Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENSKIR fræði- menn halda fram norskri áttakenningu og vilja yfirfæra hana á Ísland en það gengur ekki upp miðað við legu lands eins og Noregs og legu eylands eins og Íslands. Það er van- virðing gagnvart okkar ágætu forfeðrum að telja þá hafa verið átta- villta er þeir komu til Íslands og eigna þeim þá áttavillu sem fram kemur í fræðibókum síðustu áratuga, orða- bókum. Huga þarf vel að því frá hvaða svæði í Noregi flestir norskir landnámsmenn komu. Þótt landsuður merkti í Noregi frá suðsuðaustri til suð- austurs á það ekki við á Íslandi og landnorður í þeim hluta Noregs var norðaustur til austurs því ekkert þekkt land var norður af þeirri strandlengju sem land- námsmenn komu frá því norska strandlengjan hallar þar til norðausturs. Áttavilla íslenskra fræðimanna er því þeim mun verri þar sem hún er eignuð þeim sem ekki voru áttavilltir þótt fræðimenn hafi tekið áttavilluna upp úr sögnum frá Noregi og hún hafi fallið vel að þeim landsháttum sem þar eru. Hér verður gerð tilraun til að leið- rétta áttavillu fræðimanna síðasta ár- hundraðið og koma á réttri áttavitund á landinu. Áttir verða sjaldan ná- kvæmar í mati manna ef ekki er átta- viti við höndina. Því ber að leyfa ákveðið svigrúm þegar talað er breitt um tilteknar áttir eins og norður eða suður, austur eða vestur. Er ekkert óeðlilegt að gera ráð fyrir 50-80 gráðu boga ef ekki nýtist landkenning eða kennileiti á landi til að miða við eða sól, tungl og stjörnur þegar átt er gefin af handahófi. Því er skýringin á landsuðri eðlileg á bilinu 150° til 230° (gráðutalan samkv. áttavita) og að land sé í þá stefnu, ef átt er gefin án kennileitis til að fara eftir en ekki norska kenningin um að landsuður sé suðaustur eða 135° (plús – mínus 10–15 gráður). Sama gildir um landnorður. Það er ekki 045° (plús – mínus 10–15 gráður) eins og norska kenn- ingin er heldur má telja landnorður vera bogann 320° til 040° ef ekki er áttaviti til að styðjast við. Athuga ber að að- eins er rökrétt að tala um landsuður að stutt sé til lands í þá áttina, há- mark nokkrir tugir sjó- mílna, og á það sama við um landnorður. Meg- inmálið er að landsuður er suðurátt og land framundan. Eins er með landnorður að það er norðurátt og land í norð- urátt. Leggjum norsku kenninguna upp í hillu eins og góða sögubók eftir að hafa lesið hana. Áttavilla á Íslandi er víða áberandi en verst í íslenskum fræðum eins og orðabókum. Sem dæmi um alvarlega átta- villu á Íslandi er þegar Vestmannaeyingar ætla sér að fara suður til Reykjavíkur þegar þeir hyggjast fara sem næst í vestnorðvestur og Austfirðingar vilja fara suður til Reykjavíkur þegar þeir verða að fara í vestur til suðvesturs eftir því hvar þeir eru búsettir á Aust- fjörðum. Hið gamla íslenska orðatiltæki, „Allar leiðir liggja suður til Rómar,“ hefur orðið okkur að alvarlegri and- legri fötlun því með sambærilegri brenglun í málvenju á öðrum sviðum tungunnar verður íslenskan mark- leysa innan skamms tíma. Rökfestan sem á að felast í tungumálinu hverfur í rökleysu með svona umsnúningum. Skýringar í íslenskri orðabók á orðunum landnorður, landnorðan, landsuður og landsunnan eru norsk arfleifð sem hefur aldrei verið gjald- geng á Íslandi og forfeðurnir voru ekki áttavilltir. Eigi verður gengið fram hjá enn einni áttakenningunni, sem hefur verið misskilin af fræðimönnum, og það er forskeytið út- í samsetning- unum útnorður og útsuður, sem einn- ig eru arfleifð frá Noregi ef tekið er tillit til staðhátta. Ef tekið er orðið út- norður og því slegið föstu eins og gert er í orðabók að það merki norðvestur þá vaknar sú hvassa spurning; Hvaða átt er útnyrðtari? Orðið útnyrðtari hefur verið notað af rithöfundum án frekari skýringa en samkvæmt orðanna hljóðan í texta þeirra merkti útnorður ekki hánorður heldur aðeins frávik frá norðri. Þar af leiðandi gat vindáttin orðið útnyrðtari er á leið daginn án þess að um málvillu væri að ræða. Eða m.ö.o. vindáttin mynd- aði aðeins stærra horn við norður- suður línuna en gert hafði fyrr um daginn. Útnorður í Noregi á vest- urströndinni gat staðist að væri vest- læg átt frá norðri þótt engin staðfest- ing finnist á því að það hafi verið norðvestur. Norður og vestlæg stefna frá þessu svæði Noregs er á haf „út“. Orðið út hefur allvíðtæka merkingu eins og best kemur fram í orðum fornkappans „út vil ek“. Talað er um út fjörð, útróður, út á mið o.fl. af- brigði sem tengjast því að fara frá landi. Landnyrðingur er túlkað í orðabók sem norðaustanvindur án þess að minnst sé á að það blási af landi. Því er spurt hvað merkir orðasambandið „landnyrðingur norðaustan“ (tekið úr merku riti). Ein merkileg setning um áttir er „Þá gerði mikið landsunnan rok og máttum við hafa okkur alla við. (Ath. skipið var statt innarlega á Húnaflóanum og því blés af landi). Leiðréttum áttavitann og eyðum skekkjunni svo auðveldara verði að stýra fleyinu í rétta átt. Íslensk áttavilla og áttleysur Kristján Guðmundsson gerir tilraun til að koma á réttri átta- vitund á landinu Kristján Guðmundsson ’…með sam-bærilegri brenglun í mál- venju á öðrum sviðum tung- unnar verður ís- lenskan mark- leysa innan skamms tíma.‘ Höfundur er fv. skipstjóri. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma… Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Á ÁRINU 2004 mun innstreymi erlends fjármagns vegna stóriðju hafa numið um 17 milljörðum króna. Þar er um að ræða fjárfestingu sem mun til framtíðar skapa störf og stækka þjóðarkökuna. Þjóðin nýtur góðs af og algjör umskipti hafa orðið á Aust- fjörðum þar sem bjart- sýni og kraftur hafa leyst af hólmi vonleysi og stöðnun. Athygli vekur að nokkrir stjórnarand- stæðingar fara enn hamförum yfir upp- byggingu atvinnulífs og kenna stóriðjunni um. Annaðhvort vita þessir sömu að- ilar ekki betur eða fara vísvitandi með rangt mál. Til samanburðar nægir að nefna að einungis á fáum dögum keyptu erlendir fjárfestar ís- lensk skuldabréf fyrir um 18 millj- arða króna – á örfáum dögum. Og er- lendar skuldir íslensku bankanna jukust um 955 milljarða á einu ári. 17 milljarðar í fjárfestingu vegna stór- iðju vega því létt í þeim samanburði. Ætli vaxtamunur íslenska banka- kerfisins hafi ekki meira að segja um stöðu krónunnar en fjárfesting í stór- iðjunni? Úrtölur stjórnarandstöðu sérkennilegar Undarlegt er að fylgjast með við- brögðum forystu stjórnarandstöð- unnar vegna sölu Sím- ans. Aldrei hefur jafn há upphæð komið á einu bretti inn í ríkiskassann. Flestir virðast sammála um að söluferlið hafi ver- ið til fyrirmyndar og ákvörðunin um að losa ríkisvaldið undan vax- andi samkeppnisrekstri á þessu sviði sé rétt. Steingrímur J. segir að ríkið missi af reglulegum tekjum. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkið fékk um tvo milljarða ár- lega af Símanum. Vegna söluhagn- aðarins mun svigrúm ríkissjóðs hins vegar aukast um fjóra milljarða króna árlega. Rök SJS falla því um sjálf sig. Og Ingibjörg Sólrún telur enn rangt að hafa selt grunnnetið með. Þrátt fyrir að hvergi annars staðar í heiminum hafi það verið skil- ið frá annarri starfsemi og ráð flestra sérfræðinga í fjarskiptum var að selja allt verkið saman. Ljóst er að rík- issjóður hefði aldrei fengið svo mynd- arlega upphæð ef Síminn hefði verið seldur burt í hlutum. Skammsýni ISG hefði þannig svipt ríkissjóð millj- örðum króna. Nú hins vegar blasa við tækifæri til að nýta hina myndarlegu upphæð til góðra verka. Fé til góðra verka Stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um að nýta féð skynsamlega. Tæpur helmingur fer til að greiða niður skuldir ríkisins – einkum er- lendar skuldir. Við það styrkist efna- hagsumhverfi þjóðarinnar og ekki síst léttir byrði sjóðsins. Þannig skap- ast svigrúm til sóknar á ýmsum svið- um þjóðfélagsins með sterkan rík- issjóð að baki. Ráðstöfun hins hlutans ber einnig merki góðra verka. Áherslur á nýsköpun, málefni geð- fatlaðra, hátæknisjúkrahús, fjar- skiptaáætlunin um land allt að ógleymdum sterkum samgöngu- bótum. Rúmir 30 milljarðar fara í sér- staka fjárfestingu er koma mun landsmönnum öllum til góða um langa hríð. Að auki er ríkissjóður sterkari enn nokkru sinni. Ekkert af þessu hefði getað orðið ef úrtölur stjórnarandstöðunnar fengju ráðið. Það eru blómlegir tímar á Íslandi. Af Símanum og sókn til framfara Hjálmar Árnason skrifar um hvernig andvirði af sölu Símans er ráðstafað ’Ekkert af þessu hefðigetað orðið ef úrtölur stjórnarandstöðunnar fengju ráðið. Það eru blómlegir tímar á Ís- landi.‘ Hjálmar Árnason Höfundur er alþingismaður. VERSLANIR og þjónustuaðilar sem taka við greiðslukortum ættu að geta ráðið við hvaða banka í Evrópu þeir eiga viðskipti um upp- gjör á kortafærslum. Einhliða ákvarðanir evrópskra banka um að þvinga þjónustuað- ila til að skipta aðeins við tiltekna banka í heimalandi sínu brjóta í bága við regl- ur innri markaðarins. Það er öllum ljóst sem eitthvað þekkja til greiðslumiðlunar á Íslandi, einkum greiðslukorta og samninga söluaðila vöru og þjónustu við útgefendur korta og færsluhirða kortafærslna, að rangindi og rugl hafa náð að festast í þessu kerfi sem stuðla að ójafnræði og ójöfn- uði aðila sem eiga í viðskiptum við þessi fjármálafyrirtæki. Meginreglan við kaup á vöru og þjónustu ætti að vera sú, að þegar samist hefur um verð, hvort sem um er að ræða ásett verð eða eitt- hvað annað, þá beri kaupandinn kostnað sem fylgir því greiðslu- formi sem hann velur. Þannig greiðir hann sannanlegan auka- kostnað sem hlýst af því að greiða með greiðslukorti, sem getur verið mismunandi eftir tegundum korta, en sleppur við hann eða greiðir að- eins þann kostnað sem hlýst af því að hann velur að greiða með reiðufé. Á þennan hátt ber réttur aðili þann kostnað sem hann stofn- ar til en kostnaðinum er ekki jafn- að út á alla sem kaupa vörur eða þjónustu óháð því hvernig þeir greiða. Fyrir flesta þjóðfélagsþegna er það ásættanlegt að ákveðin op- inber þjónusta sé greidd af öllum, óháð notkun þeirrar þjónustu, en þetta á alls ekki við um verð al- mennrar neyslu- eða rekstrarvöru sem keypt er á almennum markaði eða viðlíka þjónustu. Þar vilja flestir að kostnaður lendi á réttum aðilum, þ.e.a.s. kaupendunum. Í dag ríkir almennt sú skoðun að notkun eða hegðun neytenda eigi að ráða afleiddum kostnaði þeirrar hegðunar. Mat á raunkostnaði og krafa um gegnsæi að þessu leyti er krafa markaðarins. Um árabil hafa greiðslukortafyrirtæki og bankar fengið, þrátt fyrir mótmæli söluaðila, að hafa inni í samningum sínum ákvæði sem bannar söluaðilum að leggja kostnað vegna korta- greiðslna ofan á sölu- verð, sk. NDR-reglu. Þetta er nú gagnrýnt sem aldrei fyrr og í reynd hafa ýmsir geirar atvinnulífsins fyrir löngu farið að innheimta aukagjald ef greitt er með greiðslukorti og komist upp með það. Verslun um alla Evrópu sækir nú stíft á um að þetta NDR-ákvæði verði bannað, enda hljóti kaupendur að þurfa að greiða sannanlegan kostnað sem af vali þeirra á greiðslumiðli hlýst. Samkeppnisyfirvöld eru að skoða þetta og annað í starfsemi greiðslukortaútgefenda sem þykir ástæða til að fara ofan í saumana á með hagsmuni neytenda og sölu- aðila í huga. SVÞ hafa um árabil gagnrýnt ýmislegt í háttsemi þeirra greiðslukortafyrirtækja og eigenda þeirra, banka og sparisjóða, sem hér starfa, en jafnframt átt ágætt samstarf við þau um önnur mál eins og t.d. breytileg kortatímabil. Nú eru helstu kröfurnar þær að þessi fyrirtæki komi fram við samningsbundna viðskiptavini sína í verslun og þjónustu af virðingu og sanngirni, t.d. í sambandi við breytingar á gjaldskrám. Að NDR- ákvæðið verði bannað í samningum við söluaðila, enda er ljóst að ákveðnar starfsgreinar og ýmsir aðilar fara ekki eftir því. Síðan og ekki síst er lögð á það áhersla af hálfu SVÞ að innri markaður Evr- ópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins virki eðlilega að því er greiðslumiðlunina varðar þannig að söluaðilar geti hindr- unarlaust samið við færsluhirða um kortafærslur sínar hvar sem er á svæðinu og notið þar með sam- keppni og hagræðis sem af henni má ætla að skapist. Það er ólíðandi að bankar og sparisjóðir ásamt al- þjóðakeðjunum MasterCard og Visa geti hindrað og í besta falli torveldað frjálst flæði greiðslu- miðlunargagna um þetta sameig- inlega markaðssvæði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu munu samhliða hags- munabaráttu innanlands leitast við að stuðla að breytingum á þessu umhverfi með samstarfi utan Ís- lands á vettvangi systursamtaka á Norðurlöndum og síðan með þátt- töku í öflugu starfi Evrópusamtaka verslunarinnar, EuroCommerce, í Brussel. Þau samtök eru talsmenn og ráðgjafar framkvæmdastjórnar ESB í málefnum verslunar. Lög- gjöf eða breytingar á löggjöf þar sem tekið er á þessum atriðum munu koma frá Brussel fyrr en síðar og verða lögleidd hér á landi. Þá verða kortafyrirtækin og eig- endur þeirra, bankar og sparisjóð- ir, knúin til breytinga á skilmálum og til breyttrar hegðunar gagnvart söluaðilum. Vera kann að ein- hverjum þyki að með þessu sé seilst um hurð til lokunar, en að mati SVÞ er líklegt að umbætur verði með þessum hætti. Rugl og rangindi um kostn- að vegna greiðslumiðlunar Sigurður Jónsson fjallar um viðskipti með uppgjör á greiðslukortafærslum ’Það er ólíðandi aðbankar og sparisjóðir ásamt alþjóðakeðjunum MasterCard og Visa geti hindrað og í besta falli torveldað frjálst flæði greiðslumiðl- unargagna um þetta sameiginlega markaðs- svæði.‘ Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.