Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 41
DAGBÓK
Skráning og dagskrá
er á heimasíðu ráðstefnunnar
http://www.meetingiceland.com/ginorden2005/
Allt það nýjasta á sviði landupplýsinga og
notkun landupplýsingakerfa.
Fimmtíu fyrirlesarar og viðamikil sýning
Meðal annars er fjallað um:
stefnumótun, lagasetningu, aðgengi að landupplýsingum,
tæknilausnir, kortagerð, gagnagrunna,
gagnavefsjár, fjarkönnun, eftirlitskerfi vegna náttúruhamfara
LÍSA - samtök um landupplýsingar á Íslandi
og GI Norden
Norræn ráðstefna um landupplýsingar
14.-17. september á Nordica Hótel
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Ráðstefnan krabbamein og líknandi með-ferð verður haldin í Háskólanum á Ak-ureyri 16. og 17. þessa mánaðar. Húner opin öllu heilbrigðisstarfsfólki en er
jafnframt hluti af þverfaglegu meistaranámi í
heilbrigðisdeild skólans.
„Upphaf þessarar ráðstefnu má rekja til þess er
þverfaglegt meistaranám í heilbrigðisvísindum
hófst hér við heilbrigðisdeildina haustið 2003.
Námið býður m.a. upp á sérhæfingu til meistara-
gráðu á krabbameinssviði, eða í líknandi með-
ferð,“ segir Elísabet Hjörleifsdóttir, lektor við
HA. „Við teljum mikilvægt að bjóða nemendum
okkar upp á að hlusta á fræðimenn sem skara
fram úr á ýmsum sviðum sem koma að þjónustu
við þessa sjúklingahópa og á þessa ráðstefnu
koma margir fyrirlesarar sem hafa bæði langa
klíníska reynslu og hafa einnig stundað rann-
sóknir á þessu sviði.“
Innlendir fyrirlesarar eru úr stétt hjúkr-
unarfræðinga, félagsráðgjafa, lækna og heim-
spekinga en gestafyrirlesari er dr. David Grant
Gray. Hann er sérlærður í líknandi meðferð og
vinnur á líknarheimili í Glasgow og á almennu
sjúkrahúsi. „Síðastliðin ár hefur hann unnið að at-
hugunum á hvernig hægt er að þróa og veita líkn-
andi meðferðarþjónustu í dreifbýli Skotlands og
hann mun m.a. rekja þau viðmið sem notuð eru til
að meta líknarþjónustu í Skotlandi og útskýra
hvernig nám lækna er til sérhæfingar þar, og nýj-
ungar á þessu sviði í Bretlandi. „Dr. Gray ræðir
einnig um tvær áætlanir, Golden Standard og Liv-
erpool-áætlunina, sem fjalla um hvernig bæta má
þann hluta líknarþjónustunnar í Bretlandi, sem
veittur er af heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa
ekki sérhæfingu á sviði líknandi meðferðar.“
Vagga líknandi meðferðar er í Englandi, að
sögn Elísabetar. „Á áttunda og níunda áratug síð-
ustu aldar var þessi sérhæfða þjónusta farin að
færast inn á líknarheimili og síðan út í samfélagið
í Bretlandi, einnig var farið að veita þessu sér-
staka athygli víða á sjúkradeildum. Þróun í þess-
um málum hófst hér á landi undir 1990 með til-
komu Heimahlynningar í Reykjavík, síðan hefur
bæst við líknardeild á Reykjavíkursvæðinu,
Heimahlynningarþjónustan Karítas í Reykjavík
og Heimahlynningin á Akureyri.“
Elísabet segir ráðstefnuna hafa mikla þýðingu
fyrir Háskólann á Akureyri. „Hér á landi hefur
lengi verið mikill áhugi á því að fá tækifæri til að
sérhæfa sig á þessu sviði og það er gleðilegt að nú
sé það hægt. Aukin þekking á þessum málum er
líka nauðsynleg vegna þess að meðferð krabba-
meinssjúklinga er orðin flóknari og stendur oft yf-
ir í lengri tíma en áður. Það krefst ekki eingöngu
aukinnar þekkingar hjá læknum og hjúkr-
unarfræðingum, aðrar heilbrigðisstéttir svo sem
félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar og
sjúkraþjálfarar sinna þar mikilvægum þáttum
sem snúa að sjúklingnum sjálfum og fjölskyldunni
allri. Þarna koma fleiri að eins og prestar og
djáknar. Þessi ráðstefna og umræðan sem mun
þar eiga sér stað er því innlegg í mikla og fjöl-
breytilega starfsemi sem fram fer víða um heim
og sem gefur ráðstefnugestum innsýn í líf og líðan
einstaklinga með krabbamein og þeirra sem eru í
líknandi meðferð ásamt því að fræðast um nýjar
hugmyndir og skiptast á skoðunum.“
Umönnun | Ráðstefna á vegum heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri
Krabbamein og líknandi meðferð
Elísabet Hjörleifs-
dóttir er hjúkr-
unarfræðingur og lekt-
or við heilbrigðisdeild
Háskólans á Akureyri,
og starfar einnig í
Heimahlynningunni á
Akureyri. Hún útskrif-
aðist úr Hjúkrunarskóla
Íslands, lauk BS-námi
frá Háskólanum á Ak-
ureyri, sérnámi í hjúkr-
un mikið veikra og deyj-
andi frá Edinborg og Glasgow og
meistaragráðu í hjúkrun krabbameinssjúkl-
inga frá Glasgowháskóla.
Elísabet á ættir að rekja til Bolungarvíkur og
Seltjarnarness.
80 ÁRA afmæli. Hulda Hjörleifs-dóttir, Hjarðarhaga 26, heldur
upp á áttræðisafmæli sitt á heimili
Ingveldar dóttur sinnar, Selbraut 10,
Seltjarnarnesi, á morgun, laugardag-
inn 10. september, kl. 17–19. Vinir og
vandamenn velkomnir.
50 ÁRA afmæli. Í dag, 9. sept-ember, er fimmtugur Sigurður
Gunnar Símonarson rafmagnsverk-
fræðingur. Af þessu tilefni tekur hann,
og fjölskylda hans, á móti ættingjum
og vinum í Oddfellowhúsinu, Von-
arstræti 10, Reykjavík, kl. 18–20.
95ÁRA afmæli. Í dag, 9. sept-ember, er níutíu og fimm ára
Ármann Guðjónsson, Lyngholti, Sand-
gerði.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Áhugaleysi íslenskra
blaðamanna
HÓPUR, sem kallar sig Reykjavík-
urAkademíuna, lætur mjög að sér
kveða á opinberum vettvangi. Þykist
fjalla af vísindalegri þekkingu um ís-
lensk málefni. Fátt nýtilegt kemur
úr þeirri átt.
Aldrei hef ég séð þá félaga minn-
ast á bréf sem Bandaríkjamaður að
nafni Kepke ritaði frá Brooklyn nær
þremur vikum eftir að Bretar her-
námu Ísland 10. maí 1940. Kepke
þessi sendi Alþingi erindi þar sem
hann stakk upp á því að Íslendingar
sæktu um inngöngu í Bandaríkin,
sem eitt af fylkjum þess mikla
fylkjasambands. Ég bið Morg-
unblaðið að birta bréf Kepkers.
Það ríkir furðulegt áhugaleysi hjá
íslenskum blaðamönnum um sögu-
leg sannindi er snerta hernaðar-
hagsmuni stórveldanna. Blaðamenn,
sem rita af heiðarleik og hafa sann-
leikann að leiðarljósi, eru fáir.
Leigupennar og mannorðsskaffarar
eru fjölmennir og reynast margir
vera „vinnumenn varmennskunnar“
eins og Stephan G. Stephansson
nefndi þá. Morgunblaðið, eitt mál-
gagna, heldur uppi ritfrelsi. Það á
margfalt hrós skilið.
Pétur Pétursson
þulur.
Óskynsamleg ráðstöfun
hjá Strætó
Í SÓLHEIMUM þar sem ég bý eru
þrjár blokkir með um 65 íbúðum í
hverri blokk. Langflestir íbúar eru
aldrað fólk. Auk þess eru mýmargir
aðrir íbúar götunnar komnir til ára
sinna. Margir hér eru hættir akstri
vegna aldurs og strætó hefur verið
líflína þeirra, þar til hann hvarf úr
götunni.
Þeir sem eru fóthvatir – eins og
líklega þeir sem breyttu leiðakerfinu
– skilja kannski ekki að gamalt fólk
er yfirleitt flest fótafúið og ófært um
að bera byrðar langar leiðir. Við
lyppumst niður og gefumst upp!
Ekki yrði það neinum – og síst borg-
inni – til framdráttar að við gætum
ekki séð okkur farborða sjálf. Ég
hélt að góðar samgöngur fyrir eldra
fólk væru liður í því að halda því sem
lengst frá stofnunum? Og er það
ekki einmitt stefna borgarinnar?
Það er skynsamlegast að setja
strætó aftur í Sólheima.
Gamalmenni.
Monsa er týnd
MONSA fór
frá heimili
sínu á Lauf-
ásvegi 12.
ágúst sl. og
hefur ekki
sést síðan. Ef
einhver telur
sig vita hvar
hún er, eða
hefur séð hana á vappi, þá vinsam-
lega hafið samband í síma 695 4117.
70 ÁRA afmæli. Lilly Sigurð-ardóttir Horner frá Siglufirði
er sjötug. Hún er stödd á landinu og
ætlar að halda upp á afmælið laug-
ardaginn 10. september milli kl. 17 og
20 hjá systur sinni í Hegranesi 22 í
Garðabæ. Lilly vonast til að hitta sem
flesta ættingja sína og vini.
Dulin hætta.
Norður
♠D1097
♥K942
♦ÁK
♣Á73
Suður
♠KG654
♥ÁG1086
♦6
♣K6
Suður verður sagnhafi í sex spöð-
um og fær út smátt lauf.
Hvernig myndi lesandinn spila?
Vörnin fær sinn örugga slag á
spaðaás og síðan þarf sagnhafi að
finna hjartadrottninguna. Þetta er
málið í hnotskurn, en fleira hangir á
spýtunni. Kannski er djúpt á því, en
samt sem áður er ekki hægt að úti-
loka stunguhættu í laufi:
Svona var allt spilið:
Norður
♠D1097
♥K942
♦ÁK
♣Á73
Vestur Austur
♠82 ♠Á3
♥D75 ♥3
♦D975432 ♦G108
♣5 ♣DG109842
Suður
♠KG654
♥ÁG1086
♦6
♣K6
Sem sagt: Ef sagnhafi spilar strax
trompi í öðrum slag, drepur austur
og gefur makker stungu í laufi.
Sjálfsagður varnarleikur til að
komast hjá slíkum örlögum er að
taka á laufkóng, spila ÁK í tígli og
henda laufi heima. Þegar það svo
kemur í ljós að austur á sjölit í laufi,
verður einfalt að finna hjartadrottn-
inguna.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn