Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 35
MINNINGAR
✝ Björgvin EinarGuðmundsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 9. nóv-
ember 1929. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Garð-
vangi í Garði 31.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Jóns-
son skósmiður á Sel-
fossi, f. 1899, d.
1989, og Jóhanna
Ólafsdóttir, f. 1895,
d. 1984. Bræður
Björgvins eru Marínó, f. 1927, og
Ólafur, f. 1934. Björgvin ólst upp í
Vestmannaeyjum og síðar á Sel-
fossi og lagði stund á málaraiðn
og vann við þá iðn mesta hluta
starfsævi sinnar.
Árið 1953 kvæntist Björgvin
Arnbjörgu Sigurðardóttur, f.
1934, d. 1987. Eignuðust þau átta
börn og bjuggu alla sína búskap-
artíð í Keflavík. Þau skildu. Börn
þeirra eru: Jóhann Rúnar, hag-
fræðingur, f. 1951, kvæntur Birnu
Jónsdóttur lækni, f. 1950, Guð-
mundur, rafvirki, f.
1953, kvæntur Ás-
dísi Kristjánsdóttur,
húsmóður, f. 1957,
Magnús Ingi, sjó-
maður, f. 1954,
kvæntur H. Hjördísi
Guðjónsdóttur mat-
ráði, f. 1959, Eygló
Rut, uppeldisfræð-
ingur, f. 1955, Sig-
urður, kaupmaður,
f. 1959, kvæntur
Hildi Þóru Stefáns-
dóttur húsmóður, f.
1972, Jóhanna, ör-
yggisvörður, f. 1960, gift Hannesi
L. Jóhannssyni afgreiðslumanni,
f. 1959, Björgvin Arnar, rafvirki,
f. 1961, kvæntur Katrínu M. Ei-
ríksdóttur húsmóður, f. 1966, og
Gréta Þóra verslunarmaður, f.
1963, gift Birni Finnbogasyni, f.
1962. Barnabörnin eru 29 og
barnabarnabörnin 13.
Útför Björgvins verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Elsku pabbi. Mig langar í fáeinum
orðum að þakka þér fyrir allar okkar
góðu stundir. Lífið hefur ekki alltaf
verið dans á rósum enda hefur eng-
inn lofað því. Alltaf varstu þó svo
glaður og hress.
Ég man hvað þú varst montinn af
stelpunni þinni þegar þú bauðst mér
til Spánar, þú talaðir um það og lifðir
á því í þrjátíu ár. Þegar ég lít til baka
og hugsa um það þegar ég var lítil
stelpa þá man ég að mér fannst ég
svo heppin að eiga svona góðan
pabba. Pabba sem hélt kvöldvökur
fyrir okkur systkinin og vini, söng og
spilaði á gítar og trommur og var
alltaf í stuði. Þú sagðir svo skemmti-
legar sögur af henni Bínu í Vest-
mannaeyjum. Ég hélt í mörg ár að
hún væri til. Ég lifði mig alveg inn í
ævintýrin þín og þegar ég sjálf var
orðin mamma þá fengu stelpurnar
mínar að heyra sögurnar af henni
Bínu í rauðu regnkápunni.
Þú varst svo ánægður með allar
stelpurnar og Bjössa minn.
Þegar ég var níu ára skilduð þið
mamma og þú fluttir í stóru blokk-
ina. Þær voru nú ófáar ferðirnar sem
ég fór til þín og þegar ég hugsa til
baka þá var ég eins og lítil kerling.
Fékk að kaupa diska, glös, potta
o.s.frv. í eldhúsið hjá þér. Svo var ég
stundum að elda fyrir þig þegar þú
komst af sjónum og alltaf hrósaðir
þú mér þó svo að ég hafi sett 2 mat-
skeiðar í staðinn fyrir 2 teskeiðar af
karrý í sósuna.
Ég á margar góðar minningar sem
ég geymi og er þakklát fyrir.
Mig langar að þakka þér fyrir að
hafa alltaf staðið með mér þó það
hafi stundum verið sárt og ég fann
það þegar heilsan þín fór að bila hvað
þú varst næmur. Síðustu mánuðina
gastu svo lítið tjáð þig en ég sá það í
augunum þínum og það var voðalega
sárt að upplifa þig svona vanmátt-
ugan. En svona er Alzheimer-sjúk-
dómurinn stundum. Þau voru því
svolítið þung skrefin hjá mér síðustu
vikurnar, en ég er mjög þakklát fyrir
okkar síðustu stundir.
Ég fann þegar þú kreistir á mér
hendurnar þegar ég kom til þín fyrr
um kvöldið og kvaddi þig að þú vissir
af mér.
Þegar kallið kom, kalli minn, þá
beiðstu eftir börnunum þínum. Við
sem búum þér næst erum svo þakk-
lát fyrir að hafa náð að vera hjá þér
því við vildum ekki að þú værir einn.
Eina ástin í þínu lífi var komin að
sækja þig aðeins einni klukkustund
fyrir afmælið sitt.
Mig langar að þakka starfsfólkinu
bæði á Hlévangi og Garðvangi fyrir
yndislega umönnun. Ég dáðist að því
í hvert skipti sem ég kom til þín hvað
það var vel hugsað um þig. Það hefði
ekki getað verið betra.
Elsku pabbi minn. Ég vil fyrir
hönd fjölskyldunnar minnar þakka
þér fyrir allt og allt og ég vona að þér
líði betur núna.
Ástarkveðja.
Gréta.
Elsku pabbi. Nú að leiðarlokum
langar okkur að minnast þeirra
mörgu góðu stunda í uppeldi okkar
stóra systkinahóps og hversu viljug-
ur þú varst til að gefa okkur þann
tíma sem þú hafðir aflögu þótt vinnu-
dagurinn væri oft langur og strang-
ur. Oft var það þannig að kvöld eftir
kvöld sagðirðu okkur ævintýrasögur
frá uppvaxtarbæ þínum. Sögur af
skrímslum og svaðilförum ungra
kappa, sem urðu ljóslifandi í hugum
ungra sálna, en allar enduðu þær þó
vel og veittu hæfilega spennu. Ekki
skipti máli hvort þær voru endur-
teknar nokkrum sinnum.
Þá eru minnisstæðir þeir mörgu
veiðitúrar og þær útilegur sem farið
var í á gamla Grána, mínírútu þess
tíma, með allan barnaskarann. Á
þeim tíma var langt að fara austur
fyrir fjall, en ekki munaði okkur um
það til að hitta ömmu og afa á Sel-
fossi eða til að fara í þessa túra okk-
ar. Það þurfti auðvitað þolinmæði til
að sinna þessum hópi. Hver þurfti
auðvita sína veiðistöng og stundum
hjálp við beitu og köst. Létt lund þín,
jákvætt lífsviðhorf og nándin við
náttúruna gerðu þér þetta verk létt.
Einnig eru minnisstæð þau mörgu
áhugamál sem þú reyndir að sinna
og kynntir fyrir okkur hverju og
einu. Áhugamál eins og ljósmyndun,
framköllun, hljóðfæraleikur og list-
málun. Eftir á að hyggja þá hefur
það örugglega verið mikil togstreita
milli brauðstritsins og þeirrar list-
tjáningar sem bjó í brjósti þínu, en
þannig er lífið oft sátt á milli ólíkra
væntinga og drauma. Það er eins og
sigling á sjó, eina stundina meðbyr
og aðra stundina mótbyr, en þú gafst
þér alltaf tíma fyrir þá sem þér voru
næstir.
Á unglingsárunum deildirðu með
okkur áhuga þínum á vísindaskáld-
sögum og framtíðarspádómum, sem
oftar en ekki kölluðu fram ögrandi
spurningar og vangaveltur um lífið
og tilveruna og framtíð jarðarkringl-
unnar.
Fyrir þetta og allar þær fjölmörgu
góðu og hvetjandi stundir sem þú
gafst viljum við þakka af heilum hug.
Og fyrir það drenglyndi sem í þér
bjó og fyrir þann léttleika sem þú
ætíð barst með þér. Megi guð vera
með þér.
Magnús, Rúnar og Björgvin.
Elsku pabbi, afi og langafi, Guð
geymi þig. Minningin lifir.
Ferjan hefur festar losað
farþegi er einn um borð,
mér er ljúft-af mætti veikum
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakkir fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fyrir liðinn dag.
(J. Har.)
Hanna, Hannes, Arnbjörg
Elsa, Jóhann Ingimar og
óbert Andri.
Minningin um það þegar ég hitti
Vinna tengdaföður minn í fyrsta sinn
er ennþá mjög ljós í huga mínum.
Það dugði ekki aðeins handabandið,
heldur faðmlag og klapp á bakið,
hann var ánægður með strákinn og í
hans huga var ég alltaf einn af strák-
unum hans. Við Vinni náðum strax
vel saman og gátum rætt um sameig-
inlegt áhugamál sem var listsköpun
af ýmsum toga. Það að kynnast lista-
manninum Vinna var áhugavert og
undir þeim sterku áhrifum frá gos-
inu í Vestmannaeyjum sem voru
hans æskuslóðir bjó hann til m.a.
hraunmyndir þar sem sterkir litir
tókust á, fljótandi hraun mótað í gifs
og hraungrjót í forgrunni. Þessar
myndir eru víða til því flestar ef ekki
allar myndirnar gaf hann börnunum
sínum og vinum. Vinni sagði mér frá
mörgum leyndarmálum í sambandi
við listsköpun sína, t.d. hvar hann
fann hraungrjótið sem hann notaði
og hvaða aðferðir þarf til að ná þess-
ari sérstöku áferð á gifsið.
Vinni var fjölhæfur Listamaður
með stórum staf. Hann var málari,
ljósmyndari, skúlptúristi, hljóðfæra-
leikari og síðast en ekki síst nátt-
úrubarn. Upp í hugann koma sér-
stakar ferðir sem farið var í á
haustin, m.a. austur á Þingvelli, til að
mynda haustlitina og rissa upp skiss-
ur sem svo voru málaðar um vetur-
inn. Margar voru ferðirnar hans út á
Reykjanes, út á Garðskaga og víðar
til að fá hugljómun fyrir listsköpun
sína.
Það er ómetanlegur fjársjóður til
eftir Vinna í ljósmyndum, bæði af
börnunum hans frá fæðingu og til
fullorðinsára, sem hann framkallaði
sjálfur og litaði, og einnig af bæj-
arlífinu í Keflavík. Hann sá þá gríð-
armiklu uppbyggingu sem varð eftir
að herinn kom og gaf hann sér tíma
til að taka myndir af auðum svæðum
í Keflavík sem eru uppbyggð og gró-
in í dag.
Vinni hafði mikla ánægju af bók-
um og átti gott bókasafn. Það voru
bestu jólagjafirnar, þá var setið í
næði, lesið, kroppað í konfekt og af-
ganga af jólasteikinni.
Minningin lifir um hörkukarl sem
kom upp átta börnum, byggði sitt
hús, lenti í mörgum rimmum um æv-
ina en stóð alltaf upp aftur, þar til
dauðinn sigraði.
Takk fyrir allt.
Hannes.
Oft hér fyrr á árum bjargaði það
okkur Suðurnesjakrökkum, ef við
vorum fyrir austan fjall að einhver
skyldi vera skyldur Gumma skó á
Selfossi, einhver var með í för sem
tilheyrði þessum ættflokki. Árið
1974 kynntist ég svo fjölskyldunni á
Hringbraut 64 og hef síðan verið
með yngstu dótturinni Grétu frá
1975, en hún var yngsta barn Björg-
vins Einars Guðmundssonar, skó-
smiðssonar frá Selfossi, sem við
kveðjum hér í dag. Hann var um
margt sérstakur en spurning er
hvort Alzheimer hafi ráðist á hann
fyrr eða síðar, þar sem hann mundi
ekki alltaf hvenær ætti að mæta eða
hvaða dag, síðustu árin. Hann átti
eitt stórkostlegt listaverk sem mig
langaði mjög í en hann sagði: „Ég
geri bara nýtt.“ Nóttin er úti, Vinni
minn, en þau listaverk sem þú gerð-
ir, bera þess vott hversu ofsalega
listrænn þú varst. Stelpurnar þínar í
Garðinum heimsóttir þú reglulega,
varst hjá okkur um jól og áramót í
mörg ár. Ég man líka hve þú varst
ánægður með hve ég þekkti marga
alþýðuflokksmenn í afmæli Gumma
skó, pabba þíns á Selfossi, ég verð nú
að segja að ég hefði kosið betri fé-
lagsskap en svona er þetta nú bara.
Myndlistargáfa þín var einstök og
ófáar myndir eru til eftir þig, þú áttir
alltaf eftir eina handa mér en tíminn
var ekki nægur, við eigum píanó mál-
að í staðinn. Þú málaðir mynd af
Vestmannaeyjum í gosinu, ég hef
aldrei séð annað eins og það vita allir
sem til þekkja hvaða mynd þetta er.
Hin fyrri ár fórst þú mikið til út-
landa og jafnan hrókur alls fagnaðar
og hef ég heyrt sögur af því að heim-
ferð þinni hafi hreinlega verið seink-
að til að halda uppi fjörinu svo sem í
viku í viðbót. Veiði stundaðir þú líka,
og verður maður ekki að segja „að
hún hafi gengið vel“. Nú veit ég að
þú ert kominn þangað sem þú vilt og
hvílir við hlið þeirrar sem þú óskaðir
alla tíð.
Gakktu á Guðs vegum, Vinni
minn, og takk fyrir allt.
Þinn tengdasonur,
Björn Finnbogason.
Elsku afi, það var nú ekki mjög oft
sem við hittumst á hverju ári vegna
þess hve langt í burtu við búum. En
alltaf var jafngaman að hitta þig og
finna innilegt faðmlag þitt, það var
ætíð svo þétt. Þú varst svo ánægður
með öll litlu og stóru barna- og
barnabarnabörnin þín. Já, afi þú
varst ætíð ríkur af börnum og naust
þess til síðasta dags. Nú vitum við að
þú ert kominn til ömmu sem þú varst
búinn að sakna lengi. Við erum
ánægð með að þú sért ekki lengur
veikur. Okkur langar að senda þér
litla bæn sem mamma og pabbi
kenndu okkur þegar við vorum lítil
og okkur finnst eiga við nú.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Viljum við líka syngja fyrir þig:
Stjörnur og sól, blómstur og börn,
já, vindinn og vötn, allt gerði Guð.
Himinn og jörð hans eru verk.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Drottinn, við þökkum þér.
Þig einan tignum við.
Herra, við lofum þitt heilaga nafn.
Jesús, Guðs son, lifði og lét
sitt líf fyrir menn, alla sem einn.
Lifandi’ í dag dvelur hann hér.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Drottinn, við þökkum þér. Þig einan
tignum við.
Herra, við lofum þitt heilaga nafn.
Andi Guðs einn, helgur og hlýr
nú huggar sem fyrr, uppfræðir enn,
vegsamar Guð, dag eftir dag.
Drottinn, við þér viljum þakka.
Drottinn, við þökkum þér.
Þig einan tignum við.
Herra, við lofum þitt heilaga nafn.
(Þýð. Lilja S. Kristjánsdóttir.)
Guð geymi þig, elsku afi.
Guðjón Svanur, Magnús Einar,
Arnar Ingi og Elísabet Ósk.
Elsku Vinni afi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú er komin lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þínar,
Edda Rut, Íris Lind, Sara
Björg og Sigrún.
BJÖRGVIN EINAR
GUÐMUNDSSON
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT EINARSDÓTTIR
frá Litlalandi,
lést á heimili sínu, Leirutanga 33, Mosfellsbæ, að kvöldi miðvikudagsins
7. september.
Hildur Jörundsdóttir, Stefán Þór Þórsson,
Helga Jörundsdóttir, Kristján Guðmundsson,
Halla Jörundardóttir, Roy Åge Hansen,
Sveinn Jörundsson, Gro Helen Aalgaard,
Einar Jörundsson, Guðríður Haraldsdóttir
og barnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
DAÐI ÞÓR GUÐLAUGSSON,
Mávahlíð 6,
Reykjavík,
lést af slysförum mánudaginn 5. september
síðastliðinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðlaugur S. Helgason, Margrét Á. Gunnarsdóttir,
Helgi G. Guðlaugsson, Ágústa J. Sigurjónsdóttir,
Ástrós Guðlaugsdóttir, Hilmar Höskuldsson,
Símon S. Guðlaugsson,
Ásta Rún Agnarsdóttir,
Guðlaug Embla Helgadóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ELÍSABET JÓNSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, miðviku-
daginn 7. september.
Kolbrún Árnadóttir, Valdimar Jónsson,
Ólöf Árnadóttir,
Friðrik Árnason,
Kári Árnason, Ásdís Þorvaldsdóttir,
Einar Árnason, Svandís Gunnarsdóttir,
ömmu-, langömmu-
og langalangömmubörn.