Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR XE IN N AN 05 09 00 2 Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100 NIÐURSTÖÐUR gætu fengist á næstu mánuðum í viðræðum ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð herstöðvar Bandaríkj- anna á Keflavíkurflugvelli, að sögn formanns samninganefndar Banda- ríkjanna. Hann átti fund með utan- ríkisráðherra hér á landi í gær, og segir að viðræðum verði haldið áfram næstu vikur og mánuði. „Það er mikilvægt að allir hafi í huga að okkar skuldbinding um að verja Ísland er algerlega óbreytt,“ segir Robert G. Loftis, sendiherra og formaður bandarísku samninga- nefndarinnar, í samtali við Morg- unblaðið fyrir fund með íslensku samninganefndinni og síðar Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í gær. „Nú er ógnin frá Sovétríkjunum horfin og þess vegna þarf að skoða hvernig Bandaríkin og Ísland geta unnið saman í breyttu umhverfi þar sem áherslan er á hryðjuverka- ógn, löggæslu og fleira í þeim dúr. Við þurfum því að ræða, og erum í raun byrjaðir að ræða við íslensk stjórnvöld, hvernig viðbúnaður okkar þarf að þróast til þess að mæta nýjum hættum.“ Fundurinn með utanríkisráð- herra og íslensku sendinefndinni í gær kemur í framhaldi af fundi samningamanna í Washington í sumar, en efni viðræðnanna er hvernig samstarfið um varnir Ís- lands verði, hvernig útfærslan verði nákvæmlega og hver borgi brúsann. „Ég á von á því að þessar viðræður haldi áfram næstu tvo mánuði eða svo þar til við náum samkomulagi. Við erum ekki að takast á um grundvallarspurning- ar, heldur nákvæmlega hver út- færslan verður,“ segir Loftis. Keflavík enn vel staðsett Herstöðin í Keflavík þjónar enn tilgangi við varnir Bandaríkjanna, að mati Loftis, þrátt fyrir breytta heimsmynd. „Við verðum að geta brugðist við ógnum í framtíðinni sem við vitum ef til vill ekki einu sinni af í dag, svo það sem við leggjum áherslu á í öllum um- ræðum um herstöðvar utan Banda- ríkjanna er hvernig þær geta aukið á sveigjanleika okkar og möguleika okkar til að bregðast við óvæntum atburðum. Herstöðin í Keflavík er því enn vel staðsett fyrir okkur.“ Meðal þess sem viðræður banda- rískra og íslenskra stjórnvalda eiga að leiða í ljós er hvaða viðbún- aðar er þörf hér á landi, en Loftis vildi ekki segja til um hvaða hug- myndir bandaríska samninga- nefndin hygðist leggja til viðræðn- anna. „Það erum við enn að ræða innan bandarísku stjórnarinnar og við íslensk stjórnvöld, og erum ekki komin á það stig að taka slíkar ákvarðanir.“ Spurður hvort herþoturnar fjór- ar og þyrlusveitin sem þeim fylgir eigi sér framtíð hér á landi segir Loftis það vera meðal þess sem verði rætt, en ákvörðun um það komi á endanum frá forseta eða varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, í samráði við íslensk stjórn- völd. Hreyfanlegur herafli Breytt heimssýn við endalok kalda stríðsins hefur kallað á breyttan hugsunarhátt við skipu- lagningu herafla Bandaríkjanna víða um heim. „Í dag þurfum við að geta brugðist hratt við og sent liðs- afla hvert á land sem er komi til hryðjuverkaárásar eða annars sem krefst athygli okkar. Það þýðir að heraflinn verður að vera nægjan- lega hreyfanlegur til að geta mætt ógn þar sem við sjáum ekki neina ógn eins og staðan er í dag,“ segir Loftis. Í stað stórs herafla utan Bandaríkjanna verði áherslan í framtíðinni á að geta sent menn þangað sem þörf er fyrir þá hverju sinni. Aðeins í Suður-Kóreu sé þörf á miklum liðssafnaði sem sé sér- hæfður til þess að berjast á Kór- euskaga vegna ógnar frá Norður- Kóreu. „Með þessu er ég ekki að segja að breytt skipan mála þýði að við séum að draga í land með skuld- bindingu okkar gagnvart vinum okkar og bandamönnum í Evrópu, en herstjórnarlega staðan er breytt og við verðum að bregðast við því,“ segir Loftis. Varnarviðræður héldu áfram í Reykjavík í gær Niðurstöður mögulegar á næstu mánuðum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytt heimsmynd kallar á breytt skipulag herafla Bandaríkjanna, segir Robert G. Loftis, formaður bandarísku samninganefndarinnar. GEIR Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri Ræsis, lést á Land- spítalanum í gær- morgun, 89 ára að aldri. Geir fæddist 5. júlí 1916 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteins- son, hagstofustjóri, og Guðrún Geirsdóttir. Geir lauk stúdents- prófi frá MR árið 1935, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Tækniháskólanum í Þrándheimi 1941 og prófi í bygg- ingaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1948. Geir starfaði sem verk- fræðingur hjá bæjarverkfræðingn- um í Reykjavík á árabilinu 1948– 1954 og var forstjóri Ræsis hf. frá 1954 til 1986. Geir var virkur í félagsstarfi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat í stjórn Fé- lags bifreiðaeigenda í Reykjavík á árunum 1958–70, þar af sem varaformaður 1968– 70. Hann sat í stjórn Sambands bílaverk- stæða á Íslandi 1962– 70, þar af sem for- maður 1968–-70. Í stjórn Bílgreinasam- bandsins 1970–78, var varaformaður 1970–75 og formaður 1975–78. Einnig sat Geir í verðlagsnefnd búvara, „sexmannanefndinni“ svokallaðri á árunum 1974–86 og í nefnd sem samdi frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum 1978–79. Hann var gerður að heiðursfélaga Bíl- greinasambandsins árið 1968. Eftirlifandi eiginkona Geirs er Inge Jensdóttir Laursen, en þau gengu í hjónaband 28. júlí 1956. Andlát GEIR ÞORSTEINSSON KOSTNAÐUR vegna menning- ardaganna í Japan í tengslum við heimssýninguna Expo 2005 nemur a.m.k. 14,6 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Í svarinu kemur fram að þjóð- ardagur Íslands hafi verið hald- inn hátíðlegur 15. júlí á heims- sýningunni í Aichi í Japan. Samhliða hafi verið haldnir menningardagar í vinabænum Chiryu. „Kostnaður vegna menning- ardaganna í Japan nema 14,6 milljónum króna, en tekið skal fram að lokauppgjör hefur ekki farið fram enn, þar sem allir reikningar vegna atburðanna hafa ekki borist ráðuneytinu. Ekki er unnt að sundurgreina kostnað vegna þjóðardagsins sjálfs frá öðrum íslenskum menningaratburðum í Japan þessa fjóra daga. Kostnaður við ferðalag menntamálaráðherra og fylgdarliðs til Japans nam 1,3 milljónum króna,“ segir í skriflegu svari menntamála- ráðuneytisins. Menningardagar fyrir 14,6 milljónir SIGURSTEINN Másson, formað- ur Geðhjálpar, gagnrýndi í erindi sem hann flutti á nýnemaviku Há- skóla Íslands í gær, harðlega framkomu háskólasamfélagsins í garð nýnema. Hún einkenndist m.a. af skeytingarleysi um andlega líðan nemenda og oft væri um mannfjandsamlega framkomu að ræða Hann taldi að innan skólans væri engin markviss stefna í geð- heilbrigðismálum. Miðað við breskar rannsóknir mætti gera ráð fyrir því að yfir tvö þúsund nem- endur við Háskóla Íslands ættu við geðheilsuvandamál að etja. Sigursteinn sagði í upphafi er- indis síns að breskar rannsóknir sýndu að námsmenn í háskóla væru líklegri til að þjást af geð- röskunum en annað ungt fólk. „Hvaða geðheilsuáætlun eða markviss stefna er hér í gangi?“ spurði hann á fundi með nemend- um HÍ. „Því er fljótsvarað – eng- in.“ Sigursteinn sagði m.a. að hjá námsráðgjöf skólans væri að mörgu leyti unnið gott starf og að jafnréttisáætlanir tækju m.a. mið af þörfum fatlaðra. „Gott og vel en hver er fræðslan til kennara og nemenda um geð- raskanir og hvaða áætlanir eru til staðar þegar nemandi veikist? Og svo ég gerist djarfur: hvar er for- varnaráætlun í geðheilbrigðismál- um í því skyni að minnka líkurnar á því að stúdentar veikist á náms- árunum? Flestir veikjast í fyrsta sinn af geðsjúkdómum í fram- haldsskóla og á háskólaaldri. Sú staðreynd að fleiri háskólanemar veikjast en aðrir ætti að hringja nægilega mörgum viðvörunarbjöll- um hjá skólayfirvöldum og náms- mannahreyfingum til að brugðist sé við. En hingað til hafa ekki einu sinni kirkjuklukkur dugað til.“ Hryllingssögur af framkomu við nýnema Sigursteinn gagnrýndi einnig, eins og áður sagði, framkomu há- skólasamfélagsins við nýnema og nefndi sérstaklega í því sambandi kennslu innan læknisfræði, sál- fræði og lögfræði. „Það er kaldhæðnislegt og öm- urlegt að á Ís- landi árið 2005 skuli málum vera svo háttað að skeytingar- leysi um andlega líðan, kröfuhark- an og jafnvel mannfjandsam- leg framkoma á köflum skuli einkum fyrir- finnast í deildum eins og lækn- isfræði og sálfræði við Háskóla Ís- lands. Og úr því ég er farinn að nefna deildir, sem ég eiginlega ætlaði mér ekki að gera, þá skal hér líka nefnd lögfræði.“ Hann sagði að úr þessum deild- um hefðu borist hryllingssögur af framkomu við nýnema ár eftir ár, en enginn gerði neitt í því. „Sjálfstæði deildanna er borið við, en hvað svo? Á þá bara að láta það líðast að andlegri velferð nem- enda sé kerfisbundið stefnt í voða ár eftir ár í nafni sjálfstæðis deilda? Þetta get ég ekki séð að gangi upp.“ Sigursteinn kvaðst hafa heyrt af kennurum sem stærðu sig af því hve margir féllu í kúrsum hjá þeim; kennurum sem ætla mætti að hefðu andlega vellíðan nemenda að leiðarljósi. „Mjög brýnt er að fram fari op- inská umræða innan Háskólans um aðstæður nýnema og kennslu- hætti með tilliti til geðheilsu,“ sagði Sigursteinn. Vísindaferðir ekkert með vísindi að gera Sigursteinn gagnrýndi einnig svonefndar vísindaferðir háskóla- nema; þær hefðu sjaldnast neitt með vísindi að gera heldur miklu fremur óhóflegan drykkjuskap í boði fyrirtækja og stofnana. Hann sagði enn fremur að hluti af and- legu niðurbroti nemenda í háskóla- námi væri óhófleg vímuefnaneysla. Þar væri ábyrgð nemendafélaga skólans rík, en þau ýttu undir drykkjuskap með margvíslegum hætti. „Það er vel þekkt og þaulrann- sakað að vímuefnaneysla er einn stærsti einstaki áhættuþáttur geð- raskana,“ sagði hann. Formaður Geðhjálpar gagnrýndi Há- skóla Íslands harkalega í fyrirlestri Mannfjandsamleg framkoma í garð nemenda Sigursteinn Másson KATRÍN Júlíusdóttir alþingismað- ur gagnrýnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra harðlega vegna málefna List- dansskóla Íslands á vef sínum. „Það verða að teljast afar vond vinnubrögð að leggja niður lífæð list- dansins í menntakerfinu án þess að fyrir liggi hver framtíð námsins verður,“ skrifar Katrín og tekur fram að ákvörðun ráðherra um að „kippa fótunum undan grunnnám- inu“ í listdansi sé með öllu óskiljan- leg. Í skrifum Katrínar kemur fram að hún hafi sótt fundinn sem Félag ís- lenskra listdansara og Bandalag ís- lenskra listamanna efndu til í viku- byrjun um stöðu listdansnáms á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga um lokun Listdansskóla Íslands. Segir hún fólki hafa verið heitt í hamsi og mikill uggur ríkt vegna málsins. Fram kemur að jafnt foreldrar barna í skólanum, börnin sjálf og listdans- arar hafi lýst áhyggjum sínum. „Vond vinnubrögð ráðherra“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.