Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Fékk Grand Prix verðlaunin í Cannes. Hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um heim allan. Sýnd kl. 4 ísl tal Sýnd kl. 6 ísl tal Sýnd kl. 8 og 10.20 Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! Sýnd kl. 4 og 6 Í þrívíddSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30     kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i 10 ára VINCE VAUGHN OWEN WILSON BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL.  H.J. / Mbl.. . l. O.H.H. / DV H.J. / Mbl. . . . / . . / l. ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA UM JÖRÐINA MEISTARI HROLLVEKJUNNAR SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA Sími 564 0000Miðasala opnar kl. 15.15i l l. . Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 áraSýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára kl. 8 og 10 (kraftsýning) b.i. 16 ára kl. 4, 6, 8 og 10 TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU   Sprenghlægileg gamanmynd! Sprenghlægileg gamanmynd! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Svo gæti farið að Jónsi í svörtum fötum tapi þessu all-langa viðurnefni sínu áður en nýtt ár gengur í garð.Ástæðan er sú að um þessar mundir stendur hann íströngu við undirbúning sinnar fyrstu sólóplötu sem mun að öllum líkindum koma út um mánaðamótin október/ nóvember. Hvaða viðurnefni tekur við af hinu gamla er ekki gott að segja en hins vegar má slá því föstu að um leið og sóló- ferill Jónsa hrekkur í gang verður hann búinn að skipa sér á bekk með ekki ómerkari mönnum en Stefáni Hilmarssyni, Agli Ólafssyni og Björgvini Halldórssyni, sem einn vinsælasti söngvari sinnar kynslóðar. Jónsi mætti ásamt konu sinni Rósu, sem er komin með hina myndarlegustu kúlu á magann, og varaði blaðamann við því að þótt hann væri spenntur fyrir væntanlegri plötu yrði hann lík- legast heldur mjúkur í máli í ljósi þess að innan tíðar yrði hann líka pabbi. Hvernig tilfinning er það að vinna að sinni fyrstu sólóplötu? „Hún er svolítið spes þegar það er haft í huga að síðustu þrenn jól í röð hef ég gefið út plötu með fjórum öðrum strákum. Við Í svörtum fötum höfum yfirleitt skipt verkunum á milli okk- ar bróðurlega svo það er skrítið að taka yfir öll skref plötuút- gáfunnar. Þetta er óneitanlega mikill ábyrgðarhluti.“ Ertu stressaður? „Mér er kannski mest umhugað um að gera eins vel og ég get. Aðalstressið liggur í því. Ég er hins vegar ekkert að renna blint í sjóinn með þessari plötu. Ég hef áður samið lög og kom oft með grunnhugmyndir sem strákarnir í hljómsveitinni bættu ofan á. Núna verður það bara Karl Olgeir Olgeirsson sem verður mér innan handar.“ Hefurðu lengi gengið með sólóplötu í maganum? „Já, ætli það ekki. Mig hefur lengi langað til að gefa út sóló- skífu en mér hefur ekki fundist ástæða til þess áður. Svörtu föt- in hafa áður gefið út þrjár stúdíóskífur og þær hafa allar gengið vel en það var kannski kominn tími til að slaka á því verkefni og ég veit að strákunum líður vel með að slappa af með konunum í jólaösinni.“ Svo að þeir eru ekki skúffaðir yfir þessari ákvörðun þinni? Nei, nei. Þeir voru alls ekkert fúlir. Mér stóð þetta tilboða og spurði strákana hvort það væri ekki í lagi ogþeir lögðu blessun sína yfir þetta.“ Munu þeir á einhvern hátt koma að plötunni? „Það er bara ekkert ákveðið í þeim efnum. Það getur vel ver- ið að ég biðji þá að hjálpa mér á einhverjum stigum málsins.“ Spurður út í það hvernig platan komi til með að hljóma segir Jónsi að í upphafi hafi verið lagt upp með það að færa plötuna eins langt frá hugtakinu „Í svörtum fötum“ og hægt væri. Eið- ur Arnarsson, útgáfustjóri Senu, og Jónsi tóku sér langan tíma til að skilgreina hljómsveitina. „Við komumst loks að því að hvort sem hljómsveitin væri að spila rólegt lag eða hresst væri alltaf viss spenningur og æsing- ur í þeim. Við ætlum að snúa þessu við og þess vegna verður þessi plata rólegri og sáttari. Þetta verður fín leið til að sýna mig sem söngvara í stað bara venjulegs flytjanda dægurlaga.“ Í ætt við hvað verða lögin þá? Ég mun styðjast við fjögurra manna hljómsveit og þvíverðum við með svona þægilegan hljóðheim eins ogMichael Bublé notaðist við í lagi sem heitir „Home“ og ég hef alltaf verið hrifinn af Kombói Ellenar Kristjáns sem var mjög persónulegt – svona uppi í andlitinu á manni. Þetta verður eitthvað á þessari línu þó að platan fari ekki alveg út í djassinn. Hins vegar höfum við ákveðið að blanda saman popptónlist- armönnum og djössurum og sjá hvað það færir okkur.“ Verður sólólistamaðurinn Jónsi á einhvern hátt öðruvísi en Jónsi úr Í svörtum fötum? Sko, ég held að ég eigi alveg fullt inni sem söngvari, ekkiþað að ég haldi að ég sé besti söngvari í heimi. Svörtufötin hafa hingað til krafist þess að ég syngi á sérstakan hátt og í raun snýst það um að halda röddinni. Þá rödd kalla ég vinnuröddina en núna fæ ég tækifæri til að taka meiri sénsa í túlkun og taka niður róminn og þurfa ekki endilega að keppa við það að syngja sem hæst. Og ég er alltaf að læra. Mér finnst ég ekkert sérstaklega góður söngvari þegar ég ber mig saman við mínar fyrirmyndir eins og Villa Vill. Ég á langt í land með að verða jafngóður og hann en mig langar til að höggva í sama knérunn og sjá hvað gerist. Hingað til hef ég lært söng á því að fylgjast með öðrum söngvurum og herma eftir þeim; hvernig þeir standa, geifla sig og gretta. Maður sér alveg greinilega hvernig Villi fer að því að syngja háu tónana því að hann er svo slakur í bakinu um leið og hann brosir með augun lokuð. Chris Cornell hefur ákveðna aðferð við að syngja djúpa tóna og þar fram eftir götunum. Þetta er það sem ég hef verið að skoða í gegnum tíðina en nú held ég að ég geti sýnt mína eigin hlið.“ Hvernig verður þetta með textagerð? „Við verðum svolítið frjálslegir í þeim efnum. Ég mun vænt- anlega semja einhverja sjálfur og Kalli Olgeirs er þekktur fyrir góða textaspretti. Svo hef ég leitað til Friðriks Erlingssonar með texta. Í sjálfu sér er allt opið hvað þetta varðar. Þetta snýst bara um að halda góðu vinnuferli og passa að það séu eng- ar ritstíflur í veginum. Ef ég finn mig ekki í einhverju lagi leita ég bara til annarra.“ Hvaða væntingar hefurðu til plötunnar? Langar þig til að selja meira af henni en söluhæstu Í svörtum fötum-plötunni? Ef hún selst upp í kostnað verð ég ánægður. Ég er ekki íneinni keppni við strákana, var ekki einu sinni búinn aðpæla í því þannig. Ég er að fara að gera nýja hluti og veit ekki við hverju ég á að búast. Eina keppikeflið er að gera eins vel og ég get og láta síðan almenning dæma um hvort hún sé þess virði að seljast. Það er ekkert stefnt á að þetta verði „jólaplatan“ í ár.“ Í lokin stenst undirritaður það ekki að spyrja Jónsa út í af- sögn Davíðs Oddssonar, en daginn áður hafði hann frestað við- tali til að fylgjast með þessum stóratburði sem afsögn Davíðs óneitanlega var. „Já, já,“ svarar Jónsi og hlær. „Maður verður að fylgjast með. Þetta kom svolítið á óvart, sérstaklega þegar hann var daginn áður að tilkynna manni hvað yrði gert við Símapening- inn.“ Ertu sjálfstæðismaður? „Nei, nei, enginn sérstakur sjálfstæðismaður. Ég bara trúi því að hver og einn sé sinnar gæfu smiður.“ Tónlist | Jón Jósep Snæbjörnsson vinnur að gerð sinnar fyrstu sólóplötu Með barn og plötu á leiðinni Morgunblaðið/Kristinn Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.