Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Steinunn MaríaSteindórsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. nóvember 1922.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans í
Landakoti hinn 31.
ágúst síðastliðinn.
Steinunn var næst-
yngst níu barna
hjónanna Guðrúnar
Guðnadóttur (1891–
1925) frá Keldum í
Mosfellssveit og
Steindórs Björns-
sonar (1885–1972)
frá Gröf (síðar Grafarholti) í sömu
sveit. Systkini Steinunnar voru:
Björn (1912–1974), Guðni Örvar
(1913–1981), Einar Þórir (1916–
1991), Gunnar (1918–1966), Vignir
Guðbjörn (1919–1945), Guðrún Ey-
björg (1921–1948) og yngstur
þeirra systkina er Rúnar Geir (f.
1925).
Steinunn María missti móður
sína þriggja ára gömul og ólst hún
að miklu leyti upp í Grafarholti í
skjóli Kristrúnar, ömmu sinnar, og
Björns, afa síns, með dyggri aðstoð
afasystra sinna, Sólveigar og Guð-
rúnar.
Árið 1931 reisti faðir hennar,
Steindór, hús á lóðinni Sölvhóls-
götu 10 yfir barnahópinn sinn en
hann starfaði sem efnisvörður hjá
Landssíma Íslands við sömu götu.
Steinunn gekk í Miðbæjarskólann í
kenndur við Ísafold. Þau áttu sín
fyrstu hjúskaparár á Laugavegi, þá
í Barmahlíð í Reykjavík en um
miðjan sjötta áratug síðustu aldar
fluttist fjölskyldan að Rauðalæk í
Laugarnesi. Þeim varð þriggja
barna auðið. Þau eru: 1) Björn
Vignir (f. 19.1. 1946), eiginkona
hans er Kristín Ólafsdóttir (f. 19.6.
1949), börn þeirra eru: a) Sigríður
Hagalín (f. 1974), eiginmaður Guð-
mundur Örn Guðmundsson (f.
1970) og eiga þau eina dóttur, Hildi
Hagalín (f. 2003), b) Kolbeinn Atli
(f. 1979), sambýliskona Sigrún
Dögg Kvaran (f. 1980) og eiga þau
tvö börn, Elísabetu Kristínu (f.
2003) og Ólaf Karl (f. 2005). 2) Ey-
björg Dóra (f. 22.9. 1950), eigin-
maður hennar er Ólafur Þorgeir
Guðmundsson (f. 14.11. 1950), börn
þeirra eru: a) Þóranna Rósa (f.
1971), eiginmaður Hafsteinn Ingi-
björnsson (f. 1970) og eiga þau tvo
syni, Tómas Þorgeir (f. 1994) og
Davíð Inga (f. 2003), b) Þorgerður
Steinunn (f. 1973), eiginmaður Jón
Jökull Jónsson (1958), c) Guðmund-
ur Páll (f. 1977), sambýliskona
Perla Þrastardóttir (f. 1977), eiga
þau soninn Ólaf Bjarka (f. 2000), d)
Þorbjörg María (f. 1983), sambýlis-
maður Guðjón Örn Björnsson (f.
1980). 3) Jón (f. 2.8. 1954), eigin-
kona hans er Margrét Gunnarsdótt-
ir (f. 16.3. 1954), börn þeirra eru: a)
Gunnar (f. 1988) og b) Rannveig (f.
1992).
Steinunn flutti í Sólheima 25 í
Reykjavík árið 1993 og bjó þar til
dánardags.
Útför Steinunnar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Reykjavík og lærði pí-
anóleik hjá Gunnari
Sigurgeirssyni. Síðan
hélt hún til Kaup-
mannahafnar þar sem
hún dvaldist hjá föð-
ursystur sinni, Þór-
unni Ástríði, og
manni hennar, Jóni
Helgasyni, prófessor í
Kaupmannahöfn, og
stundaði píanónám
hjá Haraldi Sigurðs-
syni, prófessor þar í
borg.
Við heimkomuna til
Íslands árið 1938 tók hún, ásamt
systur sinni Eybjörgu, við bústjórn
heimilisins á Sölvhólsgötu og hóf á
sama tíma píanónám hjá Árna
Kristjánssyni við Tónlistarskólann í
Reykjavík, sem hún stundaði til árs-
ins 1943. Hún starfaði við píanó-
undirleik fyrir söngvara og ballett-
skóla um nokkurt skeið en settist
aftur á skólabekk við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík árið 1963 og lauk
tónmennta- og píanókennaraprófi
þaðan 1966. Árið 1965 varð hún
tónmenntakennari við Breiðagerð-
isskóla en réð sig ári síðar sem pí-
anókennara við Tónmenntaskólann
í Reykjavík sem fleiri kannast við
sem Barnamúsíkskólann og kenndi
hún þar í rúma þrjá áratugi.
Steinunn giftist hinn 7. nóvember
1942 Sigurpáli Jónssyni (1917–
1992), bókara í Reykjavík, oft
Við andlát tengdamóður minnar
Steinunnar verður mér, eins og oft
áður, hugsað til æsku hennar og
uppvaxtar. Þá kemur gjarnan upp í
hugann mynd af henni ungri, fallegri
stúlku með ljósa síða hárið með
rauðgullnu slikjunni. Í grænu aug-
unum hennar má greina sorgina við
móðurmissinn, sorgina sem fylgdi
henni allt hennar líf og mótaði henn-
ar fas og skapgerð. Oft skynjaði ég í
skapfestunni litlu hræddu og við-
kvæmu stúlkuna, sem sagði við
sjálfa sig: Ég gefst ekki upp.
Við hvert áfallið á fætur öðru lét
hún ekki deigan síga heldur reis
upp, tvíefld og harðákveðin í að
halda áfram að njóta lífsins. Henni
þótti ekkert skemmtilegra en gott
partí eða matarveisla með ungu
fólki, góðum vinum og fjölskyldu.
Í apríl síðastliðnum dundi enn eitt
áfallið yfir, Steinunn missti sjónina
að hluta. Við urðum því bæði glöð og
undrandi þegar hún tók boðinu um
að koma vestur í júní til að vera við-
stödd fermingu Jóns Kolbeins syst-
ursonar míns, sem hún gekk í
ömmustað. Stundirnar okkar á fal-
legu júníkvöldunum, þar sem við
sátum við eldhúsgluggann og fylgd-
umst með stelkinum á snúrustaurn-
um, ræddum lífið og tilveruna og
hlógum saman að einhverri vitleys-
unni munu auðvelda mér söknuðinn.
Í börnunum mínum Gunnari og
Rannveigu, sem elskuðu ömmu sína
svo innilega, sé ég marga af góðu
kostum Steinunnar, húmorinn og
hláturmildina, góða skapið og dag-
farsprýðina, áhugann á lífinu og til-
verunni og það að hafa skoðun á öllu
milli himins og jarðar. Fram á síð-
asta dag hélt Steinunn reisn sinni og
æðruleysi, hélt sér til og vildi líta
sem best út. Með nýtt sjal frá út-
löndum um herðarnar, nýlagt hárið
og náttborðið fullt af blöðum, sem
hún ætlaði að lesa í rólegheitum það
sem eftir lifði dags. Þannig er síð-
asta minning okkar fjölskyldunnar
að vestan um Steinunni. Fimm dög-
um síðar kvaddi hún þennan heim.
Steinunn mun ekki sitja oftar við
eldhúsgluggann, fylgjast með stelk-
inum, hlusta á heimsfréttirnar eða
hlæja og raula lagstúf með Rann-
veigu, en næsta vor þegar stelkurinn
birtist á snúrustaurnum, munum við
njóta lífsins, veðurblíðunnar og síð-
ast en ekki síst allra fallegu minn-
inganna um ömmu Steinunni.
Margrét Gunnarsdóttir.
Amma mín elskaði blóm. Hún
elskaði líka fallega tónlist, myndlist
og góðan mat, en mest af öllu held
ég að henni hafi þótt vænt um blóm.
Mínar fyrstu minningar um hana
eru innan um blásólir, lykla og val-
múa úr garðinum hennar og afa í
Rauðalæknum, þar sem hún kenndi
okkur nöfnin á blómunum og reyndi
með ýmsum klækjum að vekja
áhuga okkar á arfatínslu. Þegar það
brást færði hún okkur kakómalt og
skonsur út á góðviðrisdögum, og ját-
aði hverju okkar ást sína þegar við
fæddumst með því að gróðursetja
tré og skíra þau í höfuðið á okkur.
Ástarjátningar ömmu komu líka í
líki dýrindis veislumatar, sem hún
bar fyrir okkur við hvert tækifæri
sem gafst. Hún minntist þess með
hryllingi að hafa sem unglingur ver-
ið neydd í húsmæðraskóla í Kaup-
mannahöfn til að réttlæta dvöl henn-
ar þar við píanónám. Á þeim tíma
þótti ekki skynsamlegt að senda
stelpu til útlanda til þess eins að
læra á píanó. Því þótti vissara að sjá
til þess að hún lærði að steikja kjöt-
bollur, svo hún yrði að minnsta kosti
matvinnungur.
Píanóleikurinn og kennslan varð
síðar lifibrauð, líf og yndi ömmu, en
Palli afi og við hin nutum ávaxtanna
af húsmæðraskólanáminu. Amma
var listakokkur, og í hvert skipti
sem fjölskyldan kom saman reiddi
hún fram dýrðlega veislu með sósum
og tilbehör að hætti Húsmæðraskóla
Suhrs. Hún kenndi mér að besta
leiðin til að tjá fólki ást sína væri að
elda handa því danskan mat.
Þegar ég óx úr grasi varð mér
ljóst að amma mín var talsvert
flóknari persónuleiki en sú hlátur-
milda og hlýja lífsnautnakona sem
ég þekkti frá bernsku minni.
Amma var þriggja ára gömul þeg-
ar hún missti móður sína. Átta ára-
tugum síðar sagðist hún hafa þagnað
þegar mamma hennar dó, og ekki
sagt eitt aukatekið orð í heilt ár á
eftir. Hún hló þegar hún sagði mér
frá því, eins og þögnin hefði verið
einhvers konar hrekkur.
Móðurmissirinn var þó ekki eina
þunga sorgin í æsku ömmu, því hún
missti Eybjörgu systur sína og Vigni
bróður sinn ung úr heilahimnubólgu
og berklum.
Mér virtist hún hafa gert upp hug
sinn gagnvart dauðanum, álitið hann
óumflýjanlegan og sjálfsagðan hluta
af lífinu, án þess að hann þvældist
fyrir henni hversdagslega. Ég held
að amma hafi verið í hópi hinna fáu
sem lifa án þess að missa nokkurn
tímann sjónar á því að dauðinn er
alls staðar nálægur. Hún tók veik-
indum og andláti afa af æðruleysi,
en við útför hans sá ég hana í fyrsta
skipti gráta án þess að það væri af
hlátri.
Ég veit ekki hvort sorgir hennar
snemma á lífsleiðinni urðu til að
styrkja hana andspænis stóráföllum,
en amma reyndist alltaf best þegar
mest lá við.
Mér eru minnisstæð jólin 1992,
þegar móðuramma mín lá bana-
leguna á sjúkrahúsi. Heimilið var í
upplausn, mamma mín og systir
hennar viku ekki frá sjúkrabeðnum,
og við bróðir minn ráfuðum um hús-
ið með grátstafinn í kverkunum og
reyndum af veikum mætti að halda
hátíð með pabba. Þá kom Steinunn
amma og hélt með okkur jól. Hún
gerði hvorki veður úr ástandinu á
heimilinu né gerði nokkra tilraun til
að taka yfir stjórnina á jólahaldinu,
heldur veitti okkur það sem við
þurftum mest á að halda; nærveru,
hlýju og frið.
Síðar áttaði ég mig á því, að þessi
jól voru hennar fyrstu eftir að Palli
afi dó. Þau voru henni sjálfsagt ekki
auðveld heldur, en engu að síður
kaus hún að verja þeim til að hlúa að
fólkinu sínu.
Amma mín elskaði blóm, fallega
tónlist, myndlist og góðan mat, en
hún lifði fyrir fjölskylduna sína.
Ég man hana æðrulausa og óbug-
aða andspænis dauðanum, og ég
man hana dansandi fram á rauða
nótt í brúðkaupinu mínu. Ég man
hvernig hún skellti í góm þegar hún
spilaði á píanóið, og hvernig hún gat
grátið óstjórnlega af hlátri yfir eigin
óförum.
Hún var svo lifandi, að hún getur
ómögulega verið dáin.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir.
Glöð með glöðum varstu,
göfg og trygg á braut
þreyttra byrði barstu,
blíð í hverri þraut.
Oft var örðugt sporið,
aldrei dimmt í sál,
sama varma vorið,
viðkvæm lund og mál.
Hjá þér hlaut hinn snauði
huggun marga stund;
hærra heimsins auði
hófst þú sál og mund.
Þeir, sem þerra tárin,
þjáðum létta raun,
fá við farin árin
fögur sigurlaun.
Börn og frændur falla
fram í þakkargjörð
fyrir ástúð alla
árin þín á jörð;
fyrir andans auðinn,
arf, sem vísar leið,
þegar dapur dauðinn
dagsins endar skeið.
(Magnús Markússon.)
Alltaf þegar maður kom til ömmu
Steinunnar voru til heitar brauðboll-
ur, skonsur eða annað sem hún hafði
bakað. Þegar ég var yngri og
smærri og kom í heimsókn til henn-
ar byrjuðum við oft á því að mæla
hvor væri hærri. Hún gat lengi kysst
mig á ennið, en loksins tók ég góðan
vaxtarkipp og hækkaði. Amma átti
alltaf góð ráð í pokahorninu, og þeg-
ar ég nálgaðist hennar stærð óðum
byrjaði hún að greiða toppinn upp,
þá var hún nefnilega hærri en ég.
Þegar maður kom svo inn til hennar
heyrði maður raulið hennar um alla
íbúðina hjá henni á meðan hún bak-
aði og stússaðist í eldhúsinu.
Ég raula reglulega Gæsamamma
gekk af stað sem hún samdi en það
hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi.
Það var meira að segja með fyrstu
lögunum sem ég lærði á píanóið.
Þegar ég var yngri hjólaði ég í pí-
anótíma til ömmu Steinunnar. Hún
var frábær píanókennari en ég verð
að viðurkenna, að ég var ekki sú
duglegasta við að æfa mig heima.
Hún var samt samviskusöm við mig
eins og alla sína nemendur.
Það var gott að koma til hennar
um helgar þegar ég bjó aðeins fyrir
utan Reykjavík og gista hjá henni í
mjúka sófanum. Við horfðum á sjón-
varpið saman langt fram á nætur og
spjölluðum saman á meðan.
En nú er amma komin til afa Sig-
urpáls eftir 13 ára aðskilnað, ég er
viss um að þau sitja saman ham-
ingjusöm og horfa til okkar, ánægð
með það sem þau afrekuðu í þessu
lífi.
Elsku amma, ég gleymi þér aldrei.
Þorbjörg María Ólafsdóttir.
Gæsamamma gekk af stað
með gæsabörnin smáu
niðri’ á túni’ hún ætlaði’
að eta grösin lágu.
Þá kom hrafninn: kra, kra, krá,
kolsvartur í framan,
hann eta vildi unga smá,
ekki var það gaman.
Amma Steinunn mun ekki lengur
raula gæsamömmu fyrir okkur
krakkana og langaömmubörnin
lengur. Við verðum hins vegar að
halda minningu hennar á lofti og
kenna okkar börnum lagið sem hún
samdi þegar hún var yngri við ljóð
eftir Björn Birni föðurbróður henn-
ar. Við kveðjum ömmu með tár í
augum og sting í hjarta. Amma var
stór hluti af lífi okkar fjölskyldunn-
ar. Tómas og Davíð vissu ekkert
betra en koma til ömmu og fá klein-
ur og nýbakaðar bollur. Þó að amma
hafi lent í ýmsum áföllum, hvað
varðar heilsuna, lét hún aldrei neinn
bilbug á sér finna. Síðustu dagana
hennar á spítalanum var hún gall-
hörð á að þetta væri bara einhver
lasleiki að hrjá hana, það var aldrei
neitt að hjá ömmu.
Amma var mikill félagi og það var
ekkert eins gaman og að fara í kaffi
til hennar og spjalla. Hún var fróð
og ekki vantaði hana skoðanir á
mönnum og málefnum. Það var því
engin lognmolla stundum þegar við
rökræddum saman, enda ekki endi-
lega sammála í pólitíkinni.
Við huggum okkur við að núna er
hún hjá afa Sigurpáli en hann dó
1992. Þau voru samhent hjón og
miklir vinir. Þau eru án efa ánægð
að hittast eftir allan þennan tíma.
Við fjölskyldan þökkum henni fyrir
þann tíma sem við þó fengum með
henni, hann var okkur afar dýrmæt-
ur. Bless amma.
Þóranna Rósa,
Hafsteinn og synir.
Steinunn var píanókennarinn
minn í fimm eða sex ár auk þess að
vera móðir mágs míns. Hún hefur
því verið hluti af fjölskyldunni jafn
lengi og ég man eftir mér: mynd-
aðist alltaf best af öllum, alltaf tilbú-
in til að vaka lengst fram eftir á öll-
um jólum og gamlárskvöldum. Hún
var ein af þessum ótrúlegu konum
sem tóku sig til í kringum miðja síð-
ustu öld og fóru í nám, lauk píanó-
kennaradeildinni þá komin yfir fer-
tugt og kenndi upp frá því í
Tónmenntaskóla Reykjavíkur og
heima. Hún var strangur kennari og
gerði miklar kröfur, og það skilaði
árangri, það hefur sýnt sig á þeim
nemendum hennar á píanó sem hafa
haldið áfram; hún var tæknilega ná-
STEINUNN MARÍA
STEINDÓRSDÓTTIR
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRGVIN EINAR GUÐMUNDSSON
(Vinni),
Faxabraut 27,
Reykjanesbæ,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi miðviku-
daginn 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Kefla-
víkurkirkju í dag, föstudaginn 9. september,
kl. 14.00.
Jóhann Rúnar Björgvinsson, Birna Jónsdóttir,
Guðmundur Björgvinsson, Ásdís Kristjánsdóttir,
Magnús Ingi Björgvinsson, H. Hjördís Guðjónsdóttir,
Eygló Rut Björgvinsdóttir,
Sigurður Björgvinsson, Hildur Þóra Stefánsdóttir,
Jóhanna Björgvinsdóttir, Hannes L. Jóhannsson,
Björgvin Arnar Björgvinsson, Katrín M. Eiríksdóttir,
Gréta Þóra Björgvinsdóttir, Björn Finnbogason
og fjölskyldur.
Hjartkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN EYÞÓRSSON,
Sléttuvegi 17,
Reykjavík,
sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
föstudaginn 2. september, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 12. september
kl. 15.00.
Borghildur Þórðardóttir,
Hólmfríður Svala Jóhannsdóttir,
Hrafnhildur Björk Jóhannsdóttir,
Páll Eyþór Jóhannsson, Bjarnfríður Sesselja Jónsdóttir,
Einar Jörundur Jóhannsson, Þórdís Ólafsdóttir,
Heiðar Ingi Jóhannsson, Kristjana Andrésdóttir,
Ólafur Unnar Jóhannsson, Oddrún Elfa Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.