Morgunblaðið - 09.09.2005, Page 45
Létt og ljúf plata
þar sem popp og
klassík mætast
GARÐAR Thór Cortes
tenórsöngvari hyggur á
útgáfu sinnar fyrstu sóló-
plötu með haustinu.
Garðar þarf vart að
kynna sem söngvara,
enda hefur hann margoft
komið fram bæði á Ís-
landi og erlendis sem
söngvari í óperum, söng-
leikjum og óratóríum.
Skemmst er að minnast
þess þegar hann söng
stórt hlutverk í Phantom
of the Opera á West End
í London á dögunum, og í
fyrra söng hann eitt aðal-
hlutverkanna í La Bohème eftir
Puccini í Royal Albert Hall í upp-
setningu Francescu Zambello,
svo dæmi séu nefnd.
Með plötunni gefst aðdáendum
Garðars Thórs kostur á að heyra
hann flytja tónlist af öðru tagi.
„Þarna verða ýmis íslensk og
ítölsk lög, svona klassískt popp og
ballöður,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið. Hann segir engar
óperuaríur verða á plötunni, né
heldur söngleikjalög. „Nei, ekki á
þessari plötu, þótt ég hafi nú
sungið slíka tónlist oft. Þetta á að
vera svona létt og ljúf plata, þar
sem popp og klassík mætast,“
segir hann og nefnir Andrea
Boccelli sem eina af fyrirmyndum
plötunnar, þótt ekki sé verið að
líkja eftir neinum sérstökum.
Á plötunni verður einnig að
finna tónlist sem sett hefur verið í
nýjan búning, sem og nokkrur
frumsamin lög. Eitt þeirra er eftir
Einar Bárðarson, en það er ný-
stofnað útgáfufyrirtæki hans,
PlanB, sem gefur plötuna út.
Upptökustjóri plötunnar, Friðrik
Karlsson, á ennfremur eitt lag á
plötunni en hann annast upptökur
ásamt Robin Sellars, sem hefur
meðal annars stjórnað söng-
upptökum á tveimur síðustu plöt-
um tenórsöngvarans José Carre-
ras, þar sem Friðrik hefur leikið á
gítar. Óskar Einarsson hefur ann-
ast útsetningar fyrir sinfón-
íuhljómsveit, en það er Sinfón-
íuhljómsveit Bratislava í
Júgóslavíu sem mun leika með
Garðari Thór á plötunni.
Á markað erlendis
Áætlað er að platan komi út í
nóvember, en undirbúningur að
gerð hennar hefur staðið yfir síð-
an í janúar. Að sögn Garðars hef-
ur hann lengi langað til að gefa út
sólóplötu, og tók því vel í það
frumkvæði Einars Bárðarsonar
að gefa slíka plötu út. „Hann
stakk upp á þessu, og ég sló að
sjálfsögðu til.“
Hann segist vonast til að platan
muni höfða til sem flestra, enda sé
hún ekki ætluð einum hlust-
endahóp umfram annan. Nafn
plötunnar hefur ekki verið ákveð-
ið enn, en sú hugmynd hefur kom-
ið upp að kalla hana einfaldlega
Cortes. „Það er einfalt, og þannig
gæti hún líka farið beint til út-
landa, en það er nokkuð sem
stefnt er að. En nafnið hefur ekki
verið endanlega ákveðið enn.“
Tónlist | Garðar Thór Cortes söngv-
ari gefur út sína fyrstu sólóplötu
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
„Þarna verða ýmis íslensk og ítölsk lög,
svona klassískt popp og ballöður,“ segir
Garðar Thor Cortes um plötuna sína.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 45
MENNING
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Lið-a-mót
FRÁ
Extra sterkt
Á FYRSTU tónleikum vetrarins hjá
Sinfóníuhljómsveit Íslands á morg-
un gefst áheyrendum kostur á að
heyra Víking Heiðar Ólafsson, pí-
anóleikarann góðkunna, leika píanó-
konsert Ravels í G-dúr undir stjórn
aðalhljómsveitarstjórans Rumons
Gamba. Að margra mati er þetta
einn skemmtilegasti píanókonsert
20. aldarinnar, og Víkingur tekur
undir það.
„Þetta er mjög létt verk í anda, og
uppfullt af gáska og fjöri. Það kemur
öllum í gott skap og er því tilvalið til
að byrja starfsárið með,“ segir hann.
Djass-efnisskrá
Djass er aðalsmerki tónleikanna á
morgun, en á efnisskránni eru auk
Ravel-konsertsins forleikurinn Girl
Crazy eftir George Gershwin, Djass-
svíta nr. 2 og Tahiti trot eftir Dímít-
ríj Sjostakovítsj, og ballettinn Fancy
free eftir Leonard Bernstein.
Víkingur segir djass einnig hafa
verið mikinn áhrifavald á Maurice
Ravel, þegar hann samdi konsertinn.
„Hann samdi hann nokkrum árum
áður en hann dó, og eyddi löngum
stundum á kaffihúsum í París og
hlustaði á bandaríska djassleikara.
Verkið ber þess mikinn keim,“ segir
hann. „Fyrir píanóið má finna allt í
þessum konsert; annar kaflinn er
hægur og tregafullur, og mikil
nostalgía í honum. Þá má segja að í
honum sé svolítið „hommage“ á
Edith Piaf, með einföldum og trega-
fullum söng. Það er ljóst að þarna
var tónskáld með mikla lífsreynslu
að skrifa.“
Á nokkrar ólíkar útgáfur
Að sögn Víkings hefur þessi pí-
anókonsert verið meðal hans uppá-
haldsverka síðan á barnsaldri og á
hann að minnsta kosti sex ólíkar út-
gáfur af því á geislaplötum, með ólík-
um píanóleikurum og hljómsveitum.
„Ég þekkti það þess vegna mjög vel
þegar ég var beðinn um að spila það
með Sinfóníuhljómsveitinni og var
búinn að pæla heilmikið í því. Ég
þurfti því ekki að hugsa mig tvisvar
um,“ segir hann og bætir við að það
sé alltaf gaman að koma heim og
spila með Sinfóníuhljómsveitinni
hér. „Hljómsveitin er fyrst og fremst
rosalega góð, og síðan þekki ég orðið
svo marga þar – margir vinir manns
með manni á sviðinu. Það gerir and-
rúmsloftið enn skemmtilegra.“
Rumon Gamba er stjórnandi á
tónleikunum og segir Víkingur sam-
starfið við hann sérlega gott, en
þetta er í fyrsta sinn sem þeir vinna
saman. „Það er geggjað að vinna
með honum. Hann er hvers manns
hugljúfi, en um leið mjög fagmann-
legur og nákvæmur. Ekta leiðtogi.“
Víkingur hefur verið við nám und-
anfarin ár við hinn virta Juilliard-
tónlistarháskóla í New York-borg,
og snýr hann aftur í næstu viku til að
hefja lokaár sitt þar. Hann lætur vel
af dvölinni í stórborginni. „Ég er bú-
inn að vera heima í sumar, og er í
raun kominn með heimþrá út til New
York aftur,“ segir hann og hlær. „Ég
segi það ekki, en skólinn er
skemmtilegur og þar á ég mikið af
vinum og kunningjum og er með
fullt af verkefnum í gangi. Það er
sérstök orka þarna.“
Víkingur lýkur B. Mus.-gráðu frá
skólanum í vor og stefnir þá á fram-
haldsnám í píanóleik. Þó er ekki víst
að sú gráða verði tekin við sama
skóla, þótt það stæði til boða. „Ég
held að það sé hollt fyrir alla í list-
námi að vera ekki alltof lengi á sama
stað. Kennarinn minn er stórkost-
legur og maður getur lært mjög
margt af honum, en hættan er sú að
maður fari líka að læra það slæma –
enda er enginn fullkominn. Um
þessar mundir er ég að hugsa til
Evrópu, þó ekkert sé ákveðið. Hún
heillar mig mikið.“
Tónlist | Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik með Sinfó
Morgunblaðið/Kristinn
Víkingur Heiðar Ólafsson blaðar í nótum á æfingu fyrir tónleikana.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands og Víkings Heiðars Ólafs-
sonar hefjast í Háskólabíói á
morgun kl. 17.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Kemur öllum í gott skap