Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Dúnúlpur með hettu og ekta skinni Ullarkápur H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9 NÝJAR HAUSTVÖRUR Í I , I Í I Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Úrval af pilsum www.pmt.is 5 ÁRA ÁBYRGÐ ÞÚ FINNUR RÉTTU LAUSNINA HJÁ OKKUR! Það borgar sig að heimsækja okkur á Sjávarútvegssýningunni.(Bás nr. P2) Liberty nýtt stell frá - stílhreint og fágað Nýtt home designs ROSENTHAL Léttar dúnúlpur Margir litir FRAMLÖG til menntamála hér á landi, sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu, er hátt í samanburði við önnur Evrópulönd. Hlutfallið á Ís- landi árið 2001 var 6,5% en að með- altali var hlutfallið í Evrópu 5,1%. Þetta kemur fram í nýju riti, Key Data on Education in Europe 2005, sem menntamálaráðuneytið vekur athygli á í fréttatilkynningu. Í ritinu er safnað saman ýmsum tölfræði- legum upplýsingum um menntamál í álfunni. Á árunum 1995 til 2000 jukust framlög til menntamála almennt í Evrópu. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af ríkisútgjöldum voru á bilinu 8–17%. Hlutfallið var 14% á Íslandi árið 2000 og 14,7% árið 2001. Meðaltal aðildarlanda Evrópusam- bandsins var 10,8% árið 2001. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu eru náms- greinar í skyldunámi í Evrópulönd- um almennt þær sömu en tíminn sem varið er til kennslu þeirra er mismikill. Þessi munur minnkar á unglingastigi þegar vaxandi áhersla er lögð á náttúrufræðigreinar, sam- félagsgreinar og erlend tungumál. Í sumum löndum hafa skólar talsverð- an sveigjanleika í nýtingu skólatím- ans. Nokkur lönd, þ.m.t. Ísland, hafa tiltölulega hátt hlutfall óbundins kennslutíma á unglingastigi. Yfir 75% fólks á aldrinum 20–24 ára í ESB-löndunum hafa formlega lokið námi á framhaldsskólastigi. Í þremur löndum, Möltu, Portúgal og Íslandi, er hlutfall fólks á aldrinum 20–24 sem lokið hefur framhalds- skóla innan við 60%. Mest aukning stúdenta á Íslandi Ísland er í hópi landa, s.s. Eist- lands, Grikklands, Ítalíu og Portú- gals, þar sem hærra hlutfall nem- enda á framhaldsskólastigi er í almennu bóklegu námi en starfs- námi. Meðaltal ESB-landa er tæp 63% í starfsnámi en á Íslandi 37%. Í Evrópu er algengt að um 25% fólks á aldrinum 20–24 ára hafi lokið starfs- námi en á Íslandi er hlutfallið innan við 10%. Svipuð staða er hjá Belg- um, Grikkjum, Spánverjum, Írum og Ítölum. Fjöldi háskólastúdenta í aðildar- löndum ESB hefur farið stöðugt vaxandi á undanförnum árum og var yfir 16 milljónir árið 2002. Á tíma- bilinu 1998–2002 var árlegur vöxtur 2% í ESB-löndunum þrátt fyrir nokkra fækkun í aldurshópnum 20– 29 ára. Ísland er eitt þeirra landa þar sem aukningin var hlutfallslega mest á þessu tímabili eða 43%. Með- altal ESB-landanna 25 var 16%. Menntunarstig kvenna í Evrópu- löndum fer hækkandi, sérstaklega vegna stöðugt aukinnar þátttöku í háskólanámi. Fleiri konur en karlar ljúka námi úr framhaldsskóla og konur eru nú fleiri í háskólanámi en karlar. Ísland er nefnt sem dæmi um land þar sem a.m.k. þrjár konur á hverja tvo karla hafa lokið framhalds- skólanámi. Staða kvenna er hins vegar lakari á öllum sviðum þegar kemur að ráðningu í störf og fag- legri ábyrgð. Konur með sömu menntun og karlar eru oftar at- vinnulausar. Þó gildir enn að at- vinnuleysi er minna meðal fólks með háskólamenntun en þeirra sem hafa minni menntun, óháð kyni. Hátt hlutfall landsframleiðslu til menntamála á Íslandi LÖGREGLAN í Kópavogi lagði hald á 300 grömm af fíkniefnum þegar hún hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem voru á gangi í austurbæ Kópavogs í fyrrakvöld. Við leit á þeim fundust efnin, en aðallega var um að ræða hass. Við húsleit hjá öðrum mannanna fannst einnig lifandi snákur sem fluttur hafði verið inn frá Bandaríkjunum. Mennirnir voru handteknir og við skýrslutökur viðurkenndi annar þeirra að eiga fíkniefnin og að þau hafi meðal annars verið ætluð til sölu. Mennirnir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku og telst málið upplýst, að því er fram kom á fréttavef Morgunblaðsins. Með fíkniefni og lifandi snák BJÖRGUNARSKIPIÐ Húnabjörgin var kallað út í fyrrakvöld vegna dýpkunarprammans Sels fyrsta, sem varð vélarvana við Horn. Björgunarsveitarmenn frá Skagaströnd fóru á Húnabjörginni og komu prammanum til aðstoðar. Hann var tekinn í tog og dreginn til Skagastrandar, þangað sem hann var að fara. Húnabjörgin kom á áfangastað í gærmorgun og gekk ferðin vel, samkvæmt upplýsingum frá Lands- björg, enda veður skaplegt á mið- unum. Húnabjörgin sótti pramma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.