Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Óskum eftir að ráða
kjötiðnaðarmann
til starfa
Einnig vantar
starfsfólk
í kjötvinnslu
Upplýsingar gefur
Þorsteinn í síma 897 4441.
Raðauglýsingar 569 1100
Kennsla
Vigtarmenn
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verð-
ur haldið í Fjöltækniskóla Íslands (Sjómanna-
skólanum í Reykjavík) dagana 26., 27.
og 28. september nk.
Endurmenntunarnámskeið 29. september.
Allar nánari upplýsingar og skráning þátttak-
enda á Neytendastofu, sími 510 1100, og
á heimasíðunni www.ls.is/mælifræði/
vigtarmenn/námskeið .
Skráningu lýkur 10 dögum fyrir námskeið.
Neytendastofa.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ránar-
braut 1, Vík, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Hamrafoss, Skaftárhreppi (163348), þingl. egi. Eyrún Ásta Bergsdótt-
ir, gerðarbeiðendur Gunnar Indriðason, Hekla hf., Reykjavíkurborg
og Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 15. september 2005 kl. 14:00.
Klausturvegur 5, Kirkjubæjarklaustri, þingl. eig. Bjarni Jón Matthías-
son. gerðarabeiðandi Húsasmiðjan hf., fimmtudaginn 15. september
2005 kl. 14:00.
Sandhóll, Skaftárhreppi, lnr. 163431, þingl. eig. Guðmundur Bergkvist
Jónsson, gerðarbeiðendur Edda-útgáfa hf. og Tollstjóraembættið,
fimmtudaginn 15. september 2005 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn í Vík,
30. ágúst 2005.
Sigurður Gunnarsson.
Uppboð
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Brautarholt 3, 0101, Kjalarnesi, Reykjavík (leigulóðarréttindi gþ.),
þingl. eig. þb. Björns Jónssonar c/o Valgerður Valdimarsd. hdl, gerð-
arbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lánasjóður landbúnaðarins, þriðju-
daginn 13. september 2005 kl. 11:00.
Mímisvegur 6, 0301, Reykjavík, þingl. eig. Holberg Másson, gerðar-
beiðandi Landsbanki Íslands hf., útibú, þriðjudaginn 13. september
2005 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
8. september 2005.
Þróunarsamvinnustofnun Íslands óskar
að ráða
sérfræðing
til starfa á aðalskrifstofu stofnunarinnar.
Áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir þekk-
ingu og reynslu til að geta stjórnað, skipulagt
og unnið sjálfstætt að stefnumótun og úrlausn
þeirra verkefna, sem framundan eru á verksviði
stofnunarinnar, hafi góða aðlögunarhæfileika
og eigi auðvelt með mannleg samskipti.
Umsækjendur skulu hafa haldgóða þekkingu
á alþjóðamálum og þróunarmálum, hafa lokið
meistaraprófi á háskólastigi á viðeigandi sviði
félagsvísinda, t.d. hagfræði eða mannfræði,
og uppfylla almenn starfsgengisskilyrði skv.
6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins. Jafnframt er gerð krafa
um mjög góða tungumálakunnáttu og gott
vald á a.m.k. einu tungumáli umfram Norður-
landamál og ensku, t.d. frönsku.
Í umsókn um starfið skal greina nafn, starfs-
heiti og heimilisfang umsækjanda, veita upp-
lýsingar um menntun og starfsferil og yfirlýs-
ingu um að framangreind skilyrði séu uppfyllt.
Jafnframt skal þar koma fram frá hvaða tíma
umsækjandi geti tekið til starfa, en af stofnun-
arinnar hálfu er lögð áhersla á að það geti
orðið sem fyrst.
Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt
ákvörðun stofnunarinnar að teknu tilliti til
kjarasamnings fjármálaráðherra og viðeigandi
stéttarfélags.
Umsóknir skulu hafa borist Þróunarsamvinnu-
stofnun Íslands, Þverholti 14, pósthólf 5330,
125 Reykjavík, eigi síðar en 23. september nk.
Í Reykjavík, 8. september 2005.
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
HÁSKÓLARÁÐ Háskóla Íslands
fagnar heilshugar þeirri ákvörðun
stjórnvalda að verja hluta af and-
virði sölu Símans til nýbyggingar
Landspítala – háskólasjúkrahúss á
lóð spítalans við Hringbraut og til
byggingar húss fyrir íslensk fræði á
háskólasvæðinu.
Í ályktun frá háskólaráði segir:
„Háskóli Íslands og Landspítali –
háskólasjúkrahús eiga með sér
mjög nána samvinnu á sviði kennslu
og rannsókna í læknisfræði, hjúkr-
unarfræði og öðrum greinum heil-
brigðisvísinda. Uppbygging há-
tæknisjúkrahúss mun verða
mikilvæg lyftistöng fyrir háskóla-
starfsemi sjúkrahússins og gera
stofnununum tveimur betur kleift
að þjóna sameiginlegum markmið-
um sínum í þágu allra landsmanna.
Fyrirætlanir um húsbyggingu
fyrir íslensk fræði tryggja þeim
veglegan og verðskuldaðan sess.
Með þessu er stigið mikilvægt skref
til þess að efla þá starfsemi sem
fyrst og fremst fæst við að varð-
veita, rannsaka og rækta íslenska
þjóðmenningu og tungu. Háskóli Ís-
lands hefur frá öndverðu átt veg og
vanda að kennslu og rannsóknum í
íslenskum fræðum í nánu samstarfi
við Stofnun Árna Magnússonar á
Íslandi, Örnefnastofnun, Orðabók
Háskólans, Íslenska málstöð og
Stofnun Sigurðar Nordals eftir að
þær voru settar á laggirnar. Há-
skólinn fagnar þessu framtaki
stjórnvalda sem og þeirri viður-
kenningu sem í því felst á mikilvægi
þessarar starfsemi fyrir íslenskt
samfélag.“
Morgunblaðið/Sverrir
Háskólaráð Háskóla Íslands, sem er hér saman komið, fagnar þeim fjármunum sem fara til skólans.
Háskólaráð fagnar ráð-
stöfun Símapeninganna
ÍSLAND ætlar að ganga í lið með
ríkjum heimsins í baráttunni gegn
fátækt í heiminum með því að setja
upp hvítt band um úlnliðinn til að
sýna stuðning við því að fátækt verði
útrýmt. Þeir sem standa að verkefn-
inu vilja með þessu setja þrýsting á
leiðtoga ríkja heimsins sem koma
saman á fundi í New York nk. mið-
vikudag, en þar verður rætt um að-
gerðir gegn fátækt og hungri í heim-
inum.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
leggur baráttunni lið með því að
bjóða Íslendingum í Heiðmörk þar
sem sett verða upp hvít bönd, óskir
festar á Óskatréð og birki gróðursett
sem tákn um vilja okkar til þess að
binda enda á fátækt í heiminum.
Dagskráin hefst kl. 13.00 í Þjóðhá-
tíðarlundi í Heiðmörk á morgun,
laugardag.
Hvítabönd verða seld á 500 kr. og
fylgir ein birkiplanta með. Fólki
gefst þó kostur á að gróðursetja eins
mörg tré og hver vill. Ágóðinn af sölu
plantnanna mun renna til alnæmis-
smitaðra barna í Mósambík. Starfs-
menn Skógræktarfélags Reykjavík-
ur kenna réttu handbrögðin við
gróðursetninguna.
Eftir gróðursetninguna verður
boðið upp á pylsur sem grillaðar
verða á birkigrein og síðan verður
farið í leiki. Allir eru boðnir vel-
komnir.
Leiðin að Þjóðhátíðarlundi verður
merkt með skiltum en hægt er að sjá
kort af Heiðmörk á www.skog-
raekt.is
Hvítabands-
dagur í Heið-
mörk á morgun
VETRARSTARF KFUM og
KFUK hefst með hausthátíð í
Fjölskyldu- og húsdýragarðin-
um í Laugardal sunnudaginn
11. september kl. 10–17 og
verður skipulögð dagskrá frá
kl. 14–17. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
Á dagskrá verður m.a.: söng-
ur, afrótrommuleikur, Brúðu-
bíllinn, Tóti trúður, Ómar
Ragnarsson, hljómsveitin Dar-
ling heroko, einnig verða torfæ-
rutröll, rallýbíll, fornbílar,
prestar á mótorhjólum og velti-
bíll. Farið verður í skrúðgöngu
yfir að félagsheimili KFUM og
KFUK og endað með grill-
veislu, þar geta börnin fengið
að sitja á hestum sem ganga
með þau um lóðina.
Hausthá-
tíð KFUM
og KFUK