Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 33
MINNINGAR
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
✝ Sigþór Her-mannsson fædd-
ist í Reykjavík 14.
des. 1948. Hann lést
á heimili sínu
Grænutungu 1 í
Kópavogi 31. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Hermann Kristins-
son, f. 10. sept. 1922,
og Bóel Sigurgeirs-
dóttir, f. 6. sept.
1924. Hann var elst-
ur fjögurra systkina
en þau eru Rúnar
Þór og Sigurlín, f. 15. sept. 1952,
og Kristbjörg, f. 30. des. 1956.
Sigþór ólst upp í Kópavogi.
Hann gekk þar í barnaskóla og
gagnfræðaskóla. Hann lærði sím-
virkjun og síðar húsasmíði og
vann lengst af við tré-
smíði, síðast hjá fyr-
irtækinu Á. Guð-
mundsson. Hann var í
trúnaðarmannaráði
Trésmiðafélags
Reykjavíkur.
Hinn 30. nóvember
1974 kvæntist Sigþór
eftirlifandi eiginkonu
sinni Ástu Sigrúnu
Karlsdóttur, f. 29. maí
1950. Foreldrar henn-
ar eru Karl Guð-
mundsson, f. 28. jan.
1924, og Sigríður
Stefánsdóttir, f. 28. mars 1925.
Sigþór og Ásta bjuggu nær allan
sinn búskap í Kópavogi.
Sigþór verður jarðsunginn frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Örstutt kveðja frá foreldrum til
sonar.
Þú kvaddir svo skyndilega í
blóma lífsins að við erum ekki búin
að átta okkur ennþá. Þá reikar
hugur að fyrstu árum þínum. Þú
varst frumburður okkar þegar við
fórum að takast á við lífið og mála
okkar framtíð.
Sú reynsla að ala upp barn og
fylgjast með þroska þess er dýr-
mætust hverjum foreldrum, þú
stækkaðir og eignaðist þrjú systk-
ini, þá fóru vandamál að koma þeg-
ar athygli foreldra þinna skiptist á
fjóra en ekki einn. Svo tóku ung-
lingsárin við, skólaganga og nýir
félagar og heimurinn stækkaði.
Hugmyndir unglinga og foreldra
fara ekki alltaf saman, en við vild-
um leyfa ykkur að takast á við lífið
og átta ykkur á því sjálf, því
reynslan er besti skólinn. Þú
stækkaðir og náðir í indæla konu
og þá hófst búskaparbaslið eins og
hjá mörgum en þolinmæði þrautir
vinnur allar. Þið eignuðust svo ykk-
ar eigið hús. Þótt margt þyrfti að
lagfæra höfðuð þið fast land undir
fótum. Þá var tekist á við að breyta
og bæta framtíðarheimilið og fóru
flestar frístundir í þá vinnu enda
hafðir þú löngun að gera það eins
vel og hægt var og tókst það. En
enginn veit sína ævi fyrr en öll er,
því miður fenguð þið ekki að eyða
ellinni í ykkar hjartans áhugamáli.
Við kveðjum nú hjartfólginn son.
Megi Guð og góðir englar leiða þig
yfir móðuna miklu til betri heima.
Við biðjum þá einnig að styrkja
Ástu Karlsdóttur, tengdadóttur
okkar, í hennar erfiðu sorg.
Pabbi og mamma.
Það er skammt stórra högga í
milli í fjölskyldunni. Á fáeinum vik-
um kveðjum við bæði Sigurbjörgu
Þorvarðardóttur, ömmu okkar,
elsta fjölskyldumeðliminn sem lést
11. júní sl. á 105. aldursári, og Sig-
þór elsta bróður okkar. Amma og
Sigþór áttu sama afmælisdag, 14.
desember. Þegar hann heimsótti
hana fyrir tveimur árum fannst
henni sem hann kveddi sig ekki al-
mennilega. Það á að heyrast smell-
ur þegar kysst er, sagði hún og
hann varð að kyssa hana aftur.
Engan hefði grunað þá að hann
ætti eftir að fara svo fljótt á eftir
henni.
Það voru erfið spor fyrir okkur
systkinin að morgni miðvikudags-
ins 31. ágúst að fara til foreldranna
og færa þeim fréttina sem við vor-
um sjálf ekki búin að meðtaka; að
frumburður þeirra hefði orðið bráð-
kvaddur um nóttina.
Á bjarta kertið sem bærðist um nótt
var blásið og slökkt.
Og lífið sundurskorið svo skjótt;
við skelfumst hve snöggt.
Hugurinn reikar aftur til ung-
lingsáranna þegar við vorum öll
enn í foreldrahúsum. Þá spilaði
Sigþór með ýmsum hljómsveitum.
Líklega var Zoo þeirra þekktust og
okkur fannst ekki ónýtt að eiga
Sissa í Zoo að bróður. Önnur og
ekki síðri var Acropolis sem var
þeirra tíma stórsveit þar sem leikið
var bæði á trompet og saxófón.
Þeir æfðu iðulega í litla kvisther-
berginu uppi á lofti. Þá var setið
ofan á stóru mögnurunum og hljóð-
ið varð stundum svo magnað að
húsið skalf og það varð að skrúfa
öryggin úr rafmagnstöflunni. En
þá hljómaði saxófónninn sem Sig-
þór spilaði á. Hann varð ekki sleg-
inn út af laginu.
Sigþór kynntist ástinni í lífi sínu,
henni Ástu, og þau bjuggu lengst
af í húsinu sem þau keyptu í
Grænutungunni. Þaðan var stutt
fyrir hann að skreppa á Háveginn
og hann leit til foreldra okkar
flesta daga. Þeirra harmur og Ástu
er sár og við tökum öll þátt í hon-
um.
Við vonum að amma hafi tekið á
móti honum með vænum smellu-
kossi þegar þau hittust aftur. Við
kveðjum þau bæði með orðunum
sem hann viðhafði alltaf þegar
hann fór: Ég bið Guð að geyma
ykkur.
Rúnar Þór, Sigurlín og
Kristbjörg.
,,Eigum við ekki bara að spyrja
Sissa, hann getur örugglega hjálp-
að okkur.“ Þessi orð hafa marg-
sinnið hljómað í fjölskyldunni þeg-
ar eitthvert okkar hefur fjárfest í
nýju raftæki og ekkert virkað þeg-
ar komið er heim með gripinn. Við
treystum alltaf á kunnáttu Sigþórs,
hann var ákaflega vel að sér í öllum
tæknimálum og var alltaf boðinn og
búinn til þess að aðstoða okkur.
Við kynntumst Sigþóri fyrir 35
árum þegar þau Ásta systir mín
fóru að vera saman. Okkur líkaði
strax vel við þennan rólega mann
sem hafði svo góða nærveru og
ríka kímnigáfu. Þau Ásta hafa allt-
af verið mjög samrýnd og aldrei
hefur verið hægt að nefna annað
þeirra á nafn öðruvísi en hitt nafnið
kæmi líka upp, þess vegna sögðum
við bara ,,Ásta og Sissi“.
Sigþór var afskaplega barngóður
og börn okkar og barnabörn hafa
notið athygli hans og Ástu alla tíð.
Margar fallegar myndir eru til af
börnunum sem Sigþór hefur tekið.
Það var oft glatt á hjalla í Mark-
landinu þegar fjölskyldan kom
saman á sunnudögum á heimili for-
eldra minna og tengdaforeldra Sig-
þórs. Oft mynduðust fjörugar um-
ræður um menn og málefni og var
þá Sigþór manna fróðastur um mál
líðandi stundar. Hann hafði ósvik-
inn áhuga á fólki, mundi alltaf öll
nöfn og gat rakið ættir manna.
Einnig minnumst við ánægjulegra
samverustunda á aðfangadags-
kvöldum liðinna ára en það kvöld
höfum við alltaf komið saman á
heimili foreldra minna. Eftir mat-
inn myndast oft mikill spenningur
þegar frómasinn er borinn á borð.
Þá segir gjarnan einhver: ,,Jæja,
hver skyldi nú fá möndlugjöfina
þessi jól?“ Og þá er eins og við
manninn mælt, allir þeysa að borð-
inu og oft lendir meira á diskunum
heldur en menn geta torgað því
áhuginn á möndlunni ræður ferð-
inni. Við hin fylgdumst alltaf af
miklum áhuga með ,,tæknilegum
aðförum“ Sissa þegar hann mund-
aði skeiðina og fékk sér vænan
skammt. Hann fékk nefnilega oft-
ast möndluna.
Við erum þakklát fyrir að hafa
kynnst þessum góða manni og eig-
um öll eftir að sakna hans. Blessuð
sé minning Sigþórs.
Guðrún Karlsdóttir
og fjölskylda.
Þarð er skrítið í dag að sitja og
skrifa minningargrein um góðan
vinnufélaga sem fallinn er frá langt
fyrir aldur fram. Margar minning-
ar koma upp í hugann.
Það er komið stórt skarð í hóp-
inn og skrítið að mæta í vinnu og
Sissa vantar. Alltaf mátti eiga von
á góðri vísu og stríðnin var ekki
langt undan. Ávallt var gott að
leita til hans með lausn verkefna og
vandamála jafnt á vinnustað sem
utan. Hann var líka trúnaðarmaður
okkar til margra ára.
Nú þegar leiðir skilja langar
okkur að þakka fyrir góðar stundir
en eftir stendur ljóslifandi minning
um góðan félaga sem við hugsum
til með hlýju.
Elsku Ásta, missir þinn er mikill,
við sendum þér og fjölskyldunni
hugheilar samúðarkveðjur.
Starfsmenn Á. Guðmundssonar.
SIGÞÓR
HERMANNSSON
Fimmtudaginn 25ta ágúst síðast-
liðinn var borinn til grafar í Kaup-
mannahöfn fréttamaðurinn og rit-
höfundurinn Halldór Sigurðsson
sem um áratuga skeið hafði starfað
hjá danska ríkisútvarpinu, Dan-
marks Radio. Hann varð sjötugur
5ta maí sl. og lét þá af störfum. Var
honum af því tilefni haldið fjölmennt
kveðjuhóf snemma í júní sem þótti
takast einstaklega vel, enda var
Halldór hrókur alls fagnaðar á
mannamótum. Miðvikudaginn 17da
ágúst kom hann síðan í útvarps-
húsið til að sortéra og selflytja 40
ára skjalasafn sitt. Um kvöldið átti
hann ánægjulega stund með vinum
og samstarfsmönnum, hjólaði síðan
heimleiðis einsog venja hans var, en
fékk heilablóðfall á leiðinni og kom
ekki aftur til meðvitundar. Tveimur
dögum síðar var hann allur.
Halldór fæddist á Seyðisfirði 5ta
maí 1935, sonur Hjartar Sigurðs-
sonar rafveitustjóra og danskrar
konu hans, Rigmor Emiliu Sigurðs-
son. Hjörtur var ættaður úr Borg-
HALLDÓR
SIGURÐSSON
✝ Halldór Sig-urðsson, frétta-
maður hjá Dan-
marks Radio og
rithöfundur, fædd-
ist á Seyðisfirði 5.
maí 1935. Hann lést
í Kaupmannahöfn
19. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Hjörtur Sig-
urðsson rafveitu-
stjóri á Seyðisfirði,
f. 8.7. 1901, ættaður
úr Borgarfirði, og
dönsk eiginkona
hans, Rigmor Emilia Sigurðsson,
f. 12.2. 1905. Þau skildu þegar
Halldór var níu ára gamall og
fluttist hann með móður sinni og
tveimur systrum, Bellu og Tove
Helgu, til Danmerkur árið eftir.
Halldór var borinn til grafar í
Kaupmannahöfn 25. ágúst.
arfirði vestra. Þegar
Halldór var níu ára
skildu foreldrarnir og
móðirin fluttist með
hann og tvær systur
hans, Bellu og Tove
Helgu, til Reykjavík-
ur. Þar dvöldust þau
um eins árs skeið og
Halldór vann sér inn
vasapeninga með því
að selja dagblaðið Vísi
í Austurstræti. Síðan
var haldið til Dan-
merkur þarsem Hall-
dór lauk skyldunámi
og komst í læri hjá stórfyrirtækinu
ØK. Því námi lauk hann árið 1955,
var sendur til starfa á vegum ØK í
Brasilíu, dvaldist þar nokkur ár og
lærði bæði spænsku og portúgölsku
til þeirrar hlítar að hann talaði báð-
ar tungur einsog innfæddur.
Halldór hóf fréttamannsferilinn
1961 á dagblaðinu Politiken og
skrifaði einnig fyrir Kristeligt Dag-
blad. Árið eftir hóf hann störf sem
lausamaður hjá Danmarks Radio og
vakti athygli fyrir umfjöllunina um
Kúbudeiluna. Hann afréð að fast-
ráða sig árið 1975. Sérhæfði hann
sig í málefnum Portúgals, Spánar,
Suður-Amríku, Angóla og Mósam-
biks; lenti í margháttuðum mann-
raunum í afrískum nýlendum Portú-
gala og raunar víðar, því hann lét
sér fátt fyrir brjósti brenna þegar
um það var að tefla að afla frétta og
fá þær staðfestar. Halldór hafði á
sér orð fyrir sérkennilegan og frísk-
legan málblæ ásamt einstaklega
myndríku orðafari, enda var hann
fyrsti starfsmaður danska ríkisút-
varpsins sem sæmdur var báðum
æðstu viðurkenningum stofnunar-
innar, Verðlaunum Christians
Krygers (1991) og Móðurmálsverð-
laununum (1993). Halldór samdi all-
margar bækur um Suður-Amríku
og skrifaði margar greinar í alfræði-
bókina Den Store Danske Encyklo-
pædi.
Kynni okkar Halldórs urðu með
þeim hætti, að þegar ég tók við rit-
stjórn Samvinnunnar vorið 1967
fékk ég leyfi hans til að birta nokkr-
ar greinar sem lágu óprentaðar hjá
Morgunblaðinu. Urðu greinar hans í
Samvinnunni um alþjóðamál tólf
talsins á árunum 1967-74, hver ann-
arri fróðlegri. Þetta óvænta sam-
starf leiddi til ævilangrar vináttu
sem hófst þegar við hittumst í Höfn
haustið 1967. Var engu líkara en við
hefðum þekkst frá barnæsku þegar
fundum okkar bar fyrst saman. Átt-
um við margar ógleymanalegar
samverustundir á veitingastöðum í
Tívolí og víðar þarsem Halldór hélt
uppi fjörinu, enda þekktu hann
margir hvar sem við komum og
kunnu flestir að meta gálgahúmor
hans og margvíslegar óvæntar til-
tektir. Meðal kollega hjá útvarpinu
gekk hann undir gælunafninu ‘den
skøre Islænding’ og bar það með
rentu, en þeir drógu heldur ekki
neina dul á aðdáun sína og virðingu
fyrir rómuðum fréttapistlum hans
og óhemjumiklum afköstum.
Þegar ég átti leið um Kaup-
mannahöfn næstu árin gisti ég jafn-
an hjá Halldóri í fínni villu hans í
Virum sem var hálftíma lestarferð
frá miðborg Hafnar. Var verulega
skemmtilegt að vera honum sam-
ferða í lestinni og fylgjast með
hvernig hann kom öllum nærstödd-
um í sólskinsskap með endalausum
bröndurum og leikaraskap.
Snemma árs 1974 fékk ég hann til
að koma með mér í Drakabygget á
Hallandsásnum í Svíþjóð og heim-
sækja nýfundinn vin, skáldið og
málarann Jørgen Nash, sem var við-
líka fyrirbrigði og Halldór, fyndinn,
opinskár og óþrjótandi sagnabrunn-
ur. Tók hann ásamt Lis konu sinni á
móti okkur af þeirri gamansömu
hlýju og vaslausu rausn sem var að-
al þeirra beggja. Þriggja daga sam-
vera í Drakabygget er meðal þess
sem ekki gleymist.
Uppúr 1970 seldi Halldór villuna í
Virum og keypti rúmgóða íbúð á
Friðriksbergi og eignaðist stóran
sumarbústað í Rågeleje nyrst á Sjá-
landi. Stóðu þessi húsakynni vinum
hans úr öðrum löndum opin hvenær
sem verkast vildi. Þar hitti ég báðar
systur hans, sem giftar voru Banda-
ríkjamönnum og búsettar vestra.
Halldór kom oft til Íslands á liðn-
um 35 árum og gisti þá stundum hjá
mér. Samdi hann fjölda útvarpser-
inda um gamla ættlandið jafnframt
því sem hann birti öðruhverju
greinar um íslensk efni í Politiken.
Samverustundir með Halldóri eru
flestar ógleymanlegar, bæði heima í
Kaupmannahöfn og í íbúð hans í
þorpinu Cascais rétt utanvið Lissa-
bon sem hann festi kaup á fyrir ára-
tug. Hana seldi hann og keypti sum-
arhús á sólarströnd Spánar þarsem
hann dvaldist að vetrarlagi síðustu
árin.
Með Halldóri Sigurðssyni er horf-
inn af heimi einn eftirminnilegasti
einstaklingur sem ég hef komist í
kynni við. Svipaða sögu höfðu sam-
starfsmenn hans að segja. Peter
Zinckernagel, yfirmaður menning-
ardeildar danska ríkisútvarpsins, lét
meðal annars svo ummælt í eftir-
mælum í Politiken 22. ágúst:
„Með þessum bakgrunni [dvölinni
í Brasilíu] varð Halldór Sigurðsson
maðurinn sem opinberaði mörgum
kynslóðum Dana Rómönsku Am-
ríku. Sérkennileg rödd hans og mál-
hreimur eru í hugum margra ná-
tengd Rómönsku Amríku. Heyra
mátti bergmál af tvöföldum upp-
vexti hans á Íslandi og í Danmörku í
seiðmögnuðu málfari hans sem var
einstaklega fagurt, uppmálandi og
blæbrigðaríkt með norrænum sér-
kennum sem gæddu allt sem hann
gerði lífi. Sem manneskja var Hall-
dór Sigurðsson stórbrotinn og
ástríðufullur, norrænt tröll sem um-
skapaði veröldina kringum sig.
Hlutirnir öðluðust goðsöguleg hlut-
föll þegar Halldór Sigurðsson var
nærstaddur. Jafnvel vandræðin með
reiðhjólagrindurnar fyrir framan
útvarpshúsið urðu í ljósi Halldórs
tákn um kjör mannkindarinnar.
Kjör sem ekki var hægt að sætta sig
við. Hann tjáði sig, gerði athuga-
semdir, hreif, daðraði, gerði sér
glaðan dag og fór geist. Hans verð-
ur sárt saknað sem manneskju og
starfsbróður.“
Blessuð sé minning Halldórs Sig-
urðssonar.
Sigurður A. Magnússon.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningar-
greinar