Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 15
ÚR VERINU
REGLUR Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
(FAO) um umhverfismerkingar sjáv-
arafurða, sem settar voru í mars sl.,
hafa aukið alþjóðaáhuga á málefninu,
áhuga stjórnmálamanna, atvinnu-
greinarinnar og almennings. Þær eru
góð byrjun en frekari aðgerða er þörf.
Þetta kom fram í ávarpi Joes Borg-
es, framkvæmdastjóra sjávarútvegs-
mála hjá Evrópusambandinu, á ráð-
stefnunni Aukið virði sjávarfangs,
sem sjávarútvegsráðuneytið gekkst
fyrir á Nordica hóteli í gær.
Vill samvinnu við Ísland
Áður gerði hann grein fyrir endur-
skoðun sjávarútvegsstefnu Evrópu-
sambandsins síðan 2002 og kynnti
„grænu skýrsluna“, sem er stefnu-
mörkun sambandsins í málefnum
hafsins og tekur meðal annars á efna-
hags-, umhverfis- og félagslegum
þáttum varðandi umgengni við hafið,
en skýrslan verður birt á næsta ári.
Joe Borge sagði að margt hefði
áunnist varðandi nýtingu fiskstofna
með sjálfbærum hætti en enn væri
langt í land. Samvinna við lönd eins og
Ísland væri mikilvæg í framhaldinu,
því ljóst væri að Ísland og Evrópu-
sambandið hefðu sameiginleg mark-
mið varðandi fiskveiðistjórnun, ekki
síst með framtíðina í huga. Hvernig
samvinnunni yrði háttað og hvað hún
yrði mikil væri auðvitað undir Íslandi
komið en grundvöllur fyrir samvinnu
væri mjög sterkur og hún myndi bera
góðan ávöxt.
Árni Mathiesen gaf tóninn
Á fundi sjávarútvegsráðherra við
Norður-Atlantshaf í fyrra gerði Árni
M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
aukið virði sjávarfangs að umtalsefni
sínu og spunnust miklar umræður í
kjölfarið. Joe Borge sagði í erindi sínu
í gær að Árni hefði opnað málið og nú,
ári síðar, hefðu nokkrar hugmyndir
vaknað.
Borge sagði að umhverfismerking-
ar væru mikilvægar í stjórn fiskveiða.
Hins vegar væri oft erfitt að gera sér
grein fyrir hvað stæði á bak við ýmsar
þessar merkingar. Þær ættu fyrst og
fremst að vera hvatning atvinnu-
greinarinnar til að nýta fiskstofna
frekar með sjálfbærum hætti. Um-
hverfismerkingar yrðu að vera gerð-
ar á ábyrgan hátt því annars væri
hætta á að viðskiptavinir misstu trú á
þeim áður en þær næðu að slíta
barnsskónum.
Í máli framkvæmdastjórans kom
fram að reglur varðandi umhverfis-
merkingar yrðu að uppfylla ákveðin
skilyrði. Hann nefndi meðal annars
tengingu þeirra við nýtingu fiskstofna
með sjálfbærum hætti og vernd vist-
kerfisins, mikilvægi þess að viðskipta-
vinir gætu treyst því að allar um-
hverfismerkingar innan
Evrópusambandsins fylgdu svipuð-
um viðmiðunarreglum, að umhverfis-
merkingar væru öllum opnar og sam-
keppni tryggð, og að merkingarnar
fullnægðu markmiðum Evrópusam-
bandsins.
Joe Borge sagði ennfremur að Evr-
ópusambandið vildi að ákveðnar við-
miðunarreglur varðandi umhverfis-
merkingar yrðu þróaðar og byggt
yrði á leiðbeinandi reglum FAO, sem
Ísland og Norðurlandaráð hefðu ýtt
úr vör. Fljótlega yrði umræða um
málið hjá Evrópusambandinu og um-
hverfismerkingar byðu upp á gott
tækifæri til að hefja almenna pólitíska
samvinnu um viðskipti og aukið virði
sjávarfangs.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundur Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra setur ráðstefnuna Aukið virði sjávarfangs á Nordica hóteli í gær.
Umhverfismerkingar tæki-
færi til almennrar samvinnu
„ÍSLENZKA fiskveiðistjórnunin
er líklega sú bezta í heimi. Neyt-
endur í Evrópu hafa stöðugt vax-
andi áhyggjur af þverrandi fiski-
stofnum. Þess vegna styður
Carrefour íslenzka kerfið til að
uppfylla kröfur neytandans,“ seg-
ir Bruno Corréard. Hann er fram-
kvæmdastjóri þeirrar deildar hjá
frönsku stórmarkaðakeðjunni
Carrefour, sem sér um innkaup á
sjávarafurðum úr sjálfbærum
veiðum.
Corréard segir að þrátt fyrir að
íslenzka fiskveiðistjórnunin væri
„náttúruleg“ í augum íslenzkra
sjómanna, væri hún langt frá því
að vera þekkt meðal evrópskra
neytenda. Þess vegna yrði að
kynna það fyrir neytendum að það
sé hægt að stunda ábyrgar veiðar
og að svo sé gert. Með góðri miðl-
un upplýsinga sé hægt að koma
því til leiðar að neytendur krefjist
í auknum mæli fiskafurða sem
koma úr ábyrgum veiðum.
Carrefour leggur gífurlega
áherzlu á að sá fiskur sem stór-
markaðir keðjunnar selja sé feng-
inn úr sjálfbærum veiðum og vist-
vænum. Áherzla er lögð á gæða-
og framleiðslueftirlitskerfi og
rekjanleika frá veiðum á disk
neytandans. Verzlanirnar selja af-
urðir sem fengið hafa umhverfis-
vottun og vilja auka þann hlut söl-
unnar sem mest. Carrefour er
með eigið merki fyrir afurðir úr
ábyrgum fiskveiðum.
Til að nálgast markmiðið um
sölu afurða úr ábyrgum veiðum
leitar Carrefour eftir afurðum,
sem hafa hlotið umhverfisvottun
eða þar sem er ábyrg fiskveiði-
stjórnun eins og á Íslandi. Car-
refour leggur áherzlu á að fá fisk
veiddan á króka þar sem það er
unnt. Þess vegna hefur keðjan
meðal annars gert samning við
sjávarútvegsfyrirtækið Vísi í
Grindavík.
Á þessu ári býður keðjan upp á
íslenzkan línufisk, steinbít veidd-
an á línu við Ísland, kola veiddan í
snurvoð við Ísland og karfa veidd-
an í troll við Ísland. Þessi fiskur er
seldur í Frakklandi og Belgíu. Á
næsta ári verður keðjan með al-
askaufsa veiddan í troll við
Bandaríkin og rækju veidda í troll
við Madagaskar, en allar þessar
afurðir fá umhverfismerkingu
Carrefour.
Carrefour kaupir ekki aðeins
áður nefndar tegundir frá Íslandi,
heldur einnig rækju. Keðjan, sem
kaupir bæði ferskar, frosnar,
þurrkaðar og saltaðar afurðir,
mun ekki aðeins selja þær í
Frakklandi og Belgíu, heldur
einnig á Spáni, Brasilíu, Ítalíu og
víðar.
Carrefour leggur áherzlu á að
auka þennan þátt viðskiptavina
með aukinni samvinnu við þjóðir
sem stunda ábyrgar fiskveiðar og
með því að upplýsa neytendur
þannig að þeir krefjist í auknum
mæli afurða úr ábyrgum veiðum.
Carrefour er önnur stærsta
keðja stórmarkaða í heimi. Hún er
stærst í heiminum í smásölu mat-
væla. Í keðjunni eru 11.080 stór-
markaðir í 32 löndum. Starfsmenn
eru 430.000. Árleg sala er um
7.000 milljarðar króna.
Líklega bezta
fiskveiðistjórn
í heiminum
Franska stórmarkaðakeðjan Carre-
four telur íslenzkan fisk beztan
GUÐMUNDUR Einarsson frá Bol-
ungarvík fékk Íslensku sjáv-
arútvegsverðlaunin fyrir fram-
úrskarandi skipstjórn, en
verðlaunin voru afhent í Gerð-
arsafni í Kópavogi í gærkvöldi.
Íslensku sjávarútvegsverðlaunin
eru í tengslum við Íslensku sjáv-
arútvegssýninguna og voru nú veitt
í þriðja sinn. Verðlaunin voru í
þrettán flokkum og fengu þau eft-
irtaldir einstaklingar og fyrirtæki:
Í flokknum Framúrskarandi ís-
lenskur skipstjóri var Guðmundur
Einarsson útnefndur. Hann hefur
lengst af verið skipstjóri á smábát-
um og er nú skipstjóri á línubátnum
Einari Hálfdáns ÍS.
Gjögur fékk verðlaun í flokknum
Framúrskarandi íslensk útgerð.
Fyrirtækið Samherji, Dalvík, var
útnefnt í flokknum Framúrskar-
andi íslensk fiskvinnsla. Gísli Jón
Hermannsson var verðlaunaður
fyrir framúrskarandi árangur ein-
staklings.
Fjórir framúrskarandi íslenskir
framleiðendur voru verðlaunaðir;
Stjörnu Oddi (veiðar – lítil fyr-
irtæki), Hampiðjan (veiðar – stór
fyrirtæki), Skaginn (fiskvinnslu-
tæki/fiskmeðhöndlun – lítil fyr-
irtæki) og Marel (fiskvinnslutæki/
fiskmeðhöndlun – stór fyrirtæki).
Fjórir framúrskarandi erlendir
framleiðendur voru verðlaunaðir;
Internacional d Redes y Cuerdas
(IRC) (veiðar – lítil fyrirtæki), Sim-
rad (veiðar – stór fyrirtæki), Nesco
Weighing (fiskvinnslutæki/
fiskmeðhöndlun – lítil fyrirtæki) og
Baader (fiskvinnslutæki/fisk-
meðhöndlun – stór fyrirtæki). Úr
þessum hópi fékk Hampiðjan svo
verðlaun sem framúrskarandi
framleiðandi í heildina.
Verðlaun Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka, afhendir afla-
klónni Guðmundi Einarssyni verðlaunin fyrir framúrskarandi skipstjórn.
Verðlaun fyrir skipstjórn
Morgunblaðið/Kristinn
VIÐSKIPTAHINDRANIR í al-
þjóðaviðskiptum með fisk voru
ræddar á fundi sjávarútvegsráð-
herra með erlendum starfsbræðrum
sínum og embættismönnum í gær.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir að þessar viðskipta-
hindranir geti verið af ýmsu tagi.
Ekki sé aðeins um beinar tollahindr-
anir og innflutningshöft að ræða
heldur líka óbeinar hindranir, tækni-
legar hindranir, kröfur um vottorð
og alls konar próf áður en vörum er
hleypt á markað. Á fundinum voru
fulltrúar þjóða sem bæði eru útflytj-
endur og innflytjendur í Evrópu,
Bandaríkjunum og þróunarlöndun-
um.
Mismunandi sjónarmið
„Sjónarmiðin voru því mismun-
andi,“ sagði Árni eftir fundinn og
benti á að til dæmis ættu þróunar-
löndin oft erfitt með að uppfylla þær
kröfur sem vestræni heimurinn
setti. Þau gerðu því þá kröfu til hins
vestræna heims að hann aðstoðaði
þau á tæknilegan hátt við að uppfylla
þessi skilyrði og gerði þeim þannig
kleift að koma sínum vörum á mark-
aðinn svo þessar tæknilegu kröfur
virkuðu ekki sem hindranir í við-
skiptum.
Niðurgreiðslur voru einnig ofar-
lega á baugi. Árni sagðist eiga von á
að tekið yrði á því máli á fundi Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar, sem
haldinn verður í Hong Kong á næst-
unni.
Ráðherrar ræddu um
hindranir á viðskiptum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðskipti Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi utanríkisráðherra, ræðir við soninn Árna M. Mathiesen, sjávar-
útvegsráðherra og verðandi fjármálaráðherra, og Einar K. Guðfinnsson, verðandi sjávarútvegsráðherra, í gær.