Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LEIGUSAMNINGUR milli land- búnaðarráðherra, fyrir hönd jarð- ardeildar landbúnaðarráðuneytis- ins, og Skógræktarfélags Eyfirðinga um 151 ha landsspildu í landi Saurbæjar í Eyjafjarðarsveit var undirritaður síðdegis í gær. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra og Sigrún Stefánsdóttir, for- maður Skógræktarfélags Eyfirð- inga, skrifuðu undir samninginn í Kjarnaskógi. Landspildan sem um ræðir er svokallað skógræktarsvæði sem liggur að ríkisjörðinni Hálsi, en þar hefur Skógræktarfélagið haft afnot af jörð í tæpa tvo áratugi. Margir grænir fingur Guðni sagði landið vel til skóg- ræktar og útivistar fallið og hann taldi fullvíst að á komandi árum myndu „margir grænir fingur fólks á öllum aldri gera landið enn dýr- mætara en það nú er“. Skógur heill- aði Íslendinga og mikill almennur áhugi væri á skógrækt í landinu, öflug starfsemi um 60 skógrækt- arfélaga væri til vitnis um það. Á jörðinni við Saurbæ er ætlunin að skipuleggja svokallaðar land- nemaspildur þar sem félagsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga munu á komandi árum geta stundað skóg- rækt og landgræðslu. Þá er einnig fyrirhugað að byggja þar upp úti- vistarsvæði sem opið verður al- menningi. Samningurinn er til 50 ára. „Það má með sanni segja að það starf sem félagar og starfsmenn í Skógræktarfélagi Eyfirðinga hafa innt af hendi sl. 75 ár hefur breytt ásýnd Eyjafjarðar og bætt búsetu- skilyrði við fjörðinn,“ sagði Sigrún Stefánsdóttir, formaður félagsins, við undirritunina, en það er elsta skógræktarfélag landsins, varð 75 ára á liðnu vori. Landspildum úthlutað Sigrún sagði að ætlunin væri að girða og skipuleggja svæðið eins fljótt og auðið væri þannig að hægt yrði að úthluta landspildum til fé- lagsmanna, helst strax næsta sum- ar. Saurbæjarlandið liggur að Hálsi sem fyrr segir, en þar eru 55 skikar sem úthlutað var til fé- lagsmanna, félagasamtaka og þá fór hluti landsins undir land- græðsluskógaverkefnið. Gat Sig- rún þess að nú þegar væri kominn nokkur biðlisti meðal félagsmanna sem vilja taka „land í fóstur og rækta skóg“. Skógræktarfélag Eyjafjarðar fær um 150 ha landsskika Félagsmönnum býðst að taka land í fóstur Morgunblaðið/Kristján Samningur Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Sigrún Stef- ánsdóttir formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga undirrituðu samninginn undir berum himni í Kjarnaskógi. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is INGUNN AK kom með fjöl- veiðiskipið Þorstein ÞH í togi til Ak- ureyrar eftir hádegi en Þorsteinn fékk leiðara í skrúfuna sl. sunnu- dagskvöld og varð vélarvana í Síld- arsmugunni. Við óhappið brotnaði gírinn og eldur kom upp í vélarrúmi en að sögn Harðar Guðmundssonar skipstjóra var um lítinn eld að ræða sem greiðlega gekk að slökkva og var áhöfnin aldrei í neinni hættu. Ingunn AK var landleið þegar Þor- steinn fékk í skrúfuna, snéri við og tók skipið í tog en þá fór veður held- ur versnandi á svæðinu. Skipin voru rúma þrjá sólarhringa á leiðinni til Akureyrar og sagði Hörður að veðr- ið hefði verið gott á leiðinni og heim- ferðin gengið vel. Afli skipsins var um 170 tonn af síldarflökum. Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, var á leið til löndunar á Vopnafirði með um 1.600 tonn til vinnslu og bræðslu þegar beiðni um aðstoð barst. Hann sagði það mjög jákvætt að geta aðstoðað menn við þessar aðstæður og að ferðin til lands hefði gengið vel. Vegalengdin úr Síldarsmugunni til Akureyrar er um 650 sjómílur. Eftir að Guðlaugur og hans menn höfðu skilað Þorsteini að bryggju við Slippstöðina var strax haldið áleiðis til Vopnafjarðar. Viðgerð á Þorsteini fer fram í Slipp- stöðinni en tjónið er umtalsvert. Hörður sagði að skipið yrði frá veið- um í einhverjar vikur og að það væri mjög bagalegt. Morgunblaðið/Kristján Aðstoð veitt Ingunn AK kemur með Þorstein ÞH upp að Slippkantinum. Dreginn til Akureyrar Neytendasamtökin gerðu nú í vik- unni verðkönnun í tveimur fata- hreinsunum á Akureyri; Mjallhvítt, Austursíðu 2 og Hreint út, Tryggva- braut 22. Verð var kannað á hreins- un á 14 flíkum, dúnsvefnpoka og á gluggatjöldum. Verð var hærra hjá fatahreinsuninni Hreint út í 11 til- fellum en í 5 tilfellum var fatahreins- unin Mjallhvítt með hærra verð. Verðmunur er í fæstum tilfellum verulegur. Mesti munur er á peysu, 27% en það skal tekið fram að hjá Hreint út er fast verð fyrir peysu 800 krónur en fatahreinsunin Mjallhvítt tekur frá 630–750 krónur fyrir hreinsun á peysu. Þegar verið er að hreinsa kjóla, blússur, frakka, kápur og glugga- tjöld fer verð eftir því hvað flíkin er stór. Í þessari könnun er alltaf tekið lægsta verð þannig að miðað er við stuttan frakka, stutt gluggatjöld o.s.frv. ASÍ gerði verðkönnun á efnalaug- um á höfuðborgarsvæðinu í mars síð- astliðnum og virðist í því ljósi að verð á Akureyri er í hærri kantinum. Oftar hærra hjá Hreint út AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ taka lengra hlé en 10 sekúndur á þessum þremur mínútum. Allir þátttakendur fá sérstök armbönd sem gefin eru af Landsbankanum og Hampiðjan gefur þúsundir sippubanda. Svæðið opnar kl. 12.45 og tilraunin verður gerð kl. 13 við Egilshöll. Allir Grafarvogsbúar, ættingjar og vinir eru hvattir til að mæta og slá heimsmetið í sippi. Grafarvogur | Íbúar Grafarvogs halda nú á laugardaginn hátíðleg- an sérstakan Graf- arvogsdag, en þema dagsins að þessu sinni er hreyfing. Af því tilefni stefna Grafarvogsbúar nú að því að setja heimsmet í hreyfingu sem flestallir geta stundað án flók- innar aðstöðu. Stefnt er að því að bæta heims- met sem viðurkennt er í heimsmetabók Guinness og ber nafnið „Mesti fjöldi sem sippað hefur samtímis.“ Núverandi met var sett á hverf- ishátíð í Hong Kong í janúar á þessu ári en þá sippuðu 2.474 Kínverjar á íþróttaleikvanginum í Kowloon í Hong Kong. Heimsmetstilraun Grafarvogsbúa verður gerð á íþróttavöllunum við Egilshöll. Talið verður inn á afgirt svæði og allir þátttak- endur fá armband frá Landsbank- anum til vitnis og minja um heims- metið. Erla Gunnarsdóttir íþróttakennari og íþróttafrömuður í Grafarvogi mun stjórna upphitun og tilrauninni sjálfri. Að lokinni talningu þátttakenda og upphitun verður byrjað að sippa samkvæmt fyrirmælum stjórnandans. Blásið verður til leiks og sippað stans- laust í 3 mínútur og enginn má Sippað Það þarf að safna saman stórum hópi fólks við Egilshöll á morgun ef metið á að nást. orgunblaðið/Eyþór Grafarvogsbúar stefna að heimsmeti í sippi Garðabær | Fyrsti áfangi Sjá- landsskóla var tekinn formlega í notkun á dögunum og var nem- endum, foreldrum og öðrum áhugasömum boðið að líta í heim- sókn á opið hús í skólanum af því tilefni. Skólinn var þá vígður við hátíðlega athöfn. Til vígslunnar komu þeir sem stóðu að undirbúningi, hönnun og byggingu skólans auk sveitar- stjórnarmanna úr Garðabæ. Þá komu nemendur skólans með for- eldrum sínum og aðstandendum. Skólastarf er þegar hafið í Sjá- landsskóla og í vetur verða þar um 80 nemendur í 1.–6. bekk. Skólinn er að ýmsu leyti óhefðbundinn grunnskóli, en húsnæði skólans er sérhannað til að henta einstak- lingsmiðuðu námi, frekar en námi í hefðbundnum bekkjardeildum. Tveir árgangar verða saman á svo- kölluðu heimasvæði og bera 1–2 kennarar ábyrgð á hópnum. Allir nemendur skólans komu að hönnun á sameiginlegu listaverki skólans sem er til sýnis í skólanum. Áttu allir nemendur spýtur í við- arskúlptur sem settur var á ramma og voru nöfn þeirra á hverri spýtu. Hannaður eftir þörfum nemenda Helgi Grímsson, skólastjóri Garðaskóla, segir bygginguna lista- smíð og muni þjóna vel því starfi sem fyrirhugað í skólanum. „Und- irbúningurinn að skólanum snerist fyrst um hvers konar skóla við vildum og síðan var farið í hönnun út frá þeim þörfum,“ segir Helgi. „Arkitektinn var með í þeirri hug- myndavinnu og skilaboðin til hans voru þau að hann mætti ekki setja strik á blað án þess að búið væri að ræða þarfirnar og grunntónn að skólastarfi væri kominn.“ Helgi kveðst einnig afar heppinn með starfsfólk. „Það voru fjölmarg- ir sem sóttu um að komast hér að, um fimmtíu kennarar sóttu um sjö stöður og mikill áhugi á því að taka þátt í að byggja upp skólann frá grunni sérstaklega út frá þessum hugmyndum um einstaklingsmiðað nám,“ segir Helgi. „Það er líka svo gefandi og skemmtilegt að fá að byrja frá grunni og byggja upp nýja framtíð. Starfsfólkið hefur lagt á sig gríðarlega vinnu á und- anförnum vikum við að láta hug- myndirnar smella saman og búa til skólann í rauninni.“ Sjálandsskóli í Garðabæ vígður við hátíðlega athöfn Gefandi og skemmtilegt að byrja frá grunni Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.