Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Sýningartímar sambíóunum
BARA HRAÐI. ENGIN TAKMÖRK.
ÁLFABAKKI
CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY
kl. 3.30 - 6 - 8.20 - 10.10
CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY
VIP kl. 3.30 - 6 - 8.20
STRÁKARNIR OKKAR kl. 4 - 6 - 8 - 10.40
STRÁKARNIR OKKAR VIP kl. 10.40
RACING... m/ensku tali kl. 6 - 8.15 - 10.30
RACING STRIPES m/ísl.tali kl. 3.50 - 6
DUKES OF HAZZARD kl. 8.15 - 10.30
SKELETON KEY kl. 10.30 B.i. 16 ára.
HANN ER RÖNG HESTATEGUND...
EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN!
HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN
MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN!
SÝND MEÐ ENSKU TALI
S.V. / Mbl.. . / l.
S.V. / Mbl.. . / l.
HÁDEGISBÍÓ 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLA
DÝRLEGT GRÍN OG GAMAN OG FRÁBÆR SKEMMTUN
FYRIR ALLA. DÝRIN TALA OG ÞAÐ MEÐ STÆL.
SEBRAHESTUR ER ÁKVEÐINN AÐ GERAST
VEÐHLAUPAHESTUR HVAÐ SEM TAUTAR.
Dramatísk, rómantísk og stórbrotin eðalmynd með
Óskarsverðlaunahafanum,Charlize Theron og
spænsku blómarósinni, Penelope Cruz.
Charlie and the Chocolate .. kl. 5.40 - 8 og 10.20
Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 og 10 b.i. 14
Racing Stripes m/ensku tali kl. 6
Head in the Clouds kl. 8 og 10.30 b.i. 16
The Skeleton Key kl. 5.50 - 8 og 10.10 b.i. 16
Herbie Fully Loaded kl. 6
The Island kl. 8 og 10.30 b.i. 16
Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins.
Sat tvær vikur á toppnum í USA.
Með hinum eina sanna Johnny Depp (“Pirates of
the Caribbean”) og frá snillingnum Tim Burton
kemur súkkulaðiskemmtun ársins.
S.V. / Mbl.
langt síðan að vel heppnuð íslensk gamanmynd
kom í bíó og ættu landsmenn að fagna með því
að fjölmenna í kvikmyndahúsin
DV
NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA
DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG
MENNINGARHÁTÍÐIN Orðið
tónlist stendur nú sem hæst, lokið er
tónleikum til minningar um John
Cage og öðrum um Magnús Blöndal
Jóhannsson, en í kvöld verða rokk-
tónleikar í Iðnó þar sem fram koma
hljómsveitirnar Rass, Mammút, Dr.
Spock, Jeff Who? og Hair Doctor.
Dr. Spock, sem sendi frá sér
breiðskífuna Dr. Phil fyrir stuttu, er
býsna gömul sveit, var stofnuð fyrir
rúmum áratug. Hún hefur ekki
breyst mikið í gegnum tíðina, hefur
spilað tónlist svipaðrar gerðar í
fimm til sex ár, enda segir Guðfinnur
Karlsson, Finni, að þeir félagar spili
ekki það mikið að þeir hafi tekið ein-
hver stökk í þróun tónlistarinnar.
Óttarr Proppé söng með hljómsveit-
inni lagið „Andskotann“ fyrir kvik-
myndina Óskabörn þjóðarinnar fyrir
fimm árum og kom fram með henni
sem gestur á tónleikum ekki löngu
síðar. „Eftir það hef ég ekki getað
slitið mig frá henni,“ segir Óttarr.
Skemmtun en ekki skylda
Liðsskipan sveitarinnar hefur
annars breyst nokkuð frá því sveitin
varð til, í upphafi voru í henni forð-
um félagar í Quicksand Jesus, Arnar
Orri Bjarnason, Finni og Franz
Gunnarsson, sem fengu til liðs við
sig Jón Örn Arnarsson, þáverandi
trommara Jet Black Joe. Síðar slóst
Arnar Gíslason úr Stolíu í förina.
Hrafn Thoroddsen tók þátt í gerð
Andskotans og gekk í sveitina í
framhaldi af því og þegar Arnar Orri
hætti tók Guðni Finnsson við bass-
anum.
Hljómsveitin hefur alltaf verið
rekin þeim félögum til skemmtunar
en ekki sem skylda og á stundum
hafa tónleikar verið stopulir eða leg-
ið niðri um hríð. Finni segir að það
hafi komið fyrir að ekki hafi verið
nema einir tónleikar á ári, enda illt
við að eiga þegar tveir liðsmanna
hafi dvalist langdvölum erlendis.
„Við vorum að þessu aðallega til að
svala þorsta okkar í að spila harða
rokktónlist, en svo kom að því að það
voru allir á landinu nema Arnar Orri
og þá kom Guðni inn í bandið. Þeir
eru allir í öðrum hljómsveitum, til
dæmis eru þeir í Ensími Franz,
Guðni og Hrafn, en Spockinn var
langt á undan.“
Algjört frelsi
Lögin á plötunni eru á ýmsum
aldri, helmingurinn nýr eða nýlegur
en helmingur eldri, jafnvel lög sem
fylgt hafa sveitinni árum saman.
Yngsta lagið var samið tveimur vik-
um fyrir upptökur.
„Þetta er band sem þarf ekki að
elta neitt í dag, við erum algjörlega
frjálsir í því sem við erum að gera og
getum gert hvað sem er,“ segir
Finni og Óttarr bætir við að þar sem
nánast allir hljómsveitarmeðlimir
séu virkir í öðrum hljómsveitum hafi
Dr. Spock orðið einskonar til-
raunaband þar sem lítið er talað um
hlutina og allt er leyfilegt.
Platan nýja er þannig til komin að
útsendari Smekkleysu sá þá félaga
spila á tónleikum og varð svo hrifinn
að fyrirtækið bauð þeim útgáfu-
samning. Þeir kölluðu því á Ívar
Bongó Ragnarsson, lögðust í æfing-
ar og síðan í hljóðverið. Platan var
tekin upp „live“ eins og þeir kalla
þar, spiluð beint inn eins og þeir
væru á tónleikum, sett upp smáskilr-
úm á milli manna og svo talið í. Þeir
tóku plötuna líka upp á mettíma,
ekki nema tuttugu tímum, sem flest-
um þykir gott fyrir eitt lag. „Þetta
var tekið upp á tveimur kvöldum,“
segir Óttarr og Finni bætur við:
„Það mesta var að við tókum eitt lag
upp fjórum sinnum, önnur sjaldnar.
Þegar við fórum svo yfir upptök-
urnar hljómaði þetta svo vel að við
létum allt standa þó það hafi verið
mistök hér og þar, við vildum ekki
eyðileggja andann í lögunum.“
„Það var sérstaklega gaman að fá
að taka svona upp, það eru alltaf allir
svo hræddir við þetta,“ segir Óttarr,
„ekki síst upptökustjórar. Það er
aftur á móti ákveðið aðhald í því að
gera þetta svona, að vita að það er
ekki hægt að eyða þremur dögum í
að fá rétt „sánd“ á gítarinn.“
Finni tekur í sama streng og segir
að þegar Ívar Bongó mætti á æfingu
með þeim félögum hafi hann sagt
strax og hann heyrði í sveitinni að
þessa músík yrði að taka upp „live“.
„Ég held því að við höfum náð því
ágætlega með því að nota sömu
hljóðfæri og sama söngkerfi og við
notum á æfingum, náum tónleika-
stemmningunni, allir komnir úr að
ofan og mikið fjör.“
Mikið af svita semsagt?
„Já mikið af bjór, svita og klám-
myndum.“ Klámmyndum, voru
menn að horfa á klámmyndir á milli
laga?
„Nei, þetta bara passaði eitthvað
svo vel saman að segja það: Bjór,
sviti og klámmyndir,“ segir Finni og
hlær við.
Frekari upplýsingar um Dr.
Spock er að finna á slóðinni
www.drspock.is, en þar eru myndir
af sveitinni, fréttir af henni og lagið
Condoleeza sem mp3 og vídeó. Einn-
ig er vert að geta þess að kominn er
bjór á markað sem ber nafn sveit-
arinnar, Dr. Spock, og fæst á öllum
betri börum borgarinnar, eins og
þeir orða það.
Tónlist | Dr. Spock sendi frá sér plötuna Dr. Phil og spilar í Iðnó í kvöld á hátíðinni Orðið tónlist
Bjór, sviti og klámmyndir
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Dr. Spock spilar í Iðnó í kvöld á há-
tíðinni Orðið tónlist ásamt Rass,
Mammút, Jeff Who? og Hair Doct-
or. Dagskráin hefst kl. 21 og kostar
800 kr. inn, 600 kr. ef forsíðu
Grapevine er framvísað.
Hljómsveitin Dr. Spock hefur alltaf verið rekin þeim félögum til skemmtunar en ekki sem skylda.