sækja tónleikana mun Icelandair bjóða upp á sér- stakar pakkaferðir en nánari upp- lýsingar um þær verður hægt að finna á www.icelandair.is/salin. Tónleikar í útvarpssal Rásar 2 Föstudaginn 16. september fer titillag nýju plötunnar í útvarps- spilun en sama dag heldur Sálin tónleika í útvarpssal Rásar 2, þar sem frumflutt verða fleiri lög af nýju plötunni. Áhugasömum Sálar- aðdáendum mun gefast tækifæri til að vera viðstaddir tónleikana, en í boði verða aðeins um 35 sæti. Efnt verður til samkeppni á vef- svæðinu ruv.is, en þar verður þeim allra heitustu boðið að spreyta sig á krefjandi spurningum er varða Sálina og þeir getspökustu fá sæti í útvarpssal, jafnframt því sem þeir verða leystir út með eintaki af nýju plötunni. Verður þetta nánar auglýst á Rás 2 í vikunni 12.–16. september, sem og á vefsíðu Sál- arinnar, www.salinhansjon- smins.is. Tónlist | Sálin heldur útgáfutónleika í Kaupmannahöfn Ljósmynd Atli Már Undir þínum áhrifum er tólfta plata Sálarinnar hans Jóns míns. Undir þínum áhrifum Sýnd kl. 6 ísl tal Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  kl. 8 og 10.20 B.i 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 4 ísl tal VINCE VAUGHN OWEN WILSON   O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l. ☎553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i 16 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA UM JÖRÐINA MEISTARI HROLLVEKJUNNAR SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA Sýnd kl. 10.30 Sýnd kl. 8 Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.30 b.i. 14 ára Miðasala opnar kl. 17.15 Sími 551 9000 kl. 6 Í þrívídd 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu  TOPPFIMM.IS  DV  KVIKMYNDIR.IS Sprenghlægileg gamanmynd! Sprenghlægileg gamanmynd! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sýnd kl. 4 SMEKKLEYSA í samvinnu við Ergis stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni De Lama Lamina í leikstjórn listamannsins Matt- hews Barney á morgun. Sýn- ingin hefst kl. 19 í sal 3 í Há- skólabíói og situr Barney fyrir svörum að sýningu lokinni. De Lama Lamina er að hluta til heimildarmynd sem tekin var upp á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Matthew Barney og Arto Lindsey tónlistarmanni var boðið af hálfu Bahia- kjötkveðjuhátíðarinnar að taka þátt í uppsetningunni. Inntak myndarinnar, sem er 55 mín- útna löng og tekin á 35 mm filmu, er myndlíking vélar og náttúru í regnskógum Suður- Ameríku. Takast þar á per- sónugervingar umhverfissinna og þungavinnuvélar og goð- sagnverurnar Ossain og Ogun, stríðsguðinn og skógarvætt- urin. Reuters Björk og Matthew Barney í Feneyjum. Barney verður viðstaddur sýn- ingu myndar sinnar De Lama Lamina í Háskólabíói á morgun. Matthew Barney viðstaddur Kvikmyndir | De Lama Lamina sýnd á laugardaginn DANSMYND Helenu Jónsdóttur sem ber nafnið Another verður for- sýnd á Ultima Film Festival í Ósló 2. október næstkomandi. Helena sem er þekktur dansahöfundur og leik- stjóri gerir myndina fyrir eistneska ríkissjónvarpið ETV. Myndin verður frumsýnd með viðhöfn í þekktasta kvikmyndahúsi Tallin í októberlok, að því er fram kemur í tilkynningu. Í myndinni, þar sem Helena dans- ar annað aðalhlutverkið, er tónlist m.a. eftir Skúla Sverrisson, SKE, Hildi Guðnadóttur og Birki Gíslason, sem jafnframt sér um vinnslu hljóð- myndar og hljóðblöndun. Grafísk vinnsla er í höndum Ámunda Sig- urðssonar. Gerð myndarinnar hefur vakið at- hygli í Eistlandi. „Hún er tekin upp í alræmdasta fangelsi landsins og fjallar m.a. um samskipti fanga og fangavarða af gagnstæðu kyni,“ seg- ir í tilkynningunni. Kynningarútgáfa myndarinnar hefur tryggt sölu hennar til stærstu sjónvarpsstöðva í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Slóveníu. Þá sýnir evrópska sjónvarpsstöðin Arte myndina á nýju ári, en Arte er ein af meðframleiðendum verksins ásamt Mypocket Productions ehf., fyrirtæki Helenu og Þorvaldar Þorsteinssonar í Reykjavík. Helenu hefur nú þegar verið boðið að vinna fimm sjálf- stæðar myndir í viðbót eftir eigin handriti í samstarfi við ETV. Hefst sú vinna fljótlega upp úr áramótum. Sem stendur vinnur Helena að nýrri mynd, What is Sam Shephard doing nowadays? í samvinnu við sænska leikstjórann Lars Bethke og hand- ritshöfundinn Irena Kraus, einn nánasta samstarfsmann danshöf- undarins Mats Ek. this.is/helena Helena Jónsdóttir Helena vekur athygli í Eistlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.