Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 31
UMRÆÐAN
MENNINGAR- og ferða-
málaráð tók óvænta ákvörðun á
síðasta fundi sínum en þá var
samþykkt „að taka frá fé á næsta
ári til að tryggja að verk Ólafs
Elíassonar, Blind
Pavilion, standi
áfram í Viðey næstu
tvö árin og (…) að
ein milljón króna
komi á ári næstu tvö
ár til sem leiga til
eiganda auk þess
sem verkið verði
tryggt á kostnað
Menningar- og ferða-
málasviðs“ (úr fund-
argerð ráðsins frá
24.8. 2005). Það vek-
ur eftirtekt að ekki
er verið að greiða
höfundi verksins
leigu fyrir verkið heldur ein-
staklingi sem nýlega hefur keypt
það. Þessi háttur er vægast sagt
óhefðbundinn. Að vísu er bent á
Safn við Laugaveg sem fordæmi
en þótt þessi tvö mál séu að
mörgu leyti sambærileg er á þeim
sá grundvallarmunur að í tilviki
Safns er um að ræða umfangsmik-
inn rekstur og þjónustu við gesti.
Borgin hefur ekki markað sér
sérstaka stefnu um list í opinberu
rými þótt myndlistarmenn hafi
lengi knúið á um að settar yrðu
reglur þar að lútandi. Fyrir því
hefur einfaldlega ekki verið áhugi
hingað til. En hlutirnir breytast
hratt og þessi nýja samþykkt hlýt-
ur að kalla eftir því að hið bráð-
asta verið farið í slíka stefnumót-
unarvinnu. Svo virðist nú sem
augu ráðamanna hjá borginni séu
að opnast fyrir gildi listaverka í
hinu manngerða umhverfi. Að því
leyti er full ástæða til að fagna
nýju samþykktinni.
Fögnuðurinn er þó ekki alveg
skýlaus í mínum huga. Ég sit sem
annar tveggja áheyrnarfulltrúa
Bandalags íslenskra listamanna í
ráðinu og hef fylgst nokkuð náið
með störfum þess. Ráðið hefur
ákveðna upphæð til ráðstöfunar á
hverju ári. Stórum hluta hennar
er ráðstafað með föstum samn-
ingum til lengri tíma en annar
minni er til úthlutunar til verk-
efna eftir umsóknum
frá listamönnum.
Fjármagnið sem beint
er í þessa mismunandi
farvegi er ekki fyr-
irfram bundið við
ákveðnar upphæðir
heldur er það breyti-
legt ár frá ári, allt eft-
ir efnum og ástæðum.
Föstu samningarnir
eru hið besta mál.
Þeir gera þeim sem
þeirra njóta kleift að
gera áætlanir fram í
tímann í stað þess að
búa við stöðuga
óvissu. Hinn þátturinn er þó ekki
minna mikilvægur því hann styður
við margvíslegt grasrótarstarf í
listum innan borgarinnar.
Ég veit ekki betur en að öllum
sem óska eftir styrk frá ráðinu sé
gert að leggja inn formlega um-
sókn, helst á tilteknum tíma og ít-
arlegar fjárhagsáætlanir og önnur
gögn þurfa yfirleitt að fylgja um-
sóknum. Faghópur skipaður eftir
tilnefningum frá Bandalagi ís-
lenskra listamanna fer yfir um-
sóknir, a.m.k. þær sem berast frá
listamönnum, og forgangsraðar
verkefnum áður en ráðið tekur
sína ákvörðun. Umsóknum sem
berast utan þessa tiltekna tíma er
ekki tryggð umfjöllun enda er fag-
hópurinn ekki starfandi allt árið.
Erindið um Blind Pavilion barst
hins vegar með nokkuð frábrugðn-
um hætti. Það var ekki skriflegt,
kaupverð var ekki gefið upp og
ekkert liggur fyrir um hvað gerist
að árunum tveimur liðnum. Það
var meira að segja ekki alveg ljóst
hvort kaupin hefðu farið fram eða
ekki. Ef ég væri að úthluta fjár-
munum borgarinnar þættu mér
slíkar upplýsingar mjög mik-
ilvægar og reyndar held ég að
fæstir aðrir sem sækja um fé til
menningar- og ferðamálaráðs
komist upp með annað en að
greina frá þess háttar atriðum.
Blendnar tilfinningar
Það liggja engar annarlegar
hvatir að baki vangaveltum yfir
þessari samþykkt. Þær ber ekki
að skilja svo að þeir sem efast um
réttmæti hennar séu mótfallnir
því að þetta merkilega listaverk,
Blind Pavilion, fái að standa í Við-
ey lengur en til stóð í upphafi.
Hins vegar hnykkir manni við
þegar fjársterkir kaupsýslumenn
og listaverkasafnarar eru farnir að
keppa við listamenn og ,,non-
profit“-stofnanir um þá takmörk-
uðu fjármuni sem til úthlutunar
eru og, nota bene, virðast hafa að
þeim mun greiðari aðgang en hin-
ir. Það vekur einnig skrýtnar
spurningar þegar sama fólk og
sækir um opinbert fjármagn til
þess að veita almenningi aðgang
að listaverkaeign sinni er kost-
unaraðilar að öðrum listviðburðum
á sama tíma.
Menningar- og ferðamálaráð
hefur að mínu mati gætt þess vel
að afgreiðsla mála sé í góðu lagi.
Á undanförnum árum hefur til
dæmis markvisst verið að unnið að
því að innleiða faglegri vinnubrögð
við úthlutun fjármuna. Á því var
full þörf enda er tæplega hægt að
krefjast þess af stjórnmálamönn-
um að þeir hafi jafn staðgóða
þekkingu á öllum sviðum. Í þessu
máli þykir mér þó sem ýtrustu
varúðar hafi ekki verið gætt án
þess að ég ætli að leggja einhvern
lokadóm á niðurstöðuna. Það er
hins vegar ekkert að því að ræða
hlutina.
Kostnaður,
kostun og list
í opinberu rými
Áslaug Thorlacius fjallar um
kostun
’Menningar- og ferðamálaráð
hefur að mínu mati
gætt þess vel að
afgreiðsla mála
sé í góðu lagi.‘
Áslaug
Thorlacius
Höfundur er myndlistarmaður og
kennari og formaður Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna.
VEL heppnaðri markaðs-
væðingu Símans er nú lokið. Sölu-
verðið var mun hærra en búist var
við og undirstrikar
það að ríkisstjórnin,
undir forystu Hall-
dórs Ásgrímssonar,
stóð vel að málum og
tók réttar ákvarðanir
hvað söluferlið varð-
ar. Metverð fyrir
Símann, þrátt fyrir
úrtöluraddir og til-
raunir stjórnarand-
stöðunnar til að gera
söluferlið tor-
tryggilegt. Stór hluti
söluandvirðisins fer
til greiðslu skulda
ríkissjóðs. Ríkissjóður verður eftir
söluna nær skuldlaus við útlönd,
sem er nær einsdæmi, og þannig
lækka vaxtagjöld ríkissjóðs sem
mun bæta hag okkar allra í fram-
tíðinni.
Fyrir utan lækkun skulda rík-
issjóðs fer tæpur helmingur af
söluandvirðinu til mjög mik-
ilvægra mála á sviði samgöngu-
mála, heilbrigðismála, öryggis-
mála, nýsköpunarmála og fleira
mætti nefna. Um er að ræða verk-
efni sem ekki hefði verið hægt að
ráðast í nema að undangenginni
sölu Símans. Það vakti því athygli
mína orð formanns
Samfylkingarinnar í
Íslandi í bítið, daginn
eftir að þingflokkar
stjórnarflokkanna
höfðu lagt blessun
sína yfir skiptingu
söluandvirðisins, þess
efnis að stjórnarflokk-
arnir væru að „spreða
fjármunum í einhver
verkefni inn í framtíð-
ina“.
Það átti að bíða með
það að mati Ingibjarg-
ar Sólrúnar. Sam-
kvæmt þessu á Samfylkingin
greinilega meira heima í fortíðinni
en framtíðinni.
Engin stefna,
engin framtíðarsýn
Málflutningur formanns Sam-
fylkingarinnar er náttúrlega með
ólíkindum í þessu máli. Er verið
að „spreða“ fjármunum, 1 millj-
arði, til uppbyggingar í málefnum
geðfatlaðra?
Að festa kaup á varðskipi og
flugvél fyrir Landhelgisgæsluna?
Að fara í nauðsynlegar vega-
framkvæmdir víða um land, svo
sem Sundabraut?
Er nema von að spurt sé, hvað
vill formaður Samfylkingarinnar?
Ef farið hefði verið að tillögum
Samfylkingarinnar við sölu Sím-
ans þá hefði söluandvirði fyrirtæk-
isins verið tugum milljarða lægra
en raunin varð.
En Samfylkingin vildi aðskilja
grunnnet Símans frá öðrum
rekstri við söluna. Þá hefði verið
ómögulegt fyrir ríkissjóð að ráðast
í þau mikilvægu verkefni sem rík-
isstjórnarflokkarnir hafa boðað.
En Ingibjörg Sólrún talar um
að verið sé að „spreða fjár-
munum“, engin stefna, engin
framtíðarsýn.
Erum við
að „spreða“
peningum?
Birkir J. Jónsson skrifar um
hvernig andvirði af sölu Símans
er varið
’Ef farið hefði verið að tillögum
Samfylkingarinnar
við sölu Símans
hefði söluandvirði fyr-
irtækisins verið
tugum milljarða
lægra en
raunin varð.‘
Birkir J. Jónsson
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins.
UNGIR jafnaðarmenn í Reykja-
vík, ungliðahreyfing
Samfylkingarinnar,
sendu nýverið frá sér
ályktun vegna umræð-
unnar um flugvöllinn í
Vatnsmýrinni og
áréttuðu fyrri afstöðu
sína um að flugvöll-
urinn fari úr Vatns-
mýrinni hið fyrsta. Í
ályktuninni var öllum
málmiðlunartillögum
líkt og þeim að færa
flugvöllinn á Löngu-
sker í Skerjafirði hafn-
að. Auk þess var þess
krafist að Samfylk-
ingin bjóði upp á skýr-
an valkost í skipulags-
málum og í málefnum
Vatnsmýrarinnar í
komandi borgarstjórn-
arkosningum.
Þétting byggðar
Við óbreytt ástand
verður ekki lengur un-
að því byggðin mun að
öðrum kosti halda
áfram að þenjast út og
þynnast til tjóns fyrir
allt borgarsamfélagið.
Vatnsmýrin er gríð-
arlega verðmæt fyrir
framtíðarþróun borg-
arinnar og hægt er að
koma mörg þúsund
manna íbúðabyggð
ásamt ýmiss konar at-
vinnustarfssemi fyrir
á svæðinu sem nú er
undirlagt af flugvell-
inum. Fari flugvöll-
urinn úr mýrinni má
þannig þétta byggðina
í Reykjavík verulega
og hamla gegn þeim
vexti umferðar, sem annars myndi
verða. Um leið mun fólk eiga auð-
veldara með að sinna erindum sínum
án þess að nota einkabílinn, miðað
við það sem ella yrði.
Hugsanlegt byggingarland
framtíðarinnar?
Við viljum að innanlandsflugið fari
til Keflavíkur og höfnum hug-
myndum líkt og þeim að færa flug-
völlinn á Löngusker í Skerjafirði. Ef
það verður búið að búa til flugvöll á
svæðinu, þá verður líka búið að búa
til 100 hektara land sem er álíka
langt frá miðborginni og Vatns-
mýrin er núna. Fyrst hægt er að
reisa flugvöll á skerjunum þá er vel
hægt að reisa þar blandaða byggð í
náinni framtíð. Þá má svæðið ekki
vera undirlagt af flugvelli því búast
má við því að nokkrum árum seinna
muni skapast þrýstingur á að þessi
nýi flugvöllur fari svo hægt verði að
nýta þetta nýja land. Þannig myndu
Reykvíkingar standa á sama punkti
og þeir gera núna varðandi Vatns-
mýrina og umræðan sem heltekur
skipulagsmál borgarinnar myndi
vafalítið halda áfram í lítið breyttri
mynd skömmu eftir að búið væri að
taka Lönguskerjaflugvöll í notkun.
Mikill rekstrarkostnaður
Mörg önnur rök mæla gegn bygg-
ingu nýs innanlandsflugvallar á Höf-
uðborgarsvæðinu. Má þar nefna
mikinn stofnkostnað og meiri
rekstrarkostnað en ef notast yrði við
Keflavíkurflugvöll fyrir innanlands-
flug. Eins og staðan er í dag virðist
sem íslensk stjórnvöld taki fljótlega
við rekstri Keflavíkurflugvallar, en
það höfum við ekki gert hingað til,
og er áætlaður kostn-
aður rúmlega tveir
milljarðar á ári sem er
gríðarleg fjárhæð. Með
því að láta innanlands-
flugið flytjast til Kefla-
víkur má líka losna við
þá hávaðamengun og
slysahættu sem fylgir
flugi í svo mikilli ná-
lægð við byggð höf-
uðborgarsvæðisins.
Samhliða flutn-
ingnum þarf að stór-
bæta tenginguna á milli
Keflavíkur og Reykja-
víkur. Ljúka þarf hið
fyrsta við tvöföldun
Reykjanesbrautar og
auk þess má hugsa sér
lagningu Skerjafjarð-
arbrautar sem myndi
greiða fyrir umferð til
og frá miðborginni.
Aukinheldur þyrfti að
koma á rútu- eða
strætóferðum á milli
Leifsstöðvar og
Reykjavíkur á a.m.k.
klukkutímafresti allan
sólarhringinn allt árið
um kring. Við það yrðu
til góðar samgöngur
sem yrðu til þess að
það tæki álíka langan
tíma að fara á einkabíl
úr miðbænum til
Keflavíkur og frá mið-
bænum að Mógilsá við
Esjuna.
Tækifæri fyrir
ferðaþjónustuna
Stuttar ferðir hafa
færst í vöxt í ferða-
þjónustunni. Það eru
því gríðarleg tækifæri,
fólgin í flutningi innanlandsflugs til
Keflavíkur, fyrir ferðamannaiðn-
aðinn. Hægt verður að beintengja
millilandaflugið við innanlandsflugið
sem þýðir að ferðamenn sem leggja
af stað frá nálægum löndum um
morgun gætu með stoppi í Keflavík
t.d. verið komnir norður til Akureyr-
ar fljótlega uppúr hádegi og um
miðjan dag um borð í hvalaskoð-
unarbát í Húsavík. Í staðinn fyrir að
þurfa að koma sér frá Leifsstöð til
Reykjavíkur og dvelja þar jafnvel
eina nótt. Samskonar dæmi er hægt
að nefna fyrir Íslending á leið er-
lendis sem stígur um borð í flugvél
um morgunmatarleyti á Ísafirði en
hann gæti verið á Ráðhústorginu í
Kaupmannahöfn skömmu eftir há-
degi.
Á seinustu árum hefur innan-
landsflugið dregist hratt saman og
áfangastöðum hefur auk þess fækk-
að. Við teljum að með flutningnum
muni innanlandsflugið koma til með
að styrkjast og til lengri tíma litið
muni flutningur þess til Keflavíkur
bjarga því. Fyrst verða þó ráðandi
aðilar í ferðaþjónustunni hér á landi
að opna augun fyrir þeim stórkost-
legu tækufærum sem felast í því að
miðstöð innanlands- og millilanda-
flugs sé á sama stað í Keflavík.
Vatnsmýrin og
innanlandsflugið
Magnús Már Guðmundsson og
Hrafn Stefánsson fjalla um
staðsetningu innanlands-
flugvallar
Magnús Már
Guðmundsson
’Við viljum aðinnanlandsflugið
fari til Keflavík-
ur og höfnum
hugmyndum líkt
og þeim að færa
flugvöllinn á
Löngusker í
Skerjafirði.‘
Hrafn er formaður Ungra jafn-
aðarmana í Reykjavík, ungliðahreyf-
ingar Samfylkingarinnar, og Magnús
Már er varaformaður Ungra jafn-
aðarmanna í Reykjavík.
Hrafn Stefánsson
Fréttasíminn 904 1100