Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÓTTAST SPILLINGU
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, kannaði í gær ástandið á
hamfarasvæðunum við Mexíkóflóa
og sagðist hann telja að hjálparstarfi
miðaði nú vel. Fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings samþykkti í gær auka-
fjárveitingu upp á nær 52 milljarða
dollara vegna neyðarhjálpar. Sumir
þingmenn óttast að spilling geti
komið upp í tengslum við aðstoðina
og vilja strangt eftirlit með henni.
Óbreytt skuldbinding
Viðræður milli íslenskra og
bandarískra stjórnvalda um framtíð
herstöðvar Bandaríkjanna á Kefla-
víkurflugvelli hófust að nýju með
fundi hér á landi í gær. „Það er mik-
ilvægt að allir hafi í huga að okkar
skuldbinding um að verja Ísland er
algerlega óbreytt,“ sagði Robert G.
Loftis, sendiherra og formaður
bandarísku samninganefndarinnar.
Málin ekki leyst
Forystukonur Félags gæslu-
kvenna segja fullyrðingar Stefáns
Jóns Hafstein, formanns mennta-
ráðs Reykjavíkur, um að mál flestra
gæslukvenna séu leyst eða muni
leysast á næstu dögum ekki réttar.
„Við mótmælum þessum orðum
Stefáns Jóns,“ segir Karólína
Snorradóttir, formaður Félags
gæslukvenna.
Tveir kandídatar
Tveir kandídatar í embætti vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins eru
komnir fram. Þeir eru Kristján Þór
Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri,
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra. Fleiri eru
nefndir í þessu sambandi en hafa
ekki gefið sig upp enn sem komið er.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 26
Viðskipti 14 Umræðan 28/32
Úr verinu 15 Bréf 32
Erlent 16/17 Minningar 33/37
Minn staður 18 Myndasögur 40
Akureyri 19/20 Dagbók 40/43
Höfuðborgin 20 Staður og stund 42
Suðurnes 21 Leikhús 44
Austurland 21 Bíó 46/49
Daglegt líf 22/23 Ljósvakamiðlar 50
Menning 24, 44/49 Veður 51
Viðhorf 28 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
BORGARRÁÐ samþykkti í gær til-
lögu borgarráðsfulltrúa Reykjavík-
urlista um að haldin verði alþjóðleg
hugmyndasamkeppni um skipulag
Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Í til-
lögunni er gert ráð fyrir að forsend-
ur verði mótaðar í samráði við íbúa
og hagsmunaaðila og val á dóm-
nefnd verði ákveðið í samráði við
Arkitektafélag Íslands.
Dagur B. Eggertsson, formaður
skipulagsráðs, staðfesti við Morgun-
blaðið í gær að viðræður væru í
gangi við hinn heimsþekkta hol-
lenska arkitekt Rem Koolhas, og
vonir stæðu til þess að hann sam-
þykkti að koma að verkinu á ein-
hvern hátt. Dagur segir þó enn alls
óvíst að Koolhas komi að verkinu,
hvað þá hvernig það verði, en segir
jafnframt að hann sé ekki eini
heimsþekkti arkitektinn sem sýnt
hafi verkinu áhuga.
Gert er ráð fyrir að heildarkostn-
aður Reykjavíkurborgar vegna
verkefnisins geti orðið allt að 80–100
milljónir króna. Stærstu óvissu-
þættirnir eru upphæðir verðlauna
og laun til dómnefndarmanna. Ná-
kvæm kostnaðaráætlun sem nái til
allra þátta verði lögð fram þegar
niðurstaða liggur fyrir í þeim efn-
um.
Segja samkeppnina ótímabæra
Sjálfstæðismenn bókuðu gagn-
rýni á vinnubrögð R-listans í málinu
og kváðu samkeppnina ótímabæra
fyrr en lokið er viðræðum fulltrúa
Reykjavíkurborgar og samgöngu-
ráðuneytis á grundvelli samkomu-
lags borgarstjóra og samgönguráð-
herra. „Að efna til hugmynda-
samkeppni um skipulag svæðisins
núna brýtur einnig í bága við ráð-
leggingu frá ráðgjafarfyrirtækinu
Alta, eins og sjá má í álitsgerð þess,
auk þess sem það mun ekki nýtast
verkefninu sem skyldi og þannig
minnka líkurnar á farsælli
niðurstöðu í þessu mikilvæga máli,“
segir m.a. í bókun sjálfstæðismanna.
Þá segir ennfremur í bókuninni
að það séu „ekki góð vinnubrögð að
sóa skattfé Reykvíkinga á þennan
veg að því er virðist til þess eins að
skapa ágreining í borgarstjórn á
sama tíma og ekki er t.d. unnt að
standa sómasamlega að þjónustu við
börnin í borginni vegna fjárskorts,
sem endurspeglast ekki síst í stöð-
unni á leikskólum, tómstundaheim-
ilum og gæsluvöllum borgarinnar“.
Hugmyndasamkeppni
ótímabær
Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-listans, bókaði að hann
teldi ótímabært að efna til slíkrar
hugmyndasamkeppni fyrr en aðrir
valkostir um staðsetningu flugvallar
á höfuðborgarsvæðinu hafa verið
fullkannaðir. „Þessi vinnubrögð
bjóða þeirri hættu heim að flugvöll-
urinn verði fluttur til Keflavíkur,“
sagði m.a. í bókun Ólafs.
Borgarráð samþykkti í gær samkeppni um skipulag Vatnsmýrar
Vilja heims-
þekktan arkitekt
til samstarfs
Eftir Svavar Knút Kristinsson
og Brján Jónasson
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra fagnaði 58 ára afmæli
sínu á Akureyri í gær, með fé-
lögum sínum í þingflokki og lands-
stjórn Framsóknarflokksins, sem
halda árlegan haustfund sinn norð-
an heiða þessa dagana. Framsókn-
arfólkið notaði tækifærið og heim-
sótti fyrirtæki og stofnanir í
Eyjafirði og í heimsókninni til
Brims var boðið upp á afmæliskaffi
forsætisráðherra til heiðurs. Hall-
dór tók þeirri uppákomu vel og
skar afmælistertu af miklum móð
ofan í flokksfólk sitt, m.a. þær
Dagnýju Jónsdóttur og Siv Frið-
leifsdóttur.
Í tengslum við áðurnefndan
haustfund verður haldinn opinn
fundur með þingflokki framsókn-
armanna á Akureyri í dag. Fund-
urinn er haldinn á Fiðlaranum. Þar
mun Halldór flytja ávarp og fjalla
um stöðu og horfur í íslenskum
stjórnmálum. Síðan munu ráð-
herrar og þingmenn flokksins
svara fyrirspurnum fundarmanna.
Framsóknarmenn með opinn fund á Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
Forsætisráðherra fékk afmælistertu
DREIFING Morgunblaðsins til
áskrifenda í gær, fimmtudag, tafð-
ist sökum óviðráðanlegra bilana og
óhappa í prentsmiðju blaðsins. Í
gærkvöldi hafði blaðinu verið kom-
ið til flestra áskrifenda nema á
Snæfellsnesi, þar sem blaði gær-
dagsins verður dreift í dag.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á seinkuninni á dreifingu blaðsins
til áskrifenda. Vakin er athygli á að
við aðstæður sem þessar er blað
dagsins ævinlega opið áskrifendum
á fréttavef blaðsins, mbl.is.
Töf á dreifingu
Morgunblaðsins
BÚIÐ er að finna skotvopn sem
fimm ungir menn notuðu til að ógna
starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi
með í byrjun mánaðarins. Þeir námu
manninn á brott og neyddu hann til
að taka sparifé sitt út úr hraðbanka.
Byssan reyndist vera ræsibyssa, en
hún fannst á heimili eins sakborn-
inganna.
Að sögn lögreglu hafa sakborn-
ingarnir skýrt ástæður og tildrög
þess að þeir námu manninn á brott
en þeir munu hafa talið sig vera að
innheimta skuld, þó ekki vegna
fíkniefnamála. Mennirnir voru í síð-
ustu viku úrskurðaðir í gæslu-
varðhald í eina viku. Að sögn Ómars
Smára Ármannssonar aðstoðaryf-
irlögregluþjóns hefur ekki verið tek-
in ákvörðun um hvort frekara
gæsluvarðhalds verður krafist.
Skotvopn úr
mannráni fundið
EIMSKIP var með lægsta tilboð í
rekstur Vestmannaeyjaferjunnar
Herjólfs til næstu fimm ára þegar
tilboðin voru opnuð hjá Vegagerð-
inni. Tilboð Eimskips og Samskipa
voru bæði talsvert undir kostnaðar-
áætlun og segir Bergur Elías
Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum, að þetta styrki þá kröfu að
farnar verði fjórtán ferðir á viku.
Þrjú tilboð bárust og var Eimskip
með lægsta tilboðið, bæði þegar gert
var ráð fyrir þrettán og fjórtán ferð-
um í hverri viku. Tilboð Samskipa,
sem séð hafa um rekstur Herjólfs
undanfarin ár, var litlu hærra en til-
boð Eimskips og voru tilboð beggja
félaga talsvert undir kostnaðaráætl-
un. Tilboð voru gerð annars vegar í
reksturinn miðað við þrettán ferðir á
viku og hins vegar miðað við fjórtán
ferðir á viku.
Miðað við þrettán ferðir var tilboð
Atlas hf. í Hafnarfirði 1.288.600.000
krónur, aðaltilboð Samskipa var
963.650.000 krónur og tilboð Eim-
skips 921.775.000 krónur. Kostnað-
aráætlun ráðgjafa Vegagerðarinnar
var upp á 1,4 milljarða króna. Sam-
skip voru að auki með nokkur frá-
vikstilboð, það hæsta hljóðaði upp á
1.373.500.000 krónur en það lægsta
upp á 920 milljónir króna.
Vel staðið að rekstrinum
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni verður nú farið nánar
yfir tilboðin. Miðað er við að samið
verði um rekstur Herjólfs frá og með
næstu áramótum.
Bergur segir mjög jákvætt að stór
og öflug fyrirtæki bjóði í rekstur
Herjólfs, Samskip hafi staðið vel að
rekstrinum undanfarið en víst sé að
ef Eimskip hreppi hnossið muni þeir
einnig sinna þessu vel og ábyggilega.
Herjólfsútboð styrkir
kröfu um 14 ferðir