Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ALLS veiddust 948 laxar í Elliða-
ánum í sumar. Eftir tíu ára lægð
og miklar áhyggjur af framtíð
laxastofns ánna voru bjartsýnustu
veiðimenn farnir að spá yfir 1.000
laxa veiði í sumar en sú varð þó
ekki raunin. 645 laxar veiddust í
ánum í fyrra og undir 500 laxar
næstu þrjú ár þar á undan. Magn-
ús Sigurðsson veiðivörður er hæst-
ánægður með veiðina í sumar.
„Veiðin hefði getað orðið betri
ef sóknin hefði verið meiri og
mannskapurinn kunnugri ánni. En
ég er ánægður með að ekki var
veitt meira. Laxarnir hrygna ekki
í pottinum,“ segir Magnús.
Laxateljarinn við Rafstöðina
taldi um 2.440 laxa og þá á eftir að
leggja við þá fiska sem voru
drepnir þar fyrir neðan. Magnús
hvetur menn til að stíga létt til
jarðar og vona að áin rétti sig við
til lengri tíma. „Það var uppsveifla
í veiðinni á landinu í sumar og
sem betur fer tókum við þátt í
henni.“
Í Laxá í Dölum var 1.641 lax
kominn á land í gær. „Það hefur
gengið frekar rólega síðustu
daga,“ sagði Jenný Jensdóttir í
veiðihúsinu Þrándargili. „Reyndar
komu 15 fiskar á land í morgun,
sem er alls ekki slæmt, en veiði-
menn hafa kennt veðrinu síðustu
daga um að fiskurinn, sem þeir sjá
um alla á, tekur ekki betur er
raun er á.“ Bjart var í Dölunum í
gær og hægviðri; ekki drauma-
veður við auðstyggða hyli.
3.800 úr Eystri-Rangá
Jöfn veiði er í Eystri-Rangá þar
sem veiðin var að síga í 3.800 laxa
á seinni vaktinni í gær. Í gær-
morgun var frost á bökkum árinn-
ar en engu að síður fengu menn
tökur í býtið en þó mun fleiri und-
ir hádegið, þegar loft- og vatnshiti
þokaðist upp á við. Þá fengu menn
upp í þrjá laxa á stöng á bestu
svæðunum. Síðustu daga hafa
veiðst um 30 laxar á dag. Veitt
verður út mánuðinn í ánni og segir
Einar Lúðvíksson, umsjónarmaður
árinnar, að sér kæmi ekki á óvart
að veiðin færi yfir 4.400 laxa.
Síðustu vikur hafa hollin í Skógá
verið að veiða 10 til 15 laxa en síð-
asta holl veiddi þó 30. Það er þó
ekki metið í ánni því á sama tíma í
fyrra veiddi þetta sama holl 33
laxa. Skógá hefur nú gefið um 220
laxa og segja leigutakar nokkuð
ljóst að metið, 284 laxar, verði fok-
ið upp úr miðjum mánuði.
Fréttaflutningur er tregur af
veiði í Þistilfirðinum en samkvæmt
vefmiðlinum votnogveidi.is mun
veiðin vera þokkaleg á svæðinu og
einna best í Svalbarðsá. Fyrir
rúmri viku voru um 220 laxar
komnir úr Svalbarðsá, um 300 úr
Hafralónsá og veiðin var að glæð-
ast í Sandá, sem var afar treg
lengi vel. Þar hafa bestu hollin
verið að veiða um 40 laxa.
Nýir leigutakar á Brennu
Óvenjumikið hefur veiðst af sjó-
birtingi í ýmsum laxveiðiám í sum-
ar en nú er hin hefðbundna haust-
veiði á sjóbirtingi hafin.
Samkvæmt fréttavef SVFR land-
aði hópur sem veiddi um liðna
helgi í Eldvatni 17 sjóbirtingum á
bilinu 10 til 12 pund.
Nýir leigutakar taka á komandi
sumri við Brennunni, hinu gjöfula
veiðisvæði á ármótum Þverár-
Kjarrár og Hvítár. Hinir nýju
leigutakar eru þrír ungir menn,
Þorgeir Jónsson, Gunnar Gíslason
og Ingvar Vilhjálmsson.
Veitt er á tvær stangir í Brennu
og mjög góð veiði hefur verið þar í
sumar, hátt í 400 laxar hafa verið
færðir til bókar.
Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, þreytir lax í Strengjum í Langá. Hollið sem var þá við veiðar veiddi um 150 laxa.
Laxarnir hrygna
ekki í pottinum
STANGVEIÐI
ÆSILEGAR veiðisögur hafa borist
frá Þverá-Kjarrá í sumar, enda um
metveiði að ræða. Menn krækja
samt ekki bara í laxa í ánni. Fé-
lagar voru við veiðar á hinum
sögufræga stað Efra-Rauðabergi á
dögunum og settu í fjóra laxa.
Annar varð fyrir því óláni að festa
fengsæla Black Sheep-túpu sína í
botni og slitnaði lykkjan á sökk-
endanum þegar hann tók á línunni;
túpan sat eftir og taumurinn.
Meðan veiðimaðurinn batt á nýja
lykkju og taum veiddi félaginn sig
niður hylinn. Skyndilega sat flugan
föst og ekki í fiski og heldur ekki í
botni. Veiðimaðurinn taldi sig hafa
krækt í botngróður og togaði fast í
línuna. Skyndilega losnaði festan
og hann dró inn. Þá kom í ljós að
hann hafði veitt taum félagans
með Black Sheep-túpunni á; hafði
einn krókur þríkrækjunnar hitt
beint í lykkjuna á hinum enda
taumsins. Þótti þeim sú nákvæmni
með miklum ólíkindum og veltu
fyrir sér hvort þeir hefðu notið að-
stoðar Rauðs þess sem veiðisagna-
höfundurinn góði, Björn Blöndal,
hét á þegar hann veitti Captain
Wenner og Max félaga hans leið-
sögn er þeir veiddu 77 laxa á ein-
um degi á svæðinu fyrir nær einni
öld.
Furðuleg tilviljun
veidar@mbl.is
Auster og
Atwood koma
Allt um Bókmenntahátíð
í Reykjavík sem hefst á
sunnudaginn og stendur
alla næstu viku.
á morgun
BRESKU blöðin Guardian og Fin-
ancial Times fjölluðu um þá ann-
marka sem dómarar í Baugsmálinu
segja vera á 18 af 40 ákæruliðum.
Financial Times segir bréf dómar-
anna áfall fyrir ákæruvaldið og vitn-
ar í ónefndan íslenskan lögfræði-
speking sem segir þetta afar
óvenjulegt í réttarhöldum hér á
landi.
„Þetta var slæm byrjun fyrir
ákæruvaldið,“ hefur Financial Tim-
es síðan eftir Sigurði Líndal
lagaprófessor, en einnig að of
snemmt sé að segja fyrir um hvort
þessir ákæruliðir verði felldir niður.
Guardian vitnar í ónefndan sérfræð-
ing sem segir að það að annmarkar
séu á svo mörgum ákæruliðum, þar
af nokkrum stórum ákæruliðum, sé
óheppilegt fyrir ákæruvaldið.
Blaðið heldur áfram og vitnar í
Jónatan Þórmundsson lagaprófess-
or og tekur fram að hann hafi gert
úttekt á rannsókninni í júní, en
minnist ekki á að það hafi verið gert
að frumkvæði Baugs. Vitnað er í
niðurstöðu Jónatans, þar sem segir
að Baugur sé fórnarlamb lögreglu-
ofsókna frekar en að yfirmenn fyr-
irtækisins hafi gerst brotlegir við
lög.
Segir í frétt Guardian að þrátt
fyrir að ákæruvaldið fái tækifæri til
þess að sannfæra dómarana í næstu
viku megi ráða það af tóni bréfsins
að erfitt verði fyrir ákæruvaldið að
halda öllum ákæruliðunum til
streitu.
Umfjöllun um Baugsmálið í breskum blöðum
Sagt vera áfall fyrir ákæruvaldið
NÝLEGA fylgdu Frakkland og
Belgía í kjölfar Bretlands, Sviss og
Bandaríkjanna, og birtu opinberlega
„svartan lista“ yf-
ir flugfélög sem
ekki eru talin
uppfylla lág-
marks öryggis-
kröfur. Eftir röð
flugslysa í sumar,
m.a. í Grikklandi,
Kanada, Vene-
súela, Armeníu
og nú síðast í
Indónesíu, hefur
Evrópusambandið hafið umræður
um hvort ekki sé rétt að birta einn
samræmdan lista fyrir Evrópu í
heild. Fyrsti fundur sambandsins
um málið var haldinn sl. miðvikudag
og sat Jakob Falur Garðarsson,
fulltrúi í sendiráði Íslands í Brussel,
fundinn fyrir hönd samgönguráðu-
neytisins.
„Umræðurnar eru á byrjunarreit
og að öllum líkindum töluvert í að
þessar hugmyndir verði að veru-
leika. Sambandið vinnur nú ljóst og
leynt að samræmingu slíks lista fyrir
Evrópu, en á fundinum mátti heyra
mörg ólík sjónarmið um ágæti
þeirra,“ sagði Jakob Falur.
Samnorræn nefnd að störfum
„Við höfum ekki birt slíka svarta
lista hér á landi,“ segir Heimir Már
Pétursson, upplýsingafulltrúi Flug-
málastjórnar. „Hins vegar er að
störfum samnorræn nefnd, sem ég á
sæti í, sem fjallar um enn frekari
samhæfingu flugöryggismála á
Norðurlöndunum. Þar verður m.a.
spurningin um hina svokölluðu
svörtu lista tekin fyrir og nefndin
mun svo skila inn niðurstöðum sín-
um til ráðherraráðsins í vetur.“
Heimir Már segir það álitamál
hvaða upplýsingar um flugrekstrar-
aðila séu gerðar opinberar.
„Flugeftirlit byggir á ákveðnu
trausti á milli flugrekstraraðila og
eftirlitsaðila. Spurningin er hvort
opinber birting á gögnum sem fara á
milli þessara aðila setji þetta traust í
hættu. Traustið er mjög mikilvægt
og ef það brestur gæti það þýtt aft-
urför í flugöryggismálum,“ segir
Heimir Már.
Flugöryggi hert í Evrópu
Enginn „svartur listi“
birtur hér á landi
Heimir Már
Pétursson