Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi Grímsey | Gera má ráð fyrir að um 70% karlmanna í Grímsey hafi brugðið undir sig betri fætinum og haldið suður á sjávarútvegssýninguna sem stendur nú yfir. Strax í kjölfarið, í næstu viku, efnir Kvenfélagið Baug- ur í Grímsey til ferðar til Slóveníu og taka þær eigin- mennina í flestum tilvikum með. Það er því rólegt í eynni og verður áfram næsta hálfa mánuðinn, að sögn Helgu Mattínu Björnsdóttur, kennara við Grunnskól- ann í Grímsey. Þessi staða kemur upp þriðja hvert ár, þegar sjáv- arútvegssýningin er haldin en ferð kvenfélagskvenna er einnig á þriggja ára fresti um svipað leyti. Nú er um helmingur skólabarna í skólanum, margir hafa fylgt foreldrunum suður. „Flestir bátanna kúra hér í höfninni, ég sá einn fara á sjó í morgun,“ sagði Helga Mattína. Bílar sjást ekki á ferðinni þessa daga. Skólahald fellur alveg niður í rúma viku þegar kon- urnar halda utan, en börnum er í mörgum tilvikum komið í fóstur til afa og ömmu á fastalandinu eða ann- arra ættingja þar. „Okkur telst svo til að það verði 11 fullorðnir eftir hér í eyjunni í næstu viku. Þetta er svolítið sérstök staða,“ sagði Helga Mattína. Fengin verður kona úr landi til að sjá um verslunina á staðnum. „Við verðum að fá aðstoð úr landi, það verður reynt að hafa búðina opna í svona tvo tíma á dag.“ Ellefu fullorðnir eftir í Grímsey TVEIR kandídatar í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins eru komnir fram. Þeir eru Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Fleiri eru nefndir í þessu sambandi en hafa ekki gefið sig upp enn sem komið er. Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður allsherjarnefndar, sagði aðspurður hvort hann hefði hug á varaformannsemb- ættinu að hann væri ekkert sérstaklega að vinna að því að fara í framboð og hann ætlaði að láta nokkra daga líða til að meta stöðuna. „Mér finnst allt í lagi að menn gefi sér nokkra daga eftir að formaðurinn hættir til að skoða stöðuna í þessu nýja ljósi,“ sagði hann. Ekki náðist í Árna Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra og verðandi fjármálaráðherra, en hans nafn hefur einnig borið á góma í þessu sambandi. | 4 Þorgerður Katrín og Kristján Þór gefa kost á sér ÁSLÁTTARLEIKARARNIR Eggert Pálsson og Pétur Grétarsson voru meðal þeirra listamanna sem tróðu upp í afmælisveislu Epal sem fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær- kvöldi. Þeir Eggert og Pétur trommuðu á allt sem tiltækt var við mikla kátínu afmæl- isgesta. Var þar bæði um að ræða skálar, útvörp, ruslafötur, taukörfur og straubretti auk stóla og kolla eins og sjá má á mynd- inni. Aðspurður sagði Eggert sérlega gam- an að fá tækifæri til að leika á húsgögnin. „Það sýndi sig nefnilega að þegar svona hlutir eru gerðir úr góðu efni þá hljóma þeir líka vel,“ sagði Eggert í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Golli Trommuðu á húsgögnin í Epal FORYSTUKONUR Félags gæslukvenna segja fullyrðingar Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs Reykjavíkur, um að mál flestra gæslukvenna séu leyst eða muni leysast á næstu dögum, ekki réttar. „Við mótmælum þessum orðum Stefáns Jóns,“ segir Karólína Snorradóttir, for- maður Félags gæslukvenna. Guð- rún Guðjónsdóttir, varaformaður félagsins, tekur undir þau mót- mæli. Þær segja langt í frá búið að leysa málefni gæslukvennanna. Karólína og Guðrún segja að af þeim 22 gæslukonum sem hafi fengið uppsagnarbréf vegna lok- unar gæsluvalla séu tíu búnar að skrifa undir samkomulag um starfslok. Þær hafi ekki þorað annað eftir að fulltrúar borgar- innar hafi mætt á vinnustað þeirra með samninga undir hönd- um. Þeir hafi beitt hræðsluáróðri og sagt að þær myndu missa rétt- indi skrifuðu þær ekki undir sam- komulagið. „Sumar hverjar voru í losti eftir þetta,“ segja þær. Karólína og Guðrún ítreka að samkomulagið veiti gæslukonun- um ekki nein réttindi umfram það sem þær hafi þegar haft. Þá hafi þær t.d. enga skriflega tryggingu fyrir því að þær glati ekki rétt- indum þótt þær skipti um stéttar- félag, þ.e. fari úr Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar yfir í Eflingu. Einhliða viðræður Þær segja að fulltrúar borg- aryfirvalda hafi vissulega fundað með forystukonum félagsins um starfslokin, en þær viðræður hafi verið einhliða. „Þeir hafa ekki viljað setjast niður með okkur til að ræða þessi mál, heldur hafa þeir komið með einhliða samn- inga.“ Þær segja að þær hafi far- ið fram á að gæslukonurnar fengju þrjá mánuði á launum um- fram áunnin réttindi en fulltrúar borgarinnar hafi ekki orðið við því. Forystukonur í Félagi gæslukvenna í Reykjavík Langt í frá búið að leysa málefni gæslukvenna Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Segja fullyrðingar formanns menntaráðs ekki réttarÞYRLA Landhelgisgæslunn-ar, TF-SIF, leitaði í gær að Christian Aballea, franska ferðamanninum, sem saknað hefur verið síðan 25. ágúst síðastliðinn. Þyrlan fór yfir Álftavatn um eittleytið í gær, en þar sást síðast til Aballea. Hún lenti aftur í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 18. Engin björgunarsveit fór á svæðið þar sem síðast sást til ferðamannsins. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur enginn haft spurnir af mann- inum. Ætlaði hann að fara frá Landmannalaugum til Þórsmerkur og þaðan að Skógum. Árangurs- laus leit að frönskum ferðamanni „MIG hefur lengi langað til að gefa út sólóplötu en ekki fundist ástæða til þess fyrr en nú,“ segir Jón Jósep Snæbjörnsson, öðru nafni Jónsi í svörtum fötum, í viðtali við Morg- unblaðið um vænt- anlega sólóskífu sína sem kemur út um mánaðamótin október-nóvem- ber. Jónsi hefur um langt skeið verið einn vinsæl- asti dægurlagasöngvari þjóðarinnar og hljómsveit hans, Í svörtum fötum, hefur unnið fjölmörg verðlaun fyrir plötur sínar. Í viðtalinu ræðir Jónsi um nýju plötuna, sönglistina og lík- lega stærsta hlutverk sitt hingað til, föðurhlutverkið. | 46 Jónsi gefur út sólóplötu Jón Jósep Snæbjörnsson FJÓRÐA geislaplata Sigur Rósar, Takk, var í gærkvöldi komin í 16. sæti á lista Ama- zon yfir söluhæstu geisladiska í Bretlandi, þrátt fyrir að platan komi ekki út fyrr en nk. mánudag. Í Bandaríkjunum var platan í 58. sæti á sölulista Amazon. Platan kemur í verslanir á mánudag og af því tilefni mun Skífan á Laugavegi vera með miðnæturopnun nk. sunnudagkvöld. Verður verslunin opin í hálfa klukkustund til þess að aðdáendur geti nálgast sérútgáfu af plötunni. Ný plata Sigur Rósar komin á metsölulista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.