Morgunblaðið - 09.09.2005, Page 32

Morgunblaðið - 09.09.2005, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FYRSTA lagi er sagt að nátt- úran skemmist vegna byggingar orkuvera til að sjá stóriðjunni fyr- ir rafmagni og vegna áhrifa stór- iðjunnar á náttúruna. Í öðru lagi er bent á að yf- irgnæfandi meirihluti starfa í kringum stór- iðjuna falli til útlend- inga. Í þriðja lagi er sagt að hagnaðurinn fari til hinna stóru al- þjóðafyrirtækja sem reka álverin en ekki íslensku þjóðarinnar! Vilja þannig and- stæðingar stóriðju ætla að hér sé um að ræða náttúruspjöll eigin lands til at- vinnu/gróða einhverra útlendinga. Í fjórða lagi skal nefna þau rök VG að hinn stórfelldi inn- flutningur erlends vinnuafls til landsins keyri niður laun og starfskjör sem al- mennt verkafólk á Ís- landi hafi náð með áratugabaráttu (sbr. grein Jóns Bjarna- sonar, „Þeir sem borga stóriðjutoll- inn“). Mengandi iðnaður? Álvinnsla hefur nei- kvæð áhrif á náttúr- una aðallega vegna úrgangsefna sem verða afgangs við framleiðsluna. Á Íslandi er hins vegar um- hverfisvæn orkuöflun í stað meng- andi orkuöflunar erlendis sem annars yrði notuð. Þá hefur verið bent á að nóg sé um virkjanlega umhverfisvæna orku í þróunarlöndunum. Því hefur verið svarað með því að benda á að þróunarlandaþjóð- irnar sjálfar hafa ekki nóg raf- magn fyrir eigið fólk og þyrftu auðvitað að virkja fyrir eigin þjóð- ir fyrst. Þá er álitamál hvort þær búi við nægilega góð skilyrði til að virkja hvort eð er. Einnig skal geta þess að álið sjálft er notað í hluti víðsvegar um heiminn, hluti sem stuðla einmitt að umhverfisvænni veröld, sbr. eftirfarandi úr grein Bjarna Jóns- sonar rafmagnsverkfræðings í Morgunblaðinu: „Notkunarsviðum áls fjölgar, af því að það leysir önnur efni af hólmi. Ef ál er notað í samgöngutæki sparar það eldsneyti því það er létt og ýmis málmefni eru sterk. … Er tiltölulega auðvelt að end- urvinna ál aftur og aftur með lítilli orkunotkun (5% af orkuþörf raf- greiningar súráls).“ Aukinheldur kemur fram í grein Bjarna að vegna hreinna orku- linda á Íslandi myndist einungis um 10% gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt áltonn á Íslandi miðað við erlendis. Atvinnan Augljóslega hefur skapast mikil og varanlegri atvinna af vinnslu álsins fremur en tímabundnu verkefni líkt og byggingum við Kárahnjúka og þó hafa margir ís- lenskir undirverktakar notið góðs af því. Sumir náttúruverndarsinnar halda því fram að ferðaþjónusta geti komið í stað stóriðju. Sú ferðaþjónusta sem við höfum um þessar mundir er í bullandi tapi og má ætla að einhvers konar ríkisátak, í stað stóriðjuátaks, til að efla hana, sé andvana fætt! Ekki munu ferðamennirnir lækka raforkukostnað til hins al- menna Íslendings og veita þús- undum Íslendinga störf né eyða svo miklu í okkar dýra landi að það jafnist á við orkusölu til stór- iðjunnar (sem var árið 2000 um 70% þeirrar raforku sem þá var framleidd í landinu!). Minna má á ábend- ingar Guðmundar Ólafssonar hagfræð- ings um að á hverju ári þurfi að útvega 2000-4000 manns vinnu og þar af komi 2000 úr greinum sem verða úreltar. Hagnaður Hagnaður af stór- iðju, þvert á fullyrð- ingar stóriðju- andstæðinga, er gríðarlegur og fellur auðvitað til Íslend- inga. Tekjurnar skapast af sölu raforku til ál- veranna, hafn- argjöldum – þ.e.a.s. inn- og útflutnings- gjöldum, launum starfsfólks og auðvit- að sköttum sem greið- ast af atvinnunni. Hér græðir Ísland á álverunum og telst auðvitað heppileg fjárfesting ef allt gengur eftir. Skv. skýrslu Orkuþings 2001, Þróun raforkumála á næstu árum, er aukin orkusala til stóriðju bein- asta leiðin til að lækka orkuverð til almennings. Verkalýðsmál Jón Bjarnason í Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði benti á í grein sinni, „Þeir sem borguðu stóriðjutollinn“, að þessi mikli inn- flutningur erlends verkafólks hefði slæm áhrif á laun og kjör sem al- mennt íslenskt verkafólk hefði náð fram með áratugabaráttu. Sannleikurinn er auðvitað sá að þar sem þetta erlenda vinnuafl við Kárahnjúka kom aldrei beint inn á íslenskan atvinnumarkað og fór þar með aldrei í samkeppni við ís- lenskt launafólk þá höfðu kjör þeirra og laun engin áhrif á ís- lensk laun og kjör. Fleiri stoðir í atvinnumálum Svo sjá megi hversu stórt stökk stóriðjan er til að styrkja fleiri stoðir í atvinnumálum skal nefna ábendingar Seðlabankans. Benti hann á að í fyrra hefði álútflutningur verið um 19% heild- arvöruútflutnings okkar en til samanburðar var útflutningur sjávarafurða um 62% heildarvöru- útflutnings. Á árinu 2008 má ætla að hlutfall áls í vöruútflutningi verði komið upp í 30% en vægi sjávarafurða komið niður fyrir helming. Að sama skapi mun útflutningur áls af vergri landsframleiðslu aukast úr 5% í 10% á sama tíma. Af þessu öllu má sjá að það er helst í okkar hag að leggjast öll á sveif uppbyggingar, hagvaxtar og forsjálni með því að styðja stór- iðju á Austurlandi. Auðvitað munum við huga að náttúrunni áfram en án öfga. Um rök andstæðinga stóriðju Guðmundur Egill Árnason fjallar um stóriðju Guðmundur Egill Árnason ’… það er helst í okkar hag að leggjast öll á sveif uppbyggingar, hagvaxtar og forsjálni með því að styðja stóriðju á Austurlandi.‘ Höfundur er í stjórn Báknbrjóta, hægrifélags Menntaskólans í Reykjavík. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ALDRAÐIR og öryrkjar vita nú fyr- ir hverju R-listinn stendur. Sjá vax- andi sýndarmennskuna og að hann hefur vikið kjarnanum fyrir hismið. Sjá að baráttan um völd og titla skyggir á upphaflegan tilgang, sem var meðal annars að bæta kjör þeirra sem erfiðast áttu. Orður og titlar, úrelt þing eins og dæmin sanna. Notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna St. Thorsteinsson Vilhjálmur og aðrir borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eiga nú góða leiki. Þeir munu lofa að efna það sem þeir munu heita þjóðinni á vordögum. R-listinn lofaði líka á sín- um tíma, en ofmetnaðist og gleymdi. Landsmenn sjá þetta og segja því sama rassinn undir þeim öllum. Svo þarf ekki að vera. Óreynt þingfólk er vélað til að láta kosningaloforð fyrir lítið. Þeim er talin trú um hitt og þetta og að þau fái ekki stuðning við eitt eða neitt. Flest láta undan og verða háð forust- unni. Aðalatriðið verður að halda stólnum. Þá verða menn að vera þægir og gagns- lausir og dugar ekki alltaf til. Þegar þannig er komið verður pólitíkin líkust andlausum fyrirbærum sjálfhverfra hagsmunaklíkna. Ég vil jöfnuð og tel að á meðan íbúum jarðar er mis- munað verði lítið um frið. Óhug veldur að sjá í sjónvarpinu hryllilegar afleiðingar veðráttu og morðvarga í fátækustu löndunum og nánast horfa á hungurdauða millj- óna, mest barna. Verða vitni að gagnsleysi Sameinuðu þjóðanna. Í veröld hinna ríku vantar vilja til að miðla allsnægtum og trúi ég að næstu kynslóðir muni átta sig á böl- inu. Þær munu undrast þá grimmd og græðgi sem er því samfara að horfa aðgerðalaus frá nægtaborðinu á börn veslast upp af hungri og sjúk- dómum. Formáli þessi er að gefnu tilefni. Hér er okkur sagt að venjast meiri mismunun en áður hefur þekkst. 20 milljónir á mánuði, á móti 100 þúsund kr. Nú hækka for- stjóralaunin, ef grasið sprettur betur en í fyrra. Vonbrigði með R-listabolluna snúa að láglaunadekri og versnandi fé- lagsþjónustu. Bollan fór orðið illa í fólk, enda samsetningin afleit. Það fáa sem er þolandi við Framsókn- arflokkinn er Guðni Ágústsson, en hann er ekki í borgarstjórn. Ég virði hann fyrir að stöðva glámskyggna fósturvísasinna í bændastétt og nú síðast furðu gleymna skammsýn- isdýralækna. Engin undur þó Guðni treysti þeim ekki. Ekki vissi ég að til væru menn sem vildu, eða flyttu inn hrátt kjöt frá sýktum löndum. Vissi ekki að svo vitlausir menn fyndust. R-listinn hefur snúið baki við lág- launastéttum, öryrkjum og öldnum. Hann hefur stórhækkað þjón- ustugjöld þessa fólks, en þau jaðra við kúgun og eiga ekki að líðast. Ég hef rætt þetta við borgarstjórann, sem segir að þessu verði ekki breytt. Niðurfelling ósómans er nauðsyn fyrir afkomu þessa fólks og Samfylk- ingunni til skammar að eiga þátt í svínaríinu. Í Danmörku mundi flokk- ur svo fjandsamlegur fátækum sem R-listinn verða skammlífur. Víst er, að íhaldið getur ekki orðið fátækum verra. Ef fulltrúar þess lofa að fella þjónustugjöldin niður og bæta kjör starfsfólks félagsþjónust- unnar vinna þeir borgina örugglega. Borgarstjórinn hefur engan skilning á erfiðleikum láglaunafólks og þeirra sem háðir eru samfélagshjálp. Aldraðir eru að mynda samtök. Margfeldisáhrifin munu sjást. Þó Samfylkingin hafi fjarlægst almenn- ing mun ég reyna að vinna innan hennar raða að sannfæringu minni. Ef hún tekur sig ekki á í fyrr- nefndum málum verð ég einn af mörgum sem ekki kjósa hana að vori. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Heillum horfinn R-listi að hverfa Frá Alberti Jensen: Albert Jensen NÚ ERU liðin 20 ár frá því að Þor- lákskirkja í Þorlákshöfn var vígð af biskupi Íslands, hr. Pétri Sig- urgeirssyni, sunnudaginn 28. júlí 1985. Tíu árum áður hafði Árnes- sýsla gefið 18.000 fermetra lands undir kirkjugarð og um svipað leyti var ákveðið að byggja kirkju í Þor- lákshöfn. Þorlákskirkja var byggð af miklum eldmóði sjálfboðaliða. Í ávarpi sem Gunnar Markússon, for- maður sóknarnefndar, flutti við vígslu kirkjunnar sagði hann ómögu- legt að gera skrá yfir alla þá sem lögðu orku huga og handa til þess að lyfta þessu grettistaki, því þá þyrfti að „… prenta íbúaskrá Þorláks- hafnar síðustu 6 árin svo til óbreytta … og ekki aðeins íbúa- skrána, heldur og skrá yfir nær öll félög hér á staðnum og gildir þá einu hvort þau eru stofnuð til þess að veiða og verka fisk eða starfa að líknar- og menningarmálum. Allflest eiga þau sinn stein í þessari bygg- ingu og sum stóra. Vér yrðum einnig að birta langa lista yfir vini vora í öðrum byggðarlögum, bæði ein- staklinga og félög.“ Kirkjan ber nafn heilags Þorláks, sama nafn og fyrsta kirkjan í Þorlákshöfn bar. Þorláks- kirkja hin fyrri stóð í um það bil 250 ár, en var að lokum rifin um 1770. Messuhökull þeirrar kirkju hefur varðveist og var varðveittur lengi vel í Byggðasafni Árnessýslu, sem þá var á Selfossi. Byggðasafnið afhenti hökulinn til nýrrar kirkju í Þorláks- höfn við vígslu hennar. Þorlákskirkja, er ber við sjóinn í Þorlákshöfn, er teiknuð af Jörundi Pálssyni arkitekt og var Sverrir Sig- urjónsson byggingarmeistari. Það nafn sem kemur þó fyrst upp í huga þeirra sem rifja upp byggingarsögu kirkjunnar er nafn formanns sókn- arnefndar, framkvæmdastjóra kirkjubyggingarinnar og söngstjór- ans, Ingimundur Guðjónsson. Hann var driffjöðrin í byggingu kirkj- unnar. Á lokaæfingu Söngfélags Þorlákshafnar fyrir kirkjukvöld, þar sem halda átti upp á að kirkjan var tilbúin undir tréverk, hné Ingimund- ur niður og lést. Í minningu söng- félaga stendur upp úr hvar Ingi- mundur tekur glaður á móti þeim við kirkjudyrnar fyrir þessa síðustu æf- ingu og segir við hvern og einn „ver- ið hjartanlega velkomin í kirkjuna okkar“. Í þessari viku fagna íbúar Þor- lákshafnar 20 ára afmæli kirkju sinnar með hátíðlegri dagskrá. Sett hefur verið upp sýning um Þorlák biskup helga, og nemendum Grunn- skóla Þorlákshafnar boðið að koma í heimsókn í kirkjuna, fræðast um sögu hennar og hlýða á tónlist- arflutning samnemenda. Albert Roman, sellóleikari frá Sviss, og Douglas Brotchie orgelleikari héldu hátíðlega tónleika á þriðjudags- kvöldið. Í gær var minningardag- skrá um tónlistarmanninn Karl J. Sighvatsson, en hann var organisti í Þorlákskirkju áður en hann lést í bíl- slysi árið 1991. KK og Ellen Krist- jánsdóttir verða með tónleika í kirkjunni í kvöld, en hátíðinni lýkur með hátíðarmessu, sunnudaginn 11. september. Fyrir messu, klukkan hálf tvö, flytur vígslubiskup, hr. Sig- urður Sigurðarson, stutt erindi um Þorlák biskup helga. Í hátíðarmess- unni, sem hefst kl. 14, mun vígslu- biskup prédika og Jónas Ingimund- arson, sonur Ingimundar Guðjónssonar, spila á píanó. BARBARA GUÐNADÓTTIR, menningarfulltrúi Ölfuss og formaður afmælisnefndar. Afmælishátíð Þorlákskirkju Frá Barböru Guðnadóttur: Við vígslu Þorlákskirkju í júlí, 1985. Ragnheiður Ólafsdóttir, formaður bygginganefndar, flytur bæn. SVO virðist sem skilaboð um deili- skipulag varðandi stækkun álversins í Straumsvík úr 170 þúsund tonnum í 460 þúsund tonn hafi ekki borist öllum íbúum Hafnarfjarðar. Stór hluti íbúa á Vallarsvæðinu, sem er nýtt hverfi næst ál- verinu í Straums- vík, fær t.d. ekki póst sinn borinn út þar sem enn standa yfir fram- kvæmdir á svæð- inu. Frestur til að gera athugasemd við deiliskipulagið sem kynnt var í Hafnarborg sl. mánudag rennur út mánudaginn 12. september. Stækkunin þýðir að álverið í Straumsvík yrði fjórða stærsta ál- verið í Evrópu og loftmengun myndi aukast í samræmi við það sam- kvæmt talsmönnum Alcans. Háspennulínur og önnur sjón- mengun mun hafa mikil áhrif á svæðið. Því má ekki gleyma að skóflustunga var tekin nýlega að 900 manna grunn- og leikskóla, sem yrði skammt frá fjórða stærsta álveri Evrópu! Nú á að fara að bjóða út lóð- ir á svæðinu og gerir deiliskipulagið ráð fyrir meiri byggð. Viljum við hafa 460 þúsund tonna álver í bak- garðinum hjá okkur? Látum okkur málið varða! SVALA HEIÐBERG Daggarvöllum 4b, Hafnarfirði. Vaknið, Hafnfirð- ingar! Frá Svölu Heiðberg: Svala Heiðberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.