Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 23
3.400 kr 3.400 kr Dal.is Eldshöfða 16 Sími: 616 9606 Opið 12 - 16          Hundasokkar Hárlengingar Heimilistæki sími: Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is alveg treystandi fyrir hníf og að tálga, það er að segja ef þeim er á annað borð treystandi. Þetta snýst um traust foreldra gagnvart börn- um sínum. En það er ekki síður mikilvægt að kenna börnum rétta notkun hnífa og það ætla ég að gera á morgun. Ef þau beita hnífnum rangt þegar þau eru að tálga, þá refsar hníf- urinn þeim, ef svo má segja. Við erum að inn- „BARNAHANDVERK er ein- staklega skemmtilegt handverk og þessir hlutir sem krakkarnir búa til verða gull sem allir vilja halda upp á,“ segir Valdór Bóasson smíða- kennari sem ætlar á morgun, laugardag, að leiða tálgunargöngu fyrir börn í Heiðmörkinni. Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir göngunni og er hún sér- staklega ætluð börnum og ung- mennum í fylgd með fullorðnum. Í skógargöngunni verður mikið fjör því Valdór mun hafa exi með í för, sagir og klippur, til að verða sér og börnunum úti um ferskan efnivið. „Það er svo gott að tálga í blautan við því hann er mjög mjúkur. Og það eru allt önnur handbrögð við að tálga slíkan við heldur en gaml- an, harðan og þurran við, sem er kannski búinn að standa inni í lang- an tíma. Ég ætla líka að kenna krökkunum að lesa í skóginn, þann- ig að þau læri að sjá hvaða greinar henta vel í þá hluti sem þau hafa hugsað sér að búa til.“ Hver og einn nýtur sín Valdór segir tálgunargönguna henta fyrir krakka frá sex ára aldri og upp úr. Sjálfur á hann góðar minningar frá sínum ungdómsárum þegar allir strákar áttu vasahníf og voru alltaf að tálga. „Það er misskilningur að börn kunni ekki að fara með hnífa. Ég held að krökkum sé leiða nýja aðferð við að tálga og hún er mjög örugg. Þá er handbragðið annað og börnin tálga ekki beint frá sér eins og ég gerði þegar ég var strákur, heldur tálga þau með báðum höndum, þannig að átakið verður aldrei mikið. Þá hafa krakkarnir fulla stjórn á hnífnum.“ En hvað er svona skemmtilegt við að fara í tálgunargöngu? „Þarna nýtur hver og einn sinna hæfileika og sinna hugmynda og getur útfært þær eins og hann er fær um. Síðan geta allir þróað sig áfram í þessu. En ástæðan fyrir því að við viljum fá foreldrana með, er sú að samveran skiptir svo miklu máli. Og eftir svona göngu geta foreldrar og börn dúllað sér saman heima í eldhúskróknum við að tálga.“  BÖRN Þegar tálgað er skiptir miklu máli að læra rétta handbragðið, þá er minni hætta á meiðslum. Valdór Bóasson umkringdur ungviði við vinnu. Tálgunargangan mun fara af stað frá gamla El- liðavatnsbænum í Heiðmörk kl. 11.00. Valdór mun að henni lokinni fara með börnin inn í fræðslu- miðstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur og kenna þeim að búa til einfaldan hlut með því að tálga. Gangan tekur innan við klukkutíma, en tálgað verður fram eftir degi. Krökkum kennt að lesa í skóginn og tálga að setja hann saman. „Við hjónin höfum mikinn áhuga á mat og eldum mikið en eftir að við opnuðum Við árbakkann þá höfum við ekki eins mikinn tíma til þess og áður. Við höfum ekki misst áhugann á að elda heima þótt við þurfum stans- laust að elda ofan í gesti á kaffihúsinu.“ Hann segir þau hafa þroskast í þessu síðan þau byrjuðu enda hefur verið aukning hjá þeim hvert einasta ár síðan þau opnuðu. „Það er allt annað fólk sem sækir svona staði en sjoppurnar hérna á Blönduósi, hérna bíður fólk hiklaust eftir mat en ekki í sjoppum.“ Guð- mundur segir framtíðina vera þá að minnka reksturinn í vetur, þjóna öllum sem vilja og reyna að lifa þetta almenni- lega af. Eftirminnilegt og áberandi hús Aðspurður út í af hverju hann málaði húsið svona blátt þá segir hann að það hafi verið til þess að vinna á móti vinstrimönnum en hlær svo að því og segir að það hafi verið gert svo húsið yrði eftirminnilegt og áberandi. Hann segir andann í húsinu notalegan og að það fylgi ekkert annað en vinalegheit þessum gamla skólastjórabústað. Guð- mundur segir að þau hjónin hafi varla vitað út í hvað þau væru að fara á sínum tíma með þessum veitingarekstri en að þau hafi langað að gera þetta og þegar draumahúsið hafi komið í hendur þeirra þá hafi ekki verið um annað að ræða en að láta drauminn rætast. Guðmundur, sem er Siglfirðingur að uppruna, hefur búið í þrjátíu og tvö ár á Blönduósi en Erla konan hans er fædd þar og uppalin. Að lokum er viðeigandi að spyrja Guðmund hver sé hans upphaldsmatur. „Ég veit það ekki, við hjónin erum mikl- ir sælkerar og finnst því gott að borða allt og þá er erfitt að eiga uppáhalds- mat. En fiskisúpan sem ég gef uppskrift að hérna er alveg rosalega góð.“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 23 DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.