Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 49
KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK
THE ISLAND kl. 8 B.i. 16 ára.
MADAGASCAR m/ensku tali kl. 6
MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 4
HERBIE FULLY LOADED kl. 3.50
NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA
DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG
HÁDEGISBÍÓ AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY
kl. 4 - 6.15 - 8 - 10.15
STRÁKARNIR OKKAR kl. 8.30 - 10.30
DUKES OF HAZZARD kl. 8.30 - 10.40
RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 3.45 - 5.50
HERBIE FULLY LOADED kl. 4
BATMAN BEGINS kl. 6.05 B.i. 12 ára.
Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins.
Sat tvær vikur á toppnum í USA.
Með hinum eina sanna
Johnny Depp (“Pirates
of the Caribbean”) og
frá snillingnum Tim
Burton kemur
súkkulaðiskemmtun
ársins. S.V. / Mbl.
langt síðan að vel heppnuð íslensk gamanmynd kom í bíó og ættu landsmenn
að fagna með því að fjölmenna í kvikmyndahúsin
DV
CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY
kl. 6 -8 - 10
DUKES OF HAZZARD kl. 6
STRÁKARNIR OKKAR kl. 8 - 10
CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY
kl. 5.45- 8 10 .15
DUKES OF HAZZARD kl. 8 - 10.15
DECK DOGZ kl.6
NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA
DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG
ÞEGAR Tim Burton og Johnny
Depp taka höndum saman er eitt-
hvað áhugavert í vændum. Burton
kvikmyndar sígilda sögu Roald
Dahl, Charlie and the Chocolate
Factory (Kalli og sælgætisgerðin),
með Depp í hlutverki furðufuglsins
Willy Wonka. Í hlutverki hins góð-
hjartaða Charlie Bucket er Freddie
Highmore en Charlie tilheyrir fá-
tækri fjölskyldu sem lifir í skugga
sérstakrar verksmiðju Wonka.
Flest kvöld er varla meira í mat-
inn hjá Charlie og foreldrum hans
(Helena Bonham Carter og Noah
Taylor) en þunn kálsúpa.
Charlie dreymir um að vinna í
verksmiðjunni en í næstum fimmtán
ár hefur enginn séð starfsmann fara
inn eða út úr henni. Fólk hefur ekki
einu sinni séð Willy Wonka sjálfan
en þrátt fyrir það er framleitt ótrú-
legt magn af súkkulaði á hverjum
degi.
Skyndilega tilkynnir Wonka að
hann ætli að opna dyr verksmiðj-
unnar fyrir fimm heppnum krökkum
sem hafa jafnmarga gullmiða undir
höndum en miðarnir leynast í út-
völdum súkkulaðistykkjum. Æv-
intýrið hefst fyrir alvöru þegar
Charlie nær að skrapa saman pen-
ingum fyrir súkkulaðistykki og fær
síðasta gullmiðann.
Eins og búast má við af Burton er
heimur sælgætisgerðarinnar litríkur
og undursamlegur. Hann býr til
furðuheim sem ætti ekki að svíkja
aðdáendur bókarinnar.
Frumsýning | Charlie and the Chocolate
Factory
Súkkulaðidrengur
í furðulandi
Johnny Depp í hlutverki Willy Wonka en heimur myndarinnar er litríkur.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 72/100
Roger Ebert Hollywood Reporter 80/100
New York Times 80/100
Variety 70/100 (allt skv. metacri-
tic)
KLÓSETTHÚMORINN nær nýjum
og áður óþekktum lægðum í fram-
haldsmynd grínleikarans Rob
Schneider um karlhóruna Deuce
Bigalow. Myndin hefst á því að
Deuce lendir í útistöðum við nokkra
krakka á strönd sem enda með nokk-
uð ólukkulegum hætti þar sem meðal
annars blindir eldri borgarar og höfr-
ungar koma við sögu. Stuttu síðar
fær Deuce símtal frá vini sínum T.J.
Hicks (Eddie Griffin, My Baby’s
Daddy) sem býður honum með sér til
Amsterdam. Í ljósi aðstæðna
ákveður Deuce að taka því boði.
Með gervifót af fyrrverandi eig-
inkonu sinni, sem var étin af hákarli,
heldur Deuce til Evrópu, nánar til-
tekið Amsterdam. Þar fær hann
fregnir af því að dularfullur raðmorð-
ingi gangi laus sem leggist á allar
karlhórur Amsterdam. Það sem
verra er, nú liggur vinur hans T.J.
undir grun. Deuce neyðist því til að
hafa uppi á morðingjanum sjálfur í
þeim tilgangi að hreinsa vin sinn af
ásökunum. Hann grunar fljótlega að
morðinginn sé kona og auglýsir sig
þess vegna sem karlhóru. Við tekur
ævintýri með mörgum undarlegum
kvenviðskiptavinum, auk þess sem
Deuce verður ástfanginn af frænku
lögreglumannsins sem stjórnar rann-
sókn morðmálanna. Á 73. árshátíð
karlhóra dregur þó loks til tíðinda og
uppgjörið er skammt undan.
Frumsýning | Deuce Bigalow: European Gigalo
Klósett-
húmorinn
í fyrirrúmi
Deuce Bigalow lendir í ýmsum ævintýrum í Evrópu.
Metacritic.com 23/100
Roger Ebert 0
Hollywood Reporter 50/100
New York Times 30/100
Variety 30/100 (allt skv.
Metacritic)
BÆÐI gagnrýnendur og almenn-
ingur á kvikmyndahátíðinni í Fen-
eyjum virðast sammála um að kvik-
myndin Good Night, and Good Luck
sem leikstýrt er af George Clooney
sé besta mynd hátíðarinnar. Hún er
því talin líklegust til að hreppa
Gullna ljónið, sem eru ein eftirsótt-
ustu verðlaunin í kvikmyndaheim-
inum. Verðlaunin verða afhent við
hátíðlega athöfn á morgun.
Aðrar bandarískar kvikmyndir á
hátíðinni, svo sem Brokeback
Mountain eftir Ang Lee og Romance
and Cigarettes eftir John Turturro
hafa fallið í skuggann af myndum frá
Portúgal og Kóreu.
Espelho Magico eða Töfraspegill-
inn eftir portúgalska leikstjórann
Manoel de Oliveira er næstvinsæl-
asta mynd hátíðarinnar samkvæmt
könnunum, en myndin fjallar um
konu sem er heltekin af Maríu mey.
Önnur mynd sem þykir nokkuð
sigurstrangleg er kóreska myndin
Sympathy for Lady Vengeance eftir
Park Chan-Wook, en myndin fjallar
um hefnd og endurlausn.
Kvikmyndir | Kvikmyndahátíðin í Feneyjum
Clooney sigur-
stranglegastur
Reuters
George Clooney mætti stællega
klæddur að vanda á Kvikmyndahá-
tíðina í Feneyjum til að kynna nýju
myndina sína.