Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 17
ERLENT
Ármúla 44, sími 553 2035.
Hafðu það gott!
- Mismunandi stærðir
• Allir hlutar STRESSLESS eru vandlega
hannaðir til að tryggja þér
hámarksþægindi
• Sjálfvirk hnakkapúðastilling
• Sérstakur mjóbaksstuðningur
• Þyngdarstýring
• Sterk fjaðrandi stálgrind
• Kaldsteyptur svampur
• Úrvals nautaleður - yfir 50 litir
• Öflug viðargrind - fæst í 6 litum
• Borð fyrir fartölvur
• Sjálfvirk hnakkapúðastilling
veitir bestu mögulegu þægindi
- þú velur þína stærð
Sjálfvirk hnakkapúðastilling
veitir bestu möguleg þægindi
®
Sérstakur hæðarstillanlegur
hnakkapúði
360° snúningur
með fullkomnum
stöðugleika
BANAMEIN Yassers Arafats, leið-
toga Palestínumanna, var „mikil
heilablæðing“ en ekki er ljóst hvað
olli því að heilsu
hans hrakaði
skyndilega með
þeim afleið-
ingum. Kemur
þetta fram í
skýrslum frönsku
læknanna, sem
önnuðust hann
undir lokin, en
þær hafa komist í
hendur ýmissa fjölmiðla. The New
York Times og ísraelska dagblaðið
Haaretz hafa sagt frá skýrslunum
og segja ljóst að veikindi Arafats
verði áfram óráðin gáta en höfundar
bókar, sem komin er út í Ísrael,
segja að aðeins sé um þrjár skýr-
ingar á sjúkleika Arafats að ræða;
sýkingu, alnæmi eða eitrun. Styðja
þeir þá kenningu sína til dæmis með
því að fjölskylda Arafats hafi bannað
frönsku læknunum að kanna lifur
Arafats að honum látnum. Ísraelskir
og bandarískir sérfræðingar benda
hins vegar á að í skýrslunum komi
fram að Arafat hafi ekki fengið nein
lyf fyrr en hálfum mánuði eftir að
hann veiktist. Þá kunni það að hafa
verið um seinan. Segja þeir eitrun
mjög ólíklega og getgátur um al-
næmi staðlausa stafi.
Óbreytt í Noregi?
NÝJUSTU skoðanakannanir í Nor-
egi benda til að stjórn borgaraflokk-
anna undir forsæti Kjell Magne
Bondevik muni halda velli en að
undanförnu hefur stjórnarandstöðu
vinstriflokkanna verið spáð sigri.
Stjórninni er nú spáð 53% atkvæða á
móti 44,7% vinstriflokkanna og
fengi hún þá 92 þingmenn af 169.
Mesta breytingin er sú að Sósíalíski
vinstriflokkurinn virðist vera að
tapa miklu fylgi. Þótt kannanir sýni
þetta núna er raunar ekki þar með
sagt að stjórnin sitji áfram. Á síðasta
kjörtímabili hefur hún notið stuðn-
ings Framfaraflokksins, sem er utan
stjórnar, en Carl I. Hagen, leiðtogi
hans, hefur lýst yfir að flokkurinn
muni ekki styðja aftur stjórn með
Bondevik í stafni.
Alvarlegt að
hafna Tyrkjum
JACK Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær að færu við-
ræður um aðild Tyrkja að Evrópu-
sambandinu út
um þúfur myndi
það hafa alvar-
legar afleiðingar
fyrir samskipti
ESB og ríkja
múslíma. „Með
því að bjóða
Tyrki velkomna
erum við að sýna
að vestræn og ísl-
ömsk menning geta þrifist hlið við
hlið. Hinn kosturinn er alvarlegri en
svo að ég vilji tala um hann,“ sagði
Straw og bætti við að Tyrkir hefðu
uppfyllt þau skilyrði sem þeim voru
sett fyrir viðræðum en þær eiga að
hefjast 3. október. Nú vilja sum ESB-
ríkin ekki sætta sig við að Tyrkir
skuli ekki vilja viðurkenna stjórn-
völd í gríska hluta Kýpur en hann er
í ESB. Þá má nefna að Angela Merk-
el, leiðtogi kristilegra demókrata í
Þýskalandi og líklegur kanslari eftir
kosningar 18. september, er andvíg
aðild Tyrkja að sambandinu.
Reykingar geta
leitt til blindu
RANNSÓKNIR sýna að helmingi
meiri líkur eru á að reykingafólk fái
bletti á nethimnu augans þegar ald-
urinn færist yfir en þeir, sem ekki
reykja. Eru engin ráð til við þessu og
getur þetta leitt til blindu, að sögn
vísindamanna við Manchester-
háskóla og Bolton-sjúkrahúsið á
Englandi. Þeir segja að í reyk-
ingafólki fái frumur í nethimnunni
ekki nægjanlegt súrefni og deyi af
þeim sökum.
Banamein
Arafats enn gáta
Jack Straw
Yasser Arafat
Kænugarði. AP, AFP. | Víktor Jústsj-
enko, forseti Úkraínu, leysti í gær
upp stjórn sína og fól Júrí Jekhan-
úrov, ríkisstjóra í
Dnípropetrovsk í
austurhluta
landsins, að
mynda nýja.
Kemur ákvörðun
Jústsjenkos í kjöl-
far ásakana um
mikla spillingu í
fráfarandi stjórn
„gulrauðu bylt-
ingarinnar“.
Jekhanúrov er gamall bandamaður
Jústsjenkos og hann var aðstoðarfor-
sætisráðherra í forsætisráðherratíð
Jústsjenkos 1999 til 2001. Á árunum
1994 til 9́7 sá hann um hina umdeildu
einkavæðingu í landinu. Tekur hann
nú við sem forsætisráðherra af Júlíu
Tymoshenko, mjög litríkri konu og
frammámanni í „gulrauðu bylting-
unni“ á síðasta ári.
„Andlit valdsins
hefur ekki breyst“
Jústsjenko sagði, að ástæðan fyrir
því, að hann leysti upp stjórnina, væri
sú, að mikil átök innan hennar hefðu
verið farin að stefna í voða þeim
markmiðum, sem hann hefði sett sér
og stjórninni er hann varð forseti.
„Við höfum séð mörg ný andlit í
valdastólum en andlit valdsins hefur
því miður ekki breyst,“ sagði Jústsj-
enko í viðtali við úkraínska sjónvarp-
ið. „Enn einu sinni eru stjórnvöld í
þessu landi sökuð um spillingu og um
lítinn árangur í efnahagsmálunum.“
Spillingarásakanirnar komu upp
síðastliðinn mánudag þegar starfs-
mannastjóri Jústsjenkos sagði af sér
og sakaði nánustu aðstoðarmenn for-
setans um spillingu. Síðan hafa
nokkrir þeirra sagt af sér.
Stjórnmálaskýrendur í Úkraínu
segja, að þessir atburðir séu að sjálf-
sögðu mikið áfall fyrir Jústsjenko og
setji í uppnám tilraunir hans til að
færa landið í vesturátt og fá jafnt inni
í Evrópusambandinu sem Atlants-
hafsbandalaginu.
Jústsjenko forseti rak
alla ríkisstjórn Úkraínu
Reuters
Víktor Jústsjenko forseti með Júlíu Tymoshenko í desember í fyrra.
Júrí
Jekhanúrov
KONU nokkurri í Þýskalandi,
sem er meinilla við kóngulær,
varð heldur betur á í messunni
þegar hún vildi losna við ófögn-
uðinn. Beitti hún gegn þeim
úðabrúsa og þegar það dugði
ekki til, kveikti hún í úðanum.
Það hreif. Kóngulærnar eru
dauðar en sjálf er hún á göt-
unni.
Haft er eftir lögreglunni í
bænum Zülpich, að konan hafi
viljað losna við kóngulær úr
sínum húsum en þegar úða-
brúsinn virkaði ekki í því skyni,
þá hafi hún gripið til þess óynd-
isúrræðis að kveikja í úðanum.
Vann eldurinn vel á kónguló-
num en því miður líka á húsinu,
sem varð strax alelda að því er
sagði á fréttavef Jyllands-Post-
en.
Vel gekk að slökkva eldinn
eftir að slökkviliðið kom á vett-
vang en lögreglan metur
skemmdirnar á sjö milljónir ís-
lenskra króna.
„Fjölskyldan verður nú að
finna sér annað húsnæði um
tíma en kóngulærnar eru
horfnar, að minnsta kosti í
bili,“ sagði talsmaður lögregl-
unnar.
Með illu
skal illt
út reka