Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 43
DAGBÓK
Þetta er Invita
Sígildur glæsileiki með dökkri eik
Athena dökk eik er létt og glæsilegt eldhús frá Invita
þar sem hönnun og nýting mætast skemmtilega
í sígildri dökkri eik í bland við ný og spennandi efni.
Á heimasíðu okkar www.eldaskalinn.is
sýnum við enn fleiri skemmtilegar lausnir.
Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík
sími: 562 1420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com
Opið hús
laugardaginn 10/9 kl. 11–16
og sunnudaginn 11/9 kl. 11–16
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bingó alla föstu-
daga kl. 14. Endurvekjum sönggleð-
ina, syngjum saman við undirleik
Arngerðar alla föstudaga kl. 15.30
eftir bingó. Baðstofan er opin frá
kl. 9–13 í dag. Sparikaffi kl. 15. Allir
velkomnir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa-
vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl.
9–16.30. Bingó kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaað-
gerð, frjálst að spila í sal.
FEBÁ, Álftanesi | Haukshús,
föstudaginn 9. sept. kl. 13–16. Mar-
grét Friðbergsdóttir myndlista-
kennari kennir munsturgerð. Kaffi-
veitingar að hætti FEBÁ. Akstur
annast Auður og Lindi.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Félagsvist verður spiluð í kvöld í
Gjábakka kl. 20.30. Brids í Gjá-
bakka í dag kl. 13.15.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Opið hús í Ásgarði, Stangarhyl 4,
10. og 11. sept. kl. 14–16. Dagskrá:
Ávarp flytur Margrét Margeirs-
dóttir formaður. Kynning á hús-
næðinu: Stefán Ól. Jónsson. Kynn-
ing á vetrardagskrá: Stefanía
Björnsdóttir. Vinarbandið flytur
tónlist. Dagsferð 17. sept.: Haustlit-
ir í Skorradal. Uppl. í síma 588 2111.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 10.30 og 11.30.
Badminton kl. 13.10. Miðasala í
dagsferð um Borgarfjörð sem farin
verður þann 12. sept. fer fram í
Garðabergi kl. 13–15.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–
16.30 vinnustofur opnar, m.a. rósa-
málun og geisladiskasaumur. Kl.
10.30 létt ganga um Elliðaárdalinn.
Frá hádegi spilasalur opinn. Kl.
14.45 kóræfing. Veitingar í hádegi
og kaffitíma í Kaffi Berg. Strætó nr.
S4 og 12 stansa við Gerðuberg.
Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við
böðun. Kl. 14 bingó. Smíðar og út-
skurður í dag kl. 9, laus pláss.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall,
dagblöðin, útskurður, baðþjónusta,
fótaaðgerð (annan hvern föstudag),
hárgreiðsla. Kl. 10 pútt. Kl. 12 há-
degismatur. Kl. 13 bókabíll. Kl. 14
bingó. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl.
9. Frjáls prjónastund. Leikfimi kl.
11.30. Bridge kl. 13. Pútt á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16.
Hvassaleiti 56–58 | Frjáls að-
gangur að opinni vinnustofu,
postulínsmálning.
Böðun virka daga fyrir hádegi. Há-
degisverður. Fótaaðgerðir
588 2320.
Hársnyrting 517 3005.
Hæðargarður 31 | Hauststarfið er
hafið. Komið við, staðfestið skrán-
ingu og ræðið við leiðbeinendur.
Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 9 til
16. Fastir liðir eins og venjulega.
Hausti fagnað í Salnum með hátíð-
arbrag föstudaginn 9. sept. kl. 14.
Spennandi námskeið á döfinni. Sími
568 3132.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist,
kl. 9 opin hárgreiðslustofa, kl. 14
leikfimi.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30
hannyrðir. Kl. 11.45–12.45 hádeg-
isverður. Kl. 13.30 sungið við flyg-
ilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl.
14.30–16 dansað við lagaval Sig-
valda. Rjómaterta með kaffinu. Allir
velkomnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan
og leirmótun kl. 9, leikfimi kl. 10,
bingó kl. 13.30.
Kirkjustarf
Hallgrímskirkja | Opið hús fyrir
aldraða alla þriðjudaga og föstu-
daga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi
og spjall.
FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni hefur flutt starfsemi sína í nýtt
og glæsilegt húsnæði í Stangarhyl 4 á
Ártúnsholti í Reykjavík.
Næstkomandi laugardag og sunnu-
dag, 10. og 11. september, verður húsið
tekið formlega í notkun og af því tilefni
verður félagið með opið hús báða dag-
ana milli kl. 14 og 16.
Með tilkomu þessa nýja húsnæðis
verður öll starfsemi félagsins, bæði fé-
lagsstarfið og skrifstofan, framvegis á
sama stað og markar þetta ánægjuleg
tímamót í sögu félagsins. Áður var fé-
lagið með starfsemi sína á tveimur
stöðum, í afar óhentugu og dýru hús-
næði.
Félagið hvetur eldri borgara og aðra
velunnara til að mæta á laugardag eða
sunnudag og taka þátt í gleðilegum við-
burði og kynnast hinu öfluga fé-
lagsstarfi og skoða hið glæsilega hús-
næði.
Ný félagsmiðstöð
eldri borgara ALBERT Roman sellóleikari frá
Sviss og Douglas Brotchie org-
elleikari halda tónleika í Háteigs-
kirkju í kvöld kl. 20 og í Skálholts-
dómkirkju á laugardag kl. 16.
Roman hefur ferðast víða og
spilað á tónleikum og tónlist-
arhátíðum í Evrópu, Asíu og Norð-
ur-Ameríku. Hann kemur hingað
eftir tónleika á Ítalíu og héðan fer
hann til að kenna í tónlistar-
háskólum í Kína. Roman hefur
unnið til verðlauna í alþjóðlegum
keppnum og spilað a.m.k. eitt
hundrað mismunandi einleikskons-
erta. Hann hefur einnig gert fjölda
upptaka og fékk boð frá Pierre
Boulez um að spila verk sín undir
stjórn tónskáldsins.
Með Albert spilar Douglas
Brotchie, organisti Háteigskirkju. Í
gegnum árin hefur Douglas staðið
fyrir óreglulegri tónleikaröð undir
yfirskriftinni „Orgel plús eitt“,
vegna þess að honum þykir, að
sögn, skemmtilegt að kynnast og
kynna ný tónlistarverkefni og fara
ótroðnar slóðir. Douglas hefur áður
komið fram ásamt trompet-, klarin-
ettu- og slagverksleikurum og einn-
ig sópransöngkonum.
Selló og orgel er sjaldheyrð
hljóðfærasamsetning. Tvö verk eft-
ir Camillo Schumann og Oskar
Wermann eru frumsamin fyrir
þessa hljóðfæraskipan á meðan eitt
verk frá barokktímabilinu er upp-
runalega fyrir selló og fylgirödd.
„Einnig gefst tækifæri til að heyra
guðdómlegan hægan kafla úr
Kvartetti um endalok tímans eftir
Olivier Messiaen fluttan á selló
ásamt orgeli í fyrsta sinn hér á
landi,“ segir Douglas.
Albert Roman í
Háteigskirkju
ELÍN G. Jóhannsdóttir opnar í
dag málverkasýningu sína, Í
blóma, hjá Ófeigi, Skólavörðustíg
5.
Elín er fædd í Reykjavík og út-
skrifaðist úr málaradeild Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands árið
1996. Hún stundaði áður nám við
Kennaraháskóla Íslands og mynd-
menntadeild sama skóla. Enn-
fremur stundaði Elín framhalds-
nám við Statens lærerhögskole í
Forming í Ósló. Þetta er sjöunda
einkasýning Elínar en hún hefur
einnig tekið þátt í fjölda samsýn-
inga.
Að þessu sinni sýnir Elín olíu-
myndir á striga unnar á síðasta
ári og myndefni þeirra tengist því
að vera í blóma. Elín er félagi í
Sambandi íslenskra myndlist-
armanna.
Sýningin stendur til 26. sept-
ember og er opin virka daga milli
klukkan 10 og 18, en kl. 11 til 16 á
laugardögum.
Elín sýnir hjá Ófeigi
SIGURRÓS Stefánsdóttir opnar
málverkasýninguna „Hlustað á
vindinn“ á Thorvaldsen Bar á laug-
ardaginn milli kl. 17 og 19. Sigurrós
lauk námi við Myndlistarskóla Ak-
ureyrar vorið 1997 og hefur haldið
nokkrar einkasýningar. Listamað-
urinn sækir myndefni sitt í náttúr-
una þar sem mjúkar línur verða
allsráðandi og geta breyst í hljóm
veðurfarsins eða lauf haustsins.
Sýningin stendur til 7. október.
Sigurrós sýnir á Thorvaldsen Bar
HALDIÐ verður „masterclass“-
námskeið fyrir söngvara og söng-
nemendur í Ými, tónlistarhúsinu
við Skógarhlíð, dagana 9.–12. sept-
ember.
Kennari verður Paul Farrington
en hann hefur nú þegar komið
nokkrum sinnum til landsins. Boð-
ið verður upp á „masterclass“-
námskeið alla ofangreinda daga
frá kl. 13.00–18.00. Einnig gefst
starfandi söngvurum, söngkenn-
urum og lengra komnum nem-
endum kostur á einkatímum auk
þess sem námskeiðið verður opið
áheyrendum. Umsjón með nám-
skeiðinu hefur Dagrún Hjart-
ardóttir söngkennari og kórstjóri í
samstarfi við Söngskólann Hjart-
ans mál.
Námskeið fyrir
söngvara
Friðland eftir Lizu Marklund, sjálf-
stætt framhald af Hulduslóð, kem-
ur út 12. september næstkom-
andi.
„Í Hulduslóð segir Maria Er-
iksson frá heimilisofbeldi og flótt-
anum undan því. Hún segir ein-
göngu frá viðburðum eins og þeir
koma fyrir, dæmir hvorki né ráð-
leggur. Ofureðlileg ung kona sem
lifir eðlilegu lífi en er grandalaus
þegar síga fer á ógæfuhliðina.
Stjórnvöld standa ráðalaus, reyna
að koma henni undan og standa
aðgerðalaus gagnvart brotamanni.
Maria tekur loks til sinna ráða en
verður að flýja land. Barnsfaðir
hennar er enn (tíu árum síðar)
frjáls ferða sinna í Svíþjóð.
Sagan sýnir
dæmigert ferli
ofbeldismála,
samkvæmt rann-
sóknum, og ætti
bókin að mati
margra lesenda
að vera til á
hverju heimili.
Í Friðlandi lýsir
Maria því hvernig henni gekk að
hefja nýtt líf í öðrum löndum með
það gamla að baki. Auðvitað ekki
einfalt mál, álagið setur sitt mark á
líf fjölskyldunnar sem leiðist „ofur-
eðlilega“ á nýjar brautir,“ segir í
kynningu.
Verð 1.790 kr. Útgefandi er ARI-
útgáfa.
Heimilisofbeldi