Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra lýsti því yfir
í gær að hún myndi bjóða sig fram í
embætti varaformanns á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins í haust.
„Sjálfstæðisflokkurinn stendur á
ákveðnum tímamótum núna eftir að
Davíð Oddsson hefur ákveðið að
hætta afskiptum af stjórnmálum. Ég
vil einfaldlega fá tækifæri til þess að
vera í forystu Sjálfstæðisflokksins til
að vinna áfram að þeirri stefnu sem
við höfum staðið vörð um. Sú stefna
sem við höfum fylgt á síðustu árum
hefur veitt okkur tækifæri til auk-
innar lífshamingju. Ég vona líka að
mitt framboð sýni ákveðna breidd
innan flokksins.“
Þorgerður Katrín sagði að það
væri mikil áskorun að vinna að þeirri
stefnu sem hefði verið mótuð undir
forystu Davíðs Oddssonar. „Í vik-
unni kom fram að Íslendingar eru í
öðru sæti yfir þjóðir Sameinuðu
þjóðanna sem eru með bestu lífskjör
í heimi. Þessi árangur er mörgum að
þakka, en að mínu mati er það fyrst
og fremst Davíð Oddssyni að þakka.“
Þorgerður Katrín sagðist ekki
treysta sér til að meta sigurlíkur sín-
ar í þeim kosningum sem fram undan
væru. Það ættu án efa fleiri eftir að
bjóða sig fram.
„Ég hef fengið í dag mikinn stuðn-
ing víða að og ég met hann mikils. Ég
minni hins vegar á það sem Geir H.
Haarde sagði að á landsfundi eru all-
ir í framboði.
Ef ég fæ umboð á landsfundi þá
hef ég mikinn áhuga á að halda
áfram að byggja upp það öfluga
flokksstarf sem er í Sjálfstæðis-
flokknum. Þá á ég við bæði innri og
ytri málefni flokksins.“
Vil fá tækifæri til
að vera í forystu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stóð uppi á píanóstól til að ávarpa stuðn-
ingsmenn sína, sem fjölmenntu á heimili hennar í Hafnarfirði síðdegis í gær.
Þorgerður Katrín og Kristján Þór
sækjast eftir varaformannsembætti
Morgunblaðið/Þorkell
„ÉG er alltaf bjartsýnn,“ sagði Krist-
ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak-
ureyri, þegar hann tilkynnti síðdegis
í gær að hann gæfi kost á sér sem
varaformaður Sjálfstæðisflokksins á
landsfundi sem haldinn verður í
október, dagana 13. til 16.
„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér
í embætti varafomanns Sjálfstæðis-
flokksins og tel mig eiga fullt erindi í
það verk,“ sagði bæjarstjóri og benti
á að hann væri núverandi formaður
sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðis-
flokksins. Einnig að flokkurinn væri
stærsti stjórnmálaflokkur landsins,
bæði í landsstjórn og á sveitarstjórn-
arstiginu, en sjálfstæðismenn ættu
aðild að meirihlutasamstarfi í 26 af
32 stærstu sveitarfélögum landsins.
„Sjálfstæðisflokkurinn er öflugur
flokkur, með mikla og breiða þekk-
ingu. Ég er tilbúinn að leggja mitt af
mörkum við að móta innra starf
flokksins og stýra honum til nýrra
sigra á komandi árum.“
Kristján Þór sagði ekki tímabært
að segja fyrir um hvort það að hann
blandar sér nú í baráttu um varafor-
mannsembættið væri fyrsta skref
hans í átt að landsmálapólitíkinni.
Hann sagðist hafa ráðfært sig við
fjölskyldu og vini áður en hann tók
ákvörðun um framboð sitt. „Garður-
inn minn var ekkert fullur af fólki, en
eins og stundum er sagt; það höfðu
margir samband við mig vegna
þessa.“ Kristján Þór sagðist ávallt
bjartsýnn og benti hann á fallegt og
bjart veður sem gladdi bæjarbúa í
gærdag: „Það má segja að ég hafi til-
kynnt framboð mitt einn góðan veð-
urdag,“ sagði hann.
Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn
standa dyggan vörð um jafnréttismál
og þó að kona byði sig fram gegn
honum væri það viðhorf ríkjandi í
flokknum að láta ekki kyn, litarhátt
eða þjóðerni hafa áhrif varðandi
hvort menn kæmust áfram, þar réðu
hæfileikar.
Tel mig eiga fullt
erindi í þetta verk
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, tilkynnti framboð sitt á
Hamarkotsklöppum, með ráðhúsið og Akureyrarvöll í baksýn.
Morgunblaðið/Kristján
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur sýknað karlmann af refsikröfu
ákæruvalds fyrir að ráðast á prófess-
or í réttarlæknisfræði og misþyrma
honum í apríl sl. Manninum er hins
vegar gert að sæta öryggisgæslu á
viðeigandi stofnun.
Dómurinn segir að ekki sé var-
hugavert að slá því föstu að andlegt
ástand mannsins hafi verið það sjúkt
á verknaðarstundu að hann hafi þá
verið ófær um að stjórna gerðum sín-
um og sé því ósakhæfur. Maðurinn
var hins vegar dæmdur til að greiða
lækninum rúmar 310 þúsund krónur í
bætur en málskostnaður greiðist úr
ríkissjóði.
Héraðsdómur segir að rétt þyki,
með hliðsjón af eðli sjúkdóms ákærða
og alvarleika háttsemi hans, að fallast
á varakröfu ákæruvaldsins um að
hann sæti öryggisgæslu enda liggi
fyrir læknisfræðileg gögn og álit geð-
lækna sem styðji nauðsyn þess.
Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í
fjóra og hálfan mánuð vegna málsins
en í byrjun vikunnar felldi Hæstirétt-
ur úr gildi úrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur um að gæsluvarðhald yf-
ir manninum yrði framlengt til sept-
emberloka.
Katrín Hilmarsdóttir flutti málið
fyrir hönd ákæruvaldsins, en Sveinn
Andri Sveinsson hrl. var til varna.
Málið dæmdi Símon Sigvaldason.
Sýknaður en
sætir örygg-
isgæslu
ÞAÐ var margt um manninn í grásleppuskúrunum við
Ægisíðuna í gær þar sem gestum og gangandi var boð-
ið að smakka afrískan graut er nefnist uji. Samkvæmt
upplýsingum frá Hólmfríði Önnu Baldursdóttur, upp-
lýsingarfulltrúa UNICEF, þótti íslensku krökkunum
grauturinn nokkuð forvitnilegur, en voru þó treg í
fyrstu til að smakka. Sagði hún tilganginn með uppá-
tækinu í gær vera að leyfa íslenskum börnum að
bragða á þeim mat sem margir jafnaldrar þeirra í Afr-
íku þurfa að lifa á, en uji-grauturinn er oft eina máltíð
vannærðra barna í þróunarlöndunum.
Með smökkuninni í gær hófst formlega söfnunarátak
UNICEF á Íslandi sem stendur næstu daga og mun ná
hámarki nk. miðvikudag. Meðal þeirra sem aðstoðuðu
við matargjöfina í gær var Sigríður Arnardóttir, dag-
skrárgerðarkona á Skjá einum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smökkuðu afrískan graut
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri
í 18 mánaða fangelsi fyrir skjalafals,
að taka við þýfi og fyrir umferðar-
lagabrot. Maðurinn rauf skilorð fyrri
dóma með brotum sínum og því er
dómurinn svona þungur. Um er að
ræða sama mann og nú sætir gæslu-
varðhaldi, grunaður um að hafa orðið
manni að bana í íbúð við Hverfisgötu
í ágúst.
Maðurinn var fundinn sekur um
að hafa falsað tvo tékka, fyrir að taka
við tveimur gullhringum þótt honum
hafi verið ljóst að um þýfi var að
ræða en hringunum var stolið úr
skartgripabúð, og loks var maðurinn
dæmdur fyrir að aka réttindalaus og
undir áhrifum sljóvgandi lyfja og var
hann sviptur ökuréttindum í mánuð.
Fram kemur í dómi héraðsdóms,
að maðurinn á að baki töluverðan
sakaferil sem hófst árið 1999. Árið
2000 var hann dæmdur í 10 mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir ránstil-
raun áður en hann varð 18 ára og
nokkrum dögum síðar var sá dómur
dæmdur upp og honum gert 14 mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
auðgunarbrot og nytjastuld. Var það
hegningarauki við fyrsta dóminn. Þá
var hann sakfelldur fyrir þjófnað í
nóvember 2001. Í janúar 2003 var
maðurinn dæmdur í 15 mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll
og nytjastuld og fyrri dómurinn
dæmdur upp og hinn 22. sama mán-
aðar var hann dæmdur í 18 mánaða
fangelsi fyrir þjófnaðarbrot og þar af
voru 15 mánuðir skilorðsbundnir. Þá
var hann dæmdur í 16 mánaða fang-
elsi fyrir akstur án ökuréttinda í tví-
gang og fyrir ranga yfirlýsingu til
stjórnvalds, og þar af voru 13 mán-
uðir skilorðsbundnir. Loks var hann
í nóvember 2004 dæmdur í 18 mán-
aða fangelsi, þar af 15 mánuði skil-
orðsbundna, fyrir þjófnaðar- og
fíkniefnabrot. Var þá dómurinn frá
11. júní 2004 tekinn upp og mann-
inum gerð refsing í einu lagi.
Maðurinn er sætir varðhaldi vegna morðs við Hverfisgötu
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi