Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN B andarísku gam- anþættirnir Vinir eru í uppáhaldi hjá mörgum Íslend- ingum af yngri kyn- slóðinni, og þar er ég sjálf engin undantekning. Eins og þeir vita sem horft hafa á þættina lýsa þeir lífi sex góðra vina sem eru vel klædd, búa í huggulegri íbúð í New York og eyða tíma sínum að mestu í að hanga á kaffihúsi og drekka girnilega kaffidrykki. Þegar á líður fá vinirnir hins veg- ar spennandi og krefjandi störf við sitt hæfi. Því verður seint haldið fram að í Vinum sé dregin upp raunsæ mynd af lífinu, en á Íslandi eiga þó flestir kost á þeim gæðum sem bandarísku ung- mennin í þáttunum njóta í sínu daglega lífi. Vel snyrtu ungmennin sex í New York hafa komið upp í hug- ann undanfarna daga. Fréttir af náttúruhamförum í útlöndum hafa fyllt dagblöð og ljósvaka- miðla. Við höfum séð myndir af örvæntingarfullu, fátæku fólki sem orðið hefur illa úti af völdum hamfaranna. Raunar eru myndir af eyðileggingu og neyð af völdum óblíðra náttúruafla ekkert nýmeti í fjölmiðlum og flestir eru snöggir að fletta framhjá slíkum ótíð- indum meðan blöð dagsins eru lesin yfir morgunkaffinu. Enda fórnarlömbin venjulega frá heimshlutum sem okkur virðast afar fjarlægir. En síðustu daga hefur mörgum svelgst á kaffinu við fréttalesturinn. Ástæðan er sú að fátæka fólkið sem á um sárt að binda að þessu sinni er bandarískt. Það er frá auðugasta og öflugasta ríki heims – sama ríki og þau Monica, Ross, Chandler og hinir Vinirnir. Ef til vill finnst einhverjum skrýtið að hér skuli í sömu andrá fjallað um náttúruhamfarir og gamanþátt. En það er sláandi hvað líf efnalít- ils fólks á suðurströnd Bandaríkj- anna er ólíkt lífi persónanna í af- þreyingarefninu sem hingað berst í stríðum straumum frá þessu landi tækifæranna, eins og Bandaríkin eru stundum nefnd. Og þó er þetta afþreyingarefni af ýmsum toga. Auk stórborg- arþátta á borð við Vini og Beðmál í borginni er vinsælt vestanhafs að búa til þætti sem gerast í smá- bæjum þar sem allir þekkja alla. Þar eru aðalsöguhetjurnar gjarn- an læknar, lögfræðingar og ungar stúlkur sem stefna á nám í Har- vard. Svo er til ógrynni af grín- þáttum um þybbna fjölskyldufeð- ur sem eiga pallbíl, einbýlishús og fallega eiginkonu sem vinnur heima og sinnir efnilegum börn- um þeirra. Þetta er auðvitað alls ekki tæmandi upptalning, og við og við glittir vissulega í ákveðið félagslegt raunsæi í bandaríska afþreyingarefninu – líkt og í menntaskólaþáttunum Boston Public, sem snerust að miklu leyti um skólagöngu lítt efnaðra vand- ræðaunglinga. Á heildina litið eiga sögupersónur allra þessara þátta þó eitt sammerkt. Þær lifa samkvæmt hugsjóninni um bandaríska drauminn, hver með sínum hætti. Ýmist hafa þær þeg- ar fengið draum þennan upp- fylltan og geta því slakað á með bjór eða sjónvarpsfjarstýringu við höndina – líkt og fjöl- skyldufaðirinn í þáttunum Accor- ding To Jim, eða að draumurinn rætist í fyllingu tímans – eins og hjá hinni tískusinnuðu Rachel í Vinum, sem fær starf hjá tísku- hönnuðinum Ralph Lauren eftir að hafa mátt gera sér að góðu að vinna sem gengilbeina á kaffihúsi. Eftir að hafa fengið örlitla inn- sýn inn í líf fólksins, sem ekki gat forðað sér þegar flóðin skullu á borgina New Orleans í síðustu viku og yfirvöldum virtist standa á sama um, kemur í ljós að ekki lifa allir bandaríska drauminn. Enda sýna tölur frá bandarísku hagstofunni að 2,1 milljón manna í ríkjunum Alabama, Louisiana og Mississippi lifa undir fátækt- armörkum og fjórðungur allra íbúa borgarinnar New Orleans lif- ir í fátækt. Og samkvæmt nýjum tölum frá stofnuninni hafa tekjur þess fimmtungs Bandaríkja- manna sem minnst ber úr býtum lækkað um tæp 9% frá árinu 1999, þegar búið er að leiðrétta fyrir verðbólgu. Í fyrra bættist 1,1 milljón manna við þær 36 millj- ónir sem þá töldust lifa í fátækt í Bandaríkjunum. Það kemur kannski ekki á óvart að fátækt og vandamál séu ekki vinsæl umfjöllunarefni í banda- ríska afþreyingariðnaðinum. En hvað með fjölmiðlana? Í grein sem birtist á vefsíðunni Com- mondreams.org í vikunni, eftir háskólakennara að nafni James Wittebols, gagnrýnir hann banda- ríska fjölmiðla harðlega fyrir að sýna fátæktarvandanum í landinu litla athygli. Það hafi ekki verið fyrr en eftir að fellibylurinn Katr- ín reið yfir sem fjölmiðlarnir upp- götvuðu eymdina í eigin landi. Hann segir það vissulega slæmt að jafn hörmulegan atburð skuli hafa þurft til. Staðreyndin sé hins vegar sú að í mörg ár hafi fréttir í sjónvarpi og blöðum miðað að því að þjóna hagsmunum auglýsenda – fremur en að upplýsa almenna borgara. Segist Wittebols vona að afleiðingar hamfaranna í ríkj- unum við Mexíkóflóa verði til þess að þarlendir fréttamenn breyti gildum sínum og áherslum. Þeir átti sig kannski á því að til séu tvö ólík Bandaríki. Í öðru landinu býr fólk sem á allt til alls og getur lagt heiminn að fótum sér hvenær sem því sýnist svo. Í hinu landinu býr fólk hins vegar við versnandi lífs- kjör. „Ef til vill á fréttamennska sem getur orðið til þess að skapa sam- stöðu í landinu eftir að koma í stað fréttamennsku af þeirri tegund sem eykur á sundrungina,“ segir Wittebols. „Kannski,“ segir hann og bætir við: „En ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn.“ Amerísk martröð Ástæðan er sú að fátæka fólkið sem á um sárt að binda að þessu sinni er bandarískt. Það er frá auðugasta og öflugasta ríki heims – sama ríki og þau Monica, Ross, Chandler og hinir Vinirnir. VIÐHORF Elva Björk Sverrisdóttir elva@mbl.is EFTIR að hafa lesið ellefu kafla, sem fjalla um ákærur ríkislög- reglustjóra vegna meintra afbrota forsvarsmanna Baugs er taka til fjár- dráttar, umboðssvika og brota gegn lögum um hlutafélög o.fl. er það sér- staklega áhugavert er tekur til frum- rannsóknar og almennrar máls- meðferðar efnahagsbrotadeild- arinnar. Manni virðist við fyrstu sýn að hinar víðtæku húsrannsókn- arheimildir séu ekki í neinu samræmi við kæru, umfang og framlögð meint sak- aratriði Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi. Í þessu máli þarf því að grandskoða og rannsaka hvort húsleitarheimild héraðsdóms hafi ótvírætt gefið efnahagsbrotadeild ríkislögreglustj. óskorað vald til töku þeirra málsgagna, sem virðast vera langt umfram þá umgjörð, sem frum- rannsóknin grundvallaðist á. Ætla verður að lögmenn Baugs kanni sér- staklega þennan þátt málsins því hafi efnahagsbrotadeildin komist yfir sak- argögn frá Baugi á röngum for- sendum geta þeir ekki nýtt þau gögn til sakfellingar. Svo virðist sem meint sakaratriði í þessu máli séu þess eðlis að efnahagsbrotadeildin hefði auð- veldlega getað beðið forsvarsmenn Baugs um þau og ekki hafi verið mikil hætta á undanskotum málsgagna. Rétt er einnig að hafa í huga að á sama tíma stóð yfir rannsókn skatt- rannsóknarstjóra á meintum skatt- svikum fyrirtækisins. Líkleg misbeit- ing pólitísks valds þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, gegn Baugi hefur valdið miklum óhug meðal þjóðarinnar og knýr enn frek- ar á nauðsyn þess að rannsakað verði hvaða grundvallarástæður voru til svo víðtækrar rannsóknar, sem staðið hefur yfir í þrjú ár. Umfang og eðli málsins réttlæta á engan hátt þennan langa rannsóknartíma. Sé líka til þess litið að enginn af hlut- höfum Baugs hefur kært forsvarsmenn fyrirtæk- isins fyrir afbrot af neinu tagi né að þeir hafi orðið fyrir neinu tjóni í við- skiptum við þá, er það nokkuð torskilin nið- urstaða að þeir skuli vera ákærðir fyrir fjárdrátt, án þess að fyrir liggi kæra þar að lútandi og sama gildir um meint umboðssvik. Þá þarf einnig að kanna sér- staklega tengslin milli ákæru- og rannsóknarvaldsins í þessu máli. Það er grafalvarlegt mál að sami aðili rannsaki og ákæri í málinu. Reyndar er sá gjörningur ekki í neinu í sam- ræmi við lögformlega málsmeðferð. Hafi Davíð Oddsson, þáverandi for- sætisráðherra, og fylgifiskar hans haft afgerandi áhrif á þróun rann- sóknarinnar og henni hafi að ein- hverju leyti verið að undirlagi þeirra hrundið í framkvæmd þá hriktir al- varlega í grundvallarstoðum lýðræð- isins, með lögum skal land byggja. Svo virðist sem þriggja ára stöðug leit að sakaratriðum Baugs og Gaums hafi frekar átt að skaða mannorð for- stöðumanna fyrirtækjanna og valda þeim fjárhagslegum skaða en að upp- lýsa um sakargiftir þeirra eins og ákæruatriðin bera með sér. Kannski er ákæruatriði um greiðslukorta- birtingu Jóns Ásgeirs í Morg- unblaðinu um hvað hann leggur sér til munns og hvaða veitinga- og kvik- myndahús hann sækir dæmigerð um vinnubrögð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Menn þurfa ekki að velkjast í vafa um áratuga samspil forráðamanna Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks við flokksbræður sína í æðstu embættum innan löggæslu- og ákæruvaldsins. Af hverju var verð- samráð olíufélaganna og trygging- arfélaganna látið afskiptalaust árum saman? Forráðamenn þessara félaga voru allir vel þekktir innan Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokksins. Í þessum málum var ekkert gert fyrr en Samkeppnisstofnun braut upp samtryggingarkerfið eins og kunnugt er. Það má tilgreina fjölda mála í gegnum árin þar sem ráðherrar um- ræddra flokka voru að aðstoða flokksbræður með beinum hætti vegna alvarlegra tegunda afbrota. Um þann fortíðarvanda verður ekki fjallað hér, enda um hann skrifað á sínum tíma í fjölmiðlum, m.a. af und- irrituðum vegna afskipta af rann- sóknum sakamála. Ég hef alla tíð treyst á heiðarleika og kostgæfni lög- reglumanna og mun gera það áfram þó að pólitískur draugagangur leiki nú um ríkislögreglustjóraembættið. Baugsmálið Kristján Pétursson fjallar um ákæruatriðin gegn Baugi ’Manni virðist viðfyrstu sýn að víðtæku húsrannsóknarheimildir séu ekki í neinu sam- ræmi við kæru, umfang og framlögð meint sak- aratriði …‘ Kristján Pétursson Höfundur er fyrrv. deildarstjóri og löggæslumaður. FORSVARSMENN Reykjanes- bæjar kunna greinilega töluvert fyrir sér í markaðsmálum eins og tíma- setning þessa snjalla útspils þeirra um innanlandsflugið sýnir. Þeir bjóða velkomna til Reykjanesbæjar að- alsamgöngumiðstöð okkar Reykvík- inga með öllum þeim umsvifum, sem henni tengjast. Þeir ættu að fá mark- aðsverðlaun ársins. Stjórnmálamennirnir okkar hér í Reykjavík eru hins vegar að kepp- ast við að halda því fram að innanlands- flugið skuli fara úr Vatnsmýrinni. Sumir þeirra koma því reynd- ar, sem betur fer, sterkt á framfæri, að flugvöllur skuli verða áfram í eða við höf- uðborgina, Reykjavík. Þeirri skoðun fagna ég þar sem það hefur verið og er höfuðbaráttumál Hollvina Reykjavíkurflugvallar, að flugvöllur verði áfram í eða við Reykjavík, en hvar? Það verður að ákveða fyrst. Hins vegar er ljóst, að þeir hafa eignast sterkan keppinaut – Reykja- nesbæ. Þar á bæ eru menn sem greinilega átta sig á því eftir hverju er að slægjast. Miðstöð innanlands- flugs Íslands fylgja gríðarleg umsvif. Forsvarsmenn Reykjanesbæjar benda réttilega á að fyrir Íslendinga sem ætla að nota innanlandsflugið á leið til útlanda án þess að þurfa að koma til Reykjavíkur fyrst er þægi- legt að komast beint í millilanda- flugið. Þeir þurfa að vísu allir að gista nóttina áður og þá vitanlega í Reykja- nesbæ, en þeir þurfa þá ekki að nota neina þjónustu í Reykjavík kvöldið áður né reykvíska leigubíla eða rútur til Keflavíkurflugvallar. Langflestir erlendir ferðamenn til Íslands koma við í Reykjavík á leið út á land, tug- þúsundum saman. Í Reykjavík er miðstöð samgangna út á land – Um- ferðarmiðstöðin – auk innanlands- flugsins. Það stórdregur úr nauðsyn umferðarmiðstöðvar, ef innanlands- flugið þarf ekki að nýta hana. Um- ferðarmiðstöðin yrði þá vafalaust bet- ur staðsett uppi í Árbæ eða við Rauðavatn. Það skapar aukið bygg- ingarland í Vatnsmýrinni. En það dregur þá jafnframt mjög mikið úr umferð erlendra ferða- manna til miðborgar Reykjavíkur, þar sem þeir hafa flestir þurft að koma við. Vitanlega munu margir halda áfram að koma til Reykjavíkur, þó þeir ætli út á land, en miðstöð þeirra verður þá ekki endilega í Reykjavík. Miðstöð innanlands- flugsins fylgja mikil umsvif. Mikill fjöldi Reykvíkinga hefur vinnu við flugið beint og miklu fleiri óbeint. Margfeldisáhrifin eru ómæld fyrir alla þá, sem vinna við flutninga, alls kyns þjónustu og versl- un. Gríðarlegt atvinnu- og veltutap yrði fyrir Reykjavík og Reykvíkinga. Sem Reykvíkingi finnst mér það skipta máli. Þeir sem hæst hafa haft hingað til um að flugvöllurinn skuli fara í burtu eru að sækjast eftir meira bygging- arlandi í nágrenni miðborgar Reykja- víkur, til að styrkja miðbæinn. Ég leyfi mér að efast stórlega um að flutningur flugvallarins úr Vatnsmýr- inni styrki miðbæinn – frekar hið gagnstæða. Í mínum huga hefur þetta mál með staðsetningu Reykjavíkurflugvallar snúist í aðalatriðum um eftirfarandi þætti. Í fyrsta lagi um öryggismál landsmanna allra. Það er ómetanlegt öryggi af því að hafa flugvöllinn í næsta nágrenni við bráðamóttöku sjúkrahúsanna. Það skiptir alla landsmenn máli. Koma má til móts við hluta þessa þáttar með byggingu bráðamóttöku í Keflavík. Það er líka gríðarlegt öryggismál, að flugvöllur sé staðsettur í borginni eða í næsta nágrenni við hana, ef til einhverra þeirra náttúruhamfara kæmi, að flytja þyrfti íbúa borgarinnar á burt. Mér hefur fundist þessi þáttur stór- lega vanmetinn í umræðunni hingað til. Þá skal ekki gert lítið úr mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem vara- flugvallar fyrir Keflavík. Í öðru lagi skiptir staðsetning vall- arins höfuðmáli fyrir þjónustu höf- uðborgarinnar Reykjavíkur við landsmenn alla. Greiðar flug- samgöngur til höfuðborgarinnar og allrar þjónustu þar er grundvöllur þess að Reykjavík geti talist höf- uðborg landsmanna allra. Það er vel kunnugt þeim sem vilja vita, að fjöl- margir landsmenn sætta sig við mjög skerta almannaþjónustu af ýmsum toga úti á landi þar sem svo auðvelt er að sækja hana til Reykjavíkur. Vit- anlega má hugsa sér að flytja hana smátt og smátt í Reykjanesbæ. Við erum að leggja af stað inn í prófkjörsbaráttu flokkanna hér í Reykjavík og svo í borgarstjórn- arkosningar að ári. Það er þensla í þjóðfélaginu um þessar mundir og svo virðist sem fáir leiði hugann að at- vinnumálum. Reyknesingar vita sem er, að atvinna fyrir íbúana skiptir mestu máli og þar má aldrei slaka á. Þetta útspil þeirra er því framúrskar- andi vel tímasett og útfærslan á vafa- lítið eftir að verða góð. Þeir eru þekktir að því að vera keppnismenn. En Reykvíkingar þurfa líka á því að halda, að í forsvari fyrir hags- munum þeirra séu menn sem huga að öryggis- og atvinnumálum þeirra. Það verður spennandi að fylgjast með því næstu mánuði, hvernig stjórnmálamenn okkar Reykvíkinga meta hagsmuni okkar í þessu sam- hengi. Eitursnjallt útspil Friðrik Pálsson fjallar um stað- setningu innanlandsflugvallar ’Það er líka gríðarlegtöryggismál, að flug- völlur sé staðsettur í borginni eða í næsta ná- grenni, ef til einhverra þeirra náttúruhamfara kæmi, að flytja þyrfti íbúa á burt.‘ Friðrik Pálsson Höfundur er formaður Hollvina Reykjavíkurflugvallar og áhugamað- ur um markaðsmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.